Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 20

Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016 ✝ Kristín Hall-dórsdóttir fæddist 20. októ- ber 1939 í Varma- hlíð, Reykjadal. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk 14. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru Halldóra Sigurjónsdóttir, matreiðslukennari og skólastjóri Hús- mæðraskólans á Laugum, f. 26.6. 1905, d. 10.4. 1994, og Halldór Víglundsson, smiður og vitavörður, f. 11.6. 1911, d. 15.4. 1977. Systkini hennar: Halldór, f. 23.7. 1934, Svanhild- ur, f. 1.6. 1938. Hálfsystkini: Salvar, f. 17.2. 1944, d. 10.5. 1974, Hákon Örn, f. 30.9. 1945, d. 11.7. 2013, Ragnar Jóhann, f. 2.1. 1954, Björn, f. 22.9. 1955. Kristín giftist þann 24. desember 1963 Jónasi Krist- jánssyni, blaðamanni og rit- stjóra, f. 5.2. 1940. Foreldrar hans voru Kristján Jónasson, f. 12.5. 1914, d. 27.7. 1947 og Kristín ólst upp í Varmahlíð, Reykjadal. Hún lauk stúdents- prófi frá MA 1960 og flutti síð- an til Reykjavíkur, þar sem hún lauk kennaraprófi frá KÍ 1961. Hún var blaðamaður á Tímanum og síðar ritstjóri Vikunnar. Hún tók þátt í stofn- un Kvennalistans og var þing- maður Reyknesinga 1983-1989. Hún var formaður ferða- málaráðs 1989-1993 og starfs- kona Kvennalistans 1989-1995. Aftur settist hún á þing og var þingmaður Reyknesinga 1995- 1999. Hún tók síðan þátt í stofnun Vinstri grænna eftir að Kvennalistinn hætti störfum. Hún starfaði sem framkvæmda- stjóri flokks og þingflokks Vinstri grænna 2001-2005. Um- hverfismál og náttúruvernd voru henni hjartans mál og tók hún meðal annars virkan þátt í starfi Umhverfisvina, sem söfn- uðu 45 þúsund undirskriftum til að þyrma Eyjabökkum. Eftir að hún hætti formlegum afskiptum af stjórnmálum helg- aði hún sig hestamennsku, sem hafði lengi verið hennar helsta áhugamál. Minningarathöfn fer fram í Lækningaminjasafninu á Sel- tjarnarnesi í dag, 26. júlí 2016, kl. 15. Meira: mbl.is/minningar Anna Pétursdóttir, f. 11.6. 1914, d. 24.9. 1976. Börn þeirra eru: 1) Kristján, jarðfræð- ingur, f. 27.3. 1964, maki Katrín Harð- ardóttir, f. 24.1. 1963. Þeirra börn: a) Katla, f. 29.5. 1987, b) Kári, f. 10.10. 1996. 2) Pálmi, fréttamað- ur, f. 15.5. 1968, maki Sigrún Thorlacius, f. 10.2. 1968. Þeirra börn: a) Hera, f. 14.3. 1989, b) Auður, f. 12.11. 1997, c) Krist- ín, f. 7.3. 2002, d) Áslaug, f. 9.2. 2006. 3) Pétur, tölvunarfræð- ingur, f. 24.12. 1970, maki Miri- am Marcela Jónasson, f. 17.2. 1982. Þeirra börn: a) Váli Am- aru, f. 11.3. 2013, b) Brynhildur Yllari, f. 3.9. 2014. 4) Halldóra, flugmaður og einkaþjálfari, f. 7.1. 1974, fyrrverandi maki Ómar Örn Sigurðsson, f. 11.6. 1965. Þeirra börn: a) Sindri Snær, f. 9.4. 1998, Breki Hrafn, f. 14.11. 2000. Kristín var ein af þessum kláru, frábæru konum sem ég var svo lánsöm að kynnast í Kvenna- listanum. Hún var mikill húmor- isti, sá spaugilegu hliðarnar á málum og átti auðvelt með að setja fram hugsun sína í töluðu og rituðu máli. Hún hafði ríka rétt- lætiskennd og var einstaklega lagið að skoða allt og skilgreina út frá sjónarhóli kvenna með þarfir þeirra og barna í huga. Þegar kvennalistakonur á Reykjanesi fóru að leita að konu í efsta sæti listans var nafn Krist- ínar fljótlega nefnt til sögunnar. Haft var samband við hana og þar sem tíminn var naumur fékk