Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 208. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Telja sig hafa fundið höfuðpaurinn
2. Dældu lofti í endaþarm drengsins
3. Eva Laufey og Haddi giftu sig …
4. Skotárás í næturklúbbi í Flórída
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Írska listakonan Aishling Muller
sem búið hefur á Íslandi undanfarið
ár vinnur með umhverfisþemu í gegn-
um ljósmyndir, myndbönd, málverk,
uppákomur og skrif.
Margmiðlainnsetningin hennar
„Elemental“ á Listastofunni við
Hringbraut flytur gestina í skáldaðan
heim þar sem þeir kynnast tveimur
karakterum sem þar búa.
Aishling hvetur fólk til að koma
með hluti úr náttúrunni og vinna með
henni á Listastofunni þar sem náttúr-
an mun taka völdin. Sýningin er opin
kl. 12-20 alla daga nema mánudaga.
Nánari upplýsingar um Aishling Mull-
er má finna á heimasíðu hennar:
www.heartheartheartearth.com
Unnið með náttúruna
Í kvöld halda Jónas Sig og Ritvélar
framtíðarinnar tónleika í einstöku
umhverfi í Mosskógum í Mosfellsdal,
og hefjast þeir kl. 20.
Hljómsveitin skorar á gesti að
koma með útilegustólana, teppin og
nestið og eiga frábæra stund í guðs-
grænni náttúrunni, um leið og hlustað
er á hljómsveit-
ina flytja
rjómann af
lögum Jón-
asar Sig. Gott
er að athuga
með staðsetn-
ingu Mosskóga
á mosskog-
ar.is. Miðar
fást í tak-
mörkuðu
upplagi á
midi.is.
Útitónleikar
í Mosskógum
Á miðvikudag og fimmtudag Norðan 5-10 m/s, en 8-13 austast.
Skýjað nyrðra og eystra og dálítil rigning eða súld með köflum.
Bjartviðri sunnan- og suðvestantil. Hiti 7-19 stig, hlýjast syðra.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 5-10 m/s og rigning austan- og
síðar norðanlands, en léttir til á Suður- og Vesturlandi. Hiti frá
9 stigum fyrir austan upp í 20 stig sunnanlands.
VEÐUR
Víkingar úr Reykjavík
eru komnir upp í sjötta
sæti Pepsi-deildar
karla í knattspyrnu eft-
ir langþráðan sigur á
KR-ingum í Fossvog-
inum í gærkvöld, 1:0.
KR situr eftir í tíunda
sæti deildarinnar. Gary
Martin gæti hafa spilað
sinn síðasta leik með
Víkingum en hann fer
til reynslu til Lilleström
í Noregi í dag. »2-3
Víkingar upp
í sjötta sætið
Ómar Ingi Magnússon, fyrirliði U20
ára landsliðs karla í handknattleik,
segir að liðið sé í erfiðum og krefj-
andi riðli í úrslitakeppni Evrópumóts-
ins sem hefst í Danmörku á fimmtu-
daginn en liðið leikur þar gegn
Rússum, Slóvenum og Spánverjum.
Hann
segir að
íslenska
liðið
muni
byggja á
varnar-
leiknum og
hraðaupp-
hlaupunum
sem séu
sterkustu
hliðar
þess. »4
Erum í erfiðum og
krefjandi riðli á EM
„Það fara svona fjórtán tímar í þetta,
fram og til baka, og ef ég spila að
kvöldi í Grindavík er ég kominn heim
á Höfn um kl. fjögur um nóttina,“
segir hinn 48 ára gamli Gunnar Ingi
Valgeirsson sem setti nýtt Íslands-
met í leikjafjölda í deildakeppninni í
síðustu viku þegar hann spilaði sinn
401. leik. Hann keyrir landshorna á
milli til að spila leikina. »2-3
Keyrir í fjórtán tíma
vegna heimaleikjanna
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Makrílveiði hefur glæðst mikið að
undanförnu og kom Kap VE í land í
síðustu viku með 400 tonn eftir
skamma dvöl úti á miðunum. Þar
var Halldór Alfreðsson, 19 ára peyi
úr Vestmannaeyjum, í sínum fyrsta
túr sem annar stýrimaður. Fá 19
ára ungmenni eru á sjó, hvað þá
með titilinn stýrimaður.
