Morgunblaðið - 07.09.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.09.2016, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 ✝ Haukur Bergs-son fæddist á Akureyri 29. júlí 1931. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 26. ágúst 2016. Foreldrar hans voru Bergur Guð- mundsson kennari og tollvörður, f. 25.9. 1900, d. 5.5. 1988, og Ólína Kristbjörg Krist- insdóttir, vinnukona, f. 28.10. 1907, d. 15.4. 1936. Foreldrar Hauks bjuggu aldrei saman. Haukur ólst upp hjá móður sinni þar til hún lést er hann var að- eins fjögurra ára gamall. Hún starfaði sem vinnukona að Kal- manstjörn í Höfnum hjá Ólafi Ketilssyni bónda og hreppstjóra, f. 3.7. 1864, d. 19.2. 1947, og konu hans Steinunni Odds- dóttur, húsmóður, f. 7.1. 1876, d. 23.10. 1957. Að beiðni móður Hauks tóku Steinunn og Ólafur Hauk í fóstur og ólu hann upp. Hinn 28.5.1955 kvæntist Helgi, c) Axel, í sambúð með Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur. 2. Ólafur Steinar verkfræðingur, f. 17.6. 1958, kvæntur Bergþóru Hafsteinsdóttur sjúkraliða, f. 23.7. 1961. Dætur þeirra eru a) Guðbjörg, gift Bæring Jóhanni Björgvinssyni, börn þeirra eru Ólafur Björgvin og Bergþóra Guðrún, b) Steinunn, í sambúð með Birni Svavari Jónssyni, börn þeirra eru Aron Heiðar og Unnur Ósk, c) Hrönn. 3. Bergur, lögmaður og viðskiptafræð- ingur, f. 28.9. 1962, kvæntur Auði Harðardóttur viðskipta- fræðingi, f. 4.12. 1958. Börn þeirra eru a) Haukur, d. 1993, b) Ásta, c) Birna. Dóttir Birnu er Emelía Ýr. 4. Eva, kennari og flugfreyja, f. 13.7. 1973, gift Við- ari Frey Sveinbjörnssyni, kerf- isstjóra, f. 28.6. 1974. Synir þeirra eru Andri Freyr og Bjarki Steinar. Haukur lærði vélvirkjun. Hann vann ýmis störf á lífsleið- inni en lengst af var hann vöru- bílstjóri og járnsmiður í álverinu í Straumsvík. Haukur verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag, 7. september 2016, kl. 15. Haukur eiginkonu sinni, Ástu Karls- dóttur sjúkraliða, f. 29.11. 1922, d. 24.7. 2011. Foreldrar Ástu voru Karl Björnsson tollvarð- stjóri, f. 28.7. 1903, d. 1.10. 1977, og Rósa Þorleifsdóttir, bókbandsmeistari, f. 18.12. 1906, d. 2.2. 1985. Haukur og Ásta hófu búskap í Höfnunum og bjuggu þar stuttan tíma. Þaðan fluttu þau til Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu alla tíð, fyrst á Víðimel 21, síðan á Ósabakka 9 en þaðan fluttu þau í Árskóga 6. Síðustu ár sín bjó Haukur á Hrafnistu í Reykjavík. Haukur og Ásta eignuðust fjögur börn: 1. Sigurður, tölv- unarfræðingur, f. 3.3. 1954, kvæntur Kristínu Axelsdóttur kennara, f. 27.7. 1957. Synir þeirra eru a) Daði, kvæntur Ing- unni Tangen. Börn þeirra eru Gunnar, Herdís og Björg, b) Í dag kveðjum við elskulegan tengdaföður minn, Hauk, sem hefur kvatt okkur saddur lífdaga. Haukur hefur verið heilsuveill síðastliðin fimm ár, eða allt frá því eiginkona hans, Ásta, féll frá, en eftir fráfall hennar hvarf allur lífsneisti og heilsu hans hrakaði hratt, því hefur hvíldin sem hann hefur fengið núna verið vel þegin. Hauk hitti ég fyrst fyrir 27 ár- um þegar ég kynntist eiginmanni mínum, Bergi Haukssyni, en það var einmitt á afmælisdegi Hauks þann 29. júlí sem við hittumst og er það mikill happadagur í mínu lífi. Aldrei hef ég gleymt afmæl- isdegi hans og mun aldrei gleyma. Allt frá þeim degi eyddi ég mörg- um stundum með þeim hjónum, fyrstu árin var ég alltaf í heim- Haukur Bergsson ✝ Svandís Halls-dóttir fæddist í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal 25. febrúar 1943. