Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016
„Já, að sjálf-
sögðu er ég
þakklát fyrir
þennan stuðning.
Og hvað það eru
komnir margir í
starfið að vinna
með okkur, það
er ótrúlegt,“
segir Birgitta
Jónsdóttir Pírati,
en Píratar og
Sjálfstæðisflokkurinn mældust með
mest fylgi í skoðanakönnun MMR
sem framkvæmd var dagana 15. til
22. júlí. Fylgi Pírata mældist 26,8%
samanborið við 24,3% fylgi í síð-
ustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn
mældist nú með 24,0% fylgi sam-
anborið við 25,3% í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri grænna fór aftur á
móti úr 18,0% í síðustu könnun nið-
ur í 12,9% eða niður um rúm 5%
sem er stærsta breytingin á síðustu
tveimur mælingum MMR.
Viðreisn bætti við sig nokkru
fylgi frá síðustu könnun en þá
hafði hún fengið 6,7% en mældist
nú með 9,4% og er komin upp fyrir
Samfylkinguna. Samfylkingin
mældist nú með um 8,4% fylgi bor-
ið saman við 10,9% fylgi í síðustu
könnun.
Framsóknarflokkurinn mældist
nú með 8,4% borið saman við 6,4%
í síðustu könnun.
Björt framtíð mældist nú með
3,9% fylgi, borið saman við 2,9% í
síðustu könnun. Fylgi annarra
flokka mældist undir 2%.
Svarfjöldi í könnuninni var 906
einstaklingar.
Prófkjör hjá Pírötum í ágúst
„Meðbyrinn gefur okkur mikla
orku, það er gott að finna fyrir
þessu trausti,“ segir Birgitta Jóns-
dóttir. „Ég finn það hvað starfið
innan flokksins er að aukast og
hvað það er komið margt flott fólk
til starfa. Ég er sérstaklega ánægð
með hvað þetta er breiður hópur
margvíslegs fólks sem er að taka
þátt í starfinu og komandi próf-
kjöri.“
Píratar eru að búa sig undir
prófkjör sem hefst upp úr mán-
aðamótunum og lýkur þann 12.
ágúst og nær yfir allt höfuðborg-
arsvæðið.
Þegar rætt var við Katrínu Jak-
obsdóttur, formann VG, sagði hún
að niðurstöður könnunarinnar
kæmu ekki á óvart. „Við rukum
upp í vor og það var alveg viðbúið
að við myndum detta eitthvað nið-
ur aftur. Þessi útkoma er þó yfir
okkar kjörfylgi. Við höfum ekkert
miklar áhyggjur af þessu,“ segir
Katrín. borkur@mbl.is
VG tapar
mest í
könnun
Píratar efstir með
26,8% hjá MMR
Birgitta
Jónsdóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Lífið gengur sinn vanagang í Surtsey.
Í nýloknum leiðangri vísindamanna
kom í ljós að háplöntum hafði heldur
fækkað, fuglategundir voru að mestu
þær sömu og í fyrra og nokkrar nýjar
skordýrategundir fundust. Sérstakt
átak var gert í því að hreinsa plast af
fjörum. Þannig voru fjarlægðar um
460 netakúlur.
Sérfræðingar frá Náttúrufræði-
stofnun og fleiri stofnunum auk vís-
indamanna frá nokkrum háskólum
tóku þátt í leiðangrinum. Sænskir vís-
indamenn rannsökuðu sérstaklega
jarðvegsmyndun.
Fulltrúar Náttúrufræðistofnunar
sinntu einkum sínum árlegu mæl-
ingum, sérstaklega á því hvort nýir
landnemar væru í fánu eða flóru
Surtseyjar. Svo reyndist ekki vera, að
sögn Borgþórs Magnússonar, líffræð-
ings hjá Náttúrufræðistofnun og leið-
angursstjóra.
Verða undir í samkeppninni
Aukin gróska er í gróðri í fugla-
varpinu. Hann þéttir sig ár frá ári.
Það hefur orðið til þess að fjórar teg-
undir háplantna hafa horfið frá því í
fyrra, hafa orðið undir í samkeppn-
inni við gróskumeiri tegundir. Borg-
þór segir að þetta hafi ekki komið á
óvart enda hafi í fyrra aðeins fundist
einn einstaklingur af þeim flestum.
