Morgunblaðið - 10.06.2016, Síða 30

Morgunblaðið - 10.06.2016, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 ✝ SigurðurJóelsson kenn- ari fæddist 7. júlí 1930 á Halldórs- stöðum í Bárð- ardal. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð, Kópavogi, 20. maí 2016. Foreldrar Sigurðar voru hjónin Jóel Tómas- son frá Stafni í Reykjadal, Suður- Þingeyjarsýslu, f. 23. október 1875, d. 25. september 1955, og Ester Guðlaugsdóttir frá Fremsta-Felli í Kinn, Suður- Þingeyjarsýslu f. 21. maí 1890, d. 1. nóvember 1959. Hálfsystkini Sigurðar voru Sigríður, f. 1915, d. 2011, Anna María, f. 1917, d. 1998, og Guð- laugur, f. 1924, d. 1992. Faðir þeirra var Valdimar Sveinbjörnsson, f. 1893, d. 1926, fyrri maður Esterar. Hinn 7. júlí 1956 kvæntist Sigurður eftirlifandi eiginkonu sinni, Jónu Sveinsdóttur, kenn- ara, f. 9. desember 1932 í Tröð í Önundarfirði. Foreldrar hennar voru Sveinn Kr. Jóns- son, verkstjóri á Flateyri, frá Innri-Veðrará, Önundarfirði, f. 21. desember 1900, d. 21. júlí 1981, og kona hans Þórey Arn- dís Guðmundsdóttir frá Súgandafirði, f. 16. ágúst 1904, starfsferil til ársins 1998 eða í 43 ár. Sigurður vann ýmis störf á sumrin, garðyrkjustörf í Reykjavík á sjöunda áratugn- um. Einnig var hann verkstjóri hjá Vinnuskóla Reykjavíkur frá 1970 og fram til ársins 1987. Sigurður var mjög „músík- alskur“, hann hafði gott tón- eyra og spilaði fallega á píanó. Hann eignaðist orgel tíu ára gamall og var það fyrsta kirkjuorgel í Grenjaðar- staðarkirkju, Suður-Þingeyjar- sýslu. Það var keypt fyrir hann stuttu eftir að skipt var um orgel í kirkjunni. Hann gaf svo orgelið til kirkjunnar árið 2011 og þá hafði hann átt það í rúmlega 70 ár. Sigurður gekk í Karlakórinn Fóstbræður haustið 1958 og söng fram til ársins 1999 með aðalkórnum. Hann söng líka með Gömlum Fóstbræðrum. Hann var í 14 Fóstbræðrum alveg frá byrjun og fram til ársins 1996, þegar þeir sungu síðast opinberlega á 80 ára afmæli Fóstbræðra. Sigurður var varaformaður Fóstbræðra 1973-79. Hann var í stjórn Foreldra- og styrktar- félags heyrnardaufra frá 1967. Hann tók þátt í starfi Félags kennara á eftirlaunum og í ýmsu félagsstarfi fyrir aldraða í Kópavogi. Sigurður verður jarðsung- inn frá Hjallakirkju, Kópavogi, í dag, 10. júní 2016, og hefst athöfnin klukkan 15. d. 8. júlí 1988. Barn Sigurðar og Jónu (kjördótt- ir) er Edda Björk, f. 24. ágúst 1964. Hún á fjögur börn með fyrrverandi eiginmanni sínum Vigfúsi Hallgríms- syni, f. 1955. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1. Arn- dís Jóna, f. 7. júní 1983, í sambúð með Hafþóri Má Hjartarsyni. 2. Steina Dögg, f. 20. janúar 1989, hún á soninn Stein Anton Kastbjerg, f. 21. ágúst 2011. 3. Sigurður Jóel, f. 11. desember 1992. 4. Halla Björk, f. 6. sept- ember 1996. Sigurður flutti þriggja ára gamall með foreldrum sínum og systkinum að Arndísar- stöðum í Bárðardal og þar ólst hann upp. Sigurður fór í Hér- aðsskólann að Laugum í Reykjadal, Suður-Þingeyjar- sýslu, og lauk þaðan landsprófi 1951. Síðan lá leiðin í Kenn- araskóla Íslands og útskrif- aðist hann þaðan vorið 1955 með kennarapróf og söng- kennarapróf. Hann fékk strax starf við Langholtsskóla, Reykjavík, um haustið 1955, fyrst sem söngkennari og fljót- lega sem almennur kennari og þar kenndi hann allan sinn Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur í yfir 60 ár er lát- inn. Ég sakna hans óskaplega mikið. Ég sakna ljúflyndis hans, kímnigáfu og hans hlýju nær- veru. Við höfum notið daganna síð- an við hættum bæði að vinna ár- ið 2000. Við sinntum barnabörn- unum, ferðuðumst innanlands og stundum erlendis, unnum í garð- inum okkar og vorum virk