Morgunblaðið - 07.09.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.09.2016, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Ég hugsa mér að ef þessum form- um sem pappaskúlptúrarnir mynda væri umbreytt og verkin gerð úr steypu eða stáli yrðu þau nokkur tonn að þyngd, en sem pappaskúlp- túrar getur maður lyft þeim með tveimur fingrum, þar myndast tog- streitan milli efnisins og formsins,“ segir Gunnar Kr. myndlistarmaður, en hann sýnir um þessar mundir sýninguna Formsins vegna í Listasafninu á Akureyri. „Mark- miðið hjá mér er að gera skúlptúra og ég reyni að halda mig við sterk og kröftug form í þessum verkum en þarna glími ég við létt- asta efnið, pappírinn,“ bætir hann við en sýningin er öll unnin á hand- gerðan vatnslitapappír frá Katalón- íu. „Ég er í formglímu, það er að segja geri þung og kraftmikil form úr þessu, umbreyti pappírnum í stóra skúlptúra – einn hangir úr loftinu og svífur þar, annar hangir á vegg og sá þriðji af þessum stóru hangir á milli tveggja stoða á vírum sem strekktir eru milli þeirra.“ Sýningin stendur til 23. október og opið er frá kl. 12-17 þriðjudaga til sunnudaga. Aðgangur er ókeypis. Líkjast náttúrunni sjálfri Myndlist Gunnars Kr. einkennist af slagkrafti og þunga sem birtist með fjölbreyttum hætti. Hann hefur t.d. teiknað biksvartar blýsólir og logskorið stálblóm. Verk Gunnars líkjast um margt náttúrunni sjálfri; þau eru sterk, form endurtaka sig og fegurðin ríkir – þótt hún sé stundum ógnvekjandi. Kröftug en þó viðkvæm. Þetta segir í texta um sýningu Gunnars þar sem verk- unum hans fyrr og nú er lýst. „Þegar þú kemur inn í safnið og kemur að skúlptúrunum þá skynjar þú þá sem massíva í ákveðnu sjón- arhorni en þegar þú stendur beint fyrir framan þá sérðu að þeir eru bara eiginlega eins og sjávargróður – ég raða formunum með fimm sentimetra millibili og geri hann svo svartan með kínversku bleki,“ segir Gunnar en þannig nái hann fram þessum sterku og þungu áhrifum því svarti liturinn er kröftugur og andstaðan við hvíta litinn í papp- írnum. „Ég reyni að hafa eins lítil áhrif á pappírinn og mögulegt er. Ég leyfi honum að lifa eins og hann er – eins og pappírinn á veggjunum, þar gerði ég ekki neitt. Mála á hann með lit sem er eins og vatn, hræri hann til, píska og sigta svo í gegnum tesíu þannig að það kemur ekkert nema liturinn sem svo sest á pappírinn.“ Gunnar vill nýta karakterinn í vatnslitapappírnum og vinnur því blöðin ekki eins og vatnslitamálarar gera gjarnan. Aðspurður af hverju hann hafi fært sig úr því að vinna verk úr stáli eða steypu yfir í pappírinn segir hann það hafa komið til þegar hann keypti nepalskan pappír frá Svíþjóð. „Hann átti að vera vatnslitapappír en svo fannst mér hann meira spennandi sem skúlptúr út af hráu útlínunum,“ segir hann, en það hafi svo undið upp á sig og bætt á sig lögum. Hjartsláttur verksins „Ég hugsa þetta svolítið eins og sinfóníuhljómsveit. Litlu myndirnar eru jafngildi mjúku hljóðfæranna – fiðla, víóla og annarra mýkri hljóð- færa sem alltaf eru fremst á sviðinu. En skúlptúrarnir eru síðan ígildi slagverksleikaranna sem eru alltaf aftast í hljómsveitinni og þaðan kemur aflið og hjartsláttur verks- ins,“ segir Gunnar en til sýnis eru bæði stór skúlptúrverk, stórar arkir