Morgunblaðið - 13.09.2016, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Hillary Clinton, forsetaefni demó-
krata, varð að gera hlé á kosninga-
baráttu sinni í gær eftir að hafa
greinst með lungnabólgu og veikst
við athöfn í New York-borg í fyrra-
dag þegar minnst var hryðjuverk-
anna í Bandaríkjunum 11. septem-
ber 2001. Donald Trump, forsetaefni
repúblíkana, kvaðst vona að Clinton
næði sér af veikindunum og sagði að
hann hygðist birta upplýsingar um
heilsufar sitt innan tíðar.
Clinton hafði verið í eina og hálfa
klukkustund við athöfnina þegar hún
fann til vanlíðunar og fór að bíl sín-
um í fylgd aðstoðarmanna. Á mynd-
skeiði sem var dreift á félagsmiðlum
virtist hún missa fótanna en að-
stoðarmenn hennar studdu hana og
hjálpuðu henni í bílinn. Hún fór í
íbúð dóttur sinnar og nokkrum
klukkustundum síðar fór hún þaðan,
brosti og veifaði til fjölmiðlamanna
áður en hún fór heim til sín.
Einkennin væg
Læknir Clinton sagði síðar að hún
hefði þjáðst af vessaþurrð vegna of-
hitnunar og skýrði frá því að hún
hefði greinst með lungnabólgu á
föstudaginn var. Hún hefði fengið
sýklalyf og þyrfti að hvíla sig en væri
á góðum batavegi.
Hermt var að einkennin væru væg
og Clinton ætti að ná sér á nokkrum
dögum. Stjórnmálaskýrendur töldu
þó að myndirnar þar sem hún virtist
hníga niður gætu skaðað hana í
kosningabaráttunni og kynt undir
vangaveltum um að hún væri ekki
nógu heilsuhraust til að gegna for-
setaembættinu. Clinton og aðstoðar-
menn hennar voru gagnrýnd fyrir að
bíða með það í tvo sólarhringa að
segja frá því að hún fékk lungna-
bólgu.
Hillary Clinton er 68 ára, Donald
Trump sjötugur og þau eru á meðal
elstu frambjóðendanna í sögu for-
setakosninga í Bandaríkjunum.
Trump hafði áður sagt að Clinton
skorti „þann andlega og líkamlega
þrótt“ sem þyrfti til að vera forseti
Bandaríkjanna.
Clinton gerir hlé á bar-
áttunni vegna veikinda
Getur kynt undir vangaveltum um að hún sé ekki nógu
heilsuhraust Trump boðar upplýsingar um heilsufar sitt
AFP
Á batavegi Hillary Clinton veifar til fjölmiðlamanna nokkrum klukkustundum eftir að hún veiktist á sunnudag.
kurteisari þegar hún synjaði Bayan
um þjónustu, en neitaði því að hún
hefði gerst sek um mismunun á
grundvelli trúarbragða.
Hodne sagði fyrir réttinum að
hún liti á híjab-slæðuna sem póli-
tískt tákn hugmyndafræði sem hún
óttaðist, en ekki trúartákn.
Í ákæruskjalinu segir að Hodne
hafi sagt Bayan að hún yrði að
„finna annan stað því hún sinnti
ekki viðskiptavinum eins og henni“.
Hodne var ákærð eftir að hún
neitaði að greiða 8.000 norskar
krónur í sekt (111.000 ísenskar)
vegna málsins.
Héraðsdómstóll í Noregi dæmdi í
gær hárgreiðslukonu til að greiða
10.000 norskar krónur, um 140 þús-
und íslenskar, í sekt fyrir að synja
múslímskri konu með híjab-slæðu
um þjónustu.
Hárgreiðslu-
konan Merete
Hodne átti yfir
höfði sér allt að
sex mánaða fang-
elsisvist fyrir að
mismuna við-
skiptavini á
grundvelli trúar-
bragða. Hodne
neitaði Maliku
Bayan um þjónustu á hárgreiðslu-
stofu sinni í bænum Bryne í suð-
vesturhluta Noregs í október í
fyrra.
„Dómstóllinn … dregur ekki í efa
að gjörðir hinnar ákærðu voru vís-
vitaðar. Hún mismunaði Bayan af
ásettu ráði með því að vísa henni á
brott af hárgreiðslustofu sinni
vegna þess að hún er múslími,“
sagði í dómnum.
Hodne var gert að greiða 10.000
norskar krónur í sekt og 5.000 í
dómskostnað.
Hyggst áfrýja dómnum
Verjandi Hodne sagði að hún
hygðist áfrýja dómnum. Hún viður-
kenndi þó að hún hefði getað verið
AFP
Sakborningurinn Hárgreiðslukon-
an Merete Hodne fyrir rétti.
Dæmd fyrir
mismunun
Hárgreiðslukonu gert að greiða sekt
Malika Bayan
Lögregluyfirvöld í Hollandi segjast
hafa ákveðið að beita örnum í bar-
áttunni gegn drónum. Ernir hafa
öldum saman verið notaðir til veiða
en Holland er fyrsta landið þar sem
lögreglan beitir þeim gegn drónum
þegar almenningi er talin stafa
hætta af þeim, að sögn talsmanns
hollensku lögreglunnar, Dennis
Janus. Fréttaveitan AFP hefur eftir
talsmanninum að tilraunir hafi gef-
ið góða raun, enginn fuglanna hafi
meiðst og enginn dróni komist úr
klóm arnar.
Aldagömul aðferð notuð gegn nýju vandamáli
AFP
Örnum beitt gegn drónum
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Verð 2.995
Stærðir 40-46
Verð 5.995
Stærðir 40-46
Herrainniskór
Að minnsta kosti 133 manns hafa
látið lífið og 395 til viðbótar er
saknað vegna flóða í Norður-
Kóreu, að sögn embættismanna
Sameinuðu þjóðanna. Fjölmiðlar í
Norður-Kóreu segja þetta mestu
flóð í landinu í áratugi.
Um 107.000 manns hafa neyðst til
að flýja heimkynni sín vegna flóða í
Tumen-fljóti. Vatn hefur flætt inn í
35.500 hús og um 69% þeirra ger-
eyðilögðust, að sögn embættis-
manna Samræmingarskrifstofu að-
gerða SÞ í mannúðarmálum,
OCHA.
Um 16.000 hektarar af ræktar-
landi hafa farið á kaf og að minnsta
kosti 140.000 manns þurfa á
neyðaraðstoð að halda. Embættis-
menn Sameinuðu þjóðanna segja að
flutningar hafi verið hafnir á
hjálpargögnum á flóðasvæðin.
Minnst 133 látnir og 395 saknað
FLÓÐ VALDA MIKLU MANNTJÓNI Í NORÐUR-KÓREU