Morgunblaðið - 13.09.2016, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016
Hrein samviska í 25 ár
Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is
B
ra
n
d
e
n
b
u
rg
|s
ía
Sigurður Jóel Frið-
finnsson, skrif-
stofumaður og frjáls-
íþróttamaður, lést 10.
september sl. á 87.
aldursári.
Sigurður fæddist í
Hafnarfirði 26. ágúst
1930, sonur hjónanna
Elínar Árnadóttur
kennara og Friðfinns
V. Stefánssonar múr-
arameistara.
Sigurður lauk námi
frá Samvinnuskólanum
í Reykjavík og starfaði
hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga og Ríkis-
kaupum sem skrifstofumaður.
Sigurður var af gullaldarkynslóð
íslenskra frjálsíþróttamanna sem
gerði garðinn frægan á árunum
1948-1958. Hann var alla tíð félagi í
FH og var sæmdur gullmerki fé-
lagsins árið 1965. Árið 2001 var
Sigurður sæmdur gullmerki FRÍ
ásamt félögum sínum
sem sigruðu landslið
Noregs og Danmerk-
ur í þriggja landa
landskeppni sem fram
fór í Osló á Bislet-
leikvanginum 29. júní
1951.
Hann var sigursæll
með gullaldarlandsliði
Íslands á mótum
heima og erlendis.
Sigurður var keppnis-
maður í tugþraut og
varð m.a. Íslands-
meistari í þeirri grein
árið 1949 og setti um
leið Íslandsmet unglinga. Á Ís-
landsmótinu í frjálsum íþróttum ár-
ið 1950 sigraði Sigurður heims-
methafann í tugþraut, Bob Mathias,
í hástökkskeppni mótsins sem
Mathias tók þátt í sem gestur.
Sigurður lætur eftir sig eigin-
konu, Sigríði Einarsdóttur, og fjór-
ar uppkomnar dætur.
Andlát
Sigurður Jóel
Friðfinnsson
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Haustmánuðirnir í ár og í fyrra hafa verið drjúgir
við höfnina í Siglufirði, en línubátar alls staðar að
af landinu hafa landað þar undanfarið. „Þeim hef-
ur trúlega eitthvað fjölgað frá síðasta ári, sem var
ævintýralega gott, og auk þess voru bátarnir fyrr
á ferðinni í ár,“ segir Steingrímur Óli Hákonar-
son, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Siglufjarð-
ar. Fleiri hafnir fyrir norðan og austan njóta góðs
af fiskgengd á þessum slóðum á haustmánuðum
og hefur obbinn af línuskipunum verið fyrir norð-
an og austan land að undanförnu.
Umsvif allt árið
Í gær var verið að landa úr tveimur stórum
rækjuskipum í Siglufirði, Múlabergi ÓF skipi
Ramma og Sóleyju Sigurjóns GK frá Nesfiski.
Fiskmarkaður Siglufjarðar sér um alla löndun í
Siglufirði og voru tvö löndunargengi við rækju-
löndun í gær, fimm manns í hvoru skipi. Alls voru
16 manns í vinnu hjá Fiskmarkaðnum, en flestir
hafa starfsmennirnir verið 20 í haust. Tiltölulega
rólegt var þó í gær eftir brælu síðustu daga.
Af bátum sem landað hafa í Siglufirði í haust
nefnir Steingrímur Óli báta frá Stakkavík, Þor-
birninum og Vísi í Grindavík, Hraðfrystihúsi
Hellissands, Agustsson Stykkishólmi, KG á Rifi
og fleiri. Stóru bátarnir landa oft á þriggja daga
fresti en þeir minni daglega.
Hann segir mest af þorskinum vera keyrt til
vinnslu í heimahöfn skipanna þar sem aflinn fari í
vinnslu. Ýmsar aukategundir séu hins vegar boðn-
ar upp á markaðnum á Siglufirði og nefnir Stein-
grímur Óli töluvert af karfa og hlýra í því sam-
bandi.
„Þessi umsvif hér á Siglufirði eru orðin meira
og minna allt árið. Til dæmis hefur gengið fínt á
rækjunni í ár og hér landa reglulega 5-6 rækju-
skip,“ segir Steingrímur Óli.
