Morgunblaðið - 04.10.2016, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016
drekka sykurskertan Eplasvala
og horfa saman á sjónvarpið
veitti mér gríðarlega gott vega-
nesti út í lífið. Auk þess sem við
systur virðumst hafa nánast
endalaust þol fyrir sykri sem er
annað mál. Þetta voru fastir
punktar í minni barnæsku og
höfðu mótandi áhrif. Kannski er
þörfin til að ferðast, fara í bíltúr
og skoða fallega staði komin frá
honum? Afa fannst fátt skemmti-
legra en að ferðast, sama hvort
það var innanlands eða utan.
Einnig sýndi hann mér, að það er
aldrei of seint að prófa eitthvað
nýtt. Ég gleymi því seint hvað ég
var stolt, og líka hissa, þegar
hann tók upp á því að hjóla og
keypti fjallahjól. Hann hjólaði
reglulega á Eyrarbakka, Þor-
lákshöfn og jafnvel lengra þegar
vel lá á honum. Kannski var hann
innblásturinn að hjólaferð minni
á Baugstaði 11 ára gamalli,
pabba mínum til mikillar gleði.
Og eflaust afa líka. Ég er þakklát
fyrir að hafa þekkt afa, fyrir að
börnin mín hafi kynnst honum og
átt stundir með honum fyrir
framan sjónvarpið og á flugvell-
inum, þrátt fyrir að það hafi ver-
ið á jörðu niðri.
Ragnheiður Gló.
Elsku afi minn.
Nú hefur þú lagt af stað í þitt
síðasta ferðalag.
Þegar ég rifja upp minningar
um afa kemur margt upp í huga
mér.
Fyrst og fremst er það ást og
umhyggja. Afi var alltaf glaður
og ánægður þegar við frænd-
systkinin komum labbandi sam-
an heim úr skólanum út á Engja-
veg, þá sat hann yfirleitt við
eldhúsborðið að borða bláberja-
skyrið sitt og drekka maltið sitt
og hann var ekki lengi að draga
fram cocoa puffs fyrir okkur
krakkana.
Hann var alltaf til í að gera
allt fyrir okkur barnabörnin.
Margar minningar mínar eru
af flugvellinum á Selfossi en afi
var mjög duglegur við það að
bjóða mér með sér að fljúga, það
þótti mér alls ekki leiðinlegt.
Núna á síðari árum var afi
alltaf svo glaður þegar langafa-
börnin komu í heimsókn, hann
sýndi þeim mikinn áhuga og
spurði alltaf út í daginn þeirra.
Hann var að hugsa um langafa-
börnin sín alveg fram til síðasta
dags og ég veit það því hann
sagði mömmu minni henni Ingi-
björgu að nýfæddi sonur minn
yrði flugmaður, þau orð mun ég
ávallt geyma.
Það hryggir mig mjög að nýj-
asti fjölskyldumeðlimurinn hafi
ekki náð að kynnast þér en ég
mun segja honum frá þér og ég
er viss um að eldri bróðir hans
mun gera það líka.
Takk fyrir allt, elsku afi, þín
verður sárt saknað.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Saknaðarkveðja,
Álfheiður Guðjónsdóttir.
Elsku afi er látinn. Mig langar
að minnast hans í fáeinum orð-
um. Við fjölskyldan bjuggum í
næstu götu við ömmu og afa. Við
systurnar ólumst því nánast upp
á Engjaveginum þar sem þau
bjuggu. Við vorum þar öllum
stundum, fórum til þeirra eftir
skóla og oft um helgar.
Ég á margar góðar minningar
um afa og ein af mínum fyrstu
minningum er að spila „Taka
bunka“ með honum, eins og ég
kallaði það. Ég veit ekki hvað ég
var gömul, ég var nú ekki há í
loftinu, en ég man hvað mér
fannst hann vera flinkur að
stokka spilin. Afi var mjög dug-
legur að spila við okkur barna-
börnin og sinna okkur. Hann var
einstaklega þolinmóður og kvart-
aði aldrei yfir hávaða í okkur þó
að hann hefði kannski verið að
koma af langri vakt á lögreglu-
stöðinni.
Afa var margt til lista lagt. Ef
hann var ekki að laga bíla, var
hann að binda og gylla bækur.
Eins hef ég aldrei hitt neinn sem
er eins klár í krossgátum og su-
doku og hann afi minn. En aðal-
ástríða hans var flugið. Það átti
hug hans allan og það var ósjald-
an sem afi rauk upp úr stólnum
sínum því hann heyrði í flugvél.
Svo kíkti hann út um gluggann til
að sjá flugvélina sem fór yfir.
