Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016
✝ Jón Guðmunds-son fæddist 27.
apríl 1944 í Stykk-
ishólmi. Hann varð
bráðkvaddur 18.
júlí 2016.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Pálsson, f. 27.12.
1908, bóndi og
verkamaður, fædd-
ur í Stykkishólmi
en ólst upp í Hösk-
uldsey, d. 4.2. 1999, og Anna
Herdís Jónsdóttir, f. 3.7. 1910,
ljósmóðir fædd á Hvolsseli í
Dalasýslu, d. 12.6. 1996. Jón
var elstur systkina sem komust
til fullorðinsára en fjögur dóu í
frumbernsku. Hin eru: Klara, f.
13.4. 1947, Páll Arnar, f. 3.8.
1950, d. 18.6. 2002 og Sigríður
Ólöf, f. 22.4. 1957.
Jón giftist Ölmu Garð-
Rún (látin). 3) Ósk, f. 4.4. 1969,
gift Torfa Einarssyni og eiga
þau fjögur börn: Ölmu Dögg,
Erlu Dís, Einar Emil og Arnór
Ara. 4) Guðmundur Þór, f.
29.10. 1976, og á hann þrjú
börn: Kristófer Alex, Þorgerði
Ölmu og Katrínu Ósk. Langafa-
börnin er níu.
Jón fæddist í Stykkishólmi
en ólst upp á Barðastöðum á
Snæfellsnesi til 14 ára aldurs,
þá flutti fjölskyldan í Hvera-
gerði. Jón lærði í Landsmiðj-
unni plötu- og ketilsmíði og
vann í Reykjavík við ýmis störf
þar til hann fluttist á Akranes
með fjölskyldu sinni árið 1974.
Jón vann hjá Þorgeiri og Ellert
um tíma en svo tók sjómennsk-
an við í nokkur ár. Því næst
vann hann á vélaverkstæði HB
& CO. Jón lauk starfsferli sín-
um hjá GT-tækni á Grundar-
tanga.
Útför Jóns fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 26. júlí
2016, og hefst athöfnin kl. 13.
arsdóttur frá Hrís-
ey 24. júlí 1965,
foreldrar hennar
voru Garðar Sig-
urpálsson, f. 2.6.
1921 í Flatey á
Skjálfanda, d. 19.1.
2012, og Ósk Halls-
dóttir frá Stein-
dyrum á Látra-
strönd, f. 19.6.
1923, d. 16.1. 2008.
Jón og Alma eign-
uðust fjögur börn: 1) Garðar, f.
21.1. 1966, hans kona var Ólína
Ingibjörg Gunnarsdóttir og
eiga þau fjögur börn: Jón
Gunnar, Hafþór Inga, Lilju
Bjarklind og Stefán Kaprasíus.
2) Herdís, f. 4.4. 1969, hennar
maður er Sigurgeir R. Sigurðs-
son og eignuðust þau fjögur
börn: Önnu Ósk ,Thelmu Hrund
(látin), Daníel Aron og Thelmu
Oft er sagt að „þú veist ekki
hvað átt hefur fyrr en misst hef-
ur“, við systkinin erum að kynn-
ast því þessa dagana.
Pabbi var ætíð boðinn og bú-
inn að leggja okkur lið og skipti
þá ekki máli í hverju það fólst,
hann var einfaldlega alltaf til
staðar þegar á þurfti að halda.
Pabbi var jafnvígur á alla
skapaða hluti, hvort sem voru
bílaviðgerðir, smíðar, rafmagn
eða húsaviðgerðir og nutum við
þess alla tíð.
Þegar við sitjum hér og rifjum
upp liðna tíma, koma margar
minningar frá æskunni sem ylja
á þessum erfiðu tímum, ferðalög
um landið og að sjálfsögðu okkar
árlegu ferðir til Hríseyjar sem
eru okkur ákaflega minnisstæð-
ar. Pabbi var hafsjór af fróðleik
um staðhætti og sagði gjarnan
sögur úr fortíðinni sem tengdust
þessum stöðum.
Elsku pabbi, þakklæti okkar
er mikið og söknuðurinn í sam-
ræmi við það, erfitt verður að
njóta ekki nærveru þinnar og
góðra ráða sem aldrei vantaði hjá
þér.
Það var erfitt þegar fréttin
kom um að þú værir farinn frá
okkur og við gátum ekki kvatt
þig í síðasta sinn, en enginn ræð-
ur sínum næturstað.
