Morgunblaðið - 07.09.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.09.2016, Blaðsíða 6
BAKSVIÐS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Justin Bieber er spenntur fyrir því að koma til Íslands og ætlar ekki að láta bíða eftir sér. Hann kemur til landsins fyrr en seinna, allt eins í dag segir Chris Gratton, framleiðslu- stjóri Purpose-tónleikaferðalagsins. Blaðamaður hitti Gratton í Kórnum í Kópavogi í gær þar sem tónleikarnir fara fram á fimmtudag og föstudag. Það er ljóst þegar gengið er inn í Kórinn að eitthvað stórt er í vænd- um; það er fólk úti um allt að vinna, litrík ljós blikka og upp er komið trommusett merkt Bieber. Það ligg- ur vel á starfsfólkinu sem hlær og gantast. Gratton segir það líka hæst- ánægt hér á landi, þau fóru í norður- ljósaferð í fyrrakvöld og eru búin að baða sig í Bláa lóninu. Gratton kom með 44 starfsmenn tónleikaferðarinnar með sér frá Bandaríkjunum. „Við erum með 40 fleiri þegar við erum á ferðalagi því hér erum við með íslenska ljósamenn og hljóðmenn. Restin hittir okkur í Berlín fyrir áframhald túrsins,“ segir Gratton en í heildina koma tæplega 100 manns hingað til lands í tengslum við tónleikaferðalagið. Lyftur í sviðinu „Við komum með megnið af tón- leikaferðalaginu okkar í Ameríku hingað yfir. Markmiðið er að gefa hverju landi eins mikið af upphaflegu sýningunni og mögulegt er. Eins og þú sérð þá komum við með miklu meira dót en hinn Justininn gerði síðast,“ segir Gratton og skítur þar á Justin Timberlake. Þó að heilmikið af búnaðinum í Kórnum sé íslenskt þá komu sjö stórir gámar hingað til lands fullir af útbúnaði. Þetta eru líka ekki bara tónleikar, heldur helj- arinnar sýning. Yfir sviðinu liggur rampur í loftinu sem dansað er á, lyftur eru faldar í sviðinu og alls- konar aðrar brellur sem fylgja. Gratton er ánægður með hversu vel hefur gengið við uppsetningu tón- leikana hér og segir heimamenn frá- bæra. Það er ótrúlegt magn af dóti sem þarf í kringum eina tónleika en starfsfólk Gratton er vel þjálfað og segir hann að það verði búið að pakka öllu niður og það komið út á flugvöll aðeins fjórum klukkutímum eftir að síðari tónleikunum lýkur. „Allt sem við erum með er hannað til að vera tekið í sundur og sett saman hratt. Við æfum ekki bara tónleikana heldur líka að setja upp og taka nið- ur sviðið.“ Íslandstónleikarnir eru þeir fyrstu í Evróputúrnum og því gafst góður tími til að setja þá upp hér. En þegar verið er á fullri ferð á milli tónleikastaða eru Gratton og starfs- fólk hans aðeins 5 til 6 klukku- tíma að setja allt upp og um 3 klst. að taka allt saman, hlaða dótinu í 20 trukka og koma sér af stað á næsta stað. Spurður hvort Kórinn sé ekki lítill m.v. aðra tón- leikastaði á túrnum segir Gratton það alls ekki vera, hann sé bara pass- legur. „Miklu fleiri lista- menn munu koma hing- að ef vel tekst til, sem lítur algjörlega út fyrir að verði. Þetta er spennandi fyrir banda- rísk bönd því mörg þeirra hafa viljað koma hingað í mörg ár.“ Gratton er enginn nýgræðingur í tónlistarbransanum, hefur verið á ferðinni í 33 ár með hinum ýmsu listamönnum. Áður en hann fór að stjórna tónleikaferð- um Biebers starfaði hann fyrir Kanye West. Þar áður var hann lengi í rokkinu og ferðaðist t.d. með Guns N’Roses, Race Against The Machine, Limp Bizkit, og Korn en hann kom einmitt með þeim hingað til lands árið 2004. Breyttur áheyrendahópur Purpose-tónleikaferðalagið hófst í mars og mun standa fram í lok nóv- ember. Gratton segir túrinn hafa gengið vel hingað til og viðbrögðin verið meiriháttar. „Það er líka breyt- ing á áhorfendunum, þetta eru ekki lengur bara ungar stelpur. Núna sjáum við fólk frá 4 ára og upp í fimmtugt á tónleikum Biebers. Nýja platan nær til allra kynslóða, þetta eru spennandi tímar fyrir hann.“ Gratton ber Justin Bieber vel sög- una, segir gott að vinna með honum og hann sé áhugasamur, kurteis og spurull. Gratton er aðalmaðurinn í túrnum og er ansi náinn poppstjörn- unni. Bieber valdi sjálfur að koma til Íslands á tónleikaferðalagi sínu um heiminn. „Hann er ástæðan fyrir því að við erum hér. Þegar Purpose- tónleikaferðalagið var skipulagt spurði hann hvers vegna Ísland væri ekki á dagskrá, hann hefði alltaf vilj- að fara þangað. Þannig að við bætt- um Íslandi við þegar túrinn var að byrja. Hann vildi koma hingað,“ seg- ir Gratton. Spurður hverju Íslendingar megi eiga von á í lok vikunnar svarar Grat- ton að þeir muni sjá stærstu tónleika sem þeir hafi nokkurntímann séð. „Justin er listamaður og hann hefur gefið mikið í það að koma hingað. Hann vildi að Ísland fengi að sjá al- veg eins sýningu og aðrir í heim- inum.“ Bieber vildi koma til Íslands  Íslendingar fá ekki minni sýningu en aðrir í heiminum  Framleiðslustjóri Purpose-tónleikaferð- arinnar ber Bieber vel söguna  Áhugasamur og kurteis  Uppsetning í Kórnum gengur vel Morgunblaðið/Árni Sæberg Undirbúningur Sviðið í Kórnum er hið glæsilegasta enda gerir Justin Bieber mikla kröfu til þess að tónleikarnir hér á landi verði flottir. Samstarfsmenn Chris Gratton, framleiðslustjóri tónleikaferðalagsins, til hægri og Christopher Louden, yfirmaður öryggismála, til vinstri. Kórinn Ásjónan verður öðruvísi þegar salurinn verður fullur af fólki á tón- leikum poppstjörnunnar Justins Biebers á fimmtudaginn og föstudaginn. Justin Bieber Íslandstónleik- arnir eru þeir fyrstu í Evr- óputúrnum. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 Söngskólinn íReykjavík Fyrsta 7 vikna námskeið vetrarins hefst 12. september og lýkur 28. október Einnig er hægt að fá einkatíma í söng - fjöldi tíma samkomulag SÖNGNÁMSKEIÐ Nánari upplýsingar www.songskolinn.is /  552-7366 Allir geta fundið eitthvað fræðandi og skemmtilegt við sitt hæfi! • Fyrir fólk á öllum aldri: Sem undirbúningur fyrir frekara söngnám eða tómstundagaman fyrir söngáhugafólk • Kennslutímar:Morguntímar / Síðdegistímar / Kvöldtímar • Söngtækni:Raddbeiting / Túlkun / Einsöngur / Raddaður söngur • Tónmennt:Tónfræði / Tónheyrnarþjálfun / Nótnalestur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.