Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 8

Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Í frétt mbl.is í gær er haft eftir Giu-liano Amato, fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu, að 50. grein Lissabonsáttmálans hafi aldrei átt að nota. Amato, sem er sósíalisti, var einn af höfundum stjórnarskrárinnar sem var sett í felulit eftir að hún var felld.    Nú er 50. greininskyndilega orðin fræg, því til hennar þarf að vísa vilji ríki ganga úr ESB. Amato segir að greinin hafi ekki ver- ið sett í sáttmálann til þess að hún yrði notuð. Einungis til þess að kveða í kút- inn gagnrýni frá Bretum um að ekki væri hægt að yfirgefa Evrópusam- bandið:    Hugmyndin var að það yrði tilstaðar dæmigerður öryggis- ventill sem yrði hins vegar aldrei not- aður,“ segir hann og líkir greininni við slökkvitæki sem aldrei er notað.    Amato kallar einnig eftir því að„Evrópusambandið taki harða afstöðu í fyrirhuguðum samninga- viðræðum við Breta um úrsögn þeirra úr því, þar sem raunveruleg hætta væri á því að leiðtogi annars ríkis innan sambandsins yrði eins „brjálaður“ og David Cameron, fyrr- verandi forsætisráðherra Bretlands, og boðaði einnig til þjóðaratkvæðis um veruna innan þess.“    Þetta er eftirtektarvert. Það á ekkiað bregðast við ákvörðun Breta um að losa sig úr viðjum ESB með málefnalegum hætti.    Það á að gera þeim það eins bölvaðog framast er unnt til að hræða aðra frá útgöngu. David Cameron Dæmigert og fyrirsjáanlegt STAKSTEINAR Giuliano Amato Veður víða um heim 25.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 rigning Bolungarvík 9 alskýjað Akureyri 15 alskýjað Nuuk 18 heiðskírt Þórshöfn 12 skúrir Ósló 18 rigning Kaupmannahöfn 22 rigning Stokkhólmur 26 heiðskírt Helsinki 23 léttskýjað Lúxemborg 26 skýjað Brussel 23 léttskýjað Dublin 17 skúrir Glasgow 16 rigning London 22 heiðskírt París 25 skýjað Amsterdam 23 léttskýjað Hamborg 26 léttskýjað Berlín 29 skýjað Vín 27 skýjað Moskva 26 þrumuveður Algarve 30 heiðskírt Madríd 35 heiðskírt Barcelona 29 heiðskírt Mallorca 30 léttskýjað Róm 25 skúrir Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 23 heiðskírt Montreal 21 skúrir New York 29 skýjað Chicago 27 rigning Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:18 22:52 ÍSAFJÖRÐUR 3:57 23:23 SIGLUFJÖRÐUR 3:39 23:07 DJÚPIVOGUR 3:41 22:27 Fjórir háskólar sendu inn þátttöku- tilkynningu í auglýstu ferli Ríkis- kaupa um lögreglunám á háskóla- stigi. Eru það Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Akureyri, Háskóli Ís- lands og Háskólinn í Reykjavík. Ekki er um formlegt útboð að ræða heldur aðeins yfirlýsingu um að háskólarnir hafi áhuga. Í síðustu viku tilkynnti Háskólinn á Akureyri að skólinn myndi taka þátt í útboðinu og að sérstök nefnd innan skólans hefði undanfarnar vik- ur unnið að mótun ramma utan um þetta nýja nám. Er í tillögum hennar gert ráð fyrir nýju fræðasetri í lög- reglufræði þar sem byggja á upp rannsóknir á því sviði. Fjórir vilja lögreglu- námið  Bifröst, HA, HÍ og HR lýsa yfir áhuga Morgunblaðið/Kristinn Ákveðið hefur verið að heimsleikar íslenska hestsins 2019 verði í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Aðeins ein umsókn barst, þegar stjórn FEIF, alheimssamtaka um íslenska hest- inn, auglýsti eftir mótsstöðum. Verið er að ljúka samningum og verður mótið því í Berlín fyrstu vikuna í ágúst 2019. Umsóknin er frá hestamanna- félagi í borginni og að henni standa menn sem voru framarlega við skipulagningu og framkvæmd heimsleikanna í Berlín árið 2013, meðal annars Carsten Eckert sem var einn af framkvæmdastjórum mótsins. „Við eigum von á hörkufínu móti. Það hefur sýnt sig að mótin eru að batna í hvert skipti sem þau eru haldin,“ segir Gunnar Sturluson, formaður FEIF. Mótið verður á sama hestaíþrótta- svæði og heimsleikarnir 2013 en þó fært til innan svæðisins. Unnið er að varanlegri uppbyggingu, meðal ann- ars byggingu hesthúsa og reiðhallar. Þær byggingar verða notaðar á mótinu. Næstu heimsleikar verða í Hol- landi á næsta ári. Um síðustu helgi var hollenska meistaramótið haldið þar til að fá reynslu á vellina. Gunn- ar segir að mótið hafi gengið vel og staðfest að vellirnir væru í góðu lagi. helgi@mbl.is Heimsleikarnir 2019 verða í Berlín  Unnið að byggingu hesthúsa og reiðhallar til nota á mótinu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Heimsleikar Íslenskir knapar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.