Morgunblaðið - 13.09.2016, Page 27

Morgunblaðið - 13.09.2016, Page 27
1980 og umsjónarlæknir starfs- mannaheilsuverndar í Járnblendi- verksmiðjunni í 20 ár og í Álverinu í Grundartanga í 10 ár. Þá var Reyn- ir læknir Dvalarheimilis aldraðra á Akranesi frá upphafi til starfsloka. „Vinnan hefur verið mínar ær og kýr og því tímafrek.“ Reynir sat í stjórn Rauðakross- deildarinnar um tíma og í stjórn FÍH, hefur sinnt félagsstörfum við Golfklúbbinn Leyni, sat þar í stjórn árum saman, var formaður klúbbs- ins í sex ár og sat síðan í ýmsum nefndum hans: „Fyrir þessi fé- lagsstörf hef ég verið heiðraður með gullmerki GSÍ og ÍA og var gerður að heiðursfélaga golfklúbbs- ins 2015. Golfið hefur veitt mér mikla ánægju enda hef ég stundað golfíþróttina af nokkru kappi í ára- tugi. Ég komst lægst í 8 í forgjöf en hún er nú á uppleið. Fyrir nokkrum árum gekk ég í skógræktarfélag og fæ mikið út úr því að taka þátt í fjölbreyttum störfum þar. Auk þess er ég í ljósmyndaklúbbi hér á Akranesi. Konunni minni kynntist ég fyrst 12 ára í dansskóla Hermanns. Rakst síðan á hana á Garðsballi á háskólaárunum og hef ekki getað litið af henni síðan. Áhugamálin felast í útivist sem ég fæ nóg af í golfinu og í göngu- ferðum, einkum innanlands, sem við hjónin höfum farið í með ferða- félögum og í góðra vinahópi. Ferða- lög erlendis höfum við farið í ófá og haft mikla ánægju af. Eftir að ég hætti að vinna sinni ég áhugamál- unum og yngstu barnabörnunum.“ Fjölskylda Eiginkona Reynis er Guðbjörg Sæunn Árnadóttir, f. 7.8. 1945, kennari. Foreldrar hennar voru Árni Guðmundsson, f. 2.11. 1916, d. 3.11. 1976, bakari, og Karólína Stef- ánsdóttir, f. 31.7. 1917, d. 17.11. 1998, gangastúlka. Þau voru búsett í Reykjavík. Börn Reynis og Guðbjargar eru 1) Árni Pétur, f. 21.11. 1970, kenn- ari, búsettur í Mosfellsbæ, en fyrr- verandi kona hans er Erla Sigurð- ardóttir kennari og eru börn þeirra Reynir Ími, f. 1999, Sæunn Erla, f. 2001, og Karólína Björg, f. 2008; 2) Kári Steinn, f. 12.3. 1974, viðskipta- fræðingur á Akranesi, en kona hans er Elín Davíðsdóttir kennari og eru börn þeirra Alexander Örn, f. 1998, og Arnar Már, f. 2002; 3) Elín Theódóra, 30.7. 1980, félagsráðgjafi á Akranesi, en sambýlismaður hennar er Árni E. Gíslason smiður og eru börn þeirra: Ísólfur Keran, f. 13.7. 2012, og Iðunn Ísis, f. 22.9. 2013. Bróðir Reynis er Þorsteinn, f. 13.4. 1952, verslunarmaður í Reykjavík. Foreldrar Reynis voru Þorsteinn Collin Guðmundsson, f. 20.9. 1916, d. 25.6. 1980, bílstjóri í Reykjavík, og Elín Theódóra Björnsdóttir, f. 24.7. 1928; d. 6.11. 2013, vefari. Úr frændgarði Reynis Þorsteinssonar Reynir Þorsteinsson Guðrún Runólfsdóttir útg.m. og fl. í Vestmannaeyjum Sveinn Jónsson húsasm. í RvíkSigurveig Sveinsdóttir matreiðsluk., kenndi matreiðslu á Hótel Íslandi Björn Sæmundsson verkam. í Rvík Elín Björnsdóttir vefari í Rvík Kristín Guðbrandsdóttir verkakona á Skálum Sæmundur Illugason b. á Skálum á Langanesi Jóhanna Guðmundsd. húsfr. í Rvík Kristjón Ásmundsson b. og búfr. á Minna-Mosfelli og í Útey í Laugardal Sesselja Þorsteinsd. húsfr. í Rvík Baldur Johnsen læknir Sveinn