Morgunblaðið - 10.06.2016, Side 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016
M
atthías fæddist á
Grenivík 10.6. 1926
og ólst þar upp.
Hann var ungur er
hann missti föður
sinn, sem var einn fjögurra sem
komust lífs af eftir miklar þrekraun-
ir er þilskipið Talismann fórst við
Súgandafjörð en náði aldrei fullri
heilsu.
Eftir þá raun ólst Matthías upp á
Miðgörðum með móður sinni og
systkinum, á heimili móðurforeldra
sinna, Friðriku Kristjánsdóttur hús-
freyju og Stefáns Stefánssonar út-
gerðarmanns.
Matthías fór til sjós um fermingu,
reri á Gunnari TH, með Stefáni,
móðurbróðir sínum, síðar á Verði
TH og fleiri skipum og fór síðan á
Svalbak EA.
Matthías gerðist lögreglumaður á
Akureyri 1955: „Ég ætlaði upp-
haflega að leysa af í lögreglunni í
þrjá mánuði en átti eftir að starfa
þar í rúm 42 ár, lengst af sem varð-
stjóri. Í þá daga var það ekki aðeins
löggæsla sem fylgdi starfinu, því að
akstur sjúkrabifreiðar tilheyrði því.
Þegar útkall kom og einn var á
vakt var skellt í lás eða fangar í
fangahúsinu beðnir að svara í sím-
ann. Þetta gekk vel og var aldrei til
stórra vandræða.“
Matthías stundaði frjálsar íþrótt-
ir, skíðagöngu og knattspyrnu, lék
með Magna á Grenivík og síðar KA
og vann til fjölda titla í ýmsum grein-
um. Hann er mikill áhugamaður um
laxveiði, var einn af stofnendum
Flúða á Akureyri, sat þar í stjórn til
fjölda ára, var einn af stofnendum og
í stjórn Sjóstangaveiðifélags Akur-
eyrar og vann þar til fjölda verð-
launa. Hann varð í tvígang Evrópu-
meistari í sjóstangaveiði.
Matthías hefur verið virkur í
starfi Oddfellow-hreyfingarinnar um
langt árabil.
Fjölskylda
Eiginkona Matthíasar er Jóhanna
María Pálmadóttir, f. 28.8. 1927,
fyrrv. aðalbókari. Foreldrar hennar
voru Guðrún Jóhannesdóttir, f. í
Litla-Laugardal í Tálknafirði 21.9.
1904, d. 23.3. 1993, húsfreyja á Akur-
eyri, og Pálmi Friðriksson, f. á
Naustum við Akureyri 29.10. 1900‚ d.
16.2. 1970, útgerðarmaður og sjó-
maður á Akureyri.
Börn Matthíasar og Jóhönnu
Maríu eru 1) Pálmi Matthíasson, f.
21.8. 1951, sóknarprestur í Bústaða-
prestakalli í Reykjavík, en eiginkona
hans er Unnur Ólafsdóttir, kennari
og verslunarmaður, og er dóttir
þeirra Hanna María, f. 25.9 1975,
viðskiptafræðingur, en maður henn-
Matthías Einarsson, fyrrv. lögregluvarðstjóri og sjómaður – 90 ára
Myndarlegir lögæslumenn Matthías með sonum sínum í lögreglubúningum, Gunnari Rúnari, Stefáni Einari og Pálma.
Þrír mánuðir urðu að
42 árum við löggæslu
Við vorum að koma frá Ameríku í fyrrinótt með börnum, barna-börnum og mökum, ellefu manns allt í allt, segir SigurbjörgSnorradóttir, sem er sextug í dag.
„Við vorum í Kissimmee í Florida að fagna sextugsafmælum okkar
Sveins. Ég reikna með að vera með smá boð fyrir vini og vandamenn
fyrir sunnan og keyra svo norður á sunnudaginn,“ en Sigurbjörg býr
á Krossum á Árskógsströnd í Eyjafirði þar sem hún er fædd og uppal-
in. Hún er dóttir hjónannan Snorra E. Kristjánssonar og Sigurlaugar
Gunnlaugsdóttur.
Sigurbjörg vinnur í dag við umönnun aldraðra á dvalarheimilinu
Dalbæ á Dalvík en hefur unnið við eldamennsku og matseld í fjölda
ára. Hún er mikill náttúruunnandi og þekkt berjakona og tínir ber
víða um land. „Það er alltaf stefnt á að taka berjafrí á hverju hausti.
Ég er alveg heltekin af berjum sama hvernig ber það eru, fer víða á
Vestfirði og bara hvert sem ber eru að finna. Ég nýti líka ýmislegt
fleira úr náttúrunni. Það hefur orðið svo mikil vakning að undanförnu
um nýtingu náttúrunnar í matseld, bruggun og fleira.“
Eiginmaður Sigurbjargar er Sveinn Kristinsson, sjómaður á Björg-
vin EA, Dalvík. Börn þeirra eru Linda Björk, kennari, maki hennar er
Kristmann Þór Pálmason og eiga þau fjögur börn; Kristján Eldjárn,
maki hans er Leifur Guðni Grétarsson. Einnig áttu þau Sigurbjörg og
Sveinn soninn Svein Birki, en hann lést árið 2001.
Sigurbjörg lítur björtum augum til framtíðar og hlakkar til að
halda áfram að njóta lífsins í faðmi fjölskyldu og vina.
Hjónin Sveinn og Sigurbjörg heima á Krossum.
Mikil berjakona og
náttúruunnandi
Sigurbjörg Snorradóttir er sextug í dag
Sigrún Björk Björnsdóttir og María Sigurðardóttir héldu tombólu við verslunina
Krónuna á Selfossi. Þær söfnuðu 2.632 krónum sem þær gáfu til Rauða krossins.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.iswww.kvarnir.is
20 ÁRA
1996
2016
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði
sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
70 kr. stk.
Nýt
t
Kvarnatengi
fyrir zetur og
sakkaborð
Stærðir eru:
12 S, 15 S, 18 S, 20 S,
25 S og 12 B, 15 B,
18 B, 20 B, 25 B