í alls konar félagsstarfi. Við héldum að við ættum mörg góð ár eftir saman, en veikindi og heilsuleysi gera ekki boð á undan sér. Árið 2016 hefur reynst okkur erfitt, á tímabili lágum við bæði samtímis inni á Landspítala í Fossvogi. Ég útskrifaðist fyrr, en þú komst svo í dvöl á hjúkr- unarheimilið Sunnuhlíð. Ég þakka þér fyrir allar okk- ar stundir saman og Guð geymi þig, elsku vinur minn, þangað til við hittumst á öðru tilverustigi. Þín eiginkona, Jóna. Elsku pabbi. Það er mjög óvenjulegt að vita af því að þú sért farinn og komir aldrei aftur, að maður fái ekki faðmlag frá þér á jólunum eða afmælum. Ég er svo þakklát fyrir þær minningar sem við og fjölskyldan höfum búið til sam- an. Ég man vel eftir þeim skemmtilegu ferðum sem ég upplifði með þér eins og að fara norður til Akureyrar að hitta hana Siggu frænku, Goðafoss, Halldórsstaði í Bárðardal. Sumarið 2015 var síðasta ferðalagið okkar saman, við skruppum í sumarbústað í Hval- firði, héldum upp á 85 ára af- mælið þitt, ég, þú, mamma og börnin mín. Borðuðum yndisleg- an mat, böðuðum okkur í sólinni og brostum út í eitt. Þannig mun ég muna eftir þér, elsku pabbi. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Edda Björk Sigurðardóttir. Sigurður Jóelsson, afi minn, var stórkostlegur maður sem varð vinur allra sem urðu á vegi hans. Heppni er orð sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um hann, ekki vegna þess hve heppinn hann var heldur hve heppin ég var að fá að kynnast honum, næstum 20 ár sem ég fæ með honum, og þó svo að ég vildi að þau hefðu verið margfalt fleiri er ég ánægð með tímann sem ég fékk. Viskan sem einfaldlega lak upp úr honum, kímnigáfan og tónlist er eitthvað sem hann deildi með öllum, hann var þann- ig maður, einhver sem maður gat treyst á til þess annaðhvort að hringja í fyrir stuðning eða einfaldlega bara að fá svar við einni krossgátuspurningu. Það skipti ekki máli hvað það var sem vantaði, hann var alltaf til stuðnings ef þess var óskað. Ljóð voru mér erfið sem ungri stúlku en hans ástríða á ljóðum gjörbreytti því og áður en ég vissi af var ég farin að skrifa ljóð sem skemmtun alveg eins og hann. Þó svo að ljóðin mín verði aldrei jafn góð og hans, þá vona ég að hann sé stoltur af þessu ljóði sem er tileinkað honum. Hvíldu þig nú afi minn, ég kveð þig nú í hinsta sinn. Englafaðmar taka um þig. Áratugir líða svo og seinna tekur þú um mig. Takk fyrir allt: Viskuna, bros- in og minningarnar. Þitt barnabarn, Halla Björk Vigfúsdóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Mikill öðlingur og yndislegur maður er fallinn frá með Sigga mági. Nonna systir og Siggi giftu sig 7. júlí 1956 svo það er orðinn langur tími sem leiðir hafa legið saman og margs er að minnast af löngu skeiði. Ég sem rétt var orðin tíu ára man hve mér fannst þau glæsilegt brúðarpar. Æ síðan hafa þau verið sérlega samhent hjón og miklir félagar. Það hefur alla tíð verið ein- staklega gaman að koma til Nonnu og Sigga og alltaf fór maður fróðari á braut. Siggi var hafsjór af fróðleik um menn og málefni og á frásagnir þeirra hjóna var unun að hlýða. Siggi kunni ógrynni af ljóðum og kvæðum og fór með heilu kvæðabálkana við ólíklegustu tækifæri. Siggi spilaði listavel á píanó og þau voru ófá skiptin þegar hann settist við píanóið og spilaði og við sungum með, gjarnan lög eftir Fúsa og önnur vinsæl dægurlög. Jólaveislur stórfjölskyldunnar enduðu oftast með að Siggi settist við píanóið, spilaði jólalögin og allir sungu með. Ekki vílaði Siggi fyrir sér að setjast við orgelið í Víðistaða- kirkju og spila við skírn son- ardóttur okkar hjóna þó hann hefði ekki spilað á það fyrr. Eitt