Morgunblaðið - 13.09.2016, Side 18

Morgunblaðið - 13.09.2016, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kunnuglegumræða erhafin eftir prófkjör flokka og framboða. Ríkis- útvarpið einbeitir sér að Sjálfstæðis- flokknum og geng- ur í þeim efnum ekki gott til fremur en endranær. En stofn- unin er þess á milli í önnum við að koma illu til leiðar innan Framsóknarflokksins og ein- hver teikn eru um að hún sé að hafa nokkuð upp úr krafsinu. Er undrunarefni að liðsmenn þessarar ríkisfréttastofu skynji aldrei neitt skrítið í þessari framgöngu sinni. Forystufólk í Sjálfstæðis- flokki virðist hafa nokkrar áhyggjur af því hversu dræm þátttaka var í prófkjörum hans. Þróunin helst í hendur við minni áhuga almennings á að hafa stjórnmálaleg áhrif. Það birtist, bæði nær og fjær, í hnignandi þátttöku í almennum kosningum. Hitt hefur ekki breyst að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur yfirburði í þessum efnum hér á landi. Samfylk- ingin, sem um hríð gerði kröfu til að vera talin annar af „tveim turnum“ íslenskra stjórnmála hélt prófkjör í Reykjavík. Öss- ur Skarphéðinsson vann leið- togasæti í öðru kjördæminu með 664 atkvæðum í fyrsta sæti í sameiginlegu prófkjöri kjör- dæmanna. Ólöf Nordal hlaut 2090 atkvæði í sambærilegt sæti. Sigríður Ingibjörg Inga- dóttir hlaut 772 atkvæði í annað sætið og því leiðtogasæti í hinu kjördæminu. Guðlaugur Þór Þórðarson hlaut 2783 atkvæði í annað sæti sitt. Þarna munar miklu. Sé horft til Pírata, sem í augnablikinu teljast til stjórn- málalegs turns, er varla við hæfi að blanda lýðræðinu í lýs- ingu á aðferðum þeirra við val á frambjóðendum. Einstök ný framboð hafa fjölbreyttar að- ferðir í þessum efnum. Ein lýsir sér t.d. í þessari frétt: „Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, fyrrverandi varafor- maður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, hefur tilkynnt um framboð sitt fyrir Viðreisn. Þetta kemur fram í tísti hjá henni á Twitter. Tekur hún einnig fram að Þorsteinn Páls- son, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, ætli að ganga til liðs við Viðreisn.“ Nú má einfaldlega tísta sig í framboð í fyrsta sæti á lista og virðist ekki nokkur annar þurfa að samþykkja tístið. Það þótti veruleg lýðræðis- leg breyting að koma á próf- kjörum við val á frambjóðend- um.Valdið í framboðsmálum var að verulegu leyti fært frá flokksforystu til flokksfólks. Sjálf- stæðisflokkurinn hafði forystu um það. Vafalítið er að prófkjör voru í meginatriðum holl flokknum, þótt þau séu ekki gallalaus. Þau ýta iðulega undir innanflokksbaráttu, sem getur leiðst út í illindi og jafnvel hat- ur á milli manna. Þá reynir á samheldni manna í baráttu við raunverulega andstæðinga. Það mætti og telja til galla á prófkjörsaðferð, að fæstir kjós- enda í prófkjöri eru meðvitaðir um að raða þurfi saman lista sem höfði almennt til stuðn- ingsmanna flokksins og þeirra sem gætu hugsað sér að kjósa hann að þessu sinni. Kjósendur eru oft aðeins mættir til að kjósa sinn mann og tryggja honum „öruggt sæti“ eða stökkpall til áhrifa síðar. Takist að þessu leyti ekki vel til í próf- kjöri að mati tiltekins hóps og jafnvel verulegs fjölda, vakna gjarnan kröfur um að flokks- valdið grípi í taumana. Það hef- ur oft verið reynt, en sjaldan gefist vel. Það er auðvitað þannig, að trúnaðartitill, svo sem ráð- herra, þingmanns eða forystu- sveitar er fallinn til þess að gefa frambjóðendum í prófkjöri forskot. Dugi það ekki til og jafnvel þó að æskilegt þætti að hafa önnur blæbrigði á lista en þau sem prófkjör skilaði er hæpið að bregðast við með valdi. Síðustu prófkjör Sjálf- stæðisflokksins tryggja ákveð- inn stöðugleika og nokkra endurnýjun umfram það sem orðið var með ákvörðun margra þingmanna um að verða ekki í framboði. Árangur Páls Magn- ússonar í Suðurkjördæmi er mjög eftirtektarverður og lík- legur til að styrkja stöðu flokksins í kjördæminu. Formaður flokksins fær trausta útkomu í sínu