Afi tók líka upp allar bíómynd-
ir um flug. Mér eru sérstaklega
minnisstæðar allar flugslysam-
yndirnar sem við horfðum á sam-
an. Hann fór líka reglulega með
okkur barnabörnin á flugvöllinn á
Selfossi og í hvert skipti gaf hann
okkur kók og prins póló. Svo fór-
um við á smá rúnt í flugvélinni
hans. Ég man hvað mér leið vel í
flugvélinni með afa. Hann stýrði
henni af svo miklu öryggi. Svo
var mikið stuð að fá að halda í
stýrið í farþegasætinu. Þessar
minningar eru mér mjög kærar.
Ég gæti haldið áfram að nefna
allar yndislegu minningarnar
sem ég á af honum afa mínum, en
ég ætla bara að geyma þær í
hjarta mér. Það er samt eitt sem
ég er svo þakklát fyrir. Það er að
ég fékk að kynnast afa aðeins
nánar þegar hann lá á sjúkrahús-
inu í Montreal haustið 2011, en
amma og afi komu ásamt foreldr-
um mínum að heimsækja mig og
mína. Á meðan hann var að jafna
sig eftir mjaðmaaðgerð og bíða
eftir því að geta komist heim,
eyddum við miklum tíma saman á
sjúkrahúsinu. Það var ómetan-
legt að sjá andlitið á afa lýsast al-
veg upp þegar ég fór með hann
að sjá formúlubrautina. Ég er
ofsalega þakklát fyrir þennan
tíma sem ég fékk að eiga með
honum.
Elsku afi, hvíldu í friði. Það er
erfitt að vera ekki á staðnum til
að kveðja þig í hinsta sinn, en ég
veit að þú ert kominn á betri stað.
Núna ertu frjáls og getur flogið
um loftin blá. Ég hlakka til að
fljúga með þér þegar minn tími
er kominn.
Ástarkveðja,
Jóna Harpa Gylfadóttir.
Elsku afi minn, ég trúi ekki að
þú sért farinn frá okkur.
Það sem situr eftir er þakk-
læti, ég er þakklát fyrir að hafa
átt góðar stundir með þér. Þú
varst yndislegur og alltaf tilbúinn
að gera allt fyrir okkur barna-
börnin. Þegar ég hugsa til baka
koma upp óteljandi góðar stundir
á Engjaveginum og í Glóru.
Engjavegurinn var okkar annað
heimili enda stutt fyrir okkur
systurnar að skottast úr Lyng-
heiðinni yfir til ykkar ömmu. Þú
varst fyrirmyndin okkar og litum
við upp til þín. Þú varst hetja í
okkar augum þegar þú varst sótt-
ur á lögreglubílnum í vinnuna.
Þú áttir mörg áhugamál og
varst alltaf með mörg járn í eld-
inum, ef þú varst ekki að vinna þá
gast þú setið tímunum saman að
binda bækur. En öll getum við
verið sammála um að flugið var
þín ástríða og leið þér best á flug-
vellinum eða í loftinu. Það var svo
gaman þegar þú flaugst með okk-
ur, aldrei var ég hrædd, ég
treysti þér alltaf.
Takk fyrir allt, afi minn, takk
fyrir útilegurnar, spilastundirnar
og gleðina. Ég lít enn þá upp til
himna þegar ég heyri í flugvél og
hugsa til þín. Ég veit að þú áttir
erfitt flug núna í restina en það
huggar mig að þú ert kominn á
áfangastað. Líður vel, finnur eng-
an sársauka og finnur frið.
Flýg ég og flýg
yfir furuskóg,
yfir mörk og mó,
yfir mosató,
yfir haf og heiði,
yfir hraun og sand,
yfir vötn og vídd,
inn á vorsins land.
Flýg ég og flýg
yfir fjallaskörð,
yfir brekkubörð,
yfir bleikan svörð,
yfir foss í gili,
yfir fuglasveim,
yfir lyng í laut,
inn í ljóssins heim.
(Hugrún)
Elsku afi minn, ég hlakka til
að fljúga með þér næst.
Þín
Guðbjörg Lilja Gylfadóttir.
Við Stefán Haukur Jóhanns-
son vorum vinnufélagar og sam-
ferðamenn í áratugi. Fórum
margar sumarleyfisferðir saman
með fjölskyldum okkar vítt um
landið og saman fórum við í
Veiðivötn þar sem Stefán kenndi
mér af þekkingu sinni hvernig
skyldi að farið, en hann var ótrú-
lega fiskinn og komst ég þar
hvergi nærri. Við vorum jafn-
aldrar og náttúrlega vonlegt að
við værum farnir að láta á sjá og
nú stend ég eftir og horfi á eftir
góðvini mínum hverfa á braut til
framtíðar Veiðivatna. Sé það til-
fellið að eitthvað leynist
skemmtilegt í hinni óræðu fram-
tíð bak lífinu þá vænti ég þess að
þá er ég fylgi í fótspor Stefáns
verði hann búinn að útvega mér
nýja veiðistöng og veiðileyfi í
hinum eilífu Veiðivötnum. Kær-
um vini þakka ég af alhug elsku-
leg kynni og votta fjölskyldu
hans samúð og virðingu.