sinn fóru þeir mágar Nonni og Siggi á skak fyrir vest- an og ætluðu að hafa góðar sum- artekjur. Ekki var það þó ferð til fjár því skektan lak og vélin bil- aði svo þá rak næstum upp í kletta og eftir það fékk fiskurinn á Vestfjarðamiðum að eiga sig. Siggi kenndi mér að lesa nót- ur og spila smávegis þegar ég dvaldi hjá þeim hjónum, 12 ára gömul, og bý ég enn að því. Þegar við Mummi minn gift- um okkur urðu þeir Siggi góðir félagar þrátt fyrir aldursmuninn og áttum við fjölmargar skemmtilegar stundir og ferða- lög saman. Síðasta sumar situr í minni okkar hjóna þegar við tókum Nonnu og Sigga með okkur í ferð á heimaslóðir Sigga í Bárð- ardal. Það var stórkostlega skemmtileg og fróðleg ferð og yndislegt að minnast þess hve glaður hann var að komast á sín- ar fornu heimaslóðir, finna heit- an sunnanþeyinn leika um vanga og geta spilað á gamla orgelið sitt sem þau höfðu nokkrum ár- um áður gefið til Grenjaðarstað- arkirkju. Elsku Nonna systir, Edda Björk, Arndís Jóna, Steina, Siggi Jóel, Halla og litli Steinn Anton, við Mummi og Nonni bróðir samhryggjumst ykkur öll- um innilega og biðjum góðan Guð að hugga ykkur í sorginni. Unnur Sveinsdóttir, Guðmundur R. Ingvarsson og Jón G. Sveinsson. Kynni okkar Sigga Jóels byrj- uðu er bæði mættu í Laugaskóla í Reykjadal haustið 1948. Siggi var heimamaður í héraðinu en ég kom vestan frá Breiðafirði, en öll mín föðurætt var ættuð úr sveitunum í nágrenni við Laug- ar, og margir mínir nánustu bjuggu þar. Siggi var sonur afa- bróður míns. Við vorum fleiri frændsystkinin þarna í skólan- um og með okkur tókst góð vin- átta sem entist allt lífið. Við Siggi leituðum bæði suður á bóginn, hann í Kennaraskólann ég í Ljósmæðraskólann. Það var þá stutt á milli þessara tveggja skóla og Siggi fór fljótlega að líta við með vini sína svo oft var glatt á hjalla. Sumir vinanna fóru síðan að koma án Sigga. Þá opnaðist líka leið til að komast á ódýran dansleik í Kennaraskól- anum. Ekki var það verra. Með- al þessara vina Sigga voru Hin- rik og Máni og fljótlega fórum við þessi fjögur að bralla ým- islegt saman því þessir góðu vin- ir Sigga urðu einnig bestu vinir mínir. Svo fór að þessi vinátta hefur enst fram til þessa. Eðli- lega breyttist margt. Siggi varð fyrstur til að festa ráð sitt og ná í Jónu sína. Við höfðum dálitlar áhyggjur af því að nú mundum við missa Sigga en svo reyndist ekki, því Jóna er gædd góðum aðlögunarhæfileikum og samlag- aðist hún því hópnum strax mjög vel, svo okkar góða vinátta styrktist fremur en hitt. Enda gat ekki verið að Siggi veldi nema vel. Þeir Hinrik og Máni voru svaramenn þeirra þegar þau voru gefin saman, en ég var upptekin við að taka á móti frænda mínum vestur á landi. Þau hjón urðu fyrst af vin- unum til að eignast bíl og einnig íbúð. Þar var oft komið og oft glatt á hjalla. Þau skutu líka oft skjólshúsi yfir vini sína og þá var stofan notuð. Þar fékk ég eitt sinn að dvelja í mánuð á meðan leitað var að húsnæði. Siggi var einstakur maður, góðmenni, glaður í góðra vina hópi og féll margt gullkornið af vörum hans. Hann var ekki að reyna að vera fyndinn, hann var það án þess að vita það. Hann var snillingur í því að koma hugsunum sínum í bundið mál, músíkalskur, vinur vina sinna. Kennsla varð hans aðalstarf. Hann var vinsæll og góður kenn- ari. En hann kom víðar við án þess að það sé nefnt í þessari grein.Hann minnti mig oft á föð- ur minn sem mér þótti manna bestur. Meira hól hef ég ekki. Kæri frændi og vinur: Við Máni þökkum þér þína góðu samfylgd. Öll ferðalögin heima og heiman og ánægjustundir á heimili ykkar hjóna. Allt þetta er ómetanlegt. Kæra Jóna mín: Við Máni sendum