kjördæmi og varaformaðurinn má einnig vel við una. Sama má segja um Harald Benediktsson og Krist- ján Þór Júlíusson í sínum kjör- dæmum. Óli Björn Kárason er hástökkvarinn í Suðvestur- kjördæmi. Hann hefur, umfram marga, tileinkað sér skarpa hugsjónatengda og gagnsæja hugmyndalega baráttu. Vissulega mun mörgum þykja að hlutur ýmissa hæfi- leikakvenna og -karla hefði mátt vera betri. En ákvörðun um prófkjör felur í sér, að flokksfólkið á hverjum stað hefur talið að á þessum tíma henti það flokknum best. Því er mjög hæpið að tilraun til að hræra í úrslitunum reynist farsæl. Um prófkjör og eftirleik. Best að stíga varlega til jarðar} Kostir og gallar prófkjörs E rt þú gamla konan í hópnum?“ spurði sonur minn eftir að ég hafði haldið matarboð fyrir sam- nemendur mína úr mastersnám- inu. Já, ekki gat ég víst neitað því og enn á ný er ég minnt á aldurinn. Sem færist hratt yfir, verð ég að segja, með öllu því sem fylgir. Líklega myndi ég teljast miðaldra þótt mig hrylli við því orði. Það styttist óðfluga í hálfrar aldar afmælið og þótt ég sé ákaflega þakklát fyrir líf mitt verð ég samt að viðurkenna að mér finnst ég ekki vera svona gömul. Ég er haldin aldurs- komplexum sem ég reyni að breiða yfir með því að sýnast yngri og reyni eftir fremsta megni að dylja fáfræði mína þegar ég er innan um yngra fólk. Kinka bara viturlega kolli þeg- ar rætt er um áhugamál þess sem ég hef ekk- ert vit á. Þykist þekkja hina og þessa tónlistarmennina. Eða hvar heitasti skemmtistaðurinn er. Ég fór um daginn á Bieberinn ásamt sonum mínum tveimur og sátum við í stúku. Það var nú bara af því að gamla gat ekki hugsað sér að standa upp á endann í marga klukkutíma eftir langa vinnuviku. Eldri sonurinn var fljótur að láta sig hverfa niður á gólf til unglingsvina sinna, enda ekki kúl að sitja þarna með aldraðri móður. Í stúkunni var gott útsýni og þægilegt að vera. Þar til tónleikarnir byrjuðu. Hávaðinn var yfirgengilegur og bassinn stilltur þannig að bringan á mér var að springa og mér leið eins og ég væri með dúndrandi kökk í hálsinum. Unglingsstúlkan fyrir aftan mig öskraði þannig að hún hefði getað sprengt nokkur kristalsglös. Hljóðið smaug í gegnum merg og bein. Ég sendi skilaboð á systur mína sem sat hinum megin í stúkunni. „Voðalega er þetta hátt. Mér er svo illt í bringunni!“ Hún svaraði, „Já, mér er illt í hjartanu. Og mér líður eins og það sé verið að kyrkja mig.“ „Já, þetta er rosalegt, geturðu ekki beðið þá um að lækka aðeins?“ spurði ég hana í gríni þó mér væri í raun full alvara. Við systur þraukuðum í gegnum tónleikana en ákváðum að þetta yrðu okkar síðustu stór- tónleikar. Héðan í frá verða það bara huggu- legheit í Hörpunni eða á Rosenberg. Ég berst með kjafti og klóm gegn öldr- uninni. Hamast eldsnemma á morgnana í ræktinni. Held mig frá tóbaki og áfengi. Forð- ast mikið sykurát. Mæti reglulega á snyrti- stofur. Fel gráu hárin undir ljósum strípum. Það nefni- lega klæðir afar fáar konur að vera gráhærðar. Annað virðist gilda um karla; um leið og þeir fá grátt í vanga er rætt um það í saumaklúbbum. „Þvílíkur silfurrefur er hann orðinn, löðrandi af kynþokka!“ Aldrei held ég að karlar tali svona um konur. Frekar gæti heyrst í karla- klefum: „Já, hún er farin að grána. Minnir á ömmu mína.“ Það er sem sagt full vinna að halda sér unglegum en auðvitað er aðalmálið að halda sér hraustum. Hvað með það þó ég viti ekki hver Sturla Atlas er? Og nokkrar hrukkur í kringum augun eru jú bara sjarmerandi. Smá lærapokar eru í lagi. Á öðrum konum. Bara ekki á mér. asdis@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir Pistill Komplexar miðaldra konu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Um 82% kjósenda í Rúss-landi styðja VladimírPútín forseta þrátt fyrirmikinn efnahags- samdrátt í landinu en kannanir benda til þess að fylgi bandamanna hans í stjórnarflokknum Sameinuðu Rússlandi hafi minnkað síðustu mán- uði. Talið er þó ólíklegt að staða flokksins veikist í Dúmunni, neðri deild þingsins, í þingkosningum sem fara fram á sunnudaginn kemur. Starfsmenn stjórnarflokksins eru farnir að hringja í kjósendur til að tryggja að vinsældir forsetans verði bandamönnum hans til fram- dráttar í þingkosningunum. „Gott kvöld! Þetta er frá starfsliði Samein- aðs Rússlands,“ segir röddin í sím- anum, að því er fram kemur í frétta- skýringu norska daglaðsins Aftenposten. „Allir vita að Vladimír Pútín forseti leggur hart að sér fyrir Rússland. Vilt þú líka styðja Pútín með því að kjósa flokkinn Sameinað Rússland í kosningunum?