hún einungis næturlangan umhugs- unarfrest. Um nóttina fór hún yf- ir rök með og á móti og svaraði bóninni játandi að morgni. Hún sagðist ekki hafa fundið neina haldbæra afsökun fyrir neitun. Hún settist inn á þing ásamt Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur og Guðrúnu Agnarsdóttur. Vel- gengni Kvennalista næstu árin var meðal annars að þakka þeirri miklu virðingu og vinsældum sem þessar þrjár fyrstu þingkonur nutu langt út fyrir raðir kjósenda Kvennalista. Kristín var hrókur alls fagnað- ar þegar gleðin var við völd enda glaðlynd, fyndin og skemmtileg. Hún tók þátt í árlegum lands- fundum og vorþingum Kvenna- listans þar sem stefnumótun og hugmyndafræðileg vinna fór fram. Kristín lét ekki sitt eftir liggja í umræðunni enda góð ræðukona. Að kvöldi var ævin- lega hátíðarkvöldverður. Há- punktur þessara kvölda var þeg- ar Kristín sveiflaði sér upp á borð og söng og dansaði Braggablús. Hún var glæsileg þar sem hún sveif eftir borðinu há, grönn og leggjalöng. Minningar um Krist- ínu dansandi og syngjandi: „Ein í bragga, Magga, gægist út um gluggann“ verða kvennalistakon- um ógleymanlegar. Kristín var fyrsti flutnings- maður þingsályktunartillögu um könnun á rannsókn og meðferð nauðgunarmála, sem jafnframt var fyrsta þingmál sem kvenna- listakonur fengu samþykkt, vorið 1984. Með þessari tillögu fór í fyrsta skipti fram umræða um nauðgun og kynferðislegt ofbeldi í þingsölum. Þar með var opnuð umræða um mál sem höfðu verið hjúpuð þögn og lokinu lyft af fal- inni veröld. Umhverfismál og náttúru- vernd voru hjartans mál Kristín- ar. Á þingi var hún áhugasöm um ferðamál og lagði fram tillögur tengdar þeim. Meðal annars var samþykkt þingsályktunartillaga sem hún lagði fram um að láta gera úttekt á ferðaþjónustu og gera áætlun um úrbætur í ferða- málum. Það var fátt sem Kristín vílaði fyrir sér. Ein áramót þegar hún var ritstjóri Vikunnar vantaði völvu til að skrifa áramótaspá. Hún gerði sér lítið fyrir, fór í spá- mannlegar stellingar og gerðist völva. Um helmingur af spádóm- um völvunnar rættist, þar á með- al spá um Heklugos. Kvennalistinn var mikið ævin- týri og Kristín þessi merkiskona átti stóran þátt í að gera hann að enn þá meira ævintýri. Ég votta Jónasi, börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilegar sam- úðarkveðjur vegna fráfalls þess- arar yndislegu manneskju. Kristín Jónsdóttir Við Kristín hittumst fyrst á fundi í Hlégarði í Mosfellssveit í árdaga Kvennalistans, 28. febr- úar 1983. Það var ofsastormur og rigning en 12 konur og tveir karl- ar mættu að kynna sér stefnu og fulltrúa nýrrar stjórnmálahreyf- ingar kvenna. Þetta var áður en Kvennalistinn var formlega stofnaður 13. mars og við svo kosnar á Alþingi fyrir Samtök um kvennalista vorið 1983. Með okk- ur tókst traust og verðmæt vin- átta og mjög gott samstarf í því ævintýri sem Kvennalistinn var. Við þrjár sem urðum fulltrúar kvennahreyfingar á hefðbundn- um áhrifavettvangi karla höfðum ekki komið nálægt stjórnmála- starfi áður. Reynslulitlar en fullar eldmóði að feta nýja slóð á for- sendum kvenna, ætluðum að breyta heiminum í betri stað fyrir konur og börn, vissar um að hann yrði líka betri fyrir karla. Gátum ekki spurt mikið til vegar, vildum einmitt rata nýja leið. Þá skipti miklu máli að eiga vísan stuðning