Morgunblaðið - 04.10.2016, Side 2

Morgunblaðið - 04.10.2016, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrirtækið Biokraft ehf. hefur sent tillögu að matsáætlun til Skipulags- stofnunar. Framkvæmdin felst í því að reisa 13 vindmyllur í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra, sem verði allt að 149 metra háar. Biokraft var stofnað af Steingrími Erlingssyni árið 2012 og 27. júlí 2014 gangsetti fyrirtækið tvær vindmyllur í Þykkvabæ í til- raunaskyni. Fyrirtækið hyggst reisa 13 vind- myllur í nálægð við núverandi vind- myllur. Mastur hverrar vindmyllu yrði allt að 92,5 metra hátt og þver- mál snúningsflatar um 113 metrar. Hæsti punktur spaða í toppstöðu væri 149 metrar. Í Þykkvabæ hefur meðalfram- leiðsla vindmyllanna frá upphafi ver- ið 42%, sem bendir til að þar séu mjög hentugar aðstæður til raf- orkuframleiðslu, jafnvel betri en að- stæður úti á sjó. „Víða erlendis þekkist það að vindmyllugarðar séu nálægt mannabyggð, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi möguleiki er skoðaður á Íslandi,“ segir í mats- áætluninni. Lægri vindmyllur til staðar Virkjunarsvæðið nefnist Vinda- borg, áður Djúpárvirkjun, og er um 357 hektarar að stærð, staðsett rétt um 2,3 kílómetra norðan við Þykkva- bæ, við svokallaða Austurbæjar- mýri. Svæðið er á milli svokallaðs Dammskurðar í suðri og Safamýrar í norðri og liggur á milli Þjórsár og Markarfljóts í nálægð við sjóinn. Vindmyllurnar tvær sem búið er að reisa eru hvor um sig 53 metrar á hæð með 44 metra vænghaf og hæsta hæð spaða í toppstöðu er 74 metrar. Vindmyllurnar eru 600 KW hvor og árleg orkuframleiðsla þeirra er 4 – 4,5 GWst. Hið nýja vindmylluverkefni er háð lögum um mat á umhverfisáhrifum. Þessi tillaga að matsáætlun er fyrsta skrefið í matsferlinu. Öllum er heim- ilt að gera athugasemdir við tillög- una og skulu þær berast Skipulags- stofnun eigi síðar en 14. október næstkomandi. Hægt er að kynna sér hana á www.skipulag.is. „Biokraft er ungt fyrirtæki sem hefur það að markmiði að vera leið- andi í nýtingu vindorku á Íslandi og stuðla að sköpun nýs iðnaðar sem bæði byggir á þjónustu við vindorku og þekkingu íslenskra fræðimanna á vindmyllum,“ segir m.a. í matsáætl- uninni. Vill reisa 149 metra háar vindmyllur  Fyrirtækið Biokraft ehf. vill reisa 13 vindmyllur í Þykkvabæ  Verða nálægt mannabyggð Teikning/Biokraft Þykkvibær Myndin sýnir vel stærðarhlutföll vindmyllanna. Mörg þúsund konur og karlar í Pól- landi lögðu niður störf í gær og fóru út á götur til að mótmæla nýrri fóst- ureyðingalöggjöf. Verði hún að lög- um verða allar fóstureyðingar, nema þegar líf móður er í hættu, bannaðar. Hópur pólskra kvenna sem bú- settar eru hér á landi skipulögðu mótmæla- og samstöðufund, svo- kölluð svört mótmæli þar sem mót- mælendur klæðast svörtu og bera svarta fána, á Austurvelli í gær og þangað kom nokkur fjöldi fólks til að sýna samstöðu. Ásta Guðrún Helgadóttir, þing- maður Pírata, hefur skrifað opið bréf til þingmanna pólska þingsins þar sem þeir eru hvattir til að draga lagafrumvarpið til baka. Þrjátíu al- þingismenn úr öllum flokkum hafa skrifað undir bréf Ástu og í tilkynn- ingu frá Pírötum segir að fleiri und- irskriftir eigi mögulega eftir að bætast við. Í bréfinu eru pólskir þingmenn