Morgunblaðið - 07.09.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.09.2016, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vísindunumfleygirhratt fram og oft er hugsun okkar um hvernig og jafnvel hvort beri að nýta fram- farir og nýjar uppgötvanir langt á eftir. Í erfðavísindum er komin fram ný tækni, sem gerir kleift að þurrka út heilu tegundirnar eða ger- breyta eiginleikum þeirra. Nytsemi þessarar tækni blasir við, en margir staldra við að ógerningur er að sjá fyrir afleiðingar og auka- verkanir af svo róttæku inn- gripi. Þessa dagana sitja vísinda- menn á ráðstefnu í Havaí og ræða þessa nýju tækni, sem snýst um að nota nokkurs konar erfðaþvingu til að tryggja að ákveðin einkenni eða eiginleikar erfist milli kynslóða. Hin nýja tækni býður upp á ótrúlega möguleika. Vís- indamenn sjá til dæmis fyrir sér að með genaþvingunni væri hægt að þurrka út mala- ríu. Næstum 200 milljónir manna smitast af malaríu á ári. Helmingur jarðarbúa býr á slóðum þar sem moskító- flugan, sem getur borið með sér malaríu, þrífst. Sjúkdóm- urinn dregur allt að hálfa milljón manna til dauða ár- lega, þar af 300 þúsund börn. Í náttúrunni erfist við æxlun helmingur erfðamengis frá hvoru foreldri. Tilviljun ræð- ur þó ekki alfarið för og eru sumir erfðaþættir ríkjandi. Með hinni nýju tækni er ekki aðeins hægt að sníða erfða- efnið, heldur framkalla var- anlega breytingu. Breyting á einum litningi myndi skila sér kynslóð eftir kynslóð nánast án undantekninga. Svo gott sem allir afkom- endur myndu erfa breyt- inguna. Í tilraunum á flugum í rannsóknastofum hefur breytingin skilað sér í nánast 100% tilvika. Þannig mætti setja inn breytingu, sem myndi loka á sníkjudýrið, sem ber með sér malaríu. Sú breyting myndi skila sér við hverja æxlun og smám saman færi flugum fækkandi, sem gætu borið með sér malaríu. Rás sjúkdómsins yrði rofin. Við blasir að þessa tækni megi nota í baráttunni við fleiri sjúkdóma. Vísindamenn sjá einnig fyrir sér að þessa tækni megi nota víðar. Hana mætti nota til að útrýma óboðnum gest- um í lokuðum vistkerfum. Dæmi er um að nagdýr hafi sett dýralíf á eyj- um á annan end- ann. Með því að nota erfða- þvinguna til að knýja fram þá breytingu að nag- dýrin geti aðeins eignast karlkyns afkvæmi yrði hinum óboðnu gestum brátt útrýmt. Kostirnir við að nota hina nýju tækni eru ótvíræðir, en um leið eru afleiðingarnar ófyrirsjáanlegar. Kevin Esvelt, dósent við M.I.T. í Massachusetts, er einn af frumkvöðlum þess- arar CRISPR-tækni og vill fara fram með varúð. „Sem vísindamaður, sem vann að þessu, hef ég sér- stakar áhyggjur vegna þess að við vísindamenn berum þegar upp er staðið siðferð- islega ábyrgð á öllum afleið- ingum verka okkar,“ sagði hann í pallborðsumræðum á ráðstefnunni. „Það ætti að vera skilyrði að enginn fær að smíða genaþvingu eða búa til tækni, sem er hönnuð til að breyta opnu umhverfi á rannsóknarstofu án þess að gera tillögur sínar opinberar fyrst.“ Breyturnar í náttúrunni eru svo margar að ógerning- ur er að segja til um hvaða áhrif það myndi hafa að nota tækni á borð við erfða- þvinguna til að breyta erfða- mengi dýra. Ekki má heldur gleyma því að þessa tækni er einnig hægt að nota á menn. Möguleikarnir í þeim efnum minna helst á vísindaskáld- skap, en meðal annars hafa heyrst vangaveltur um að fram gæti komið nýtt af- brigði af manninum þegar hinar velmegandi stéttir fara að nota erfðatæknina til að gera breytingar í því skyni að verja afkomendur sína og afkomendur þeirra fyrir sjúkdómum og hármissi. Margir hafa vara á sér gagnvart erfðabreyttum mat- vælum, jafnvel svo að keyri um þverbak. Búast má við enn meiri andstöðu við gena- þvinguna því að hún snýst um að keyra breytingu í gegn í heilli tegund. Hin nýja tækni er ekki leikfang og gera verður rækilegar rann- sóknir áður en henni verður beitt. Rannsóknirnar verða