kvennanna í baklandinu, um allt land, svo duglegar, dyggar og ráðagóðar. Kristín var reynd blaðakona, hafði verið ritstjóri tímarits, talaði og skrifaði mjög gott mál, átti auðvelt með að koma fyrir sig orði, var frum- kvæðisrík. Hún fór sem fulltrúi okkar í fjárveitingarnefnd og stóð sig vel. Hún hafði sterka tilfinn- ingu fyrir jafnrétti og kvenfrelsi, var félagshyggjumanneskja með sterka réttlætistilfinningu og samkennd með högum annarra, einkum þeirra sem standa höllum fæti. Skörp og fljót að skilja, sam- viskusöm og dugleg að setja sig inn í mál. Afar minnug á stór sam- hengi og smáatriði, það mátti fletta upp í henni Kristínu. Hún var vinnusöm og skipulögð, ljúf- lynd, vinveitt og styðjandi og mjög trygglynd, alltaf glaðleg, já- kvæð og vildi gera gott úr öllu. Hún var skemmtileg, fyndin, dug- leg að gera grín að sjálfri sér, fundvís á snjöll samhengi. Gat verið óborganleg og feikna flink- ur dansari á gleðistundum Kvennalistans. Kristín var hug- rökk en hógvær og lét lítið yfir sér. Samt var hún brautryðjandi, úthaldsgóð, þrautseig. Ást henn- ar og aðdáun á náttúrunni var eindregin og í blóð borin og hún flutti ásamt öðrum kvennalista- þingkonum tillögur um varð- veislu og kortlagningu ósnortinna víðerna. Einnig beitti hún sér í umhverfismálum og var fyrsti flutningsmaður á tillögu með þingkonum Kvennalista um stofnun umhverfisráðuneytis 1988. Kristín var snemma vak- andi fyrir mikilvægi ferðaþjón- ustu sem framtíðaratvinnuvegi, var á undan sinni samtíð og ræddi þau mál og flutti tillögur á Alþingi um þau efni. Hún var formaður Ferðamálaráðs 1989-1993. Krist- ín átti frumkvæði að fyrirspurn og síðar tillögu um rannsókn og meðferð nauðgunarmála og að til- lögur til úrbóta yrðu gerðar í þeim efnum. Þetta varð fyrsta þingmál Kvennalista sem sam- þykkt var á Alþingi 1984 og leiddi síðar til Neyðarmóttöku vegna nauðgunar. Hún var ætíð iðin og dugleg við greinaskrif um hugð- arefni. Kristín var dýravinur, mikil hestakona og naut útreiða á vökrum gæðingum með manni sínum. Nú hefur góð kona kvatt allt of fljótt, að henni er mikil eft- irsjá. Eiginmanni, börnum og öðrum ástvinum votta ég innilega samúð. Guðrún Agnarsdóttir. Stödd á Arnarvatnsheiði frétti ég lát Kristínar Halldórsdóttur. Ég vissi að hverju stefndi en þó hrærði að heyra að hún væri horf- in. Upp rifjuðust minningar um konu sem var málsnjöll, skemmti- leg, áhugasöm, fljót að átta sig, flink að greina hismi frá kjarna, hógvær, tranaði sér ekki fram, treysti öðrum konum og studdi þær, hlý, glettin og kankvís. Einn af mikilvægustu máttarstólpum Kvennalistans. Á heiðinni var gott að minnast Kristínar. Hún unni íslenskri náttúru, hálendi og víðáttu. Hún hafði forgöngu um að koma hug- takinu víðerni inn í íslenska lög- gjöf. Fremst meðal jafningja tal- aði Kristín fyrir tillögu um varðveislu ósnortinna víðerna í tvö ár áður en hún var samþykkt vorið 1997. Þarna var Kristín á heimavelli í umræðum og rökum. Hún vissi að vart getur um verð- mætari landsvæði en þau sem ekki bera ummerki tækninnar en náttúruöfl hafa mótað ein. Henni var í blóð borin sú hugsjón að okkur beri að vernda land til að komandi kynslóðir fái, rétt eins og við, sótt þangað skilning og lífsnautn. Á fyrstu Kvennalistaárunum unnum við Kristín mikið saman. Ég var á kafi í náttúruverndar- málum