Elsku pabbi, þú varst klettur-
inn í lífi okkar, virðingin og ástin
sem þú sýndir mömmu, börnun-
um, barnabörnum og langafa-
börnum mun lifa með okkur.
Til pabba:
Allt mitt líf hef ég getað treyst á hann,
hann var til staðar.
Allt mitt líf hef ég getað leitað til hans,
hann tók mér alltaf vel.
Allt mitt líf hef ég getað sótt í skjól
hans, hann verndaði mig.
Allt mitt líf hef ég getað spurt hann,
hann hafði svör.
Allt mitt líf hef ég getað stuðst við
hann og ég stend uppi.
Ég er þakklátur fyrir hann
… hann er pabbi minn.
Við elskum þig, pabbi.
Einhvers staðar, einhvern
tímann aftur …
Garðar, Herdís, Ósk
og Guðmundur Þór.
Kæri tengdapabbi.
Ekki hvarflaði að mér sunnu-
dagskvöldið 17. júlí, þegar þú
komst í heimsókn til okkar Her-
dísar og við áttum gott spjall
saman, að það yrði okkar síðasta
spjall. Ég fékk símtal kl. 16 á
mánudaginn um að þú hefðir orð-
ið bráðkvaddur, það var sem tím-
inn stöðvaðist um stund. Hér sit
ég og reyni að hripa niður örfáar
línur um þig, varla eru til nógu
sterk orð til að lýsa þér; kær-
leikur, góðmennska og einstök
hjálpsemi einkenndi þig.
Ég hef verið þeirrar gæfu að-
njótandi að fá að hafa þekkt þig
meginhluta af mínu lífi, enda
kynntist ég Herdísi dóttur ykkar
Ölmu mjög ungri og fórum við
fljótlega að búa saman. Þú hjálp-
aðir okkur af heilum hug með
húsbyggingu og viðhald á bílum
og bátnum. Þú stóðst við hlið
okkar eins og klettur í okkar
áföllum í gegnum tíðina. Þið
Alma opnuðuð hús ykkar fyrir
mér og tókuð mér eins og ykkar
eigin syni sem var mér ómetan-
legt. Takk fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig og mína fjölskyldu
í gegnum tíðina. Mikill er minn
missir að þér kæri tengdapabbi,
minning þín mun lifa um alla ei-
lífð í hjarta mínu. Hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn.)
Kær kveðja,
þinn tengdasonur,
Sigurgeir.
Elsku besti afi minn, það sem
þú hefur kennt mér margt. Það
var svo auðvelt að sækja í þína
visku því þú varst svo gjafmildur
á að deila henni. Þegar ég heyrði
að þú værir horfinn úr þessu lífi
vaknaði hjá mér reiði yfir gangi
lífsins, af hverju máttir þú ekki
vera aðeins lengur, af hverju
svona góður maður eins og þú
hafir þurft að deyja … En svo
kviknaði eitthvað sem ég bjóst
ekki við að myndi ráða niðurlög-
um þessarar reiði, það var þakk-
læti, og í sorginni minni fann ég
fyrir þakklæti að ég hafi fengið
að eyða mínum 29 árum í kall-
fjarlægð frá ykkur ömmu.
Ég er þakklátur fyrir að þegar
ég var yngri og braut hjólabrett-
ið mitt þá gat ég farið með það til
þín og þú skrúfaðir það saman
aftur til að þerra tárin í augunum
á mér. Ég er þakklátur fyrir það
að hafa fengið að leika mér í kof-
anum sem þú byggðir í bústaðn-
um uppi í Stóra fjalli fyrir litlu
ormana þína. Ég er þakklátur
fyrir að hafa fengið tækifæri til
að feta í þín spor í járniðninni og
fá að vinna með þér hlið við hlið í
iðngreininni okkar á tanganum.
Ég er þakklátur fyrir að þú hafir
fengið að koma í eitt afmæli hjá
Ylfu Nótt sem vildi helst sitja hjá
þér og strjúka yfir skeggrótina.
Ég er þakklátur fyrir að hafa átt
þig að þegar við Lilja keyptum
okkar fyrstu íbúð og þurftum
hjálp við að koma henni í stand.
Ég er stoltur af því að fá að bera
nafnið þitt og að þitt blóð renni í
mínum æðum. En ég þakka mest
fyrir að hafa bara einfaldlega
fengið að þekkja þig.
Við elskum þig, afi.