Björnsson listmálari Knútur Björnsson lýtalæknir Sæmundur Björnsson flugumsjónarmaður Júlíana Sveinsdóttir listmálari Sveinn M. Sveinsson forstj. Völundar Sveinn Kjartan Sveinsson forstj. Völundar Haraldur Sveinsson fyrrv. framkv.stj. Árvakurs Sigurður Sveinsson handboltakappi Karl Laxdal Snorrason verkfr. Bergsteinn Kristjónsson kennari, oddviti og hótelstj. á Laugarv. Örn Clausen hrl. Skúli Johnsen læknir Sveinn Sveinsson læknir Kári Knútsson læknir Eyjólfur Sæmundsson forstöðum.Vinnueftirlitsins Jóhanna Vigdís Arnardóttir leik- og söngkona Kristjón Kristjónsson framkv.stj. í Rvík Haukur Clausen tannlæknir Björn Johnsen læknir Erlendur Sveinsson forst.m. Kvikmyndasafns Íslands Ragnheiður Elín Clausen fyrrv. þulur og fréttam. Snorri Laxdal læknir Hörður Bergsteinsson læknir Bragi Kristjónsson bóksali Jóhanna Kristjónsd. rithöfundur Hrafn Jökulsson rithöfundur Illugi Jökulsson rithöfundur Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur Arnheiður Magnúsdóttir húsfr. í Eyvindartungu Þorsteinn Jónsson b. í Eyvindartungu í Laugardal Jónína Þorsteinsdóttir húsfr. á Apavatni Guðmundur Ásmundsson b. á Efra-Apavatni í Laugardal Þorsteinn Guðmundsson bílstj. í Rvík Guðrún Jónsdóttir húsfr. á Neðra-Apavatni Ásmundur Eiríksson b. á Neðra-Apavatni ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016 Jón Þórarinsson tónskáld fædd-ist í Gilsárteigi í Eiðaþinghá13.9. 1917. Foreldrar hans voru Þórarinn Benediktsson, hreppstjóri og alþingismaður í Gilsárteigi og k.h., Anna María Jónsdóttir húsfreyja. Fyrri kona Jóns var Þórdís Edda Kvaran og eignuðust þau þrjú börn en seinni kona hans var Sigurjóna Jakobsdóttir og eignuðust þau fjögur börn. Jón varð stúdent frá MA 1937, stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík, var í einkatímum hjá dr. Victor Urbancic, stundaði nám við Yaleháskóla, lauk Mus.B.-prófi í tón- fræði 1946, og Mus.M.-prófi í tón- smíði 1947 en kennari hans var Paul Hindemith, sótti námskeið við Juilli- ard-skóla í New York og fór námsför til Austurríkis og Þýskalands og dvaldi þá lengst af í Vínarborg. Jón var yfirkennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík og kennari þar með hléum eftir 1979, og við Söngskólann í Reykjavík, og starfsmaður RÚV á stríðsárunum og fulltrúi í tónlistar- deild 1947-56. Jón hefur verið talinn helsti for- göngumaður að stofnun Sinfóniu- hljómsveitar Íslands, var fyrsti stjórnarformaður hennar, fram- kvæmdastjóri og stjórnarmaður í 20 ár, var dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins 1968- 79, sat í útvarpsráði, stjórn og úthlut- unarnefnd Kvikmyndasjóðs og Menningarsjóðs útvarpsstöðva, var tónlistargagnrýnandi dagblaða og söngstjóri Karlakórsins Fóstbræðra, Stúdentakórsins og Gamalla Fóst- bræðra. Þá var hann forseti Banda- lags islenskra listamanna í tvígang og stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík. Jón starfaði að rannsóknum og rit- un íslenskrar tónlistarsögu um árabil og sinnti tónsmíðum en meðal stærri verka hans má nefna Völuspá og Minni Ingólfs, bæði samin fyrir hljómsveit og kór, auk sönglaga, kammerverka og kórverka. Jón lést 12.2. 