Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 26

Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016 Jakob Magnússon, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Hafrannsókna-stofnunar, er níræður í dag. Hann er Vestfirðingur, fæddist áTálknafirði, átti sex bræður og eina systur, sem eru öll látin, en Jakob var yngstur bræðranna í fjölskyldunni. „Ég ólst upp á Tálknafirði til átta ára aldurs en fluttist þá til Reykja- víkur. Ég ætlaði í Loftskeytaskólann en hann var ekki starfræktur á stríðsárunum svo ég fór í Verslunarskólann og varð stúdent þaðan.“ Jakob fór í Háskólann í Osló í fiskifræði og lauk síðan doktorsprófi frá Háskólanum í Kiel. Eftir það fór hann heim og vann við rannsóknir í fiskifræði um árabil. Hann vann fyrir Sameinuðu þjóðirnar víða um heim, m.a. á Filippseyjum og í Mið-Ameríku í um áratug, en þau hjónin fluttust aftur heim til Íslands 1971. „Við ákváðum að flytjast heim því við vildum að börnin færu hér í skóla.“ Jakob hélt áfram að vinna hjá Hafrannsóknastofnun og var aðstoðarforstjóri hennar 1978-1994. Hann var sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu 1980. Þegar Jakob fór á eftirlaun fluttust þau hjónin til Þýskalands en komu aftur til Íslands fyrir þremur árum og hafa búið hér síðan. „Ég les og fylgist með fréttum, við reynum að sjá um heimilið okkar í Grafarvogi sjálf. Þegar maður er kominn á þennan aldur þá reynist það svolítið starf.“ Eiginkona Jakobs er Vilhelmína Vilhelmsdóttir, fiskifræðingur, frá Þýskalandi (fædd Jutta Henschel). Börn þeirra eru Vilhjálmur hljóð- upptökutæknir, búsettur á Englandi, Sigríður lyflæknir, búsett í Hol- landi, og Klara Björg, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Jakob mun eyða afmælisdeginum með nánustu fjölskyldu. Hjónin Jakob og Vilhelmína hafa verið gift í sextíu ár. Aðstoðarforstjóri Hafró til margra ára Jakob Magnússon er níræður í dag I ngveldur Ýr Jónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 26. júlí 1966. Hún bjó lengst af í Reykja- vík en síðan á Akranesi, í Eyjafirði og á Húsavík. „Móðir mín var einstæð og við pöss- uðum vel við auglýsinguna: „Ráðs- kona óskast í sveit, má hafa með sér eitt barn.“ Besti tíminn var á sveita- bænum Litla-Árskógi í Eyjafirði og ég hélt áfram að fara þangað í sveit á sumrin því þar undi ég mér best. Ég var í tónlistarnámi hér og þar og lærði á blokkflautu, fiðlu og píanó. Síðan kynntist móðir mín Leifi H. Magnússyni, þegar hann var í still- ingaferð um landið og við fluttum með honum í Hlíðarnar. Bjuggum lengst af í Blindraheimilinu í Hamra- hlíð og ég gekk í Hlíðaskóla.“ Fór út í söngnám 18 ára Ingveldur stundaði ballett í Ball- ettskóla Sigríðar Ármann og List- dansskóla Þjóðleikhússins. Hún byrj- aði í söngnámi 15 ára hjá Guðmundu Elíasdóttur við Söngskólann í Reykjavík og gekk á sama tíma í MH. „Þegar ég var 18 ára urðu kaflaskil þar sem ég var skiptinemi hjá AFS. Ég hafði haft samband við Svanhvíti Egilsdóttur, prófessor við Tónlistar- háskólann í Vínarborg, til að fá að fara í söngtíma hjá henni. Hún var fljót að kippa mér til sín og ég hætti sem skiptinemi. Bjó hjá henni og var í námi við tónlistarskóla Vínarborgar í söngleikja- og óperettudeildinni. Ég þótti heldur ung og stutt komin til að fara í óperudeildina. Lærði þar heil- mikla leiklist og dans, meira en ég hefði lært í óperudeildinni og hef búið að því alla tíð.“ Ingveldur fór í framhaldsnám við Manhattan School of Music og eftir meistaragráðuna hélt hún til baka til Vínarborgar til að koma sér á fram- færi þar. „Þá var mér boðið að koma Ingveldur Ýr Jónsdóttir, söngkona, -kennari og kórstjóri – 50 ára Brúðkaup Ingveldur og Ársæll gengu í hjónaband í Akureyjarkirkju í Vestur-Landeyjum 14. júní 2014. Viðburðaríkt líf skyndiákvarðana Hjónin Ingveldur og Ársæll. Atli Katrínarson gekk hús úr húsi og hélt tombólu fyrir framan Bónus í Ögur- hvarfi og safnaði 4.303 kr. fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Rauði krossinn þakkar honum kærlega fyrir frábært framtak. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN AF ÖLLUM STÆRÐUM, HVORT SEM ER Í VEISLUSAL OKKAR, Í AÐRA SALI EÐA Í HEIMAHÚSI Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal okkar, í aðra sali eða í heimahúsi. Nánar á veislulist.is Erfidrykkja Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur á jarðhæð, gott aðgengi. Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í verði þegar erfidrykkja er í sal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.