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans 27. ágúst 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hall- ur Magnússon og Hrafnhildur Einarsdóttir í Hall- kelsstaðahlíð. Svandís var eitt tólf barna þeirra. Þau eru Ein- ar, f. 1927, Sigríður Herdís, f. 1928, Anna Júlía, f. 1930, Sig- fríður Erna, f. 1931, Ragnar, f. 1933, Margrét Erla, f. 1935, Guðrún, f. 1936, Magnús, f. 1938, Sveinbjörn, f. 1940, Elísa- bet Hildur, f. 1941, Svandís, f. 1943 og Halldís, f. 1945. Látin eru Magnús, Einar og Guðrún. Svandís ólst upp í Hallkels- staðahlíð en Hallur faðir hennar lést árið 1945 þegar hún var ein- mars 1944, d. 4 júní 1966. Sig- rún er gift Skúla L. Skúlasyni og eiga þau soninn Guðmund Mar- geir, unnusta hans er Brá Atla- dóttir. Svandís giftist þann 22 ágúst 1981 Sverri Úlfssyni, f. 10. nóvember 1937 á Úlfljótsvatni, d. 3. desember 2014. Börn þeirra eru: 1. Hrafnhildur f. 18. september 1981, sambýlismaður Francisco Da Silva, þau eiga tvær dætur, Fríðu Maríu og Írisi Lindu. 2. Ragnar, f. 26. janúar 1984, sambýliskona Elsa Petra Björnsdóttir, börn þeirra eru Svandís Sif og Sverrir Haukur. Svandís og Sverrir bjuggu fyrst í Gröf í Miklaholtshreppi en fluttu til Reykjavíkur 1982. Börn Sverris frá fyrra hjóna- bandi: Ragna Sverrisdóttir, f. 14. mars 1961, eiginmaður Guð- mundur Árnason, börn þeirra Árni og Óðinn. Kolbeinn Sverr- isson. f. 2. janúar 1967, eigin- kona Þóranna Halldórsdóttir, sonur þeirra Halldór. Útförin fer fram frá Grafar- vogskirkju í dag, 7. september 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. ungis tveggja ára gömul. Hrafnhildur móðir hennar bjó áfram með börnum sínum í Hallkels- staðahlíð. Svandís bjó í Hallkels- staðahlíð til ársins 1980. Svandís gekk í Húsmæðraskólann á Varmalandi, stundaði almenn bústörf í Hallkelsstaðahlíð. Hún vann m.a. um tíma í Hreðavatns- skála og Laugargerðisskóla. Eftir að hún flutti til Reykjavík- ur vann hún fyrst meðfram barnauppeldi við skúringar í Landsbankanum, síðan um ára- bil á gæsluvöllum Reykjavíkur- borgar og að síðustu á Leikskól- anum Bakka í Grafarvogi. Þann 22. apríl 1965 eignaðist hún dótturina Sigrúnu Ólafs- dóttur. Barnsfaðir Ólafur Kjart- ansson frá Haukatungu, f. 1 Þessir dagar eftir að þú fórst, elsku mamma mín, hafa verið skrýtnir, ég hef tekið upp símann og hringt í þig en svo átta ég mig á því að þú ert ekki að fara að svara, ég lít á klukkuna og sé að hún er að detta í ellefu en þú ert ekki búin að hringja og kanna hvenær elsku barnabörnin þín sofnuðu og til að bjóða góða nótt. Það hefur myndast mikið tóma- rúm í hjarta mínu og hjá fjöl- skyldu minni enda varst þú svo stór hluti af okkur. Ég er stadd- ur í tilfinningarússíbana, eina stundina er ég leiður