Jón Gunnar Garðarsson,
Lilja Guðmundsdóttir og
Ylfa Nótt Jónsdóttir.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að eiga afa eins og hann
Jón afa. Hann var sterkur kar-
akter sem var alltaf tilbúinn að
hjálpa öllum og ég held hreinlega
að það hafi ekki verið neitt sem
hann Jón afi minn vissi ekki. Það
verður skrítið að koma í Jörund-
arholtið og fá ekki að heyra allar
sögurnar frá honum sem ég í
70% tilvika kinkaði bara kolli yfir
þar sem ég hafði ekki hugmynd
um hvað hann væri að tala um, en
honum var alveg sama því hann
vildi bara fá að segja sína sögu,
sama hvort einhver hlustaði eða
ekki.
Það gleður mig svo að þú hafir
fengið að kynnast strákunum
mínum, elsku afi, ég mun alltaf
minnast dagsins sem við sáum
þig í seinasta sinn og Viktor vildi
ekki sleppa takinu á langafa sín-
um, enda varstu þeim bræðrum
svo góður. Takk fyrir allar góðu
stundirnar, ég elska þig.
Lilja Bjarklind
Garðarsdóttir.
Blíður, góður, hjálpsamur og
frábær eru fín orð til að lýsa ynd-
islega afa mínum.
Elsku afi. Mikið er erfitt að
setjast niður til að skrifa minn-
ingarorð um þig. Ég sem hélt að
við myndum fá mikið lengri tíma
saman.
Alltaf varstu til staðar fyrir
mann og endalaust var hægt að
hringja í þig eða koma til þín til
að fá ráðleggingar, hjálp eða fá
eitthvað lánað hjá þér (því allt
áttir þú til). Það voru ófá skiptin
sem þú komst heim til mín til að
rétta fram hjálparhönd við hin
ýmsu verkefni sem þurfti að
gera. Eitt skipti sagðir þú við
mig að þú myndir bara koma til
mín og byrja á viðbyggingunni
sem þá var fokheld, þú stoppaðir
auðvitað ekki fyrr en hún var
tilbúin. Allt gastu; smíðað, lagt
rafmagn, lagðir pípulagnir og
málaðir, og allt fór þér svo snilld-
arvel úr hendi.
Mikið verður erfitt að geta
ekki hringt í afa til að leita ráða,
því það var bara þannig að ef afi
gat ekki hlutina að þá gat það
enginn!
Takk fyrir alla góðu stundirn-
ar okkar í sumarbústaðnum ykk-
ar ömmu, þar varstu auðvitað bú-
inn að smíða kofa handa
barnabörnunum þínum til að við
hefðum eitthvað að gera þegar
við kæmum til ykkar.
Alltaf fengum við barnabörnin
að leika í tölvuherberginu þínu
og fá ýmislegt lánað þar þegar
við vorum í leik heima hjá ykkur
ömmu á Skagabrautinni og oft á
tíðum eftirléstu þína holu í rúm-
inu ykkar ömmu svo við gætum
sofið vel og þú fórst bara í gesta-
herbergið. Því allt gerðir þú fyrir
okkur barnabörnin þín.
Svo kenndir þú okkur fullt um
plöntur og blóm sem voru þá í
gróðurhúsinu hjá þér, því alltaf
fengum við að skottast í kringum
þig í því sem þú varst að gera. Og
aldrei var dauður tími þegar við
vorum með þér.
Takk fyrir að vera frábær
langafi fyrir dætur mínar, minn-
ingu þinni verður haldið á lofti.
Takk fyrir allar frábæru stund-
irnar okkar saman og fyrir alla
hjálpina þína gegnum árin, hún
var ómetanleg.
Ég veit að systur mínar taka
vel á móti þér og passa þig þang-
að til við hittumst á ný.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbörn Egilsson.)
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Þín afastelpa,
Anna Ósk.
Jón bróðir okkar. Nú er komið
að síðustu kveðjustundinni, sem
er erfið þótt hægt sé að þakka
þeim sem öllu ræður, að þú þurft-
ir ekki að erfiða til að kveðja
jarðlífið. Það er margs að minn-
ast og margs að sakna. Við vitum
að vel hefur verið tekið á móti
þér í Sumarlandinu, af ættingj-
um þínum og vinum sem þar búa.
Við systur og fjölskyldur okkar
þökkum þér af alhug allar stund-
ir okkar hér.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Megi allt gott gæta fjölskyldu
þinnar.
Systur þínar,
Klara og Sigríður.
Það eru framkvæmdir á
Bjarkargrundinni, Jón er mætt-
ur, langt frá því að vera í fyrsta
sinn sem hann býður fram sínar
hagleikshendur en engan grun-
aði að það væri í hinsta sinn.
