Morgunblaðið - 26.07.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.07.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016 Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Pálína Ragnheiður Kjartansdóttir, hús- mæðrakennari og fyrr- verandi ráðskona í eld- húsi Heilsustofnunar Náttúrufélags Íslands, lést á elliheimilinu Grund 21. júlí á 95. ald- ursári. Pálína fæddist í Vestra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi 14. febrúar árið 1922, dótt- ir Kjartans Ólafssonar bónda og Guðrúnar El- ísabetar Jónsdóttur húsmóður. Pálína stundaði nám við Hús- mæðraskóla Reykjavíkur og var að- stoðarkennari við skólann í sex ár. Vorið 1960 útskrifaðist hún þaðan sem húsmæðrakennari. Í ársbyrjun 1961 hóf hún störf sem ráðskona í eldhúsi Heilsuhælis NLFÍ í Hvera- gerði og þar til hún lét af störfum í árslok 1993. Pálína kynnti sér starfsemi nátt- úrlækningahælisins Skodsborgar fyrir norðan Kaupmannahöfn í Dan- mörku haustið 1960. Síðar fór hún þangað einn vetur í nám. Hún var frumkvöðull í að kynna Íslendingum grænmetisfæði og mat úr baunum, korni og ávöxtum og að kenna þeim að skynsamlegt mataræði sé lykill að góðri heilsu. Kenn- ingar heilbrigðisyf- irvalda um hollt mat- aræði urðu með tímanum samhljóða þessari stefnu. Pálína varð þekkt fyrir framúrskarandi bragðgóðan og hollan mat og fyrir hve fallega hann var fram borinn. Hún hafði sýni- kennslu víða í gerð matarrétta nátt- úrulækningastefnunnar. Hún gaf út tvær matreiðslubækur: Mat- reiðslubók NLFÍ með ágripi af nær- ingarfræði 1968 og Matreiðslubók- ina hennar Pálínu 1981. Forseti Íslands veitti henni hina íslensku fálkaorðu árið 1990 fyrir störf að manneldismálum. Andlát Pálína Ragnheiður Kjartansdóttir Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Reykjastrandarvegur er fjölfarn- asti malarvegur í Skagafirði. Síð- asta sumar keyrðu daglega 195 bílar veginn, sem liggur norður til Grettislaugar frá Sauðárkróki. Þó er leiðin ekki greið. Ástandið á veg- inum er mjög slæmt og skrifuðu íbúar Reykjastrandar undir bréf til sveitarstjórnar í júní þar sem þeir kröfðust úrbóta. Vegurinn er afar holóttur og viðhaldsaðgerðir Vega- gerðarinnar duga skammt. „Vegurinn er bara í ömurlegu standi. Það er algjörlega fráleitt að fólkinu sem býr við þennan veg sé boðið upp á þetta. Vegurinn er þannig að þótt hann sé heflaður koma sömu holurnar eftir kortér. Það er ekkert efni til að hefla ofan í holurnar, þetta er bara grjót og viðbjóður,“ sagði Viggó Jónsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli og stjórnarmaður í sveitarstjórn Sauðárkróks, við Morgunblaðið í gær. Viggó segist finna til með fólkinu sem býr á bæjunum við veginn. „Fólk þarf að moka burðarlagið af diskunum sín- um áður en það borðar.“ Betur má ef duga skal Umbætur á Reykjastrandarvegi eru eitt af áhersluatriðum sveitar- félagsins. „Vegurinn er kominn á dagskrá en betur má ef duga skal. Það er bara sveitarstjórnarinnar að þrýsta á að þessi vegur sem aðr- ir malarvegir í Skagafirðinum séu lagðir bundnu slitlagi,“ bætti Viggó við. Pálmi Þorsteinsson, rekstrar- stjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, telur ólíklegt að bundið slitlag verði lagt á Reykjastrandarveginn vegna fjárskorts. Þó stendur til að hefla veginn í náinni framtíð. „Það eru eiginlega flestir malarvegir í slæmu standi, svo einfalt er það. Maður fær enga peninga til að halda þessum vegum við,“ sagði Pálmi. Fráleitt að bjóða íbúum upp á þetta  Skagfirðingar óánægðir með ástand Reykjastrandarvegar Ljósmynd/Tómas Úlfarsson Torfæra Reykjastrandarvegurinn er holóttur og erfitt er að keyra hann. