Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016
Atvinnuauglýsingar
Vélavörður og háseti
Vísir hf óskar eftir vélaverði til afleysinga í
einn túr í byrjun ágúst á Pál Jónsson GK 7
sem veiðir með línu. Einnig vantar vanan
háseta til framtíðar.
Upplýsingar gefur skipstjóri í síma 856 5765.
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Fundarboð
Aðal hluthafafundur Seljalax hf. fyrir árin 2014
og 2015 verður haldinn Í Skúlagarði föstu-
daginn 29.júlí 2016 kl. 15.00
Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins.
Stjórn Seljalax hf.
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16.
Garðabær Bútasaumur kl. 13, Bónusrúta kl. 14.45, heitt á könnunni í
Jónshúsi frá kl. 9.30, meðlæti selt með síðdegiskaffinu frá kl. 14-15.50
Gjábakki Handavinna kl. 9.
Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, kanasta kl. 13. Hárgreiðslu-
stofa og fótaaðgerðastofa á staðnum. Allir velkomnir!
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
9.45, matur kl. 11.30. Kaffi kl. 14.30, fótaaðgerðir, hársnyrting. Pútt-
völlurinn er opinn á opnunatíma stöðvarinnar.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp-
lestur kl. 11, ganga með starfsmanni kl. 14. Upplýsingar í s. 411 2760.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness kl. 7.15. Kaffi-
spjall í króknum kl. 10.30. Botsía í Gróttusal kl. 13.30.
Vitatorg Spilum félagsvist í dag. Allir eru velkomnir.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Færir þér
fréttirnar
mbl.is
✝ HartmannJónsson
(Manni) fæddist á
Siglufirði 1. nóv-
ember 1933. Hann
lést á Siglufirði 15.
júlí 2016.
Foreldrar Hart-
manns voru Jón
Daníelsson, f. 6.8.
1901, d. 31.8. 1991,
og Ástríður Jóns-
dóttir, f. 26.2.
1915, d. 2.6. 1962. Systur hans
voru fjórar. Þær Ásta sem er
búsett í Ameríku, Björk sem
býr í Danmörk og Rúna og Eva,
látnar.
Eiginkona Hartmanns var
Sveinbjörg Helgadóttir, f. 30.1.
1931, d. 22.9. 1995. Börn Hart-
manns og Sveinbjargar eru: Ás-
laug Hartmanns-
dóttir, f. 1958, gift
Ingvari Stef-
ánssyni. Hrafnhild-
ur Hartmanns-
dóttir, f. 1960, gift
Þorkeli Svarfdal
Hilmarssyni. Ást-
ríður Hartmanns-
dóttir, f. 1962, gift
Ingólfi Jóni Magn-
ússyni. Daníel Rafn
Hartmannsson, f.
1966.
Hartmann bjó í Kópavogi,
fyrst á Mánabrautinni og svo í
Hamraborginni. Hann starfaði
lengst af hjá Vegagerð ríkisins.
Útför Hartmanns fer fram
frá Digraneskirkju í dag, 26.
júlí 2016, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Hann tengdafaðir minn, Hart-
mann Jónsson, fór sínar eigin
leiðir í lífinu. Hann var mjög fast-
ur á sínu, það þýddi nú lítið að
þrasa við hann, maður laut alltaf í
lægra haldi þar, hann hafði alltaf
sínar skoðanir á hlutunum.
Hann var mjög hjálpsamur og
ef mann vantaði eitthvað þá var
hann fljótur að redda því.
Eitt sinn er ég hafði orð á því
að ég þyrfti að skipta út borðinu í
húsbílnum sagði hann: „Ég skal
athuga það.“ Það þýddi að hann
var farinn á fullt að leita að því og
það liðu ekki margar klukku-
stundir uns hann kom með borðið
og sagði að hann hefði fundið það
hjá vini sínum og ég gæti fengið
það fyrir sanngjarnan aur.
Hann átti fjölmarga vini sem
hann var daglegur gestur hjá og
voru greiðviknir eins og hann.
Hann fylgdist vel með öllum í
kringum sig, spurðist alltaf fyrir
um barnabörnin og vildi vita
hvað væri í vændum.
Hann var bílstjóri af lífi og sál
og átti vegina út af fyrir sig.