og fannst að þau hlytu að vera sterkur þáttur í stefnu Kvennalistans. Um það voru ekki allar konur sammála en engin kona studdi mig sem Kristín. Umhverfisráðuneyti var ekki til en náttúruverndar- og umhverf- ismál aukaviðfangsefni annarra ráðuneyta. Oft var bent á mikil- vægi þess að stofna sérstakt ráðuneyti umhverfismála en ekk- ert gekk. Þingsályktunartillaga sem Kvennalistinn lagði fram í febrúar 1989, og Kristín var fyrsti flutningsmaður að, hafði afger- andi áhrif. Tillagan var ekki bara almennt orðuð um stofnun um- hverfisráðuneytis heldur voru í greinargerð taldar upp stofnanir sem voru hluti af íslensku stjórn- kerfi en eðlilegt væri að færu undir nýtt ráðuneyti. Samkvæmt hefð var tillagan send til umsagn- ar stofnana sem nefndar voru í greinargerð og stjórn þeirra varð að setja fram rökstutt álit um um- hverfisráðuneyti og flutning sinn- ar stofnunar undir það. Víða fréttist af fjörugum umræðum á kaffistofum. Ekki var þessi til- laga Kvennalistans samþykkt frekar en margar aðrar sem þing- konur hans lögðu fram. Hins veg- ar skipti sú mikla og almenna um- ræða sem tillagan fékk hjá starfsfólki viðkomandi stofnana miklu máli við að kynna hug- myndina og undirbúa jarðveg. Kristín lagði fram tillöguna um umhverfisráðuneytið 16. febrúar 1989 og sagði: „Ég hef lengi átt mér þann draum, sem ég tel fyllilega raun- hæfan, að við Íslendingar getum verið fyrirmynd annarra þjóða um verndun náttúrunnar og leið- andi í sókn til betra mannlífs í sátt við umhverfið. Mér finnst við hafa til þess alla burði og aðstæður, en skilningur og vilji verður auðvitað að vera fyrir hendi og slík sókn verður að vera markviss og skipu- lögð til að skila árangri.“ Kristín átti ekki nógu langa starfsævi til að vinna áfram að því að láta drauminn rætast. Skiln- ingur og vilji hafa aukist en sókn- in er enn ómarkviss og illa skipu- lögð. Þau verkefni bíða okkar hinna, landi og þjóð til heilla. Hlýjar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu. Sigrún Helgadóttir. Móðir náttúra! Hátt yfir tímanna hverfleik þú horfir í eilífri von um göfugri verur, – viljans glóhærðu dóttur og vitsins bláeyga son Skáldið Jóhannes úr Kötlum óskaði þess að mennirnir öðluðust göfgi sem dygði til að leiða móður náttúru fram frjálsa og sterka í fyllingu tímans. Baráttukonan Kristín Halldórsdóttir var ein af þessum „glóhærðu dætrum“, sem lagði hönd á plóg til að lögmál náttúrunnar yrðu grundvöllur dáða mannsins í stað þeirrar ein- sýni sem ráðið hefur för í meðferð manna á náttúrugæðum. Kristín var sönn og víðsýn baráttukona, hvort heldur barist var fyrir til- verurétti náttúrunnar eða sjálf- sögðum mannréttindum karla og kvenna. Hana skorti hvorki vilja né dug, áræði eða úthald. Hún dró ekki af sér í baráttunni heldur axlaði þá ábyrgð sem nauðsynleg var til að ná fram breytingum. Hún fann baráttuandanum far- veg í starfi með þeim stjórnmála- flokkum sem hæfðu baráttumál- um hennar og átti sinn ríka þátt í því að hugsjónir hópsins næðu jarðsambandi og skiluðu árangri. Hún var í framvarðasveit þeirra hópa sem hún tilheyrði þó að hún gerði aldrei kröfu um leiðtogatign af nokkru tagi. Hennar stíll var að bretta upp ermar og ganga í verk- in. Mér var hún stoð og stytta þegar ég fetaði braut stjórnmál- anna um skeið. Ætíð gjafmild á tíma