Morgunblaðið - 07.09.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.09.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 Upplifðu haustið á hálendi Íslands Gistihúsið Hrauneyjar og Hótel Háland eru aðeins í 150km fjarlægð frá Reykjavík 50% afsláttur af gistingu allar helgar í september vanum í fyrra eins og nærri má geta. Allir grunnskólanemendur á Íslandi fengu sólmyrkvagleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnar- ness, Stjörnufræðivefnum og Hótel Rangá. Í tengslum við sólmyrkvann í mars í fyrra komu fjögur skemmtiferða- skip og höfðu viðdvöl í Reykjavík. Pantanir komnar vegna al- myrkvans sem verður 2026  Ferill skuggans, sem er um 300 km á breidd, liggur yfir Ísland vestanvert Morgunblaðið/Kristinn Sólmyrkvinn 2015 Fylgst var með myrkvanum um allt land. Öll grunnskólabörn fengu sólmyrkvagleraugu að gjöf. myrkvanum 2026 þannig í Almanaki Háskólans: „Ferill skuggans, sem er tæplega 300 km á breidd, liggur yfir Ísland vestanvert. Í Reykjavík mun almyrkvinn standa í 1 mínútu og 10 sekúndur, en á Ísafirði í 1 mínútu og 36 sekúndur. Á Norðfirði sést deild- armyrkvi, og mun tungl hylja 95% af þvermáli sólar þaðan séð.“ Síðast varð almyrkvi á sólu við Ís- land 20. mars 2015. Ferill almyrkv- ans lá aðeins um 70 km austur af suðausturhluta Íslands. Í Fær- eyjum og á Svalbarða sást almyrkvi en á Íslandi sást verulegur deildar- myrkvi. Í Reykjavík huldi tunglið tæplega 98% sólar en 99,5% á Aust- urlandi. Mikill áhugi var á almyrk- Skipin heita Azores, Magellan, Voya- ger og Marco Polo. Á fjórða þúsund farþegar voru með þessum skipum, sem sigldu um norðurslóðir, þar sem fólki gafst kostur á að sjá sólmyrkva og norðurljósadans á himni. Þá leigði Icelandair erlendri ferðaskrifstofu þrjár flugvélar með áhöfnum til sól- myrkvaflugs Almyrkvi á sólu er einhver til- komumesta sjón sem fyrir augu getur bor- ið í náttúrunnar ríki. Mörgum gefst þó aldrei tækifæri til að sjá þetta fyrir- bæri vegna þess hve sjaldgæft það er, segir Þorsteinn Sæ- mundsson í Almanaki Háskól- ans. Þótt skuggi tunglsins falli á jörðina um það bil 80 sinnum á hverri öld, er þvermál skuggans svo lítið að myrkva gætir ekki nema á mjög takmörkuðu svæði hverju sinni, segir Þorsteinn. Á Íslandi sást almyrkvi síðast árið 1954. „Enginn þálifandi maður hafði áður orðið vitni að al- myrkva hér á landi, því að meira en öld var liðin frá því að slíkur atburður hafði gerst. Hins vegar er ekki útilokað að einhverjir þeirra sem horfðu á sól- myrkvann 1954 muni lifa það að sjá næsta almyrkva á Íslandi, sem vænta má árið 2026,“ segir Þorsteinn. Síðan verður löng bið því þarnæsti almyrkvi á sólu verður 14. júní 2151. Síðast var al- myrkvi 1954 ALMYRKVI Á SÓLU ER TILKOMUMIKIL SJÓN BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þetta má segja um skemmtiferða- skipafyrirtækið Fred Olsen sem nú þegar hefur pantað pláss fyrir tvö skemmtiferðaskip í Reykjavík eftir 10 ár, eða nánar tiltekið í ágúst 2026. Þessi forsjálni forráðamanna hins norska skipafélags skýrist af því að hinn 12. ágúst 2026 verður almyrkvi á sólu og væntanlega munu farþegar skipanna tveggja hafa mestan hug á að sjá myrkvann. Líklegt er að fleiri skip muni leggja leið sína til Íslands í þessum erindagjörðum. Að því er fram kemur á Stjörnu- fræðivefnum verður sólmyrkvi þeg- ar tunglið gengur milli sólar og jarð- ar og myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá jörðu séð. Það gerist að- eins þegar sólin, tunglið og jörðin eru í beinni línu. Sólmyrkvar geta því eingöngu orðið þegar tungl er nýtt. Sólmyrkvar geta verið þrenns konar: Almyrkvar, deildarmyrkvar og hringmyrkvar. Við almyrkva hyl- ur tunglið sólina alla en við deildar- myrkva hylur tunglið sólina að hluta til. Við hringmyrkva fer tunglið allt fyrir sólina en er of langt í burtu frá jörðinni til að myrkva hana alveg, Þorsteinn Sæmundsson lýsir al-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.