en þá næstu er mér kannski smá létt, það var nefnilega svo sárt að sjá þig þjást og geta ekki gert það sem þú vildir gera. Þú gast ekki tekið á móti Svandísi Sif, litlu nöfnunni þinni, í næturpössun, gast ekki eldað mánudagsfiskinn handa okkur og haldið á nýjasta ömmubarninu, honum Sverri Hauk. En þegar ég hugsa til baka þá get ég ekki annað en fyllst þakk- læti, ég er þakklátur fyrir að hafa átt bestu mömmu í heimi, ég átti mömmu sem gerði allt sem hún gat fyrir mig, hún hugg- aði mig þegar ég var leiður, tók til í herberginu mínu þegar það var á hvolfi, eldaði mat handa mér þegar ég var búinn á æfingu eða í keppni, sama hvað klukkan var. Það var alltaf hægt að leita til þín, sama hvað það var, eitt knús frá mömmu og allt varð betra. Betri ömmu er heldur ekki hægt að finna, þú varst svo stolt af barnabörnum þínum og nýjasta kynslóð barnabarnanna átti hug þinn og hjarta. Hún nafna þín á eftir að sakna þín mikið, geta ekki fengið að lúlla í ömmuholu, koma í heimsókn beint eftir leikskóla og horfa á skrípó með ömmu og fá ís í hverri heimsókn. Þið pabbi voruð alltaf tilbúin að passa fyrir okkur sama hversu lítill fyrirvarinn var. Börnin voru líf ykkar. Það er sárt að hugsa til þess að Sverrir Haukur fái ekki að kynnast þér og pabba en ég á svo sannarlega eftir að segja honum frá ykkur. Við áttum einstakt samband, elsku mamma, ég hef verið frá blautu barnsbeini algjör mömmustrákur enda ekki annað hægt, þú varst fullkomin mamma. Ég trúi að núna séuð þið pabbi sameinuð á ný, hann eflaust farinn að stríða þér að- eins. Ást ykkar á hvort öðru var svo raunveruleg enda sagðir þú mér þegar þú veiktist að eflaust væri gamli kallinn á bakvið þetta, hann gæti ekki án þín ver- ið. Ég man vel eftir glottinu þeg- ar þú sagðir þetta. Þetta glott sagði meira en þúsund orð um ást þína á honum. Elsku mamma, mig langar að þakka þér fyrir allt, þú varst fullkomin mamma og fullkomin amma og ég trúi að með tímanum muni minningarnar fylla upp í tóma- rúmið í hjarta mínu. Ég elska þig, mamma mín. Góða nótt og guð veri með þér. Þinn mömmustrákur, Ragnar. Elsku mamma. Það verður erfitt að kveðja þig og hafa þig ekki lengur til staðar. Þú varst kletturinn minn ásamt honum pabba og alltaf varstu til staðar fyrir okkur systkinin. Þú lifðir fyrir börnin þín og barna- börnin enda var fjölskyldan þér kærust af öllu. Þú varst ekki bara besta mamma sem hægt var að hugsa sér heldur varstu mín besta og tryggasta vinkona. Við leituðum hvor til annarrar þegar okkur vantaði ráð eða eitthvað lá okkur á hjarta og töluðum við saman daglega, stundum nokkrum sinn- um á dag. Sakna þess mikið að fá ekki símtal á kvöldin þar sem þú spurðir um Fríðu Maríu og Írisi Lindu og hvernig dagurinn minn hefði verið og svo laukstu símtal- Svandís Hallsdóttir Styrkur krist- innar kirkju byggist á fólkinu í þessu landi. Trúin flytur fjöll og lyftir anda okkar hátt yfir amstur daganna. Þjóðkirkjan er reiðubúin til þjónustu við hvert og eitt okk- ar, engu skiptir á hvað þú trú- ir. Þjónar kirkjunnar, prest- ar, djáknar og annað fórnfúst starfsfólk hennar er viðbúið til