Morgunblaðið - 13.09.2016, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016
Þótt kosningar séu
jafnvel á næsta leiti og
fólk og flokkar kunni
að takast á um menn
og málefni heldur fólk
áfram að fá óvænt tíð-
indi, takast á við von-
brigði, særast og meið-
ast, missa og syrgja,
upplifa og njóta, gleðj-
ast og fagna.
Til þeirra sem hafa misst
Það er svo þungt að missa. Til-
veran er skekin á yfirþyrmandi hátt.
Angistin fyllir hugann, örvæntingin
og umkomuleysið getur verið svo al-
gjört. Tómarúmið hellist yfir og til-
gangsleysið virðist blasa við.
Það er svo sárt að sakna en það er
gott að gráta. Tárin eru dýrmætar
daggir, perlur úr lind minninganna.
Minninga sem tjá kærleika og ást,
væntumþykju og þakklæti fyrir
liðna tíma. Minninga sem þú einn átt
og enginn getur afmáð eða frá þér
tekið. Tárin mýkja og tárin styrkja.
Í þeim speglast fegurð minninganna.
Gráttu því að sælir eru sorgbitnir
því að þeir munu huggaðir verða.
Sælir eru þeir sem eiga von á Kristi í
hjarta því að þeir munu lífið erfa og
eignast framtíð bjarta.
Öxl og hjarta
Þegar áfall og angist, sorg og ótti
sækja að er nauðsynlegt að eiga að
hjarta sem skilur og öxl til að gráta
á. Þá er ómetanlegt að eiga góða vini
eða einhvern að sem maður treystir,
til að tala við. Einhvern sem kann að
hlusta, veita umhyggju og sýna
skilning.
Traustir vinir eru ekki sjálfgefnir.
Þeir eru þakkarverð Guðs gjöf.
Jarðneskir englar sem létta undir og
geta skipt sköpum um
líðan fólks. Einkum í
hremmingum, þegar
heilsan svíkur eða á efri
árum þegar fjaðrirnar
taka að reitast af hver
af annarri. Því þá fyrst
kemur í ljós hverjir eru
sannir vinir í raun.
Djúp og varanleg
vinátta er dýrmætari
en veraldlegar við-
urkenningar og allt
heimsins gull og silfur.
Henni þarf ekki endi-
lega alltaf að fylgja svo mörg orð
heldur gagnkvæmt traust og raun-
veruleg umhyggja. Kærleikur sem
ekki yfirgefur.
Bæn, söngur og tónlist
Svo er bænin náttúrulega, söngur
og tónlist eitthvað það dásamlegasta
sem til er, að ógleymdum fallegum
ljóðum sem snerta strengi að ekki sé
nú talað um fyrirheit, huggunar- og
hvatningarorð frelsarans sjálfs sem
vill taka okkur að sér og hefur heitið
því að yfirgefa okkur aldrei.
Hvort sem þú ert sorgbitinn eða
glaður, dapur eða kátur þá skaltu
syngja og biðja.
Söngur og tónlist ásamt ljóðum og
orðum frelsarans Jesú mýkja nefni-
lega hjartað, styrkja andann, gleðja
geðið og næra sálina. Og með bæn-
inni kemst jafnvægi á hugann og
friður færist í hjartað.
Fyrir mér er bænin besta áfalla-
hjálpin. Hún er kvíðastillandi og
steitulosandi. Hún styrkir fjöl-
skyldubönd og er eitthvað svo nær-
andi, líknandi og læknandi andlega
og jafnvel líkamlega. Áhyggjurnar
líða á braut og friðurinn tekur að
flæða inn.
Bænin er sem græðandi smyrsl.
Hún græðir sár, líknar og læknar,
laðar og leiðir, uppörvar, styður og
hvetur.
Það er einhvern veginn ekkert
sem sameinað getur fólk betur en
ómetanleg samstaða í bæn. Það ein-
faldlega bara gerist eitthvað óút-
skýranlegt.
