Morgunblaðið - 13.09.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016
Láttu okkur ráða
Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is
Þarftu að ráða
lagerstarfsmann?
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
land og teygjum okkur með inúíta-
málum yfir til Kanada,“ segir
Auður, en þegar hefur myndast
net fræðimanna sem vinnur nú að
því að safna þekkingu um tungu-
málin á þessu svæði. „Svo stefnum
við að því að koma þekkingunni á
áhugaverðan hátt til almennings.“
Húsið verður opið almenningi að
hluta og hægt verður að nálgast
þar alls kyns fróðleik um tungu-
mál og menningu.
Auður, en mjög hafi munað um
framlag Vigdísar og stuðning.
„Mér fannst svo fallegt að sjá
hversu margir lögðust á eitt og
lyftu saman grettistaki og gerðu
þessa byggingu að veruleika.“
Á fyrstu starfsárum stofnunar-
innar verður áherslan lögð á
tungumál á Vestur-Norðurlöndum.
„Við skoðum tungumál í Noregi, á
vesturströnd Noregs, samísku
málin, Færeyjar, Ísland og Græn-
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Forsætisnefnd samþykkti á fundi
sínum í gær starfsáætlun Alþingis
fyrir september, en samkvæmt
henni verður þingfrestun fimmtu-
daginn 29. september nk.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Al-
þingis, lagði drögin að þingfrestun
fram í síðustu viku. „Hér er gert
ráð fyrir því að þingi ljúki u.þ.b.
mánuði fyrir kosningar,“ segir
hann og vísar til komandi þing-
kosninga sem áformað er að halda
laugardaginn 29. október nk.
Á kosningavef innanríkisráðu-
neytisins kemur fram að þegar Al-
þingi er rofið, líkt og gert verður á
næstunni, ákveður forseti Íslands
jafnframt kjördag með forsetabréfi
samkvæmt tillögu forsætisráð-
herra. Samkvæmt ákvæðum stjórn-
arskrárinnar skulu kosningar fara
fram áður en 45 dagar eru liðnir
frá því að þingrof var kunngert.
Næstkomandi fimmtudag, þ.e.
15. september, eru 45 dagar til
fyrirhugaðra kosninga til Alþingis.
Forsætisráðherra hefur hins vegar
ekki upplýst hvort þingrof verði
gefið út þann dag, en lögum sam-
kvæmt er t.a.m. ekki hægt að hefja
utankjörfundaratkvæðagreiðslu
fyrr en forsetabréf liggur fyrir.
Þingfundir og nefndir
Samkvæmt starfsáætlun er
áformað að halda átta þingfundi
fram að þingfrestun og eru þrír
nefndarfundir áætlaðir í þessari
viku. Þá fer eldhúsdagur fram
mánudaginn 26. september.
Þingi frestað 30
dögum fyrir boð-
aðar kosningar
Átta þingfundir og þrír nefndar-
fundir eru fram að þingfrestun
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Kosningar til þings eru
áformaðar 29. október nk.
Pólverjar lögðu íslenska liðið í opn-
um flokki er liðin áttust við í 10.
umferð Ólympíuskákmótsins í
Bakú. Unnu Pólverjar 2,5-1,5, en
sagt er frá þessu á skak.is.
Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörv-
ar Steinn Grétarsson og Guð-
mundur Kjartansson gerðu allir
jafntefli, en Bragi Þorfinnsson tap-
aði hins vegar sinni skák.
Í kvennaflokki vann Ísland stór-
sigur gegn Sri Lanka 3-1. Lenka
Ptacnikova, Hallgerður Helga Þor-
steinsdóttir og Hrund Hauksdóttir
unnu sínar skákir, en Guðlaug Þor-
steinsdóttir tapaði sinni viðureign.
Það stefnir í spennandi baráttu
um sigurinn í opnum flokki á milli
Bandaríkjanna og Úkraínu. Bæði
lið unnu sigra í gær og eru nú efst
og jöfn fyrir síðustu umferð.
Naumt tap gegn
Póllandi en stór-
sigur á Sri Lanka
Hjörtur J. Guðmundsson
hjortur@mbl.is
„Ég var gríðarlega ánægður með
þennan miðstjórnarfund í megin-
dráttum. Mér fannst þetta mjög
góður fundur og góðar umræður og
var þakklátur fyrir þann stuðning
sem ég fékk þar. Það er hins vegar
alveg ljóst að ég er ekki algerlega
óumdeildur og hef reyndar sjaldnast
verið. Það eru ákveðnir menn sem
hafa verið gagnrýnir á mig og oft
eru það nú sömu mennirnir.“
Þetta segir Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, formaður Framsókn-
arflokksins, í samtali við mbl.is í
gærkvöldi. Spurður út í mótframboð
Sveinbjörns Eyjólfssonar, forstöðu-
manns nautastöðvar Bændasamtaka
Íslands, á fyrirhuguðu flokksþingi
Framsóknarflokksins segir hann að
alltaf megi búast við að einhverjir
velti fyrir sér framboðum þegar
flokksþing er framundan og kosn-
ingar til Alþingis.
