Morgunblaðið - 13.09.2016, Side 16
Hvað hefur breyst?
Ráðstefna um breytingar á regluverki fjármálamarkaða á Íslandi,
í Evrópu og Bandaríkjunum í kjölfar fjármálakreppunnar
Í tilefni af útgáfu skýrslunnar Hvað hefur breyst? standa Samtök fjármálafyrirtækja
fyrir ráðstefnu um breytingar á regluverki fjármálamarkaða.
Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, á morgun, miðvikudaginn
14. september. Hún hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 10:15.
Skráning þátttöku er á vefnum sff.is.
DAGSKRÁ
Setning
Birna Einarsdóttir, formaður stjórnar SFF.
Hvað hefur breyst?
Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands
og einn höfunda, kynnir efni skýrslunnar.
Ávarp ráðherra
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Pallborðsumræður
Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar HÍ,
Ásta Þórarinsdóttir, stjórnarformaður FME,
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar — græns framboðs.
Pallborðsumræðum stjórnar Ásdís Kristjánsdóttir,
forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Hagnaður Isavia á fyrri helmingi
ársins var tæplega 1,7 milljarðar
króna samanborið við 540 milljónir á
sama tímabili á síðasta ári. Hagn-
aður eykst því um liðlega 1,1 millj-
arð króna á milli ára Af þeirri hækk-
un má rekja 670 milljónir króna til
gengisáhrifa af erlendum fjár-
eignum og skuldum.
Rekstrarafkoma Isavia fyrir fjár-
magnsliði og skatta var jákvæð um
röska 1,6 milljarða króna á fyrri
helmingi ársins. Rekstrartekjur
námu 14,4 milljörðum króna sem er
tæplega þriggja milljarða króna
aukning, samanborið við sama tíma-
bil á síðasta ári.
Á fyrstu sex mánuðum ársins fóru
um 2,7 milljónir farþega um Kefla-
víkurflugvöll, sem er um 34% aukn-
ing frá sama tímabili í fyrra. Þetta
er svipaður fjöldi og fór um flugvöll-
inn allt árið 2012. Áætlanir félagsins
gera ráð fyrir að fjöldi farþega árið
2016 verði um 6,7 milljónir talsins,
sem yrði 37% aukning milli ára.
Björn Óli Hauksson, forstjóri
Isavia, segir afkomu allra rekstrar-
þátta félagsins, sem saman standa af
rekstri Keflavíkurflugvallar,
Fríhafnarinnar, innanlands-
flugvallakerfis og flugleiðsöguþjón-
ustu, vera í takt við áætlanir félags-
ins. Hann segir hins vegar að Isavia
hafi gengið eins langt og mögulegt
er í þeirri viðleitni að mæta með
kostnaðaraðhaldi lækkandi fjár-
framlögum til innanlandsflugs frá
ríkinu. „Það er löngu komið að þol-
mörkum og ljóst að leita þarf allra
leiða til að tryggja að innanlands-
flugvallakerfið verði raunhæfur
kostur til ferðalaga innanlands,“
segir Björn. vilhjalmur@mbl.is
Isavia hagnast
um 1,7 milljarða
Tekjur 14 milljarðar króna á hálfu ári
Morgunblaðið/ÞÖK
Flugvöllur Mikil fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll eykur tekjur Isavia.
13. september 2016
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 114.1 114.64 114.37
Sterlingspund 152.39 153.13 152.76
Kanadadalur 88.58 89.1 88.84
Dönsk króna 17.295 17.397 17.346
Norsk króna 14.029 14.111 14.07
Sænsk króna 13.582 13.662 13.622
Svissn. franki 117.87 118.53 118.2
Japanskt jen 1.1222 1.1288 1.1255
SDR 160.2 161.16 160.68
Evra 128.77 129.49 129.13
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 160.3755
Hrávöruverð
Gull 1335.65 ($/únsa)
Ál 1566.0 ($/tonn) LME
Hráolía 49.63 ($/fatið) Brent
● Aflaverðmæti ís-
lenskra skipa
reyndist ríflega
tveimur millj-
örðum króna
minna í maí síðast-
liðnum en í sama
mánuði í fyrra. Er
það samdráttur
upp á 14,7%. Þetta
kemur fram í tölum
frá Hagstofunni.