Ég verð þó að viðurkenna að ekki
veit ég nákvæmlega alltaf almenni-
lega og kannski sjaldnast hvað bæn-
in er eða hvernig hún virkar. En hitt
veit ég af því að ég hef svo margoft
og iðulega upplifað það sjálfur að
mér finnst svo ósegjanlega gott að
hvíla í henni. Fá að meðtaka fyr-
irgefninguna og friðinn sem henni
fylgir.
Þar sem fegurðin býr
Það er mín sannfæring að feg-
urðin og friðurinn komi með bæn-
inni. Þegar við köfum inn í okkar
innsta kjarna. Bænin er nefnilega
uppspretta bættra samskipta, virð-
ingar og samstöðu sé hún beðin af
einlægni hjartans og í auðmýkt.
Fegurðin býr þar sem fyrirgefn-
ing, réttlæti og friður faðmast. Og
fegurðin er fingrafar Guðs í þessum
heimi, og þú þar með talið.
Takk óskiljanlegi Guð fyrir að
mega þiggja þann leyndardóm að
gjöf sem lífið er og ég skil ekki. Takk
fyrir að mega meðtaka það, lifa því
og njóta þess, þrátt fyrir allt.
Lifi lífið!
Besta áfallahjálpin
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
» Traustir vinir eru
ekki sjálfgefnir. Þeir
eru þakkarverð Guðs
gjöf. Jarðneskir englar
sem létta undir og geta
skipt sköpum um líðan
fólks.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld
og rithöfundur og aðdáandi lífsins.
Við hjónin ákváðum
að taka þátt í Menning-
arnótt í Reykjavík og
hjóluðum stíginn sem
liggur frá Skarfa-
bryggju niður að Lækj-
argötu. Þegar við hjól-
um fram hjá
Laugarnestanga sé ég
nokkra ferðamenn úti í
móa. Ég hugsaði með
mér, flott þeir eru
komnir í berjamó og fór að gefa þeim
gaum, en þegar ég sá hvernig í öllu lá
var bleik brugðið! Þeir voru ekki í
berjamó, þeir voru að gera þarfir sín-
ar inni í miðri Reykjavík um hábjart-
an dag. Ég fékk vægt áfall og menn-
ingardagurinn fór í andhverfu sína á
augabragði. Ég hélt að ég yrði ekki
eldri, á dauða mínum átti ég von en
ekki þessu í höfuðborg Reykjavíkur.
Engin salernisaðstaða á þessari leið.
Er þetta í lagi árið 2016?
Í allt sumar hefur rignt yfir frétt-
um af ófullnægjandi aðstöðu við
helstu náttúruperlur landsins, fyrir
skömmu voru fréttir frá Reykjadal í
Hveragerði. Þangað koma 500
manns á dag, í ár var áætlað að setja
20 milljónir í að laga svæðið en nú
eru peningar búnir. Fleiri staðir hafa
verið í umræðunni: Geysir, Selja-
landsfoss, Jökulárlón, Dyrhólaey og
svona mætti lengi telja.
Ef hver ferðamaður greiddi 5 doll-
ara í aðgangseyri í Reykjadal kæmu
inn 2500 dollarar á dag, það eru
300.000 þúsund kr. Til samanburðar
kostar 25 dollarar inn í þjóðgarða í
Bandaríkjunum.
Hvers vegna er ekki
innheimtur aðgangs-
eyrir og þessu vand-
ræðaástandi kippt í
lag?
Nú eru þrjú ár síðan
ríkisstjórnin tók við.
Drottning ferðamála
steig fram með miklum
gassagangi í upphafi
tímabilsins, lofaði nátt-
úrupassa og mörgu
fleiru, maður gerði sér
miklar vonir um að nú
yrði gengið vasklega fram og veru-
legar úrbætur gerðar á vinsælustu
ferðamannastöðum landsins. Ráð-
herrann stakk sér í djúpu laugina og
nú átti að láta verkin tala, en þegar á
reyndi kom í ljós að hann var ósynd-
ur og er búinn að busla þarna í þrjú
ár. Ekki ætla ég að kenna ráðherran-
um einum um getuleysið, ég veit ekki
til þess að svo mikið sem einn þing-
maður hafi kastað kút út í laugina til
þess að draga ráðherrann að landi.