“ Í skoðanakönnun, sem gerð var í ágúst, sagðist 31% Rússa ætla að kjósa Sameinað Rússland, um átta prósentustigum færri en í júlí. Í apríl mældist fylgi flokksins 42% og í síð- ustu þingkosningum fékk flokkurinn tæpan helming atkvæðanna. Þetta fylgistap hefur þó ekki orðið til þess að aðrir flokkar hafi aukið fylgi sitt, heldur hefur óá- kveðnum kjósendum og þeim sem ætla ekki að kjósa fjölgað. Í síðustu könnuninni mældist Kommúnista- flokkurinn, sem hefur stutt ráða- mennina í Kreml, með sama fylgi og í júlí, eða um 10%. Flokkur þjóð- ernissinnans Vladimírs Zhírínovskí mældist með 9% fylgi, prósentustigi minna en í júlí. Ef aðeins er tekið mið af þeim sem hafa gert upp hug sinn og ætla að kjósa er fylgi Sameinaðs Rúss- lands um 50%, 15 prósentustigum minna en í janúar. Fylgi flokksins er núna svipað og í kosningunum 2011 þegar hann fékk 49,3% atkvæðanna og tæp 53% sætanna í Dúmunni. Efnahagssamdrátturinn virðist einkum hafa bitnað á forsætisráð- herranum Dmítrí Medvedev því að hundruð þúsunda Rússa hafa skrifað undir áskorun um að hann láti af embætti. Pútín hefur þó lýst yfir stuðningi við Medvedev og ríkis- stjórn hans. Þótt forsetinn hafi verið gagn- rýndur fyrir ýmsar ráðstafanir til að hindra mótmæli og andstöðu við hann hefur stjórnmálaflokkum landsins fjölgað frá síðustu þing- kosningum úr sjö í 74. Aðeins fjór- tán þeirra geta tekið þátt í kosning- unum á sunnudag vegna reglna sem kveða m.a. á um að flokkarnir þurfi að safna 200.000 undirskriftum stuðningsmanna í a.m.k. 29 lýðveld- um og héruðum, eða undirskriftum 3% kjósenda í hverju héraði. Stjórnarflokkurinn gæti styrkt stöðu sína Af þessum fjórtán flokkum eru aðeins fjórir taldir eiga möguleika á því að fá nógu mikið fylgi, eða minnst 5%, til að fá fulltrúa í Dúmunni. Þessir flokkar eru Sameinað Rúss- land, Kommúnistaflokkurinn, þjóðernisflokkur Zhírínovskís og vinstriflokkurinn Réttlátt Rússland. Rússneski stjórnmálaskýrand- inn Níkolaj Petrov telur að litlar breytingar verði á Dúmunni í kosn- ingunum. Hann segir í grein á vef hugveitunnar European Council of Foreign Relations að líklegt sé að Sameinað Rússland styrki stöðu sína í þingdeildinni á kostnað flokks Zhírínovskís og Réttláts Rússlands. „Viltu styðja Pútín með því að kjósa flokkinn?“ AFP Vinsæll Vladimír Pútín með kjósendum á Rauða torginu í Moskvu á laugardaginn var þegar haldið var upp á 869 ára afmæli borgarinnar. Vladimír Pútín hefur valið nokkra af fyrrverandi lífvörðum sínum í áhrifamikil héraðsstjóra- embætti, að því er fram kemur í grein í The New York Times eftir rússneska blaðamanninn og rit- höfundinn Oleg Kashin. Hann segir að þótt íbúar héraðanna kjósi héraðsstjórana formlega ráði forsetinn því í raun sjálfur hverjir verði fyrir valinu vegna þess að hann tilnefnir þá og kjör- nefndirnar í héruðunum lúta stjórn hans. Kashin nefnir sem dæmi Aleksei Diumin sem var líf- vörður Pútíns í 15 ár áður en hann var gerður að héraðsstjóra í Tula-héraði fyrr á árinu. Annar fyrrverandi lífvörður hans, Jev- gení Zinitsev, var gerður að hér- aðsstjóra í Kalíníngrad í júlí. „Þegar Pútín verður uppiskroppa með lífverði getur hann ef til vill byrjað á að velja matreiðslu- mennina sína og vinnukonurnar í embættin,“ segir Kashin. Koma kokk- arnir næst? LÍFVERÐIR GERÐIR AÐ HÉRAÐSSTJÓRUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.