hvattir til að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, réttindi þeirra og jafnrétti til heil- brigðisþjónustu. Sýndu samstöðu í svörtu Morgunblaðið/Golli Nýrri fóstureyðingalöggjöf í Póllandi sem skerðir réttindi kvenna var mótmælt á Austurvelli og íslenskir þingmenn skrifa bréf Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Það er mjög hröð þróun í ferða- mennskunni og menn eru ekki enn komnir þang- að að skilja að landsbyggðin er að sitja eftir,“ seg- ir Róbert Guð- finnsson, athafna- maður á Siglu- firði, en hann telur að efla þurfi innanlandsflug út á landsbyggðina beint frá alþjóðaflug- velli. Hann hefur fundað með aðilum innan ferðaþjónustunnar og í flug- rekstri til að kanna möguleikana og afstöðu þeirra. Róbert hefur áður talað fyrir því að koma flugvellinum á Siglufirði í gang svo hægt sé að hefja þangað innan- landsflug ef tengsl fást við alþjóða- flugvöll. Til stendur að endurreisa flugvöllinn á Siglufirði eftir að innan- ríkisráðherra ákvað að veita til þess fjármagn. „Ég hef ekki sérstakan áhuga á flugrekstri sjálfur en ef eng- inn annar vill gera það þá geri ég það bara,“ segir Róbert en hann hefur þegar staðið í mikilli uppbyggingu á Siglufirði. 300.000 beint út á land Á hinum Norðurlöndunum hafa flugfarþegar tækifæri til þess að fljúga beint frá alþjóðaflugvelli og inn í land til minni staða. „Um 15% þeirra sem lenda á Gardermoen í Ósló, koma aldrei inn í Ósló,“ segir Róbert en ef sú tölfræði yrði heimfærð á Ísland mætti búast við að 300.000 farþegar ferðuðust beint frá Keflavíkurflug- velli og út á landsbyggðina ef farþeg- um til Íslands fjölgar í tvær milljónir á næsta ári eins og spár kveða á um. „Við þurfum að efla innanlands- flugið og breyta þessu — við eigum ekki að vinna á gömlum forsendum.“ Vill ferðamenn út á land Morgunblaðið/Eggert Gæti opnað á ný Flugvöllurinn á Siglufirði hefur lengi verið lokaður.  Róbert segir að efla þurfi innanlandsflug til að styrkja ferðaþjónustu á landsbyggðinni  Íhugar flugrekstur Róbert Guðfinnsson Orkuveitan og Magma Energy Swe- den, móðurfélag HS Orku, náðu sam- komulagi sem staðfest hefur verið af stjórn Orkuveitunnar, um breyttar afborganir á skuldabréfi sem gjald- falla átti í einu lagi í desember 2016. Skuldabréfið var upphaflega gefið út 11. desember 2009 en uppreiknað virði þess er um 72 milljónir banda- ríkjadala eða um 8,2 milljarðar króna. Samið var um að helmingur fjár- hæðar bréfsins yrði greiddur við staðfestingu samkomulagsins sem nú hefur fengist og hinn helmingur á fyrri hluta árs 2018. „Þetta mun bæta lausafjárstöðu Orkuveitunnar verulega og gera það að verkum að áhættan minnkar en það er ákveðin áhætta að hafa svo stórt skuldabréf útistandandi,“ segir Kjartan Magn- ússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni, um samkomulagið. „Það er gott að það sé hægt að klára þetta með þessum hætti en þetta mun meðal annars bæta lánshæfi fyrirtækisins enn frekar.“ Hlutabréf HS Orku munu áfram verða að veði fyrir greiðslu skuld- arinnar og vextir munu hækka í 5%. Seðlabankinn mun skoða þessa breyttu greiðslutilhögun. laufey@mbl.is Magma greiðir helminginn núna Kjartan Magnússon  OR samþykkti breyttar afborganir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.