Morgunblaðið - 10.06.2016, Page 37

Morgunblaðið - 10.06.2016, Page 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur lagt hart að þér og nú er komið að því að þú getir sýnt öðrum árangur erfiðis þíns. Þú átt skilið að taka þér frí núna. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert tilbúin/n til að láta þínar eigin þarfir víkja fyrir æðri tilgangi. Leyfðu æv- intýraþránni að fá útrás og þá verður allt annað, sem þú þarft að gera, svo auðvelt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þetta er góður tími til að ræða vandamálin við maka eða náinn vin. Þakkaðu fyrir það góða í lífi þínu og mundu að grasið er ekki grænna hinum megin við lækinn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert það örugg/ur með þig að þú getur hoppað í störf annarra án þess að missa svefn. Vonir þínar og langanir snúast um stærra húsnæði og frí með fjölskyldunni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert tilbúin/n til þess að takast á við sjálfa/n þig og gera gera upp hlutina. Sá undirbúningur sem þú ert í nú, mun hjálpa þér að vera áfram í nú-inu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Við erum öll ólík og mikið væri litlaust í henni veröld ef eng- inn þyrði að stíga út fyrir boxið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sjálfsagi þinn og skipulagning vekja að- dáun annarra. Hugsanlegt að þú vinnir þér inn peninga með óvenjulegum hætti. Þú færð tilboð sem þú getur ekki hafnað. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það verður þér bara hindrun í starfi, ef þú ætlar að hunsa nýjustu tækni. Ef vinur þinn ögrar þér í dag þá átt þú erfitt með að sitja á þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sköpunargleðin drynur hreinlega í hverri frumu. Notaðu innsæi þitt til að vega og meta vandamál sem upp kemur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þarfir þínar eru mikilvægar og þú ættir að splæsa því á þig sem þig langar í. Ekki gleypa við kjaftasögum, athugaðu málið sjálf/ur og dragðu svo þína ályktun. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Líttu ávallt á björtu hliðarnar og mundu að fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Þú færð tækifæri til að sanna mál þitt. Þú hefur í mörg horn að líta, mundu samt að taka þér pásur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fólk finnur sig knúið til þess að ganga í augun á þér. Allir munu njóta þess að fá hól frá þér í dag. Þú ert ekki á þeim buxunum að gefast upp í deilumáli innan vinahópsins. Ámiðvikudaginn birti ég íVísnahorni tvö afbrigði af sömu vísunni og hér bætist það þriðja við. Hinrik Bjarnason skrif- aði mér og sagði að vísan hefði ver- ið kunnugleg – „húsgangur sem ég í æsku á Stokkseyri lærði aðra gerð af. Sú gerð er svona: Hvað er í fréttum? Hvað er títt? Hvað er helst til ama? – Ekkert að frétta, ekkert nýtt, allt við þetta sama.“ Á þriðjudagsnótt var hellirigning í Mývatnssveit en engin á Húsavík eða niðrí dölum. Mývetningurinn Friðrik Steingrímsson orti: Ekki drottinn er að spara úrkomu í heimbyggð minni, reyndar lét hann rigna bara á réttláta að þessu sinni. Þann hinn sama dag skrifaði Ing- ólfur Ómar í Leirinn að nú væri best að halda heim í fjörðinn fagra – „burt úr þessum borgarglaum sem er gjörsamlega að æra mig. Nú er kallinn á leiðinn heim og margt fallegt ber fyrir augu á þessum fal- lega sumardegi. – Hrútafjörður skartar sínu fegursta:“ Brúnir fjalla glitra í bjartri