þér, Eddu Björk og börnum hennar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Kristín Ingibjörg Tómasdóttir. Tilkoma ellinnar verður áþreifanlegust þegar maður fylgir æskuvinum síðasta spöl- inn; í dag röltum við með Sigurði heitnum Jóelssyni þetta spotta- korn. Með honum hverfur af sjónarsviðinu ein þýðingarmesta persóna minna unglingsára í Reykjavík. Kynni okkar hófust þegar skammt var liðið á sjötta áratug síðustu aldar, áttu sitt upphaf á tímum sem voru mér afar erfiðir og þróuðust í vináttu sem aldrei brá skugga á. Þær örlagadísir sem ríða net vinátt- unnar hafa úr ýmsum þráðum að spinna; það net okkar Sigga var ekki riðið úr garni sameiginlegra æskuslóða, annar var Árnesing- ur, hinn Þingeyingur. Úr uppeldi sínu í Bárðardal bar hann sterk merki þeirrar menningarhefðar, sem gjarnan er tengd Norðaust- urlandi. Honum var í blóð borin tón- vísi, óskeikult brageyra og ein- læg ást á skáldskap, einkum ljóðum, en hann var jafnframt algerlega fordildarlaus maður og það var auðvelt að álíta með- fædda hógværð hans roluskap, sem þó var fjarri öllu lagi. Sigurði Jóelssyni var gefið geðslag sem hafði þau áhrif á eirðarleysi og efahyggju nánustu vina að hugur þeirra leitaði jafn- vægis og rósemi. Þau áhrif hafði hann meðal annars í krafti þeirr- ar óbilandi kímnigáfu, sem gleð- ur alla sem hlusta og skilja en særir engan. Hann útskrifaðist úr Kenn- araskóla Íslands 1955, hóf kennslu við Langholtsskóla sama ár og kenndi þar alla sína starfsævi. Sigurður kvæntist Jónu Sveinsdóttur kennara 1956. Sjálf eignuðust þau ekki börn önnur en eina kjördóttur; hvern- ig þau reyndust henni og barna- börnum sínum er svo saga út af fyrir sig og nægileg til þess að halda hróðri þeirra ævinlega á lofti. Hjónaband þeirra Jónu og Sigga var af því tagi að væri minnst á annað var hitt oftast nefnt líka. Það varð meginstoðin í lífi hans auk tónlistar og kennslu. Heima í Bárðardal ólst hann upp við að Íslenskt söngvasafn lægi frammi til daglegra nota og nótnalestur væri jafn sjálfsögð kunnátta og annar bóklestur; æ síðan voru Fjárlögin innan seil- ingar í hans búi. Ást Sigurðar á tónlist og söng leiddi hann til Fóstbræðra og í því samfélagi söngs og samveru var hann virk- ur í áratugi. Sönglistin og kennslan fóru vel saman og studdu hvort annað í lífi hans, samvinnan í skólastofunni og samhljómur kórsins, hvort tveggja var honum jafn eðlilegt og eftirsóknarvert. Fátt getur orðið manni frem- ur til betrumbóta á lífsleiðinni en vinátta og ræktarsemi hógværra vina á borð við Sigurð Jóelsson. Við Kolfinna og okkar fólk sökn- um hans og sendum Jónu og fjölskyldu einlægar samúðar- kveðjur. Hinrik Bjarnason. Í dag kveðjum við Fóstbræð- ur Bárðdælinginn Sigurð Jóels- son, einn af okkar dyggustu fé- lagsmönnum um meira en hálfrar aldar skeið. Sá sem þessar línur ritar fyrir hönd kórsins var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera nemandi Sig- urðar í Langholtsskóla á áttunda áratugnum. Ég minnist þess ennþá er foreldrar mínir sögðu mér eitt haustið að nú tæki ann- ar kennari við bekknum af Sig- rúnu Sigurbergsdóttur. Hann væri einn af 14 Fóstbræðrum sem alltaf voru að syngja í út- varpinu við miklar vinsældir. Auk Sigurðar þá voru teikni- kennarinn Sigfús Halldórsson og smíðakennarinn Sigbjörn Eiríks- son félagar í Fóstbræðrum. Þeir áttu það allir sameiginlegt að vera góðir, alúðlegir og eftir- minnilegir kennarar sem ég minnist af mikilli væntumþykju. Í mínum huga eru Fóstbræður því órjúfanlegur hluti Langholts- hverfisins. Sigurður gekk til liðs við kór- inn árið 1958 og söng 2. tenór. Í kórnum er starfsaldur talinn í þátttöku í vortónleikum