Framkvæmdirnar setja strik
sitt á daglega lífið á bænum, litlu
börnin á heimilinu send til ömmu
í Garðabæ meðan á þessu stend-
ur. Jón og Alma gera allt til að
létta undir svo allt geti nú komist
í fastar skorður aftur. Þau sækja
fyrir mig fellihýsið í viðgerð, fara
á ruslahaugana og bjóða okkur í
mat. Jón kemur á hverjum degi,
ráðleggur, skipuleggur, mælir,
lagar og lánar verkfæri. Vill helst
fara í meiri framkvæmdir, taka
til dæmis stofuofninn og fá nýjan.
Ég tek dræmt í þetta með stofu-
ofninn, skil samt Jón vel því hann
hefur tekið marga slagi við hann.
Daginn eftir kemur Jón og er þá
búinn að fara um allar búðir að
athuga með nýjan ofn en fann
engan nógu góðan. Hann
skammast aðeins yfir þessu en
ofninn fær að vera. Inn á milli
segir Jón okkur sögur af Snæ-
fellsnesinu þar sem hann ólst upp
og svo kemur smá ættfræði.
Framkvæmdirnar teygjast inn í
stofu, ég fer að tala um veggljós
og Jón sem er bóngóður með ein-
dæmum býðst til að útbúa þau.
Við mælum og reiknum, Jón
skrifar í minnisbókina hvað vant-
ar. Hversdagslífið er allsráðandi
og enginn veit hvað morgundag-
urinn ber í skauti sínu. Litlu
börnin koma aðeins heim yfir
daginn, langafi Jón knúsar krílin
og Viktor vill helst ekki fara frá
honum, langafa leiðist það nú
ekkert. Við kveðjumst og hann
ætlar að koma daginn eftir með-
an ég er í vinnunni. Næsta dag
kemur Jón og leggur fyrir ljós-
unum. Það reynist hans síðasta
verk. Skyndilega er hann allur.
Um kvöldið finn ég minnisbók-
ina, það er búið að strika yfir allt
nema eitt atriði. Jón hefði ekki
farið frá hálfkláruðu verki, það
vita allir.
Ég kynntist Jóni og Ölmu þeg-
ar ég var 16 ára gömul og fór að
vera með Garðari syni þeirra.
Mér var vel tekið frá fyrsta degi í
þessari fjörugu og stundum fyr-
irferðarmiklu fjölskyldu. Við
Garðar fórum snemma að búa og
eignuðumst börnin okkar fjögur.
Það var gott að hafa afa og ömmu
í grenndinni og þau alltaf boðin
og búin að aðstoða og hjálpa.
Samverustundirnar hafa verið
margar, oft glatt á hjalla og ým-
islegt brallað. Hríseyjarferðirn-
ar, sumarbústaðarævintýrin og
svo margt fleira eru perlur í
minninganna sjóði. Og þó að leið-
ir okkar Garðars hafi skilið þá
hafa Jón og Alma haldið áfram að
hugsa um mig eins og eitt af
börnunum þeirra. Hjá þeim hef
ég alltaf fundið stuðning og
styrk. Fyrir það er ég þeim óend-
anlega þakklát.
Jóni vil ég þakka alla hjálpina í
gegnum árin. Ég hef ekki tölu á
öllu því sem hann hefur með ein-
stakri lagni sinni lagað og bætt.
Það var sama hvort það var jóla-
sería, reiðhjól, barnavagn eða
bíll. Allt lék í hans höndum.
Ég þakka alla umhyggjuna,
hlýjuna og væntumþykjuna,
hann var mér sem annar faðir.
Ég kveð hann því með sömu orð-
um og standa á leiði föður míns:
„Þar sem góðir menn ganga eru
guðsvegir.“
Elsku Alma, Garðar, Herdís,
Ósk, Gummi og allir hinir, þegar
maður hefur átt mikið þá saknar
maður mikils.
Ólína Ingibjörg
Gunnarsdóttir.
Jón Guðmundsson
HINSTA KVEÐJA
Ég veit ekki alveg á
hvaða lýsingarorði ég á að
byrja þegar ég hugsa um
Jón afa. Barngóður, hjálp-
samur, ljúfmenni, jákvæð-
ur, en mest af öllu þá var
hann góður. Aldrei á ævinni
heyrði ég hann segja nei við
nokkurn mann, sama hvert
verkið var og þannig man
ég best eftir honum – með
verkfæri í höndum og tilbú-
inn að hjálpa öðrum. Ég
vona að þú sofir rótt, afi
minn, og að það sé nóg að
gera hjá þér núna.