Ég heyrði ráðherrann segja við
Ingva Hrafn þegar hann spurði hann
hvort ekki væri í lagi að innheimta
aðgangseyri við Dettifoss; nei, Ingvi
við fáum svo lítið, ráðuneytið er búið
að reikna það út, aðeins 70 milljónir.
Það hefði þótt miklir peningar í
minni sveit. Það eru 700 miljónir á tíu
árum. Ráðherrann bætti svo í að
kortavelta erlendra ferðamanna væri
svo mikil að þangað ætlaði hann að
sækja peningana. Þarna stendur
hnífurinn í kúnni, ég er alls ekki sam-
mála ráðherra um að það eigi að taka
peninga úr ríkissjóði.
Undirritaður hefur ekið yfir 30.000
km um þver og endilöng Bandaríkin
og Kanada, 25.000 km um Evrópu og
er gjörkunnugur því hvernig erlend-
ar þjóðir taka á móti fólki.
Á öllum ferðamannastöðum í
Bandaríkjunum eru þjónustu-
miðstöðar. Þangað verða allir að
fara, skráð er kyn, aldur og þjóðerni,
og gestir fá upplýsingabækling með
teikningum af svæðinu og fá þá um
leið að vita hvar salerni eru. Að-
gangseyririnn er notaður til að
byggja upp gott aðgengi um svæðið,
enda allar aðstæður fyrir ferðamenn
frábærar. Bláa lónið er dæmi um
svona vinnubrögð hér.
Í Austurríki verða allir að greiða
vegatoll. Gjaldið er greitt á bens-
ínstöðvum áður en ekið er yfir landa-
mærin, greitt fyrir einn dag, eina
viku, tvær vikur o.s.frv. Gjaldið fer
eftir hámarksþyngd bílsins.
Ferjan Smyrilline
Með ferjunni koma hingað þús-
undir bíla á hverju ári af öllum gerð-
um og stærðum.
Þeir eru hérna frá tveimur vikum
upp í þrjá mánuði og svo koma rútur,
sem keyra hring eftir hring með far-
þega frá Keflavík. Ég veit ekki til
þess að þeir borgi vegatoll. Er þetta í
lagi, góðir alþingismenn?
Á síðastliðnu ári hófu heimamenn í
Námaskarði í Mývatnssveit og Geysi
að innheimta aðgangseyri til að afla
sér fjármagns til framkvæmda. Hvað
gerðist? Ögmundur mikli tók víkinga
í Íslendingasögunum sér til fyr-
irmyndar og skundaði á Geysi með
sverð og skjöld að vopni – og auðvit-
að með fjölmiðlamenn í bandi á eftir
sér – og rak innheimtumennina
heim. Þar drýgði Ögmundur dáð
mikla „að eigin mati“. Ég varð ekki
var við að svo mikið sem einn þing-
maður tæki upp hanskann fyrir
Geysismenn. Hvað hefur gerst á
Geysi síðan? Ekkert! Frægasti og
fjölmennasti staður landsins skal
halda áfram að vera þjóðinni til
skammar.
Alþingismenn: því miður hafið þið
sýnt algjört getuleysi í þessum mál-
um og eruð með allt niðrum ykkur
hvað uppbyggingu ferðamála varðar.
Ég skora á ykkur að gyrða ykkur í
brók, bretta upp ermar og koma ykk-
ur að verki. Þið eruð búnir að halda
svo til öllum ferðamannastöðum í
gíslingu síðan vöxtur hljóp í þennan
iðnað og nú er mál að linni. Takið
Bláa lónið ykkur til fyrirmyndar. Þar
hefur Grímur Sæmundsen unnið
þrekvirki og á heiður skilið, ferða-
mennirnir bíða í biðröðum eftir að
komast inn og borga aðgangseyri
með glöðu geði.