Norðanátt og leiðindi
„Það hefur verið norðanátt og leiðindi síðustu
tvo daga svo að báturinn hefur legið við bryggju,“
sagði Sigurður A. Þórarinsson, skipstjóri á Gull-
hólma SH, um hádegi í gær. Fimm eru í áhöfn
hverju sinni en tvær áhafnir eru á skipinu. Skip-
verjar sofa um borð í bátnum, sem var tekinn í
notkun fyrir ári síðan og er í eigu Agustsson í
Stykkishólmi.
Sigurður segir að ekki væsi um þá í bátnum,
sem er 30 brúttótonn að stærð, um 13,7 metra
langur og 5,7 metra breiður. Hann er af gerðinni
Seigur XV 1370 og er smíðaður hjá bátasmiðj-
unni Seiglu ehf. á Akureyri. Hann leysti af hólmi
eldri og stærri línubát með sama nafni, gamli
Gullhólmi er núna Hörður Björnsson ÞH 260, sem
gerður er út frá Raufarhöfn.
Þeir á Gullhólma hófu línuróðra fyrir Norður-
landi strax eftir verslunarmannahelgi og landa á
Siglufirði. Sigurður segir að ágætlega hafi fiskast
síðustu vikur, en fyrir helgi voru þeir vestan við
Grímsey. Áberandi sé þó hversu blandaður þorsk-
aflinn sé í ár, en í fyrra fengu þeir stóran fisk í
mun meiri mæli. Þorskurinn er saltaður hjá Ag-
ustsson og hentar stóri fiskurinn betur.
Sjaldan róið frá Stykkishólmi
Gullhólmi rær hverju sinni þaðan sem fiskjar er
helst von og aflinn er síðan keyrður í Stykkishólm.
„Það er eiginlega bara á vetrarvertíð sem við ró-
um frá Stykkishólmi, en við höfum meðal annars
landað í Ólafsvík, Bolungarvík og Sandgerði í ár
auk Siglufjarðar. Í ágúst fórum við líka í þrjá
róðra fyrir austan til að ná grálúðukvótanum fyrir
fiskveiðiáramótin og fluttum okkur svo aftur
norður,“ segir Sigurður.
Siglufjörður Gullhólmi SH frá Stykkishólmi og Örvar SH frá Rifi.
Margir línubátar og líflegt haust
Um 20 manns í vinnu hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar þegar mest er um að vera
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson
Línufiskur Sigurður Þórarinsson hampar þeim gula á bryggjunni í Siglufirði.
Verð á minkaskinnum hækkaði
nokkuð fyrstu dagana á september-
uppboði danska uppboðshússins
Kopenhagen Fur. Högnaskinn
hækkuðu um 10-18% en læðuskinn
minna. Skinn í hærri gæðaflokkum
hækkuðu meira en þau lakari. Ís-
lenskir loðdýrabændur selja alla sína
framleiðslu í Danmörku og njóta
góðs af þróuninni.
Verð á minkaskinnum lækkaði
mikið á síðasta ári, eftir mörg góð ár.
Lækkunarhrinan hætti í febrúar á
þessu ári og fór þá að myndast nýtt
jafnvægi á markaðnum. Örlítil
hækkun varð í júní og nú er útlit fyr-
ir heldur meiri hækkun. „Þetta þýðir
að hækkunarferillinn byrjar heldur
fyrr en reiknað hefur verið með. Ég
bjóst ekki við hækkun fyrr en komið
væri fram á næsta ár,“ segir Björn
Halldórsson, minkabóndi á Akri í
Vopnafirði og formaður Sambands
íslenskra loðdýrabænda.
Framleiðendur gefast upp
Björn segir að aðstæður á mark-
aðnum séu að snúast við. Ástæða
verðfallsins var mikil offramleiðsla í
góðærinu. Frá 2013 hefur heims-
framleiðslan minnkað úr 87 milljón-
um minkaskinna í 54 þúsund skinn á
þessu ári. Björn telur að fleiri fram-
leiðendur á lakari framleiðslusvæð-
um séu komnir í vandræði og telur
líklegt að framleiðslan minnki enn.
Framleiðslan í ár kemur til sölu á
næsta ári og koma áhrif hennar þá
að fullu fram.
Björn bætir því við að sala á skinn-
um hafi gengið ágætlega í Kína allt
þetta ár. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Skinn Kaupandi skoðar mink.
Minkaskinn
spyrna sér
frá botninum
Verð byrjað að
hækka á uppboði
fasteignir