Hans daglegi rúntur var um
höfnina í Kópavogi og Hafnar-
firði.
Ferðalög voru hans yndi, en
seinni árin fór hann þó aðallega
innanlands á húsbílnum sínum að
veiða í Þórisvatni eða Straum-
firði og reglulega til Siglufjarðar
þar sem hans heimaslóðir voru
og þar var hann einmitt staddur
er hann lést.
Tendamóðir mín, Sveinbjörg
Helgadóttir, lést 22. september
1995.
Hvíl í friði.
Þorkell Svarfdal
Hilmarsson.
Hartmann Jónsson
✝ Rósa fæddist íÖxarfirði 25.
desember 1918. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Grund 15. júlí
2016.
Foreldrar hennar
voru Guðríður Ein-
arsdóttir, fædd 16.
mars 1885, og
Gunnar Jónsson,
fæddur 17. júní
1885. Systkini Rósu
voru Lára, fædd 26. september
1912, Einar, fæddur 20. júlí
1922, Bergljót, fædd 28. júní
1924, og Hörður, fæddur 26.
júlí 1928. Þau eru öll látin.
Rósa ólst upp í Akurseli,
Öxarfirði ásamt systkinum sín-
um. Um tvítugsaldur fór hún í
Húsmæðraskólann að Lauga-
landi og var til heimilis eftir
það í Reykjavík.
Rósa eignaðist eina
dóttur, Gígju Árna-
dóttur, og bjuggu
þær, ásamt móður
hennar og systk-
inum, að Haðarstíg
8 þar til móðir
hennar lést 1953.
Eftir það bjó Rósa á
ýmsum stöðum en
lengst þó í Álfta-
mýri 32. Síðustu ár-
in bjó hún í Furugerði 1. Rósa
starfaði í 47 ár á Landssíma Ís-
lands. Í upphafi á langlínumið-
stöð en síðar í upplýsingum um
símanúmer. Síðustu 10 starfs-
árin starfaði hún á skrifstofu
bæjarsímans.
Útför Rósu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 26. júlí
2016, klukkan 13.
Það var eitthvað fallegt við að
amma kvaddi okkur á miðju
sumri í litlu herbergi við Hring-
brautina. Síðustu mánuðir voru
ömmu erfiðir og hún hvíldinni
fegnust allra. Það eru þó
blendnar tilfinningar sem fylgja
fráfalli hennar, þakklæti fyrir
það að hún er komin á góðan og
öruggan stað en ákveðinn tregi
hjá okkur sem eftir sitjum.
Amma var stórbrotinn per-
sónuleiki og átti merkilegt lífs-
hlaup. Við sem eftir lifum höfum
lært svo margt af henni. Amma
er síðust af systkinum sínum að
yfirgefa þennan heim og með
henni fer kynslóð af fólki sem
bjó yfir mikilli þrautseigju og
styrk.
Hún lifði svo sannarlega tím-
ana tvenna og líf hennar var oft
á tíðum erfitt. Amma var næst-
elst fimm systkina og bar
ábyrgð eftir því á sínum yngri
árum, sérstaklega í kjölfar þess
að faðir hennar lést. Hún var
einstæð móðir á stríðsárunum,
vinnukona á heimilum efnaðs
fólks, íbúðarkaupandi í Reykja-
vík þegar konur voru ekki vel-
komnar til bankastjóra, talsíma-
kona til margra ára, dóttir,
systir, móðir, vinkona, nágranni,
tengdamóðir, amma og
langamma.
Lífsreynslan gerði það að
verkum að amma var oft hörð af
sér og við sem stóðum henni
næst fundum auðvitað fyrir því.
En þó svo að áskoranirnar
mörkuðu ömmu er það kærleik-
urinn sem hún bjó yfir í miklu
magni sem situr eftir. Enda er
hann ávallt sterkari. Hugrekkið
sem hún hafði virtist vera
óþrjótandi og það er veganesti
sem við afkomendur hennar get-
um tekið með okkur í gegnum
lífið.
Á svona stórum tímamótum
er hjartað barmafullt af þakk-
læti, fyrir stuðning ömmu og
klapp á bakið þegar á reyndi.
Nú þarf að hugsa lífið einhvern
veginn upp á nýtt, án ömmu.
