Morgunblaðið - 10.06.2016, Síða 44
FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 162. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Mánaðarlaun 1.221 þúsund
2. 15 best klæddu konurnar …
3. Ættingjar stúlkunnar sóttu …
4. Sakfelldir fyrir hópnauðgun
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Grill- og tónlistarhátíðin Kótelett-
an verður haldin í 7. sinn á Selfossi
um helgina, 10.-12. júní. Meðal þeirra
tónlistarmanna og hljómsveita sem
koma fram á hátíðinni eru Páll Óskar,
Skítamórall, Glowie, Geirmundur
Valtýsson, Love Guru, Mánar og Úlfur
Úlfur.
Morgunblaðið/Kristinn
Grillað og tónlistar
notið á Kótelettunni
Blóðdropinn,
verðlaun Hins ís-
lenska glæpafélags
fyrir bestu íslensku
glæpasögu ársins
2015, verður af-
hentur í dag kl. 17 í
Borgarbókasafninu
menningarhúsi í
Grófinni. Handhafi Blóðdropans er
fulltrúi Íslands til Glerlykilsins, nor-
rænu glæpasagnaverðlaunanna.
Meðal tilnefndra í ár eru Ragnar
Jónsson, Sólveig Pálsdóttir, Ágúst
Borgþór Sverrisson, Stefán Máni,
Yrsa Sigurðardóttir og Arnaldur
Indriðason.
Hver hlýtur
Blóðdropann í ár?
Tónlistarkonurnar Bláskjár, ÍRiS og
hljómsveitin Grúska Babúska halda
tónleika á Bar 11 í miðbæ Reykjavíkur í
kvöld kl. 21 og er aðgangur að þeim
ókeypis. Bláskjár og ÍRiS eru báðar
liðsmenn í Grúsku Babúsku. Bláskjár
mun flytja rafskotna alþýðutónlist af
nýútkominni stuttskífu
sinni, As I Pondered
These Things, og ÍRiS
mun taka við með rafræn-
um og dulúðugum út-
setningum af
væntanlegri útgáfu.
Bláskjár, ÍRiS og
Grúska Babúska
Á laugardag Austlæg átt, skýjað að mestu og lítils háttar rigning
öðru hverju sunnan- og vestanlands en þurrt annars staðar.
Á sunnudag Austan og norðaustan 5-10 m/s. Skýjað með köflum
eða bjartviðri og yfirleitt þurrt. Hiti 10 til 18 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað með köflum eða bjartviðri en sums
staðar þokuloft úti við sjávarsíðuna. Hiti 12 til 20 stig.
VEÐUR
Jonas Hector er einn af
áhugaverðari leikmönnum í
landsliðshópi Þjóðverja á
Evrópumótinu i Frakklandi,
ekki síst vegna þess að
þessi tegund af fótbolta-
manni ætti ekki að vera til
lengur. Hector er eini lands-
liðsmaður Þýskalands sem
aldrei hefur eytt tíma í ung-
lingaakademíu, þar sem
hann lék með fimmtu-
deildarliði SV Auersmacher
til tvítugs. »4
Þessi tegund ætti
ekki að vera til
Fimmtánda úrslitakeppni Evrópu-
móts landsliða í knattspyrnu hefst í
kvöld, en að þessu sinni er keppnin
haldin í Frakklandi. Opnunarleikur
mótsins verður viðureign gestgjaf-
anna og Rúmena,
sem fram fer á
Stade de France-
leikvanginum í
Saint-Denis, í
útjaðri
Parísar,
og síðan
rekur hver
leikurinn
annan þar til kemur
að úrslitaleiknum,
sem fram fer á sama
velli hinn 10. júlí. »1
Fimmtánda Evrópu-
keppnin hefst í kvöld
Daninn Nikolaj Hansen var hetja Vals-
manna í gærkvöldi þegar hann skor-
aði sigurmark liðsins, 3:2, á síðustu
mínútu í framlengingu gegn Víkingi í
16 liða úrslitum Borgunarbikarsins í
knattspyrnu karla. Selfoss vann Víði
úr Garðinum, 4:3, eftir framlengingu
á Selfossi og ÍBV lagði Stjörnuna,
2:0. Þá lögðu Blikar lið ÍA, 2:1, í fram-
lengingu á Akranesi. »2-3
Dani var hetja Vals-
manna í Víkinni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Söngvarinn Jónas R. Jónsson skaust
upp á stjörnuhimininn með sveitinni
Flowers fyrir um hálfri öld. Hann
hefur engu gleymt og kemur fram
með Bandinu á tónleikum á Café
Rosenberg um helgina. Uppselt er í
kvöld og örfáir miðar eftir á auka-
tónleikana annað kvöld.
„Það er ekki öll vitleysan eins,“
segir Jónas um komandi gigg og seg-
ir að hugmyndin hafi orðið til í matar-
boði með Gunnari Þórðarsyni og Agli
Eðvarðssyni fyrir tveimur til þremur
árum. „Við vorum að syngja gömlu
amerísku söngbókina og þá segir
Gunni: „Eigum við ekki að gera eitt-
hvað, stofna band?“ Þetta hljómaði
vel og hér erum við með Bandið.“
Jónas segir að þeir hafi byrjað á
því að kalla á Gunnar Hrafnsson
bassaleikara, Scott McLemore
trommara og Hjört Ingva Jóhanns-
son hljómborðsleikara. Eftir að hafa
rennt í nokkur lög hafi þeir viljað
bregða út af vananum og fara meira
út í rokkið. Þeir hafi kastað á milli sín
hugmyndum og þegar lögin hafi verið
ákveðin hafi Gunni skrifað þau út.
Síðan hafi bakraddasöngvurunum
Gísla Magna Sigríðarsyni, sem var
Salóme innan handar í Eurovision,
Þóru Gísladóttur og Fanný Kristínu
Tryggvadóttur verið bætt í hópinn.
Æfingar hafa gengið vel og meðal
annars var rennsli kl. átta til tíu í
fyrradag. „Ég hef aldrei byrjað að
syngja klukkan átta að morgni fyrr,“
segir Jónas.
Söngvari alla ævi
Jónas hefur sungið frá því hann
man eftir sér. „Við vorum þrír strák-
ar í kórnum í Breiðagerðisskóla,“ rifj-
ar hann upp. Bætir við að á unglings-
árunum hafi leiðin legið í bílskúrs-
band og eitt hafi leitt af öðru, en
Jónas var meðal annars í 5 Pens, Tox-
ic, Flowers, Náttúru og Brimkló. „Ég
var heppinn að vera á réttum aldri á
uppgangsárum Bítlanna, því tónlistin
skipaði svo ríkan sess í lífi ungmenna,
allir voru á sömu bylgju,“ segir
söngvarinn.
Jónas segir að þetta hafi verið
skemmtilegir tímar og erfitt að gera
upp á milli banda og viðburða. „Upp-
takan í London á fjögurra laga plötu
með laginu „Slappaðu af“ er eftir-
minnileg, því það var svo mikið ævin-
týri,“ segir hann. „Annars var bæjar-
lífið svo frjótt, margar hljómsveitir og
stanslaust fjör, meira að segja böll á
milli klukkan þrjú og fimm í Lídó.“
Þótt langt sé um liðið síðan Jónas
söng fyrsta lagið segir hann mikil-
vægt að halda í barnið í sér og njóta
sín sem best. „Auðvitað er maður að
ögra sjálfum sér en þetta er spurning
um að verða ekki gamall fyrir aldur
fram,“ segir hann. „Það er mikilvægt
að hætta ekki að leika sér.“ Í því sam-
bandi bendir hann á að nýlega hafi
verið boðaður kaffifundur hjá
bekkjarfélögunum og átti að hittast
klukkan fjögur á miðvikudegi, enda
flestir hættir að vinna vegna aldurs.
„Ég sendi póst og sagðist því miður
ekki komast því ég væri á æfingu á
sama tíma,“ segir hann og áréttar að
fólk megi ekki láta stjórnast af aldrin-
um. „Never be too old to Rock and
Roll, eins og segir í laginu.“
Dagskráin á tónleikunum er ólík
því sem fólk átti að venjast hjá
Flowers og Náttúru. „Þetta er sitt lít-
ið af hverju, bræðingur, rólegt, djass-
að og rokkað, blanda af lögum, sem
okkur finnst hafa staðist tímans tönn,
þótt þau séu ekki endilega gömul,“
segir Jónas. „Í raun á þetta ekkert
skylt við gamla tímann.“
Rokkið fyrir alla aldurshópa
Jónas R. og Bandið með tónleika á Rosenberg Saknar síðdegisballanna
Ljósmynd/Finnbogi Helgason
Jónas R. og Bandið Scott McLemore trommuleikari, Hjörtur Ingvi Jóhannsson hljómborðsleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Gunnar Þórðarson
gítarleikari og söngvararnir Jónas R. Jónsson, Fanný Kristín Tryggvadóttir, Þóra Gísladóttir og Gísli Magni Sigríðarson.
Blómatíminn Jónas R. í Flowers.