og þá söng Sigurður alls 40 sinnum, síðast árið 1999. Frá þeim tíma og þangað til í fyrra var hann virkur félagi í Gömlum Fóst- bræðrum. Samleið hans með kórnum spannar því nær sex áratugi. Hann var sæmdur gullhörpu, sem er æðsta starfsaldursviður- kenning kórsins, árið 1978. Þá hafði hann aðeins sungið helm- inginn af þeim tónleikum sem hann náði að taka þátt í. Auk þess gegndi hann ýmsum trún- aðarstörfum í stjórn og nefndum og var raddformaður 2. tenórs um skeið. Hann sinnti öllu sínu af trúmennsku og alúð og hreykti sér ekki hátt. Eins og segir hér að ofan var hann þátttakandi í frægasta hlið- arspori kórfélaga fyrr og síðar, 14 Fóstbræðrum, sönghópnum sem gerði garðinn frægan á ár- unum 1963-1975. Þó að hópurinn starfaði í raun utan félagsins runnu allar tekjur af starfsemi hans í húsbyggingarsjóð Fóst- bræðra og vógu þar þungt. Fóst- bræður standa í mikilli þakkar- skuld við þá 20 söngmenn sem lögðu sitt af mörkum í söng- hópnum á þessu 12 ára tímabili. Jóna Sveinsdóttir, eiginkona Sigurðar, hefur verið góður fé- lagi okkar allan þann langa tíma sem hann tók þátt í okkar starfi. Við Fóstbræður sendum henni og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur með kærri þökk fyrir liðin ár. Í bókinni Fóstbræðralagi, sögu kórsins í 90 ár sem Páll Ás- geir Ásgeirsson skráði, er að finna skemmtilega mynd af Sig- urði á blaðsíðu 135. Þar er hann staddur á Menningarhátíð Fóst- bræðra á þorra árið 1969, lyftir glasi og horfir til okkar kampa- kátur og syngjandi. Á „þorra- blótum“ okkar syngjum við ávallt sænsku skálarvísurnar sem Sigurður íslenskaði. Á ljós- myndinni er eins og Sigurður sé að syngja með okkur „Aðra skál“ og við lyftum glasi í anda og tökum undir með þökk fyrir allt: Hve glatt við glösum klingjum er glóir dýrleg veig, með söng við sálir yngjum og súpum út í teyg. Því vaskir með víkingslundu, vekjum við gleðimál. Við drekkum því fast á fleygri stundu Fóstbræðranna skál ! Fyrir hönd Karlakórsins Fóstbræðra, Arinbjörn Vilhjálmsson, formaður. Kveðja frá Gömlum Fóstbræðrum Við fréttina af andláti Sigurð- ar vinar míns fylltist hugur minn söknuði yfir að minn kæri góði vinur um áratugaskeið væri all- ur. En um leið fylltist ég þakk- læti fyrir að hafa kynnst þessum mæta manni og hafa átt vináttu hans. Hann var drengskapar- maður til orðs og æðis. Ekki var háttur Sigurðar að láta mikið á sér bera, en skarpar gáfur, orð- heppni og græskulaus kímni kitluðu oft hláturtaugarnar og drógu menn og konur að honum í þeim góða félagsskap sem við störfuðum í saman. Sigurður kom til starfa með Karlakórnum Fóstbræðrum 1958, nokkrum árum á undan mér. Kynni okkar eru því orðin löng í leik og starfi. Sigurður var hagmæltur en flíkaði því lítt þó stöku sinnum fengjum við eina og eina stöku frá honum sem hitti vel í mark. Snemma komu í ljós hæfileikar hans í tónlist og lærði Sigurður á píanó og við vinamót á heimili þeirra hjóna var gjarnan tekið lagið við und- irleik hans. Sigurður var kennari að mennt og starfaði alla tíð sem kennari. Marga gamla nemend- ur Sigurðar hef ég hitt á ævinni sem bera í huga þakklæti til hans fyrir góð áhrif á viðkvæmu skeiði barndóms- og ung- lingsára. Sigurður tók virkan þátt í félagsstarfi kennara og fórum við hjónin í margar ánægjulegar ferðir með þeim ágæta hópi og þar eins og ann- ars staðar var hann sami skemmtilegi félaginn. Sigurður og Jóna eiginkona hans voru af- ar samtaka og samrýmd hjón og auðfundin sú umhyggja og gagn- kvæma virðing sem þau báru hvort fyrir öðru. Innan Fóstbræðra tók Sigurð- ur virkan þátt og ávallt voru þau Sigurður Jóelsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.