liðsinnis og að ræða við þig um allt milli himins og jarðar. Þannig hefur kirkjan gefið tóninn fyrir og hlynnt að opn- ara samfélagi, samfélagi um- burðarlyndis, hjálpsemi, veg- lyndis og fyrirgefningar. Mikilvægi fjölskyldunnar Þroski hvers samfélags byggist á því hve langt sam- félag nær í bæði anda og í verki. Kristnin hefur þróast mikið í gegnum aldirnar. Kaþólski presturinn Thomas frá Aquino (1225-1274) breytti siðfræði kirkjunnar umtalsvert og nýtti heim- speki Aristótelesar (384 f.kr.-322 f.kr) til að bylta hugsuninni um kristni og endurskrifa trúarsetningar. Hann vildi m.a. þróa trúna, auka veg hennar og útbreiða skilning á efni trúarinnar. Grunnstef Aristótelesar var kjarnafjölskyldan og mik- ilvægi hennar í ríkinu. Hún væri grunneining þess og hvers samfélags. Heimspeki Aristótelesar varðandi fjöl- skylduna var ekki sú sama og læriföður hans, Platós. Plató vildi að ríkið sæi um allt upp- eldi en Aristóteles taldi það óráð. Kirkjan tók upp gildi Aristótelesar eftir endur- skoðun Thomasar frá Aquino. Síðar kom Martin Luther (1483-1546) sem ruddi braut- ina fyrir enn ríkara frelsi og breytti grunngildum trú- arinnar, gjörbylti siðum hennar svo hrikti í stoðum Evrópu. Konungar hófu hernað með það að markmiði að auka frelsi. Átök um trúna brutust líka út á Íslandi sem lauk með því að Jón Arason (1484-1550) Hólabiskup var hálshöggvinn í Skálholti 1550 ásamt sonum sínum, Birni og Ara. Þar með lauk um sinn kaþólskum sið á Íslandi. Í kjölfarið varð til sú kirkja sem við höfum nú búið við um aldir þjóð okk- ar til farsæld- ar, þ.e. hin ís- lenska evangelísk- lúterska kirkja. Trú- frelsið sem við njótum fékkst með nýrri stjórnarskrá úr konungs- hendi árið 1874. Árásir á kirkjuna ekki heillavænlegar Íslenska þjóðkirkjan hefur orðið fyrir margvíslegum árásum og undirmálum. Hvorki er slíkt maklegt né heillavænlegt. Því miður hafa prestar ekki sýnt að þeir hafi þekkingu eða dug til að svara þessu eins og verðugt er. En hvers vegna að standa vörð um kristin gildi? Eins og að framan greinir eru kristin gildi ekki aðeins byggð á bók- stafnum heldur ekki síður viðhorfi, frelsishugsjón og umburðarlyndi fyrir öðrum trúarbrögðum. Kjarni máls- ins er að kristnin, sem við þekkjum hér á landi, er þróuð trú – og hefur dafnað vel og verið Íslendingum til bless- unar í margskonar mótlæti aldanna. Kristin gildi þröngva sér ekki upp á þig, þú getur sjálfur ígrundað þau og metið, valið þér þjón þinn og presta til að sækja í kirkju til. En á að breyta samfélaginu fyrir það að við viljum af djúpstæðum kristnum kær- leika gefa fólki með önnur trúarbrögð færi á að setjast hér að? Á að breyta t.d. mat- aræði í skólum og elda- mennsku, fella það að fram- andi siðum og venjum fáeinna annarra? Þess á vissulega ekki að vera þörf, enda skerð- ir það frelsi okkar sem fyrir erum. Hömlum á mataræði sem aðrir setja á gagnvart sér vegna trúar eða annars á ekki að þröngva upp á þig. Sama gildir um stjórnmála- skoðanir og trúarskoðanir. Við megum og eigum að standa vörð um þá þjóð- félagsmynd sem hér hefur þróast að vilja landsmanna, þ. á m. kristin