Halldór fór fyrst á sjóinn fyrir
alvöru þegar hann var 15 ára, þeg-
ar hann sigldi með bátnum Gandí,
en sjómennskan er honum í blóð
borin. Fyrsta túrinn fór hann 11
ára á hvalveiðiskipi. „Ég byrjaði
fyrir alvöru á sjó þegar ég var 15
ára og hef verið á sjó á sumrin
meðfram skóla. Ég byrjaði sem há-
seti og hef ekki litið í land síðan,“
segir Halldór. „Pabbi og afi voru á
hvalskipi og tóku mig með þegar ég
var 11 ára. Þar byrjaði ævintýrið.
Ég kláraði grunnskólann, fór beint
í stýrimannaskólann og er til-
tölulega nýbúinn með hann,“ segir
hann.
Skemmtilegt starf
Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á
Kap VE, segir að Halldór sé efni-
legur sjómaður enda búinn að
stunda sjóinn í nokkur sumur.
Hann var að leysa af í fyrsta sinn
undir stjórn Jóns Atla en faðir
Halldórs hefur siglt með Jóni.
„Hann er nýgræðingur í þessu
en með stýrimannsmenntun sem
ekki mjög margir eru að stökkva í,
því miður, því þetta er skemmtilegt
starf og áhugavert. Halldór er
strákur sem hefur mikinn áhuga
þrátt fyrir að eiga margt ólært eins
og gengur og ger-
ist hjá ungum
mönnum.“
Skipið Kap VE
er 892,8 brúttórúm-
lestir að stærð og 66,74 metra
langt. Það var smíðað árið 1988 í
Danmörku og gerir Vinnslustöðin í
Vestmannaeyjum skipið út. Forföll
voru í áhöfninni og því var leitað til
Halldórs.
„Það er gaman að það hafi verið
leitað til mín. Ég hef líka verið yf-
irstýrimaður á Gullberginu,“ segir
hann en Gullbergið er frystitogari,
338 brúttórúmlestir að stærð og 32
metra langur.
Halldór siglir ekki aðeins um
miðin á stórum skipum því hann
hefur átt litla trillu síðan hann var
ungur peyi.
„Ég keypti trilluna þegar ég var
17 ára og sigldi henni á nýliðnar
strandveiðar. Ég er ánægður á sjó
og finnst gott að sigla.“
Sjómennskan í blóð borin
Halldór er 19
ára og einn yngsti
stýrimaður flotans
Ljósmynd/Örn Friðriksson
Í brúnni Halldór um borð í Kap VE sem kom með rúm 400 tonn af makríl í land. Hann er nú kominn í frí fram yfir
verslunarmannahelgi, þar sem hann ætlar að skemmta sér með öðrum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Halldór er kominn í land fram yfir
Þjóðhátíð. Hann er ekki með fast
pláss í flota Vinnslustöðvarinnar
en hefur lengst af verið á Gullberg-
inu. Hann er langt kominn með
annað stig í vélstjóranáminu og
stefnir að því að verða skipstjóri.
„Það var alltaf sjórinn fyrir mér,
ég hef aldrei haft
neinn
sérstakan áhuga á íþróttum. Ég
fór meira á bryggjuna þegar aðrir
fóru að gera sig tilbúna á íþrótta-
æfingar. Ég er að klára annað stig í
náminu og sé mig alveg sem skip-
stjóra í framtíðinni.“
Makrílveiðar við landið fóru ró-
lega af stað en síðari hluta júlí hef-
ur veiðin glæðst. „Það er mokveiði
núna eftir heldur lélega byrjun á
vertíðinni. Nú er kraftur kominn í
veiðarnar,“ segir Halldór.
Frekar á bryggjuna en í íþróttir
SJÓMENNSKAN HEFUR ALLTAF HEILLAÐ