sinn og þekkingu, mild í leið- sögn sinni en beinskeytt þegar lagt var á ráðin um markmið og leiðirnar að þeim. Hún var glæsi- leg fyrirmynd, sem kunni að miðla af dýrmætri reynslu og verkkunnáttu. Svo hafði hún að- gang að þeirri auðlegð sem tungumálið okkar er, þegar til staðar er djúpur skilningur og rík tilfinning fyrir lögmálum þess. Hún tjáði skoðanir sínar af yfir- vegaðri ástríðu hvort heldur um- fjöllunarefnið var langþráð kven- frelsi, friðar- og mannúðarmál, mikilvægi ósnortinna víðerna eða varúðarnálgun við auðlindanýt- ingu. Lyklarnir að framtíðardraumi Kristínar voru réttlæti og sann- girni í samfélagsmálum, gagnsæi og þátttaka almennings við ákvarðanir í umhverfismálum og leiðarljósið kom frá umhyggju fyrir mannkyninu og virðingu fyrir móður Jörð. Missirinn er mikill og skarðið stórt þegar svo öflug baráttukona er kölluð burt og endi bundinn á vegferð sem var ekki lokið, klippt á drauma sem enn áttu eftir að rætast. Þá er ábyrgð okkar sem eftir lifum sýnu meiri, að halda merkinu á lofti og vinna þau verk sem ólokið var. Það er við hæfi þegar við kveðjum baráttukon- una Kristínu Halldórsdóttur, sem barðist af lífi og sál fyrir betri heimi og réttlátara samfélagi, að gera það með ljóðlínum úr öðru ljóði Jóhannesar úr Kötlum, lín- um sem megna að draga upp mynd af innri veruleik sem gæti hafa verið Kristínar: Ísland er líf mitt: sál mín í sólskinsmynd, sóley og fífill, engi, hvammur og lind. Úr blámanum stekkur ljóssins háfætta hind og hoppar niður þess gullna öræfatind. Vertu sæl kæra vinkona og hafðu þökk fyrir allt. Ljós heims- ins styrki þína nánustu í sorginni, Kolbrún Halldórsdóttir. Kveðja frá Kvennalistakonum í Reykjanesanga Ef ekki hefði verið fyrir Krist- ínu hefði ég ekki tekið þátt, sagði ein okkar þegar við rifjuðum ný- verið upp minningar frá starfi okkar í Reykjanesanga Kvenna- listans. Við sem stóðum að fram- boðinu í Reykjaneskjördæmi átt- um því láni að fagna að Kristín Halldórsdóttir féllst á að taka fyrsta sæti á listanum okkar í al- þingiskosningunum 1983. Hún var þar að stíga sín fyrstu spor í stjórnmálum eins og langflestar okkar og það voru sannarlega skemmtilegir tímar þegar við vorum allar að kynnast og átta okkur hver á annarri. Það var líf og fjör og margar áskoranir sem við stóðum frammi fyrir og leyst- um úr sameiginlega. Við treyst- um hver annarri og deildum verk- um, en Kristín var vissulega stólpinn sem við treystum á þeg- ar á reyndi. Hún var í senn hvetj- andi og styðjandi, en ekki síst var hún baráttuglöð og bráðskemmti- leg að vera með. Það var mikil spenna þegar ákveðið var í uppstillingarnefnd listans að leita til Kristínar Hall- dórsdóttur um að taka fyrsta sæt- ið. Við komumst að því að hún var stödd í London ásamt manni sín- um vegna bókaskrifa um hótel í borginni. Það voru engir gsm- símar svo haft var samband við Halldóru móður hennar til að reyna að ná sambandi við hana. Það komu fjölmörg hótel til greina en Halldóru tókst að ná sambandi en hún vissi erindið og leist vel á svo við höfum trú á að hún hafi lagt inn gott orð við dótt- ur sína. Hringt var langlínusam- tal og eftir langt samtal og um- hugsunarfrest sagði Kristín já og ekki bara við sæti á lista heldur við að vera í fyrsta sæti. Það var gríðarleg gleði í uppstillingar- nefndinni með