Morgunblaðið - 07.09.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.09.2016, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 9/9 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00 Fim 6/10 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00 Lau 8/10 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00 Sun 9/10 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Lau 1/10 kl. 20:00 Fim 13/10 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Sun 2/10 kl. 20:00 Fös 14/10 kl. 20:00 Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 24/9 kl. 13:00 Frums. Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Sun 25/9 kl. 13:00 2. sýn Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Lau 10/9 kl. 20:00 Frums Fös 16/9 kl. 20:00 3. sýn Mið 21/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 15/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 17/9 kl. 20:00 4. sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 » Tónlistarmaðurinn BrianWilson kom ásamt hljóm- sveit sinni fram í Eldborg í Hörpu í gærkvöldi og flutti í heild plötuna Pet Sounds í til- efni þess að 50 ár eru liðin frá útgáfu hennar. Sérstakir gestir voru gömlu Beach Boys-- félagar hans, þeir Al Jardine og Blondie Chaplin, en flutt voru mörg vinsælustu lög Beach Boys á tónleikunum. Brian Wilson flutti Pet Sounds í Eldborg Hörpu Stuð Það var líf og fjör á sviðinu eins og vera ber á tónleikum þegar Brian Wilson kom fram ásamt félögum sínum. Feðgin Rúnar Þór Rimlarokkari ásamt dóttur sinni Öldu Karen. Sátt Þau skemmtu sér vel, Þórarinn Eldjárn og kona hans Unn- ur Ólafsdóttir, ásamt Halldóri Eldjárn og Hildi Holgersdóttur. Kann sitt fag Brian Wilson gaf ekkert eftir í söng og spili á tónleikunum í gærkvöldi. Morgunblaðið/Golli Bandaríska tónlistarkonan Beyoncé hefur að læknisráði neyðst til að fresta stökum tónleikum í tónleika- ferð sinni um Bandaríkin. Þetta kemur fram í frétt á vef breska ríkis- útvarpsins, BBC, en þar segir að læknir hennar hafi ráðlagt henni að hvíla raddböndin vegna ofþreytu. Söngkonan, sem fagnaði 35 ára af- mæli sínu sl. sunnudag, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að tón- leikum hennar í New Jersey væri frestað til 7. október. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð hennar vegna útgáfu plötunnar Lemonade. Fyrstu tónleikar tónleikaferðarinnar voru haldnir í Miami 27. apríl og var ætlunin að ljúka tónleikaferðinni í Nashville 2. október. Eins og staðan er núna lítur út fyrir að tónleikarnir í New Jersey verði lokatónleikar ferð- arinnar. Meðal annarra borga sem hún kemur fram í áður en tónleika- ferðinni lýkur eru Los Angeles, Hou- ston, New Orleans og Atlanta. Beyoncé frestar tónleikum AFP Söngfugl Beyoncé hefur fylgt Lemonade eftir með tónleikahaldi. Forsvarsmenn óperunnar í Höfðaborg í Suður- Afríku hafa verið sakaðir um að greiða tólf þel- dökkum söngvurum ekki réttmæt laun. Frá þessu er greint á vef The Guardian. Söngvarnir sem um ræður tóku allir þátt í umdeildri en á sama tíma vinsælli uppfærslu á Così fan tutte eft- ir W.A. Mozart sem sýnd hefur verið víða um heim, m.a. á listahátíðum í Aix-en-Provence í Frakklandi og Edinborg í Skotlandi. Meðan hópurinn sýndi óperuna í Aix-en- Provence fengu söngvarnir greidd mánaðarlaun frá óperuhúsinu sem voru á bilinu 316-580 sterl- ingspund (sem samsvarar tæpum 49-90 þús- undum íslenskra króna) sem er í samræmi við suðurafríska launataxta. Síðar komust þeir að því að forsvarsmenn Aix-hátíðarinnar greiddu 3.000 pund (sem samsvarar rúmum 464 þúsundum ísl. kr.) fyrir þriggja vikna vinnuframlag þeirra. Söngvarnir sökuðu Michael Williams, fram- kvæmdastjóra óperuhússins, um blekkingar og hótuðu verkfalli fengju þeir ekki réttar greiðslur sem leiddi til þess að forsvarsmenn Aix völdu að semja beint við söngvarana. Í kjölfarið var öllum söngvurum sagt upp hjá suðurafríska óperuhúsinu auk þess sem Williams kærði þá í heimalandinu fyrir þjófnað þar sem þeir hefðu tekið við greiðslum frá Aix á sama tíma og þeir fengu föst laun sín. Í samtali við The Guardian telur Arline Jaftha, talsmaður söngvaranna, að reynt hafi verið að svíkja þá um eðlilegar launagreiðslur sökum húðlitar þeirra. Telja sig svikna um laun sökum húðlitar W.A. Mozart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.