morgunsól á bláa voga gullnu leiftri slær. Af gleði foldin ljómar í grænum sumarkjól glaðar raddir óma og foss í gljúfri hlær. Ingólfur Ómar bætir því við að stundum þurfi ekki að hafa mörg orð um það sem fyrir augu ber. Og lætur fylgja morgunvísu, eitt eldra ljóð sem hann gerði: Á mosabreiðu merlar döggin hrein morgunsólin risin er á ný. Kátir þrestir flögra grein af grein og gróðurmoldin angar frjó og hlý. Ég heyri loftsins villta vængjaslátt um vangann leikur golan mjúk og þíð. Í lautu niðar lækjarsytra kátt og litfríð blómin skreyta dal og hlíð. Geislar sólar gylla bláan sæ glitrar bárufans um ránarslóð. Vorsins komu glaður fagnað fæ fuglar syngja drottni ástarljóð. Á sjómannadaginn lét Ingólfur Ómar það eftir sér að fá sér ögn af brjóstbirtu: Glæðir fjör og gleður önd gefast stundir betri. Þegar vín er haft um hönd hlýnar sálartetri. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Úr Mývatnssveit vestur í Hrútafjörð og víðar Í klípu „ÉG GET EKKI SVARAÐ ÞVÍ. ÉG ER ÞEGAR BÚINN AÐ EYÐA ÞAGNARMÚTUNUM.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAÐ MEINARÐU AÐ ÉG HEFÐI ÁTT AÐ SEGJA ÞÉR FRÁ ÞESSU? ÉG SAGÐI ÞÉR ÞETTA FYRIR MÖRGUM VIKUM!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar ég finn þig enn mér við hlið. SJÁÐU, GRETTIR SAFNIÐ MITT ER NÆSTUM ÞVÍ FULLKOMNAÐ! BARA EINA FINGUR- NÖGL Í VIÐBÓT! ER VETURINN Á ENDA? HRÓLFUR, ÉG VEIT AÐ Í HINUM STÓRA HEIMI ERTU STÓRLAX MEÐAL VÍKINGA! EN HÉRNA HEIMA ERTU VENJULEGUR FJÖLSKYLDUFAÐIR! ÉG HELD ÞÉR Á JÖRÐINNI! ÞÝÐIR ÞAÐ AÐ ÞÚ MÁTT EKKI KOMA Á BARINN Í KVÖLD? Klara Bjartmarz, framkvæmda-stjóri Knattspyrnusambands Ís- lands, var eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Wolfsburgh og Lyon í Meistaradeild kvenna á dögunum, á Stadio Città del Tricolore vellinum í Reggio á Ítalíu. x x x Ábyrgðin er mikill heiður fyrirKlöru og íslenska knattspyrnu. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem fær þetta mikilvæga verkefni, en forystumenn í KSÍ hafa reyndar margsinnis verið eftirlitsmenn á leikjum á vegum UEFA og FIFA. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur fengið mestu vegsemdina en hann var eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildar karla, þegar Man- chester United og Barcelona léku á Wembley í Lundúnum 2011. x x x Ellert B. Schram, fyrrverandi for-maður KSÍ, var meðal annars eftirlitsmaður á úrslitaleik Frakk- lands og Ítalíu í Evrópukeppni landsliða árið 2000. Leikurinn fór fram á velli Feyenoord í Rotterdam í Hollandi. x x x Eggert Magnússon, fyrrverandiformaður KSÍ, var eftirlits- maður á úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa, þegar Chelsea og Stutt- gart léku í Stokkhólmi 1998, en keppnin var lögð niður árið eftir. Þegar Eggert var síðar í stjórn UEFA var hann sérstakur sendi- fulltrúi forseta sambandsins í tengslum við stórleiki. x x x Víkverji rifjar þetta upp vegnaþess að Evrópukeppni landsliða í Frakklandi hefst í dag og þar verða Íslendingar heldur betur í sviðsljós- inu. Íslenska liðið tekur þátt í úr- slitakeppni stórmóts í fyrsta sinn og fær góðan stuðning mörg þúsund Ís- lendinga, sem stóðu þétt við bakið á því í riðlakeppninni. Nokkrir Íslend- ingar starfa auk þess í tengslum við leikina, til dæmis verður Páll Sævar Guðjónsson vallarþulur á leikjum Ís- lands. víkverji@mbl.is Víkverji Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns. (Jes. 41:10)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.