Ég fer stoltur í komandi kosn-
ingar
Spurður hvort hann eigi von á
mótframboði frá Sigurði Inga Jó-
hannssyni, forsætisráðherra og
varaformanni Framsóknarflokksins,
kveður Sigmundur Davíð nei við.
„Við Sigurður Ingi höfum unnið
lengi saman og ræðum bara málin
okkar á milli. Hann hefur sagt alloft,
bæði opinberlega og á fundum með
mér, að hann myndi aldrei bjóða sig
fram gegn mér. Og það var raunar
það síðasta sem hann ítrekaði þegar
ég bað hann um að koma inn í
Stjórnarráðið fyrir mig á meðan mál
væru að skýrast síðasta vor. Þannig
að ég hef enga ástæðu til að ætla að
einhverjar breytingar hafi orðið á
því þó kannski þurfi ekki að koma á
óvart að þeir sem af einhverjum
ástæðum hafa ekki verið sáttir við
mig um árabil skori á hann,“ segir
hann.
Spurður hvernig hann meti stöðu
sína innan Framsóknarflokksins
segir Sigmundur Davíð:
„Ég met stöðu mína innan flokks-
ins góða. Annars vegar vegna þess
að ég hef verið mjög mikið á fundum
að undanförnu og hitt ákaflega
margt fólk og hins vegar, þó ég segi
sjálfur frá, vegna þess að það hefur
náttúrulega gengið alveg frábær-
lega á þessu kjörtímabili og jafnvel
betur en ég, sem er þó bjartsýnn yf-
irleitt, þorði að vona. Þannig að ég
fer stoltur í komandi kosningar og
ég tel að flokkurinn hafi tilefni til
þess að gera það sem heild,“ segir
Sigmundur Davíð.
Sjaldan verið óumdeildur
Sigmundur Davíð segist þakklátur fyrir sýndan stuðning á miðstjórnarfundi
flokksins Á ekki von á að Sigurður Ingi bjóði sig fram til formanns
Sunnan við bygginguna þar sem Stofnun Vigdísar Finn-
bogadóttur rís nú óðfluga verður að finna útileikhús ut-
an við fyrirhugað kaffihús í byggingunni. „Þar gætu set-
ið nokkur hundruð manns og hægt væri að setja þar
upp ljóðahátíðir, danssýningar eða barnaleikhús svo
eitthvað sé nefnt,“ segir Auður. Um skemmtilega viðbót
sé að ræða við sýningarrými og fyrirlestrarsali sem
finna megi innandyra.
Til stendur að stofnunin taki einnig á móti hópum er-
lendra ferðamanna þegar fram í sækir og fræði þá um
sögu og tengingar ýmissa tungumála við Ísland. „Til
dæmis tungumál og menningu Frakka eða Dana á Íslandi, en það út-
heimtir mikla rannsóknarvinnu sem þegar er farin af stað gagnvart
nokkrum tungumálum,“ segir Auður.
Skemmtileg viðbót utandyra
ÚTILEIKHÚS SEM TEKUR HUNDRAÐ MANNS Í SÆTI
Vigdís
Finnbogadóttir
„Byggingarvinnunni ætti að ljúka
núna um áramótin og stefnt er að
því að flutt verði inn fljótlega í
kjölfarið,“ segir Auður Hauks-
dóttir, forstöðumaður Stofnunar
Vigdísar Finnbogadóttur, en fram-
kvæmdum miðar vel og áætlað er
að vígja og opna stofnunina í apríl
á næsta ári í tengslum við afmæli
Vigdísar Finnbogadóttur sem er
15. apríl. „Þetta hefur gengið
skínandi vel þótt nokkrar tafir
hafi orðið á verkinu, en upp-
haflega var gert ráð fyrir að fram-
kvæmdum lyki í næsta mánuði, 15.
október,“ bætir hún við.
Unnið er einnig að gerð ganga
undir Suðurgötu, en að mati Auð-
ar er mikill fengur að þessari
tengingu á milli bygginga Háskól-
ans austan og vestan við Suður-
götuna. Til þessa hafa starfsmenn
og stúdentar þurft að fara yfir
mikla umferðargötu í öllum veðr-
um.
Lyftu saman grettistaki
Margir vildu heiðra störf Vig-
dísar og því gekk vel að fjár-
magna byggingu stofnunarinnar,
en um það bil helmingur bygging-
arkostnaðar er sjálfsaflafé.
Stærsta einstaka framlagið var
um tvöhundruð milljónir frá A.P.
Møller sjóðnum í Danmörku, segir
Morgunblaðið/Ófeigur
Tungumálamiðstöð Bygging Vigdísarstofnunar við Suðurgötu gengur vel og er stefnt að því að opna hana í apríl.
Munaði mjög um fram-
lag og stuðning Vigdísar
Stefnt er að opnun Vigdísarstofnunar í apríl á næsta ári