einnig að vera fyrir opnum tjöldum þannig að tilgangur- inn sé ljós því að afleiðing- arnar varða alla. Tortryggnin má hins vegar ekki verða allsráðandi og útiloka mögu- leikann á að ráða niðurlögum plágu á borð við malaríu. Ný tækni til að breyta erfðavísum er ekki hættulaus, en gæti bjargað mörg hundruð þús- und mannslífum} Átt við erfðirnar Í ljósi þess hvar þessi texti birtist finnst mér líklegt að þú sért nokkuð við ald- ur, lesandi góður. Ekki eldgamall þó og sennilega ekki beinlínis gamall heldur – eigum við ekki að segja að þú sért á besta aldri. Málið er nefnilega að eftir því sem við eldumst, og ég eldist líka, þó það sjáist kannski ekki á meðfylgjandi mynd, þá finnst okkur oftar en ekki erfitt að viðurkenna það; við segjumst vera í blóma lífsins þó kaldur gustur kembi hvítar hærur. Klukkan hálfsjö á morgnana mætir í heita pottinn sami hópurinn af eldra fólki og stund- um er ég þar líka. Þar er margt rætt mis- merkilegt, en stundum dettur fólk í stuð og fer að tala um augasteinaaðgerðir, hjartaþræð- ingar og mjaðmarliði. Í ljós kemur að fríski gamlinginn er svo sprækur vegna þess að hann er kominn með nýja mjaðarliði og káta kerlingin er svo kát vegna þess að hún syndir ekki lengur á bakkann eftir að hún fékk nýja augasteina. Fyrir mig, sem er nokkuð ungur enn, í blóma lífsins þó ég segi sjálfur frá, er þetta forvitnilegt í meira lagi því annars vegar er ekkert mál að verða gamall, maður lætur bara skipta um það sem bilar, og hins vegar er ekkert mál að vera gamall ef maður talar bara opinskátt um það (þegar þar að kemur) – það ganga allir í gegnum það sama. Fyrir stuttu varð breskur fjölmiðlamaður fyrir því óláni að fá í hendurnar breskt tímarit sem ætlað er fimm- tíu ára og eldri, ætlað fullorðnu fólki, eins og það kallast. Það varð honum mikið áfall, eins og lesa mátti í grein eftir hann á vefsetri breska blaðsins Financial Times, því tímaritið a tarna villti á sér heimildir, segðist vera blað fyrir fullorðna, en væri í raun ætlað fólki sem væri á barmi hægðatruflana og heilaglapa, aukinheldur sem það væri upp fullt af auglýsingum um heyrnartæki, lyftistóla, tröppulyftur og bað- lyftur. Nú vill svo til að umræddur fjölmiðlungur hefur náð eftirlaunaaldri í Bretlandi, varð sex- tíu og fimm ára 11. apríl sl. Þar í landi tíðkast líka að eldri borgarar fá frítt í strætó og hann náði því takmarki 6. júlí 2010. Það kemur því ekki á óvart í sjálfu sér að hann amist við því að vera kominn í flokk gamlingja, að vera orð- inn fullorðinn, aldursfordómar eru allskonar, ekki síst þegar maður á sjálfur í hlut. Í sjálfsævisögu sinni rekur Þórður Sveinbjarnarson há- yfirdómari það er hann missti lífsyndi sitt og aðstoð, sína góðu konu, Guðrúnu Oddsdóttur, árið 1838 „og stóð jeg nú þannig aleinn eptir, barnlaus og aldurhniginn“. Þegar þetta var var Þórður 52 ára gamall og átti eftir að lifa nokkuð lengur. Honum fannst hann því vera orðinn full- orðinn og ríflega það, beinlínis aldurhniginn, og þó nokkr- um árum yngri en sá sem hér skrifar. Af ofangreindu má ráða að aldur er afstæður að mörgu leyti, kannski flestu leyti, en þó það geti verið erfitt að verða gamall, er það þó yfirleitt betra en að verða ekki gamall. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Kembdar ellinnar hærur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is B úist er við aflaráðgjöf frá Alþjóðahafrannsókna- ráðinu, ICES, um næstu mánaðamót í makríl, norsk-íslenskri síld og kolmunna. Í kjölfarið hefjast viðræður í London á milli strandríkja um möguleika á samkomulagi þjóð- anna um veiðar næstu ár úr þessum deilistofnum. Engir heildarsamn- ingar eru í gildi um veiðar á þessum tegundum, en Íslendingar hafa kynnt hugmyndir um að samið verði í einu lagi um stofnana þrjá en ekki hvern í sínu lagi. Ýmislegt hefur staðið út af borð- inu í viðæðum þjóðanna