Alls var aflaverðmæti íslenskra skipa
í mánuðinum 11,9 milljarðar króna.
Verðmæti botnfiskafla dróst saman
um 8,3% frá maí á þessu ári í saman-
burði við sama mánuð í fyrra. Verð-
mæti afla flatfisks dróst saman um
26,9% milli ára og verðmæti uppsjáv-
arafla reyndist 30,4% minna í maí-
mánuði þessa árs en í sama mánuði í
fyrra.
Á tímabilinu maí 2015 til maí 2016
dróst aflaverðmæti saman um 5,6%
miðað við sama tímabil ári fyrr.
Aflaverðmæti dróst
saman um 15% í maí
Afli Uppsjávarafli
er minni í maí í ár.
Hagnaður Múrbúðarinnar nam 61,4
milljónum króna á síðasta ári. Er
það umtalsvert meira en árið á und-
an en þá var hagnaður fyrirtækisins
40,9 milljónir króna. Rekstrarhagn-
aður fyrir fjármagnsliði jókst einnig
milli ára og var 70,7 milljónir króna
árið 2015 en 48,7 milljónir árið 2014.
Hagnaður fyrir skatt nam 76,2
milljónum króna í fyrra en var 51,5
milljónir árið 2014.
Hagnaður Byko jókst einnig
umtalsvert milli ára en hann var
527,9 milljónir króna á árinu 2015
en var 131,2 milljónir árið á und-
an. Rekstrarhagnaður fyrir fjár-
magnsliði eykst einnig umtals-
vert og var 650 milljónir árið
2015 en rétt tæpar 240 milljónir
árið 2014. Þá var aukning í vöru-
sölu hjá Byko um rúman milljarð
króna, úr rétt rúmum 12 millj-
örðum árið 2014 í 13,4 milljarða
króna 2015.
Hagnaður Húsasmiðjunnar var
ívið minni á síðasta ári en árið
2014 en hann nam 82,9 milljónum
króna í fyrra en var 84,7 milljónir
króna árið 2014. Rekstrarhagn-
aður fyrir fjármagnsliði minnkaði
milli ára. Hann var um 210 millj-
ónir árið 2014 en tæp 131 milljón
á síðasta ári.
Betri afkoma í bygging-
arvörum á síðasta ári
Hagnaður jókst milli ára hjá Múrbúðinni og Byko
Matsfyrirtækið Moody’s hefur
hækkað lánshæfiseinkunn Íbúða-
lánasjóðs um tvo flokka. Einkunn
sjóðsins fer því úr Baa3 í Baa1. Að
sögn Moody‘s endurspeglar hækkað
lánshæfismat Íbúðalánasjóðs bætta
stöðu ríkissjóðs og getu hans til að
standa við skuldbindingar sjóðsins.
Í kjölfar hækkunar á lánshæfis-
einkunn ríkissjóðs í byrjun mán-
aðarins hækkaði Moody’s einnig
lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar
úr Ba1 í Baa3 fyrir skuldbindingar
án ríkisábyrgðar og úr Baa2 í Baa1
fyrir skuldbindingar með ríkis-
ábyrgð. Þá hækkaði Moody‘s ein-
kunn Orkuveitu Reykjavíkur úr Ba3
í Ba2 með stöðugum horfum í kjöl-
far hækkunar ríkissjóðs.
Moody’s hækkar lánshæfis-
einkunn Íbúðalánasjóðs
Morgunblaðið/Golli
Lán Íbúðalánasjóður fer í Baa1.