Morgunblaðið - 31.08.2016, Page 16

Morgunblaðið - 31.08.2016, Page 16
M arport var stofnað árið 1997 og hefur sérhæft sig í hönnun og fram- leiðslu veiðarfæranema. Í dag er Marport orðið alþjóðlegt fyrirtæki með starfs- stöðvar bæði á Íslandi, í Bandaríkj- unum, Frakklandi og á Spáni og starfsmennirnir um 40-45 talsins. Axel Óskarsson er verkfræðingur hjá Marport hann segir veiðarfæra- nema miðla ýmsum upplýsingum upp í brúna. Má segja að nemarnir gefi skipstjóranum augu ofan í sjónum. „Í dag eru veiðarfæranemarnir þráð- lausir og er þeim komið fyrir t.d. á trolli eða nót. Þeir safna og senda upplýsingum um hita og dýpi, og taka sónarmynd af því sem er að koma í netið.“ Vilja láta alla skynjara tala saman Helstu framfarirnar í veiðarfæra- nematækni undanfarin ár hafa falist í aukinni bandvídd. Geta nemarnir núna sent tíu sinnum meiri upplýs- ingar en hægt var fyrir um fimm ár- um. „Núna vinnum við að því að þróa og framleiða tækni sem samþættir upplýsingarnar sem berast frá þeim mælitækjum og skynjurum sem eru á skipunum. Með því að samþætta upp- lýsingar úr t.d. fiskleitartækjum og veiðarfæranemum á að vera hægt að fá mun skýrari mynd af því sem er of- an í sjónum svo að skipstjórinn getur hagað veiðunum af meiri nákvæmni.“ Skipstjórinn fær augu ofan Allir skipverjar geta fylgst með því sem skynjararnir sýna í snjallsímunum sínum. Morgunblaðið/Ófeigur Vinnutæki „Tækjabúnaðurinn okkar sendir nákvæma stað- setningu á trollinu og vinnur með kortaforritum, fiskleit- artækjum og staðsetningartækjum,“ segir Axel Óskarsson. 16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 Þrautseigja og þor í 115 ár G U N N A R JÚ L A R T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.