Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Útsala
Verið velkomin
Stærðir S - 3XL
40% afsláttur
af öllum sumarbo
lum,
kvartbuxum, pey
sum,
leggings og túnik
um
Útsölunni fer að ljúka
„Tilfinningin er ótrúleg,“ segir Katrín
Tanja Davíðsdóttir sem í fyrrakvöld
tryggði sér annað árið í röð titilinn
Hraustasta kona heims á heimsleik-
unum í crossfit í Los Angeles.
Í einstaklingskeppni fóru kepp-
endur í gegnum 15 þrautir og sigraði
Katrín í þremur. Hin ástralska Tia-
Clair Toomey gaf Katrínu ekkert eft-
ir. „Ég vissi ekkert hve var langt á
milli okkar fyrr en úrslitin voru til-
kynnt,“ segir Katrín við mbl.is.
„Besta tilfinningin var ekki sú að
vinna aftur,“ segir sigurvegarinn –
heldur hafi vikan öll skipt máli. „Í
hvert einasta skipti sem ég kom af
vellinum þá var ég glöð,“ segir hin
hrausta kona. Hún kveðst ánægð með
árangur sinn í öllum greinum og sér
hafi tekist að halda góðum fókus með-
an á keppninni stóð.
Katrín Tanja ætlar að verja næstu
dögum með fjölskyldu sinni og koma
svo í heimsókn til Íslands síðar á
sumrinu. Hún hefur verið búsett í
Boston í Bandaríkjunum að undan-
förnu þar sem hún æfir undir leið-
sögn þjálfara.
„Ég fékk ekki byssuna,“ segir
Katrín Tanja, spurð um hinn um-
deilda verðlaunagrip sem greint var
frá að yrði hluti verðlaunanna fyrir
sigurvegara keppninnar. Byssuna
hlaut sá bandaríski keppandi sem
flest stig fékk. Segir Katrín Tanja
það vera sér að meinalausu.
„Maður stjórnar áreiti sjálfur,“
segir Katrín Tanja sem var undirbúin
fyrir meiri athygli en í fyrra. Segist
hún því hafa slökkt á síma og aðeins
svarað skilaboðum frá föður sínum.
emb@mbl.is
Kom alltaf glöð úr keppni
Katrín Tanja heimsmeistari segir tilfinninguna ótrúlega
Ljósmynd/©2016 CrossFit Inc.
Sigursæl Katrín Tanja náði einstökum árangri, nú annað árið í röð.
Alls tók 121 keppandi þátt í svo-
nefndu Urriðavatnssundi um
helgina en það er synt í Urriðavatni
á Héraði.
Flestir, eða 118, voru skráðir í
Landvættasund, sem er 2,5 kíló-
metrar. Alls luku 100 manns því
sundi, 61 karl og 39 konur. Katrín
Pálsdóttir var fljótust í kvennaflokki
og Svavar Þór Guðmundsson í karla-
flokki.
Þá hlaut Eiríkur Stefán Einarsson
einnig viðurkenningu fyrir þátttöku,
en hann er upphafsmaður Urriða-
vatnssundsins og hefur synt árlega
yfir vatnið undanfarin sjö ár.
Fram kemur á vefnum Urriða-
vatnssund að Urriðavatn sé eitt
stærsta vatn á Héraði, um 100 hekt-
arar að flatarmáli, rúmir 2 km á
lengd og 0,5 km á breidd, meðaldýpi
er 4-5 m og mesta dýpi um 10 m. Það
er í 38 metra hæð yfir sjávarmáli.
Vatnið er mjög lífríkt enda renna í
það margir lækir en afrennsli þess
er Urriðavatnslækur. Vatnið er talið
með bestu veiðivötnum á Héraði,
eins og nafnið bendir til. Nálægt
miðju vatni voru jafnan vakir á ísn-
um, nefndar Tuskuvakir, og bólaði
þar upp loft. Um 1960 kom í ljós að
þarna var jarðhitasvæði á botni og
eftir nokkrar boranir á tanga sem
gerður var frá austurströnd fékkst
þar nægilegt magn af um 80° heitu
vatni í Hitaveitu Egilsstaða og Fella.
Í vatninu kvað vera furðudýr
nokkurt sem nefnt er Tuska og er
líklega kennd við vakirnar eða öf-
ugt. Hún sást síðast um 1900.
Margir
í Urriða-
vatnssundi
Ljósmynd/Guðmundur Davíðsson
Í potti Keppendurnir eftir sundið.
Hundrað syntu
2,5 km vegalengd
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði
bíl sem var á akstri í íbúðahverfi
við Kjarnabraut í Reykjanesbæ
skömmu fyrir hádegi í gær með því
að keyra inn í hlið hans. Ökumað-
urinn hafði ekki orðið við tilmælum
lögreglunnar um að stöðva bifreið-
ina, samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni, en hámarkshraði á
Kjarnabraut er 30 km á klst.
Barn var í farþegasæti bílsins,
samkvæmt upplýsingum frá vitnum
sem lögregla talaði við, að því er
RÚV greindi frá.
Óku inn í hlið bíls
til að stöðva hann