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála hefur hafnað kröfu Bergs Rósinkranz, eiganda þriggja íbúða í fjöleignarhúsinu að Klapparstíg 33, um að fella úr gildi ákvörðun bygg- ingarfulltrúans í Reykjavík um að veita byggingarleyfi til að innrétta veitingastað á jarðhæð hússins. Morgunblaðið fjallaði um málið í maí. Verður því veitingastaður opnað- ur á jarðhæð hússins og um starf- semi veitingastaðarins gilda almenn- ar miðborgarheimildir og má veitingastaðurinn því hafa opið til klukkan þrjú að nóttu um helgar og til klukkan eitt að nóttu á virkum dögum. Ætlar með málið fyrir dómstóla Bergur Rósinkranz er ósáttur við nýja nágrannann, veitingahúsið, þar sem það kann að raska ró í íbúðunum fyrir ofan en þær eru m.a. leigðar út til ferðamanna. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að húseigendalög séu í landinu og hann muni láta reyna á þau fyrir dómstólum. „Ég held að það væri best að fá bara fordæmi í málinu,“ segir Berg- ur og bætir því við að eigendur verði að leita réttar síns og fara með málið alla leið. Í málsrökum Bergs fyrir úrskurð- arnefndinni kemur fram að veitinga- rekstur á fyrstu hæð og í kjallara hússins raski hagsmunum hans verulega. „Í stað kyrrlátrar starfsemi í greindu húsnæði, með lokunartíma kl. 18 alla virka daga og kl. 16 um helgar, sé nú veitt leyfi fyrir starf- semi sem hefjist á hádegi og ljúki kl. 01 á virkum dögum og til kl. 03 um helgar. Mun sú starfsemi trufla gesti kæranda og raska næturró þeirra,“ segir í málsrökunum. Reykjavíkurborg sagði aftur á móti að byggingarleyfið væri í fullu samræmi við Aðalskipulag Reykja- víkur 2010-2030 og deiliskipulag fyr- ir reitinn. Segir í málsrökum borg- arinnar að samkvæmt gildandi skipulagi fyrir svæðið sé heimilt að reka þar veitingahús og slíkur rekst- ur sé náskyldur rekstri verslana. Þegar hagnýting séreignar sé hliðr- að með þessum hætti, þ.e. úr versl- unarrekstri í veitingarekstur, reyni á það hvort aðili sem um slíkt sæki uppfylli fagleg skilyrði laga til að mega reka veitingahús á viðkomandi stað og hvort slíkt sé heimilt í gild- andi skipulagi. Öll slík skilyrði hafi verið uppfyllt . Óánægja með veitingastað Klapparstígur Deilt er um opnun veitingahúss á jarðhæð bláa hússins.  Veitingastaður opnaður við Klappar- stíg 33  Má vera opinn til 3 um helgar Fjórtán vegfarendur slösuðust í þrettán umferðarslysum á höfuð- borgarsvæðinu í síðustu viku. Í færslu á Faceboook-síðu lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu í gær segir að illa gangi að fækka slysum og það sé áhyggjuefni. Þar segir einnig að fjöldi reiðhjólaslysa veki athygli en næstum þriðjungur slysanna í síðustu viku voru reið- hjólaslys. Laugardagurinn 23. júlí var sá dagur vikunnar þegar flest slys voru tilkynnt, en alls voru þau fimm og samtals voru fjórir fluttir á slysadeild vegna þeirra. Daginn áð- ur féll stúlka af reiðhjóli í Löngu- mýri eftir að geitungur hafði stung- ið hana í vörina og var hún flutt á slysadeild. 14 vegfarendur slös- uðust í síðustu viku Slys Talsvert var um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.