á síðustu ár- um. Í sem stystu máli hafa Íslend- ingar viljað fá viðurkenndan rétt til verulegra makrílveiða í ljósi mikillar ætisgöngu makríls inn í íslenska lög- sögu á síðustu árum. Færeyingar hafa viljað hærra hlutfall í síld og Evrópusambandið hefur viljað fá endurskoðun í kolmunna. Niðurstöður sameiginlegs makrílleiðangurs Íslendinga, Græn- lendinga, Færeyinga og Norðmanna í sumar eru notaðar innan ICES, ásamt öðrum gögnum, við mat á stofnstærð makríls. Þær ættu að styrkja stöðu Íslendinga í viðræðun- um sem eru framundan. Aldrei meira af makríl Heildarvísitala makríls var met- in 10,2 milljónir tonna sem er hæsta mat frá upphafi mælinganna sumarið 2007 og þriðjungsaukning frá 2015. Vísitala makríls innan íslenskar efna- hagslögsögu var 3,1 milljón tonn sem er tæp 31% af heildarvísitölu stofns- ins. Magnið hefur aldrei verið meira, en hlutfallið hefur hins vegar tvívegis verið hærra og skýrist það af hærra mati á heildarstofninum nú. Athygli vekur að árgangurinn frá 2014 var áberandi og er sterk vísbending um áframhaldandi góða nýliðun í makríl- stofninum. Mestur þéttleiki á útbreiðslu- svæði makríls mældist um miðbik og á norðvesturhluta hafsvæðisins, þ.e. við suður- og vesturströnd Íslands og við austurströnd Grænlands. Þétt- leiki makríls við Ísland var mestur vestan við landið, líkt og var árin 2013 og 2014, en í fyrra var hann mestur sunnan við landið. Síld og kolmunni Niðurstöður rannsókna á norsk- íslenskri síld í sumar sýna að stóri ár- gangurinn frá 2004 er ennþá um 23% af veiðistofninum og árgangar þar á eftir eru litlir. Í ár var í togleiðangrinum lögð aukin áhersla á að fylgjast með út- breiðslu kolmunna og mæla magn hans. Kolmunnavísitalan mældist um 2,3 milljónir tonna eða um 600 þús- und tonnum lægri en í alþjóðlegum leiðangri á hrygningarslóð kolmunna síðastliðið vor. Vilja heildarsamning um þrjá deilistofna Niðurstöður makrílleiðangurs Heimild: hafogvatn.is Lögsögur eða svæði Flatarmál (þús. km2) Vísitala (þús. tonna) Vísitala Evrópusambandið 101 401 3,9 % Noregur 726 1.843 18,0 % Ísland 644 3.134 30,6 % Færeyjar 268 949 9,3 % Jan Mayen 205 663 6,5 % Alþjóðasvæði, n. 280 1.356 13,3 % Alþjóðasvæði, v. 212 734 7,2 % Grænland 424 1.026 10,0 % Spitzbergen 141 127 1,2 % Alls 3.001 10.233 100,0 % Bæði skip Hafrannsóknastofnunar fara til loðnumælinga á föstudag. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson byrjar leitina djúpt út af norðan- verðum Faxaflóa en Árni Friðriksson byrjar norðan við Jan Mayen. Skipin þræða sig síðan áfram þar til þau mætast og hringnum verður lokað. Reiknað er með að leiðangurinn standi út mánuðinn og er um að ræða viðameiri haustleiðangur heldur en farið hefur verið í síðan á níunda áratugnum. Mikil óvissa er um loðnuveiðar næsta vetur og hefur enginn upphafskvóti verið gefinn út. Í leiðangrinum verða hnúfubakar taldir á leitarslóðinni og er sá hluti farinn í samvinnu við Grænlendinga, sem leggja til fjóra menn í verk- efnið. Í lok september í fyrra var í fyrsta skipti gerð tilraun til að fá mat á fjölda hvala á loðnuslóð að haustlagi. Fjöldi langreyða á svæðinu tald- ist vera tæplega fimm þúsund dýr og fjöldi hnúfubaka var metinn rúm- lega sjö þúsund dýr. Líklegt er að hvalirnir hafi verið í loðnu þegar taln- ingin fór fram. Ekki var um hefðbundna hvalatalningu að ræða og nákvæmni minni en ella. Grænlendingar hafa farið fram á aukna hlutdeild í loðnuveiðum við Ís- land þar sem loðna hefur frá aldamótum leitað í auknum mæli í græn- lenska lögsögu. Í næstu viku verður rætt um loðnuna á fundi Grænlend- inga, Íslendinga og Norðmanna í Nuuk. Tvö skip leita loðnunnar TELJA HNÚFUBAKA Í VIÐAMIKLUM LOÐNULEIÐANGRI Makríll á Íslandsmiðum Hlutfall af heildarstofninum 2010 23% 2011 42% 2012 30% 2013 17% 2014 18% 2015 37% 2016 31%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.