sem hann málar form á og minni myndaseríur úr vatnslitapappír sem koma einnig frá veggnum svo að skuggaspilið njóti sín. Galdurinn við upphengingu sýn- ingar sé hins vegar þagnirnar en þagnir í tónlist séu ekki síður mikil- vægar en tónarnir sjálfir. Tónlist og myndlist tengist því sterkum bönd- um að hans mati. „Þagnirnar í tónlistinni geri ég með því að gefa öllum verkum svig- rúm til að njóta sín með góðu tómi í kringum þau,“ bætir hann við en þannig sé ekki stanslaus ófriður og tími fyrir áhorfandann að hvíla sig á milli verka. Blýsólir í kjölfar Íraksstríðs „Ég sá mynd frá Írak sem var tekin í gegnum byssukúlugat á bíl- rúðu beint í sólina og sólin sprengdi sig alveg í gegn og á meðan vorum við hérna í norðangarra, ískalt, og alltaf á hlaupum út þegar sólin lét sjá sig. Á meðan reyna þau í Írak að verja sig fyrir sólinni því það er svo mikið af henni,“ segir Gunnar og lýsir tilkomu eina pólitíska verksins sem hann hefur gert, en það var í kjölfar Íraksstríðsins, þ.e. „Blý- sólir“. „Ég fór þá að hugsa, hvað ef það yrði bara slökkt á sólinni – ætli það myndi þá allt róast, ætli fólk myndi finna einhvern frið í sínum beinum og átta sig á að við erum í raun öll af holdi og blóði og nákvæmlega eins,“ bætir hann við. Blýsólirnar eru dimmar og þungar og varpa grafít- svörtum geislum af hvítri örkinni, segir um verkið í sýningarskrá. Leiðsögn verður í Listasafninu á Akureyri á morgun, 8. september, kl. 12.15-12.45 um sýningu Gunnars. Hlynur Hallsson safnstjóri tekur á móti gestum og fræðir þá um sýn- inguna. Verkin myndi sinfóníuhljómsveit  Gunnar Kr. heldur sýninguna Formsins vegna í Listasafni Akureyrar Formglíman Eitt skúlptúrverka Gunnars Kr. hangir á vírum í safninu, sem geta borið mikinn þunga og skapa and- stæðuna við pappírinn sem verkið er gert úr. Virðist í fyrstu vera massívt en þegar nær dregur sést í gegnum það. Gunnar Kr. Tvívíð Sum verka Gunnars eru tví- víðar myndir á vatnslitapappír. Í tilefni þess að tónlistarmaðurinn Freddie Mercury hefði orðið sjö- tugur sl. mánudag, hefði hann lifað, var á þeim sama degi tilkynnt að smástirni yrði nefnt eftir honum. Héðan í frá heitir smástirnið, sem áður nefndist 17473, Freddie- mercury. Frá þessu greinir breska dagblaðið The Guardian, en Brian May, gítarleikari Queen, upplýsti um málið. May, sem sjálfur er með doktorsgráðu í stjarneðlisfræði, þakkaði stjörnufræðingnum Joel Parker fyrir að hafa tryggt að smá- stirnið hlyti nafn söngvarans í tæka tíð fyrir tímamótin. Smástirnið, sem belgíski stjörnu- fræðingurinn Henri Debehogne sá fyrstur manna árið 1991, snýst kringum sólina á 20 km hraða á sekúndu. Það er í um 350 milljón km fjarlægð frá jörðinni og sést ekki með berum augum. „Maður þarf að hafa býsna góðan stjörnukíki til að sjá smástirnið. Þetta er aðeins ljóspunktur, en þetta er sérstakur ljóspunktur og ef til vill komumst við þangað einn daginn,“ segir May, sem sjálfur hef- ur fengið smástirni nefnt eftir sér. Meðal annarra tónlistamanna sem smástirni hafa verið nefnd eftir eru allir meðlimir Bítlanna, Frank Zappa og David Bowie. AFP Rokkgoð Freddie Mercury var aðeins 45 ára þegar hann féll frá árið 1991. Smástirni nefnt eftir Freddie Mercury

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.