Við ykkur, ágætu sveitarstjórn-
armenn og landeigendur, vil ég segja
þetta: Takið málin í ykkar hendur.
Ef þið ætlið að treysta á peninga úr
ríkissjóði þá mun allt gerast á hraða
snigilsins. Þið þurfið að gera svæðin
boðleg fyrir gesti og innheimta sann-
gjarnan aðgangseyri eins og erlend-
ar þjóðir gera. Látið reyna á þetta,
Ögmundur mikli er að hætta á þingi
og ég trúi því ekki að það leynist ann-
ar Ögmundur í þingsalnum. Ef það
verður sett lögbann á ykkur er ekki
nema eitt í stöðunni. Þið girðið svæð-
ið af, setjið upp stórt skilti sem á
stendur: Allur aðgangur bannaður.
Þá mun þjóðin losna við allan átroðn-
ing ferðamanna og náttúran fær að
vera í friði.
Eftir að hafa lent í óhappinu á
göngustígnum Skarfabryggja –
Lækjatorg fór ég að hugsa um hring-
veginn, 1.500 km leið, hvergi á þess-
um hring er boðið upp á salern-
isaðstöðu. Ferðamenn verða að
treysta á verslunareigendur en kl.
11.30 loka allar verslanir og skella í
lás. Nú er flogið til landsins allan sól-
arhringinn og fjöldinn allur akandi
um þjóðvegi landsins að næturlagi.
Hvar eiga menn að athafna sig? Að
lokum þetta: Þjóðin er komin upp að
vegg. Ætlum við að drukkna í skít,
eða skafa flórinn?
Menningarslys á Menningarnótt
Eftir Anton
Bjarnason »Ætlum við að
drukkna í skít, eða
skafa flórinn?
Anton Bjarnason
Höfundur er farfugl og lífeyrisþegi.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Gott skor hjá feðgunum
í Gullsmáranum
Spilað var á 10 borðum í Gull-
smára mánudaginn 5. september.
Úrslit í N/S:
Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðarson 227
Heiður Gestsd. - Gunnar M. Hansson 192
Pétur Antonsson - Guðlaugur Nielsen 189
Samúel Guðmss. - Jón Hannesson 177
A/V
Rut Árnadóttir - Ása Jónsdóttir 193
Sigurður Gíslason - Reynir Bjarnason 187
Haukur Bjarnason - Hinrik Lárusson 185
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 173
Spilað var á 11 borðum (22 pör)
fimmtudaginn 8. september.
Úrslit í N/S:
Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 200
Kristín Óskarsd. - Unnar Guðmss. 197
Ragnh. Gunnarsd. - Sveinn Sigurjónss. 182
Guðrún Gestsd. - Ragnar Ásmundss. 179
A/V
Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 213
Sigurður Njálsson - Óskar Karlsson 192
Óskar Ólason - Ágúst Vilhelmsson 177
Sigurður Gíslason - Reynir Bjarnason 173
Félag eldri borgara
í Reykjavík
Fimmtudaginn 8. september var
spilað á 11 borðum hjá bridsdeild
Félags eldri borgara í Reykjavík.
Efstu pör í N/S
Jón Sigvaldason – Ragnar Haraldsson 258
Tómas Sigurjs. – Jóhannes Guðmannss. 239
Trausti Friðfinnss. – Guðl. Bessason 238
Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 234
A/V
Kristján Guðmss. – Björn Pétursson 261
Jón Þ. Karlsson – Bautouin Totin 260
Helgi Samúelss. – Sigurjón Helgason 245
Elín Guðmanns. – Friðgerður Benedikts.
243
Osta fondue-veisla
Komdu þínum á óvart
4.990,-ámann
bóka þarffyrirfram
Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is
Upplifðu haustið á hálendi Íslands
Gistihúsið Hrauneyjar og Hótel Háland eru aðeins
í 150km fjarlægð frá Reykjavík
50% afsláttur af gistingu allar helgar í september