Morgunblaðið - 13.09.2016, Side 13
Morgunblaðið/Eggert
Kvikmyndagerðarfólk Andrea Hauksdóttir, Róbert Kesheshzade, Karel Candi og Þorbjörg Jónsdóttir. Hjónin
Þorbjörg og Lee Lynch kenna m.a. á háskólastigi og halda kvikmyndanámskeið fyrir ungt fólk.
og hver og einn sýnir hópnum það
verk eða kvikmynd sem hann vinn-
ur í. Kennarar og hópurinn koma
svo með viðbrögð og umræður.
„Markmið námskeiðsins er að
búa til umhverfi þar sem nemendur
geta gert það sem þau langar. Við
hvetjum nemendur til að nálgast
vinnuna út frá sínu áhugasviði. Við
viljum virkja ungt fólk til að gera
kvikmyndir og vídeó, búa til list
þrátt fyrir að vera ekki með aðgang
að milljón króna myndavél og
tölvu,“ segir Þorbjörg.
Hún bendir á að margir af
þeim nemendum sem hafa komið á
námskeið til þeirra séu að velta list-
námi fyrir sér og séu forvitnir um
það. „Við höfum hjálpað mörgum
nemendum t.d. að sækja um list-
nám, og námskeiðið þjónar líka
þeim tilgangi,“ segir Þorbjörg. Það
á jafnt við um kvikmynda-
námskeiðið á Íslandi og í Los Ang-
eles. Á námskeiðinu í Los Angeles
hafa fleiri nemendur verið í yngri
kantinum eða frá 16 til 20 ára, en á
Íslandi hefur námskeiðið verið opið
ungu fólki upp í 25 ára. Að öðru
leyti segir hún nemendurna ekki
ólíka. „Auðvitað er munur á menn-
ingu hópanna. Það er allt öðruvísi
að alast upp í Los Angeles en í
Reykjavík og félagslega umhverfið
er annað. En í grunninn er mann-
eskjan eins, kjarninn er sá sami,“
segir hún. Hún segir nemendahóp-
inn alltaf með mjög frjóar og rót-
tækar hugmyndir.
Þorbjörg er með BA-gráðu í
myndlist við Listaháskóla Íslands
og meistaragráðu í listrænni kvik-
myndagerð frá CalArts, Listahá-
skóla Kaliforníu í Los Angeles. Þar
hitti hún eiginmann sinn, Lee
Lynch, en hann er með BA-gráðu í
kvikmyndagerð og meistaragráðu í
myndlist frá USC. Hún segir þau
hjónin eiga mjög auðvelt með að
vinna saman, sérstaklega með svona
frjóum og skemmtilegum hóp eins
og sækir námskeiðin. Þau eru nú
einnig að vinna saman að heimild-
armynd í fullri lengd, sem fjallar
um landafundi víkinga í Norður-
Ameríku og er byggð á Eiríks sögu
rauða.
Hægt er að skrá sig á nám-
skeiðið á www.hitthusid.is og
www.teenagewastelandofthearts-
.com
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016
Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100
Missið ekki af áhugaverðum þætti um um starfsemi
Securitas og viðtali við stjórnendur fyrirtækisins. Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar
í kvöld kl. 22.00
Heimsókn til Securitas – fyrri hluti
í þættinum Atvinnulífið
sem er á dagskrá
Hringbrautar
kl. 22.00 í kvöld. • Leiðandi aðili í öryggisþjónustu
á Íslandi um áratuga skeið
• Stjórnstöð opin allan sólar-
hringinn, 365 daga á ári
• Nýjasta tækni í þróun öryggis-
myndavéla, öryggishnappur
og götugrill
• Verðmætaflutningar og birgða-
haldsstjórnun
Laglínur hugans er yfirskrift sagna-
kaffis sem fram fer í Gerðubergi á
morgun, miðvikudag, kl. 20. Þar
fjallar tónlistarkonan Lay Low, Lovísa
Elísabet Sigrúnardóttir, um innblást-
ur og áhrifavalda. Sagnakaffi er í um-
sjón Ólafar Sverrisdóttur og er við-
burðaröð í Gerðubergi. Þar er reynt
að víkka út ramma hefðbundinnar
sagnamennsku. Sagðar eru sögur í
tali, tónum, takti, ljóðum og leik. Fólk
úr ýmsum geirum þjóðfélagsins er
fengið til leiks, svo sem tónlistarfólk,
leikarar, uppistandarar, ljóðskáld og
rapparar svo fátt eitt sé nefnt.
Lay Low syngur og segir sögur af
því hvernig lögin hennar verða til.
Hvað verður henni innblástur, hver er
uppsprettan af lögunum og hverjir
eru helstu áhrifavaldar hennar. Lay
Low var aðeins 24 ára þegar hún gaf
út plötuna Please Don’t Hate Me og
vakti strax gífurlega athygli. Í raun
má segja að hún hafi orðið fræg á
einni nóttu. Lovísa er fjölhæf tónlist-
arkona, spilar á ýmis hljóðfæri og
semur lög og syngur. Hún semur yfir-
leitt við sína eigin texta en hefur líka
samið tónlist fyrir leikhús og Brost-
inn strengur er hljómplata þar sem
hún samdi lög við ljóð íslenskra
kvenna.
Lay Low í Sagnakaffi í Gerðubergi
Morgunblaðið/Ómar
Sköpun Tónlistarkonan Lay Low seg-
ir frá sköpunarferlinu við tónsmíðar.
Segir frá laglínum hugans
Í kvöld kl. 20 verður Íris Eiríksdóttir
jógakennari með stutt námskeið,
eina kvöldstund, þar sem hún kennir
hugleiðslu. Þetta fer fram í Yoga hús-
inu og kostar tvö þúsund krónur og
er engin reynsla nauðsynleg. Frætt
verður um grunnverkfæri hugleiðsl-
unnar, nokkrar einfaldar hugleiðslur
sem geta hjálpað að ná innri ró og
kyrrð. Öndun er undirstaða hug-
leiðslu. Kyrrð og ró hugans er nokkuð
sem við flest þráum. Að stjórna
hverju við gefum orku og athygli er
þjálfun.
Yoga húsið býður upp á stutt námskeið
Kvöldstund í
hugleiðslu
Getty Images/iStockphoto
Hugleiðsla Undirstaðan kennd á
tveimur klukkutímum í kvöld.