Hvíl í friði.
Björg Hjartardóttir.
Rósa
Gunnarsdóttir
✝ Ingibjörg Sig-ríður Jónsdótt-
ir fæddist 11. ágúst
1930 á Gestsstöðum
í Kirkjubólshreppi.
Hún lést 15. júlí
2016 í Brákarhlíð í
Borgarnesi.
Foreldrar Ingi-
bjargar voru Jón
Bjarni Jónsson frá
Heydalsá, f. 4.7.
1907, d. 3.4. 2001,
og Kristín Branddís Aðalsteins-
dóttir frá Krossi á Skarðs-
strönd, f. 12.7. 1906, d. 27.9.
1997. Ingibjörg átti þrjú systk-
ini, Guðjón, f. 6.12. 1931, d. 30.5.
2010, Sólveigu, f. 3.8. 1934, gift
Braga Guðbrandssyni, og Ragn-
heiði Guðbjörgu Jónsdóttur, f.
13.3.1948.
Ingibjörg giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Hauki Svein-
björnssyni, f. 6.2. 1932, þann
19.6. 1971, þau eignuðust eina
dóttur, Branddísi Margréti, f.
28.9. 1972. Eiginmaður hennar
er Kristján Ágúst Magnússon, f.
1.8. 1972. Börn
þeirra eru Magnús,
Ingibjörg Jóhanna,
Kristín Ósk (and-
vana fædd) og Frið-
jón Haukur.
Ingibjörg ólst
upp á Gestsstöðum
til tvítugs en fór þá
í Húsmæðraskól-
ann á Blönduósi
einn vetur og tók
eftir það við heim-
ilinu á Gestsstöðum í veikindum
móður sinnar. Á árunum milli
1950 og 1960 réð hún sig sem
ráðskonu í Bændaskólann á
Hvanneyri, þar sem hún var í
u.þ.b. tvö ár og þar á eftir vann
hún á Hesti þar sem hún kynnt-
ist eftirlifandi eiginmanni sín-
um. Ingibjörg og Haukur
bjuggu allan sinn búskap á
Snorrastöðum í Kolbeinsstað-
arhreppi en fluttu í Borgarnes
árið 2011.
Ingibjörg Sigríður verður
jarðsungin frá Borgarneskirkju
í dag, 26. júlí 2016, klukkan 13.
Mér fannst gaman þegar amma
las fyrir mig. Og mér fannst líka
gaman að fara í heimsókn til
ömmu og afa og fá að gista í hol-
unni. Stundum þegar ég var í
heimsókn hjá ömmu fórum við í
klukk og svo spiluðum við líka oft.
Amma var svo góð við mig og alla
sem komu til hennar.
Elsku amma, ég sakna þín mik-
ið og vildi að þú værir ennþá lif-
andi en ég veit að nú ert þú komin
á góðan stað og líður vel.
Þinn
Friðjón Haukur.
Það eru orð eins og þolinmæði
og æðruleysi sem koma mér fyrst
í hug þegar ég minnist Ingu mág-
konu minnar. Fleiri orð á greinum
af sama stofni eru lýsandi fyrir
þessa vönduðu konu því hún var
umburðarlynd og umtalsfróm,
lágvær og lítillát, hæglát og hóg-
vær.
Sjálf var hún af sterkum stofni
Strandamanna, steig sín fyrstu
skref á Gestsstöðum á Ströndum.
Hún starfaði alla tíð við bústörf
og heimilishald og kunni vel til
þeirra verka. Þess varð eg fljótt
áskynja eftir að Haukur bróðir
minn og Inga giftu sig og hún
flutti að Snorrastöðum.
Í heimsóknum mínum á ættar-
óðalið Snorrastaði, þar sem alltaf
hefur verið gestkvæmt, dáðist ég
oft að því hvernig Inga tókst á við
þau verk sem þurfti að vinna.
Búið var stórt, þar var byggt og
ræktað, svo bættist ferðaþjónust-
an við.
Margir áttu líka erindi við
Hauk, því hann gegndi ýmsum
ábyrgðarstörfum fyrir byggðalag-
ið og vegna þess var hann einnig
talsvert að heiman. Á meðan
þurfti húsmóðirin að sjá um bú-
skapinn úti og inni og vinna verk-
in.
