Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 2

Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Þetta er metár í komu farþega- skipa. Það verða hátt í fjörutíu skemmtiferðaskip sem koma hér við í ár,“ segir Páll Marvin Jónsson, formaður Ferðamálasamtaka Vest- mannaeyja. Í gær komu þrjú skemmtiferða- skip til hafnar á sama deginum í Heimaey. Yfir þúsund ferðamenn af skipunum gerðu sér ferð í bæinn og setti þessi fjöldi ferðamanna svip á hann, enda búa ekki nema rúm fjög- ur þúsund manns í Vestmanna- eyjabæ. Skipin heita Ocean Dia- mond, Saga Sapphire og L’Austral. Tvö þeirra komu í höfn. Annað lagðist að Nausthamarsbryggju og hitt lá í Friðarhöfn. En aðeins skip sem eru undir 160 metrum koma alla leið í höfnina. Þegar eigandi ferðaþjónustu- fyrirtækisins Viking Tours í Eyjum, Sigmar Einarsson, er spurður hvort hann finni fyrir þessu í sínum rekstri, segir hann: „Já, heldur bet- ur. Báðir bátarnir eru búnir að vera á fullu í allan dag og sömuleiðis all- ar sex rúturnar.“ borkur@mbl.is Yfir þúsund túristar Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Ekki aðeins Herjólfur kemur með ferðamenn til Vestmannaeyja heldur einnig fjöldi skemmtiferðaskipa sem stoppa stutt við Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Aukið álag er á starfsfólki Landspítalans yfir sumartímann vegna manneklu sem tengist sum- arfríum. Af þeim sökum eru 63 sjúkrarúm ekki í notkun, en það eru um 10% allra sjúkrarúma á spítalanum að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdótt- ur, aðstoðarmanns Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Hún segir að ekki sé dreg- ið meira saman nú en áður yfir sumartímann. „Þetta hefur þau áhrif að flæðið verður hægara en við hefð- um viljað,“ segir Anna Sig- rún. Hún segir að yfir sumar- tímann sé dregið úr skipu- lögðum aðgerðum. Á móti sé meira álag á öðrum sviðum spítalans, t.a.m. bráðamóttöku, sem ekki síst er tengt auknum fjölda ferðamanna í landinu. Þá er einnig dregið úr starfsemi hjá heilsugæslum á höfuðborgar- svæðinu og nágrannasjúkrahúsum, sem eykur álag enn frekar. Frá áramótum hefur sjúkrahúsið unnið eftir skipulagi þar sem gefin eru álagsstig miðað við fjölda sjúklinga í húsinu. Hverjum degi er gefið stig miðað við getu hússins til þess að taka á móti sjúklingum og fara stigin hækkandi eftir álagi. Tvívegis í síðustu viku var álag innanhúss þess eðlis að viðbúnaður fór á þriðja og efsta stig. „Á stigi eitt förum við fram á að deildir bæti við sig sjúklingum, þá fara kannski eitt til tvö rúm á ganginn. Á stigi tvö bætum við enn í gangainnlagnir. Í síðustu viku fórum við á þriðja stigið. Við þurftum samt ekki að nota bílskúrinn eða eitthvað slíkt, og við náðum að klóra okkur fram úr því með því að ganga enn harðar að deildunum, þannig að fólk þurfti að liggja lengur inni á bráðamóttöku en við teljum æskilegt. Við fórum á stig þrjú í tvígang í síðustu viku, en þá voru menn bara að leggja meira á sig. Það var ekkert annað að gera, “ segir Anna Sigrún. Þetta er að ganga yfir Hún segir að mest aðstreymi sé á lyflækn- ingasvið. „Það er ekkert sem kemur á óvart í þessu. Þetta snýr að manneklu en ekki niður- skurði eins og við höfum áður lent í. Þetta er að ganga yfir en fyrirséð er að næstu tvær vikur verði þyngstar þegar lokanir ná hámarki,“ segir Anna Sigrún. Næstu tvær vikur verða þyngstar  Tvisvar í síðustu viku var álag metið á þriðja og hæsta stigi á Landspítalanum  Það er ekkert sem kemur á óvart í þessu, segir aðstoðarmaður forstjóra spítalans  Mannekla vegna sumarfría ástæðan Morgunblaðið/Árni Sæberg Erill Tvívegis í síðustu viku var álag á spítalanum metið á þriðja stigi. Aukið álag er á LSH vegna sumarfría. Næstu tvær vikur verða þyngstar, aðsögn aðstoðarmanns forstjóra spítalans. Anna Sigrún Baldursdóttir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég hef haft efasemdir um kosningar í haust frá því sá möguleiki var nefnd- ur fyrst. Það er að minnsta kosti ný- mæli ef dagsetning kosninga á að byggjast á umræðu og stemningu hvers dags og lýðræðislega kjörnir þingmenn sviptir umboði sínu áður en kjörtímabilið er úti á meðan ríkis- stjórn hefur traustan þingmeiri- hluta,“ segir Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, boð- ar endurkomu í stjórnmálin í bréfi sem hann sendi í gær. Þar segir hann þessa ákvörðun án vafa vekja „jafnvel ofsafengin viðbrögð gegn mér og okk- ur, sem eru nú sem fyrr til marks um að andstæðingar telji að sér standi ógn af okkur,“ eins og segir í bréfinu. Þar fer hann yfir verk rík- isstjórnarinnar á kjörtímabilinu og segir mörgu þó ólokið. Þó hafi sumir sjálfstæðis- menn verið áhugasamir um að flýta kosningum. Hafa verði þá í huga að ríkisstjórn, sem ekki nýti tímann sem henni sé veittur, geti ekki gengið að því vísu að hún fái tækifæri til að ljúka verkefn- unum síðar. „Sem óbreyttur þingmaður ræður Sigmundur Davíð engu um hvort al- þingiskosningar verða í haust eða ekki,“ segir Ásta Guðrún Helgadótt- ir, þingmaður Pírata. Hún bætir við að segja verði skýrt að kosið verði í haust og þá hvaða dag. Ella muni stjórnarandstaðan bremsa alla af- greiðslu mála á haustþingi. Sjálfsögð kurteisi „Í mínum huga er sjálfsögð kurt- eisi að standa við yfirlýsingar um að kjósa í haust. Flokkarnir eru komnir af stað með kosningaundirbúning svo það er nánast ómögulegt að snúa við,“ segir Ásta Guðrún. „Verði Sigmundur Davíð áfram formaður Framsóknarflokksins munu áhrifin væntanlega koma fram bæði í kosningum og eftir þær. Hann ætlar greinilega að láta sverfa til stáls, bæði innan flokks og gagnvart samstarfsflokknum með því að segja nánast berum orðum að yfirlýsingar Sigurðar Inga og Bjarna Benedikts- sonar um kosningar í haust séu að engu hafandi,“ segir Össur Skarphéð- insson, þingmaður Samfylkingar. „Endurkoma Sigmundar inn í stjórn- málin er eins og vagnhlass af skrauf- þurrum sprekum á eldinn sem logar bersýnilega á stjórnarheimilinu,“ segir Össur. Segir endurkomuna vera sprek á eldinn  Verkefnum ríkisstjórnarinnar þarf að ljúka, segir Sigmundur Davíð  Óbreyttur þingmaður ræður engu  Efast um haustkosningar, segir Sigríður Andersen  Eldurinn logar á stjórnarheimilinu Sigríður Andersen Ásta Guðrún Helgadóttir Össur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.