2012. Merkir Íslendingar Jón Þórarinsson 90 ára Elín Árnadóttir Haukur Aðalgeirsson Kristinn A. Guðjónsson Svandís Matthíasdóttir 85 ára Helga Kristrún Jónsdóttir Magnús Andrésson 80 ára Aðalbjörg Hafsteinsdóttir Einar Sverrisson Guðrún Jensdóttir 75 ára Auður Pétursdóttir Eysteinn Jónsson Sigrún Jónína Jensdóttir Sigurður B. Viggósson 70 ára Arndís Gísladóttir Birna Geirmundsdóttir Erla Elva Möller Guðmundur Skúli Bragason Gunnsteinn Gíslason Ingi Sigurðsson Margrét Jóhannsdóttir Reynir Þorsteinsson Sigríður J.W. Kristinsdóttir 60 ára Aðalheiður Guðjónsdóttir Dóróthea H. Jóhannsdóttir Friðrik Snorrason Guðmundur Á. Geirsson Hafdís Jónsdóttir Jadwiga Lempicka Jónas Bjarnason Kristján Gunnlaugsson Lúdmíla Pála Ermolinskaja Sveinbjörn Ö. Sigurbjörnsson Vilhjálmur Sigurðsson 50 ára Erlendur Pálsson Gunnhildur Grétarsdóttir Haraldur Sæmundsson Hólmfríður Guðbjörnsdóttir Ingi Jóhannes Erlingsson Jón Einar Eysteinsson Kolbrún Markúsdóttir Sigurbjörn Þorkelsson Stefán P. Pálsson Stígur Andri Herlufsen Þuríður Ketilsdóttir 40 ára Arnar Jónasson Ásgrímur Guðbjartsson Bjarni Jakob Gíslason Dagbjört Edda Barðadóttir Gestur Benediktsson Guðmundur Reynir Georgsson Guðrún E. Þorvarðardóttir Guðrún M. Vilbergsdóttir Hilmar Hilmarsson Hrannar Már Pétursson Ionel Imbrea Jenný Erla Jónsdóttir Jónína Björk Erlingsdóttir Karen Hilmarsdóttir Katarzyna Zaorska Kristján Guðbjartsson Magnús Jónsson Magnús Ómarsson Marcin Karol Kmiecik Tadeusz Grzegorz Gruca Valgerður G. Guðnadóttir 30 ára Björn Orri Sveinsson Giedre Maseikina Hilmir Berg Ragnarsson Jóhann Gísli Jóhannesson Kristinn Guðmundsson Margrét S. Kristjánsdóttir Marteinn Ingi Smárason Sara Pálsdóttir Vala Sigrún Valþórsdóttir Þórður Hafliðason Til hamingju með daginn 30 ára Þórður ólst upp á Siglufirði, býr í Kópavogi, lauk prófum í vefþróun í Danmörku og starfar hjá TM Software hjá Nýherja. Dóttir: Bríet Lovísa, f. 2015. Foreldrar: Hafliði Hafliða- son, f. 1957, verslunar- maður hjá BYKO, og Helga Magnea Harðar- dóttir, f. 1953, starfs- maður við Boðaþing í Kópavogi. Þau búa í Kópavogi. Þórður Hafliðason 30 ára Vala Sigrún býr í Kópavogi, lauk ML-prófi í lögfræði frá HR og er rekstrar- og sölustjóri hjá 66°Norður. Maki: Rúnar Bridde, f. 1979, sviðsstjóri hjá Regin fasteignafélagi. Stjúpbörn: Ísey, f. 2001; Hrafnkell, f. 2003, og Val- ur, f. 2007. Foreldrar: Baldvina Sverrisdóttir, f. 1957, og Valþór Sigþórsson, f. 1956. Vala Sigrún Valþórsdóttir 30 ára Sara ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk ML-prófi í lögfræði frá Há- skólanum í Amsterdam og er lögmaður hjá Lausnum lögmannsstofu. Maki: Hallur Örn Krist- ínarson, f. 1981, nemi. Sonur: Hilmar Páll, f. 2016. Foreldrar: Guðrún Er- lingsdóttir, f. 1961, fjár- málastjóri, og Páll Sig- urður Jónsson, f. 1960, kaupmaður. Sara Pálsdóttir Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Ljós ímiklu úrvali Höfuðljós, hjólaljós, húfuljós og yfir 40 gerðir af vasaljósum Led kastarar ímiklu úrvali frá 5.995 7.999 Halogen kastarar 2x500W á fæti frá 285

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.