Verkin hennar Ingu sjáum við
ekki á söfnum og þau hanga
hvergi í sýningarsölum því verk
eins og hún vann hafa tilhneigingu
til að skolast einhvern veginn í
burtu að vinnudegi loknum. En
við sem þekktum Ingu vitum þó
vel hvað hún lagði til sinna verka,
var lagin við búfénaðinn og vel-
viljuð í allri umönnun.
Hún var ekkert að fjargviðrast
yfir hlutunum og fljót að bera
fram veitingar fyrir gesti og gang-
andi. Þegar ég hrósaði henni fyrir
það, trúði hún mér fyrir því að sér
þætti samt miklu meira gaman að
vera útivið og sinna skepnunum.
Mest þótti henni þó gaman að
fara á hestbak. Það var einmitt
það sem við ræddum í síðasta
skipti sem ég sá Ingu á dvalar-
heimilinu í Borgarnesi þar sem
hún var síðustu vikurnar. Við töl-
uðum um gamla tíma og vorum
sammála um hvað það var gaman
að fara á hestbak. Hún sagði að
ekkert jafnaðist á við að vera á
taumléttum og góðum töltara. En
skyldustörfin í sveitinni tóku sinn
tíma þannig að það sem henni
fannst mest gaman þurfti oft að
víkja.
Ég kveð Ingu með þakklæti
fyrir samfylgdina, bið henni bless-
unar á nýjum slóðum og sé hana
fyrir mér á taumléttum töltara,
þar sem skyldustörfin víkja fyrir
því sem okkur finnst mest gaman.
Guð styrki og styðji Hauk, Dísu
Möggu, Stjána, Magnús, Ingi-
björgu Jóhönnu og Friðjón Hauk.
Elísabet J. Sveinbjörnsdóttir.
Þeim fer nú ört fækkandi sem
fæddir eru á millistríðsárunum
enda yfir sjötíu ár frá því seinni
heimsstyrjöldinni lauk. Sú er
kvaddi nýlega þennan heim hét
fullu nafni Ingibjörg Sigríður og
faðir hennar Jón Bjarni. Ég kall-
aði þessa góðu konu Siggu Bjarna
þótt flestir aðrir kölluðu hana
Ingu.
Siggu Bjarna hef ég þekkt per-
sónulega í hartnær tvo áratugi en
Hauk, mann hennar, öllu lengur.
Þær eru orðnar æði margar mat-
arveislurnar sem ég og fleiri hafa
orðið aðnjótandi hjá Siggu Bjarna
en hjá henni var aldrei annað en
góðgæti í boði. Fyrsta stórveislan
var fyrir aldamótin þegar við Jón
félagi okkar Einarsson, nú látinn,
fórum með Hauki bónda á Snorra-
stöðum í fjárréttir. Að þeim lokn-
um, þegar við komum að Snorra-
stöðum, var Sigga Bjarna með
hlaðið borð af vel feitu lambakjöti,
kjötsúpu með öllu tilheyrandi eins
og íslenskum valkyrjum er einum
lagið. Við matarborðið voru
heimsmálin rædd og leyst.
Annað matarkyns, sem Sigga
Bjarna var töframanneskja í, var
saltað selkjöt sem hún verkaði
með sínu lagi, meðlætið eins og
best verður á kosið og svo upp-
stúfurinn hennar. Ákveðinni klíku
var eingöngu boðið í þessar veisl-
ur og ég fékk að fljóta með.
Fyrir allt þetta, og svo margt
annað, á þessi prúða og látlausa
kona allar mínar þakkir. Þegar ég
var farinn að kynnast Siggu
Bjarna vel þá komst ég að því að
hún var skarpgreind og með frá-
bært minni, svo ekki sé minnst á
hennar einstöku kímnigáfu sem
hún greip allt of sjaldan til.
Siggu Bjarna mun ég alltaf
minnast með virðingu og þökk og
fæ aldrei þakkað henni að fullu
góða viðkynningu. Hauki, eigin-
manni, og afkomendum þeirra öll-
um, bið ég blessunar Guðs.
Hvíl í friði íslenska valkyrja,
blessuð sé minning þín.
Þráinn Þorvaldsson.
Ingibjörg Sigríður
Jónsdóttir