gildi því þau fela í sér eftirsóknarvert umburð- arlyndi. Við skulum ekki gleyma því að einmitt gerð þjóðfélags okkar hefur átt mikinn þátt í að laða hingað fólk af erlendu bergi brotið. Ekki má úthýsa fræðslu um rótgróin kristin gildi Þegar verið er að kenna trúarbragðafræði, sem illu heilli hefur verið dregið úr á landi okkar hin síðari ár, er oft skautað yfir efnið af tillits- semi við önnur trúarbrögð og skoðanir. En síst má úthýsa fræðslu um rótgróin kristin gildi sem reynst hafa þjóð okkar svo vel öldum saman. Þjóðkirkjan hefur byggt á því að opna faðm sinn fyrir hverj- um sem er. Trúboð víða um heim hefur kennt fjölmörgum að þar dafnar fólk nú á tímum best þar sem kristnin hefur fengið að lifa og blómgast. Það er þó ekki svo að kristnin hafi tryggt frið öllum stundum m.a. af því að hún hefur þurft að verjast þar sem á hana var ráðist. Notum þó jafnan fremur vopn rök- hyggju, umburðarlyndis og gæsku til að sigrast. Þá vegn- ar þjóðunum sem kristin kirkja helgar starf sitt best – og þeim hrjáðu sálum er til hennar leita og hana sækja heim. Kennum ungu fólki þessi gildi og gerum það með opnum hug. Gætum að hlut kvenna og hagsmunum minnihlutahópa; hjálpum, græðum og nærum. Sátt einkenni samfélag okkar Um leið og við eflum og styrkjum okkar eigin trú og siðgæði, berum þá virðingu fyrir trú annarra og gætum að því að fólk geti stundað trú sína í friði, þroskað hana og þróað í samfélagi okkar. Fólk aðlagast best þar sem friður og sátt ríkja, gagnkvæmur skilningur og kærleiki. Stöndum því vörð um kristin gildi á Íslandi og sýnum öll- um skilning hvaðan sem þeir koma, hver sem trú þeirra er og hvernig sem þeir eru. Lát- um sátt einkenna samfélag okkar. Verndum kristin gildi – kærleika og sátt Eftir Svein Óskar Sigurðsson Sveinn Óskar Sigurðsson » Íslenska þjóð- kirkjan hefur orðið fyrir marg- víslegum árásum og undirmálum. Hvorki er slíkt maklegt né heilla- vænlegt. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Könnunarfyrirtæki eru alltaf að mæla og er það oftast gott innlegg í dægurumræðuna. Núna er eitt þeirra búið að mæla vinsældir Guðna Th. forseta og eru þær miklar samkvæmt mælingunum – og án þess að það skipti nokkru máli er það í samræmi við þá tilfinningu sem ég hef og get ég líka viðurkennt að ég kaus hann reyndar og sé ekki eftir því. En í fréttinni segir að þetta séu mestu vinsældir forseta sem fyrirtækið MMR hefur mælt í sögu sinni. mbl.is slær þessu upp og ég sé ekki betur en aðrir fjölmiðlar geri það líka. En þetta fyrirtæki er stofnað 2006! Það hefur því aldrei mælt nýkjörinn forseta áður eftir fyrstu vikurnar og kannski aldrei neinn nema Ólaf Ragnar. Hvern er verið að plata? Svona er ekki gott fyrir Guðna Th. Getur Morgunblaðið spurt hvort þetta könnunarfyrir- tæki muni biðjast afsökunnar á þessari framgöngu? Hvers eiga t.d. Kristján og Vigdís að gjalda? (Ég kaus þau bæði, sem er aukaatriði) Elísabet. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Vísvitandi blekkingar Vinsæl Fólk var almennt ánægt með störf Vigdísar Finnbogadóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.