Sjáumst seinna, ég elska
þig.
Þinn afastrákur að eilífu,
Stefán Kaprasíus.
söngurinn var hennar líf og yndi.
Hún hafði ákveðnar skoðanir á
kórstarfinu og tónlistinni og lét
þær óspart í ljós enda var hún
komin af miklu tónlistarfólki.
Okkur líkaði vel við nákvæm og
vandvirknisleg vinnubrögð Jak-
obs Tryggvasonar, sem stjórnaði
kórnum, og þetta var góður fé-
lagsskapur.
Villa var ættuð frá Kópaskeri
og henni þótti afar vænt um
heimahagana. Hennar kynslóð
þekkti mikla vinnu og lítil þæg-
indi. Hún hafði staðið fyrir stóru
heimili og átti fimm börn. Hún
missti manninn sinn á besta aldri
og vann mikið utan heimilis. Eft-
ir að hún hætti að vinna gerðist
hún mikil handavinnukona og
prjónaði og heklaði dýrindisflík-
ur og handklæði og pottaleppa
og mætti svo lengi telja. Allt sem
hún lét frá sér var snilldarlega
unnið. Ef mig vantaði tækifær-
isgjafir fór ég til Villu og keypti
eitthvað af hennar fallegu
handavinnu og enginn var svik-
inn af þeim gjöfum. Þegar ég fór
út að ganga með tvíburadætur
mínar í kerru var notalegt að
stinga sér inn hjá Villu í kaffi og
spjall. Það var endurnærandi að
spjalla við hana um menn og
málefni, gamla og nýja tíma og
skemmtilega tíma í kórastarfinu.
Svo lágu leiðir okkar aftur
saman i Kór Akureyrarkirkju og
það var ekki amalegt að setjast
aftur við hlið Villu og syngja alt-
rödd. Hún þoldi enga falska tóna
og hafði ákveðnar skoðanir á
hlutunum og lá ekki á þeim. Villa
tók virkan þátt í starfi kórsins og
átti þar sínar bestu stundir. Við
urðum oft samferða á æfingar og
það voru ánægjulegar samveru-
stundir. Síðustu ár voru henni
erfið þar sem hún átti við ýmis
veikindi og sjóndepurð að stríða.
Ég sá hana síðast um miðjan júní
og þá var augljóst að nú leið að
ferðalokum. Ég samgleðst henni
að vera nú laus úr viðjum veik-
indanna. Við Benni sendum
börnum hennar og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning Vilborg-
ar Guðmundsdóttur.
Ragnheiður Hansdóttir.
Mig langar að minnast góðrar
vinkonu, hennar Villu minnar.
Við kynntumst fyrst þegar ég
álpaðist á æfingu hjá Kór Akur-
eyrarkirkju haustið 1987. Ég
entist þó ekki lengi í kórnum í
það sinnið, en mætti svo aftur
haustið 1999 og hef síðan verið í
kórnum, kórnum hennar Villu!
Við sungum sömu rödd, það er
að segja Alt2, og endalaust gat
ég flett upp í henni, þegar ég var
ekki viss hvaða tón ætti að not-
ast við skrifaðar nótur í hönd-
unum á mér. Hún var með af-
brigðum tónviss, og lá ekki á því,
ef maður söng ekki rétt. Af fáum
hef ég lært meira.
Vinskapurinn þróaðist og það
varð að fastri venju að ég liti í
kaffisopa á laugardagsmorgnum
og þá var nú margt spjallað, og
rifjuð upp atvik í ferðum kórsins
innanlands og utan. Margt
skemmtilegt gerðist í þessum
ferðum og varð til endalauss
hláturs í minningunni.
Við gerðum reyndar meira en
að spjalla. Áhuga á handavinnu
áttum við sameiginlegan og sát-
um oft og prjónuðum eða hekluð-
um, flettum uppskriftum og bár-
um saman bækur okkar. Villa
sýndi mér alls konar gullfallegt
handverk sem hún hafði gert á
liðnum árum. Fyrir nú utan allt
sem hún gaf fólkinu sínu í tæki-
færisgjafir. Auðvitað skiptust á
skin og skúrir í okkar lífi og þá
leituðum við styrks hvor hjá
annarri.
Nú er komið að leiðarlokum í
bili.
Ég mun virkilega sakna
laugardagsheimsóknanna, sem
ég held að hafi gert okkur báðum
gott.
Hvíl í friði, elsku Villa.
Þín vinkona,
Margrét (Madda).
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann