Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 1

Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 1
„Ég er ein- faldlega mjög ósáttur við þetta háa leigu- verð og kynnti mér því hvað svona posi kostar í útlönd- um. Niðurstaðan er að ég gæti fengið eins posa og pin pad og ég er að leigja af Valitor fyrir 60 þúsund krónur,“ segir Guðmundur Ómarsson, eigandi Eldhafs ehf. á Akureyri, sem greiðir Valitor 90.828 krónur á ári fyrir leigu á posa. Að sögn Guðmundar er ársleigan hjá Valitor 30 þúsund krónum hærri en stofnkostnaður fyrir tækin. Hann segist hafa haft samband við Valitor, sagst hafa áhuga á að kaupa eigin posa og nota hann en hafi ekki fengið leyfi til þess. Viðar Þorkelsson, forstjóri Val- itors, segir að fyrirtækið velji þá leið að leigja út posana af öryggisástæð- um. „Við berum ábyrgð á öryggi pos- anna, við þjónustum leigjendur og sjáum um viðhald,“ segir hann. Viðar segir að nokkrir aðilar leigi posa hér á landi og telur að Valitor sé sam- keppnishæft í verði. »6 Má ekki nota eig- in posa  Valitor segir ör- yggi vera ástæðuna Þ R I Ð J U D A G U R 2 6. J Ú L Í 2 0 1 6 ÁRANGURINN KOM EKKI Á ÓVART VINNA SEM EINN HUGUR TÆRLEIKI EINKENNIR TÓNLISTINA SKÖPUNARFYRIRTÆKI 12 VERK JÓNASAR FLUTT 31U20 Í KÖRFUBOLTA ÍÞRÓTTIR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Það fjögurra ára plan sem ríkis- stjórnin lagði upp með þegar hún var mynduð fyrir fjórum árum hefur gengið upp til þessa og því þarf að ljúka, enda eru aðstæður til þess fyr- ir hendi. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrver- andi forsætisráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar fylgir hann eftir bréfi sem hann sendi til flokksfélaga sinna í gær og boðar endurkomu sína í stjórnmálin. Þau markmið sem ríkisstjórnin lagði upp með vorið 2013 voru, segir Sigmundur, að ná tökum á ríkisfjár- málum, leysa gjaldeyrishöft og leið- rétta húsnæðisskuldir heimilanna. Þetta hafi allt tekist og því sé mikil- vægt að fylgja eftir með ýmsum um- bótum, svo sem á almannatrygging- um, í byggðamálum og fleiru. „Tíminn til að standa við loforðin sem við höfum gefið er því núna,“ segir Sigmundur Davíð í bréfi sínu til flokksmanna í gær og koma þar fram sjónarmið um að orkað geti tví- mælis að ganga til kosninga í haust eins og boðað hefur verið. Þau sjón- armið taka þingmenn stjórnarand- stöðunnar þó óstinnt upp í samtölum við Morgunblaðið. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, seg- ir meðal annars að það sé sjálfsögð kurteisi að kjósa nú eins og boðað hafi verið. Ef annað skuli vera hafi formaður Framsóknarflokksins, sem óbreyttur þingmaður, ekkert um það að segja. „Ég hef haft efasemdir um kosn- ingar í haust,“ segir Sigríður And- ersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. Það sé nýmæli ef ganga eigi til kosninga til þess að svara stemningu dagsins – eins og gert var þegar haustkosningar voru boðaðar í apríl síðastliðnum. Efi um haustkosningar  Verkefnin mega ekki bíða, segir Sigmundur Davíð  Telur kosningar í haust geta orkað tvímælis  Óbreyttur þingmaður ræður engu í málinu, segir pírati MSegir endurkomuna ... »2 og 19 Úrkoma í Reykjavík milli klukkan 15-16 í gær var 12,2 mm og hefur ekki áður rignt svo mikið í úrkomumæli Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg. Vegna þessa mynduðust pollar víða á höfuðborg- arsvæðinu og niðurföll höfðu ekki undan, svo kalla þurfti út slökkviliðsmenn til að losa um stíflur og dæla upp vatni. Ýmsir völdu þó að hafa gaman af rigningunni og ökumaðurinn sem leið átti um Nýbýlaveg í Kópavogi setti á fulla ferð í elgnum og fylgdi því mikill gusugangur. Í dag má hins vegar gera ráð fyrir að léttskýjað verði sunnanlands og þurrt í veðri. Setti á fulla ferð í elgnum í Kópavogi Morgunblaðið/Ófeigur Úrkomumet féll í hellidembu í höfuðborginni í gær  Leiguverð hefur lækkað um að meðaltali 1,6% á landsvísu undan- farna þrjá mánuði. Hæsta leiguverð á fermetra er á stúdíóíbúðum og á höfuðborgarsvæðinu. Lægst er það á Suðurlandi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í gögnum Þjóðskrár Íslands um þróun leiguverðs. Guðlaugur Ö. Þorsteinsson hjá Leigulistanum segir að eftirspurn eftir íbúðum til leigu hafi aukist verulega á sama tíma og framboðið hafi dregist saman. Ekki sé því hægt að rekja þessa lækkun leigu- verðs til breyttrar samsetningar framboðs og eftirspurnar á mark- aði. »18 Leiguverð hefur lækkað undanfarið  Sigurður Már Guðjónsson, bak- arameistari og eigandi Bernhöfts- bakarís, hefur keypt allan rekstur Björnsbakarís við Skúlagötu og sameinar starfsemi bakaríanna tveggja, sem verður þar sem Björnsbakarí er nú við Skúlagötu. „Ný staðsetning er nákvæm- lega 600 metra, þ.e. hurð frá hurð, frá gamla staðnum við Bergstaðastræti,“ segir Sigurður Már en með sameiningunni ætlar hann að bjóða sínum við- skiptavinum upp á það besta úr báðum bakaríum. „Þetta er hið upphaflega Björnsbakarí, sem var stofnað 1896 og síðar keypt af Birni Sím- onarsyni 1901. Hér er því verið að sameina tvö elstu bakarí borg- arinnar.“ » 16 Bernhöftsbakarí fer niður á Skúlagötu og sameinast hinu upphaflega Björnsbakaríi Morgunblaðið/Ásdís Bakkelsi Tvö elstu bakarí borgarinnar sameinast brátt í eitt.  Alls 61 tegund háplantna fannst í árlegum leiðangri vísindamanna til Surtseyjar á dögunum. Plönt- urnar voru 65 í fyrra og er talið að fjórar tegundir, sem stóðu reyndar mjög veikt, hafi orðið undir í samkeppni við sér öflugri grös. Fuglalíf í eynni heldur sér ágætlega, en æðarkolla sem þar var í fyrra sást ekki nú. Í Surtsey er tangi sem snýr til norðurs og hefur mikið brotnað úr honum síðasta árið þegar þungt hafrót vetrarins gekk þar yfir. Borgþór Magnússon hjá Nátt- úrufræðistofnun, sem stýrði rann- sóknarleiðangrinum nú, segir þetta ekki koma á óvart. Sér þyki raunar allt eins sennilegt að tang- inn hverfi á næstu hálfu öld. Slíkt gæti jafnvel gerst áður en Surtsey verður 100 ára, en hún myndaðist í eldgosi sem hófst árið 1963 og stóð í nærri fjögur ár. »11 Norðurtangi Surtseyjar brotnar niður og háplöntutegundum fækkar um fjórar Morgunblaðið/Árni Sæberg Surtsey Draumaland vísindamanna sem fylgjast með myndun lífs á nýju landi. Stofnað 1913  173. tölublað  104. árgangur   „Vegurinn er bara í ömurlegu ástandi. Það er algjörlega fráleitt að fólkinu sem býr við þennan veg sé boðið upp á þetta,“ segir Viggó Jónsson sem er í sveitarstjórn Sauðárkróks um ástand Reykja- strandarvegarins. Vegurinn er fjöl- farnasti malarvegur í Skagafirði og er mjög holóttur. Pálmi Þorsteinsson, rekstrar- stjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, telur ólíklegt að bundið slitlag verði lagt á veginn vegna fjár- skorts. Þó stendur til að hefla hann í náinni framtíð. »10 Segja veg í öm- urlegu ástandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.