að fá hana og hví- líkt lán var að hún skyldi slá til. Kristín var ein af þremur fyrstu þingkonum Kvennalistans árið 1983 og við í anganum vorum og erum ákaflega stoltar af henni og hennar störfum. Reykjanes- kjördæmi náði þá yfir Suðvestur- kjördæmi eins og það er í dag auk Reykjanessins. Vegna stærðar kjördæmisins héldum við anga- fundi og angalangafundi vítt og breitt og þar var Kristín kvenna duglegust að mæta og var ein- staklega ósérhlífin og samvisku- söm í innra starfinu. Hún tók að sér að fara í fjárveitinganefnd fyrir hönd Kvennalistans strax fyrsta þingveturinn og þar stóð hún sig afar vel og mælti fyrir stefnu hinnar hagsýnu húsmóður með mjög rökföstum hætti. Krist- ín var fylgin sér, kynnti sér öll mál vel og var ætíð málefnaleg í sínu pólitíska starfi. Umhverfis- málin voru henni alltaf hjartfólgin sem og málefni barna og lág- launafólks. Kvennapólitíkin og þátttaka hennar í Kvennalistan- um hafði mikil áhrif á líf Kristínar eins og okkar hinna. Hún var ein- stök baráttukona, heil og sönn í sinni baráttu, sem við minnumst með þakklæti og virðingu. Fjölskyldu Kristínar sendum við innilegar samúðarkveðjur. F.h. Kvennalistakvenna í Reykjanesanga, Sigrún Jónsdóttir. Með Kristínu Halldórsdóttur, sem andaðist þann 14. júlí sl., sjáum við Vinstri græn með sökn- uði á bak mætum félaga, sam- starfsmanni og vini. Kristín var ein þriggja kvenna sem skipuðu hinn nýja og vel mannaða þingflokk Samtaka um kvennalista eftir kosningarnar 1983. Þar hófust kynni okkar sem nýliða á þingi og héldust góð æ síðan. Kristín sat fyrst á þingi óslitið frá 1983 til 1989 og síðan aftur 1995 til 1999. Í umróti stjórnmálanna veturinn 1998- 1999 skipaði Kristín sér í sveit þeirra sem unnu að stofnun Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tók sæti í þingflokki óháðra sem starfaði þann vetur og skellti sér í slaginn í Reykja- neskjördæmi sem oddviti Vg. Var hún hársbreidd frá því að ná kjöri og hefði gert ef núverandi kjör- dæmaskipan hefði verið komin til framkvæmda. En Kristín lagði heldur betur sitt af mörkum áfram í þágu Vg þó ekki væri sem þingmaður. Hún gerðist starfs- maður okkar og var lengi vel framkvæmdastýra bæði flokks og þingflokks. Öllum störfum sínum sinnti hún af einstakri vandvirkni og trúmennsku og aldrei minnist ég annars en hún væri elskuð og virt af þeim sem hún átti sam- skipti við. Réð þar ugglaust einn- ig miklu um hennar létta lund og hæfni í mannlegum samskiptum. Einyrkjastarf eins og hún sinnti hjá ungri og fjárvana stjórnmála- hreyfingu gat vissulega tekið á en Kristín var ekki manneskja sem kvartaði yfir smámunum. það var þá helst að hún nefndi við mann þreytu yfir nokkrum fastagestum á skrifstofu flokksins sem henni þóttu helst til þaulsætnir. Kynni okkar Kristínar á árun- um eftir 1983 leiddu meðal annars til þess að hún tók að sér fyrir mín orð formennsku í Ferðamálaráði 1989. Var það nokkuð óhefðbund- ið að ráðherra leitaði til þing- manns eða fyrrverandi þing- manns annars flokks til að taka að sér slíkt verkefni. Ekki síst varð þetta að ráði vegna einlægs áhuga Kristínar á umhverfismál- um og til að styrkja þau sjónar- mið í stefnumótun á sviði ferða- mála. Þetta verkefni eins og önnur leysti Kristín með glæsi- brag. Kristín Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.