Fannst 61 tegund háplantna nú en 65
í fyrra.
Fuglalífið er í svipuðu horfi og ver-
ið hefur. Þó sást ekki æðarkolla sem
verpti í Surtsey í fyrra. Borgþór tek-
ur fram að leiðangurinn hafi verið
frekar seint á ferðinni í ár. Erfið skil-
yrðu séu fyrir æðarkollur að verpa en
þær kunni að gera það sum árin.
Erling Ólafsson, skordýrafræð-
ingur hjá Náttúrufræðistofnun, fann
nokkrar nýjar skordýrategundir í
Surtsey. Hann segist vera að taka
saman upplýsingar um niðurstöður
sínar.
Stöðugt brotnar úr Surtsey, sér-
staklega norðurtanganum. Borgþór
segir greinilegt að sjór hafi gengið yf-
ir tangann í hafróti í haust og vetur,
og talsvert hafi rofnað úr honum.
Segir Borgþór að ekki kæmi á óvart
þótt tanginn yrði horfinn innan fimm-
tíu ára, áður en Surtsey verður 100
ára, og jafnvel fyrr.
Ánægður með hreinsunina
Hann kveðst ánægður með hreins-
unarátak sem gert var í eynni í leið-
angrinum nú. Surtseyjarfélagið hafi
fengið styrk frá Umhverfisstofnun
sem nýttur var í hreinsunina. Land-
vörður frá Umhverfisstofnun stjórn-
aði verkinu og naut aðstoðar sjálf-
boðaliða auk þess sem leiðangurs-
menn aðstoðuðu eftir föngum.
Fækkar um fjórar tegundir
háplantna í Surtsey
Árlegum rannsóknarleiðangri í Surtsey lokið Lífið gengur sinn vanagang
Ljósmynd/Borgþór Magnússon
Hreinsun Félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja undirbúa flutning á netakúlunum úr Surtsey.
Á löngum tíma hefur rekið á fjörur Surtseyjar, einkum á
norðurtangann, hluta úr veiðarfærum báta sem sækja á
nálæg mið. Borgþór Magnússon segir að tekist hafi að
hreinsa allt plastdrasl, netakúlur, belgi, plastflöskur og
fleira. Umhverfisstofnun telur að töluvert af rusli hafi
horfið úr fjörunni í brimi í vetur. Timbur sem rekið hefur á
land var látið vera enda lífrænt efni sem grotnar þarna
niður. Björgunarfélag Vestmannaeyja aðstoðaði við verk-
ið með því að flytja draslið til Heimaeyjar með björg-
unarbáti sínum en þar var því komið til förgunar. Jafn-
framt var úrgangsefni sem féll til á síðasta ári við lagfæringar á skála
Surtseyjarfélagsins, Pálsbæ, flutt í burtu. Það gerði þyrla Landhelgisgæsl-
unnar um leið og hún flutti leiðangursmenn til Surtseyjar. „Hreinsunin er
að mínu mati mesti áfanginn í sumar. Ásýnd eyjarinnar hefur breyst mikið.
Við erum nokkuð ánægðir með býlið, eins og það er núna,“ segir Borgþór.
Ánægðir með býlið
ÁSÝND SURTSEYJAR BREYTT MEÐ HREINSUN
Borgþór
Magnússon
Vertu upplýstur!
blattafram.is
SUMUM LEYNDARMÁLUM
Á EKKI Að ÞAGA YFIR.
GEYMIR ÞÚ MÖRG SLÍK?
HVAÐ MEÐ
KYNFERÐISOFBELDI?
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Skoðið laxdal.is og facebook.com/laxdal.is
STÓRÚTSALA
KJÓLAÚRVAL Á
50%-60%
afslætti
KREM SEM LÍKIST
HÚÐINNI FULLKOMLEGA
Immortelle Precious Cream er
feitt og mjúkt rakakrem sem
sýnilega lagfærir djúpar hrukkur
og gerir húðinni kleift að
endurheimta sinn fyrri stinnleika.
Formúlan hefur þríþætta virkni
og inniheldur hátt hlutfall af
virkum sameindum sem hjálpa
við að slétta húðina og gefa
henni langvarandi vernd gegn
öldrunareinkennum.
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
L’Occitane en Provence - Ísland
mbl.is
alltaf - allstaðar