Hergeir Kristgeirsson.
Kveðja frá lögreglunni á Suð-
urlandi
„Dáinn, horfinn!“ – Harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit, að látinn lifir.
Það er huggun harmi gegn“.
(Jónas Hallgrímsson)
Stefán Haukur Jóhannsson,
fyrrverandi lögregluvarðstjóri,
hefur kvatt þetta líf að verða 83
ára. Starfstími hans hjá lögregl-
unni í Árnessýslu náði 31 ári.
Fyrstu tvö árin var hann auka-
vaktarmaður, eins og það var
kallað, nú heitir það héraðslög-
reglumaður. Hlutverk þeirra var
að gegna almennum löggæslu-
störfum þegar þörf var á til að
halda uppi reglu á sveitaböllum,
útihátíðum og þegar vænta mátti
óeirða af ýmsum tilefnum. Vorið
1974 var Stefán ráðinn lögreglu-
maður og starfaði samfellt í lög-
reglunni í Árnessýslu, upp á dag,
í 29 ár.
Enginn vafi er á að mikið
reynir á líkama og sál að vinna 12
tíma vaktir, daga, nætur og
helgar, í svo mörg ár að við-
bættri aukavinnu.
Og hvenær voru menn kall-
aðir til aukavinnunnar? Jú, auð-
vitað þegar flestir aðrir lands-
menn voru í fríi um helgar og á
hátíðisdögum þegar fólk kom
saman með sínu fólki. Þetta var
hlutskipti Stefáns og gefur
augaleið að það hefur reynt á
fjölskylduna að búa við að hafa
fjölskylduföðurinn ekki alltaf
heima um jól, áramót, páska og
á öðrum hátíðum þegar svo
miklu máli skipti að fjölskyldur
gætu verið saman.
Stefán var bóngóður þegar
leitað var eftir því við hann að
taka aukavaktir þegar þannig
stóð á að annar hafði forfallast
eða styrkja þurfti vakt ein-
hverra hluta vegna. Hvíldartími
lögreglumanna var frjálslegri á
starfstíma Stefáns en er í dag.
Fyrir kom tvisvar til þrisvar á
hverju sumri að haldnar voru
fjölmennar útihátíðir um helgar
sem stóðu í þrjá til fjóra daga.
Þá var hvíldin stutt, stundum
ekki meiri en tvær klukkustund-
ir og óreglulegir matartímar.
Stefán var glaðlyndur maður,
góður og traustur félagi. Honum
var í mun að standa sína plikt.
Fáir voru betur til þess fallnir,
en Stefán, að vinna verk sem
kröfðust samviskusemi og ná-
kvæmni enda var honum falið að
halda utan um rekstur sjúkra-
flutninga sem lögreglan sá þá
um. Þar stóð allt sem stafur á
bók.
Stefán hafði mikinn áhuga á
flugi og átti með öðrum hlut í
flugvél. Ósjaldan fór hann í loft-
ið til leitar að týndu fólki án þess
að fá fyrir það greiðslu í pen-
ingum.
Ásamt öðrum fyrrverandi
lögreglumönnum á Suðurlandi
var Stefán gerður að heiðurs-
félaga í Lögreglufélagi Suður-
lands í kaffisamsæti sem félagið
efndi til fyrir tæpu ári síðan. Þar
hittust gamlir félagar sem ekki
höfðu sést í langan tíma og
fengu þar tækifæri til að við-
halda áralöngum vinskap.
Til góðs vinar
liggja gagnvegir,
þótt hann sé firr farinn.
(Hávamál)
Lögreglan á Suðurlandi
þakkar Stefáni óeigingjarnt
starf í þágu löggæslunnar. Eig-
inkonu og afkomendum eru
færðar innilegar samúðarkveðj-
ur.
Þorgrímur Óli Sigurðsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
HALLDÓR EJNER MALMBERG,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 6.
október klukkan 13. Blóm og kransar
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á minningarsjóð Hrafnistu.
.
Sigríður O. Malmberg,
Anna María Malmberg,
Oddur Malmberg, Susan Gollifer,
Halldór Björn, Oddur Máni,
Herta Sól og Marina Embla.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG MARÍA
KRISTJÁNSDÓTTIR,
Kleppsvegi 62,
lést þann 15. september. Útför hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum vinum og vandamönnum sýnda samúð.
.
Halldór Þorgrímsson,
Anna Kr. Halldórsdóttir, Haukur Magnússon,
Halldór Halldórsson, Brynhildur Eyjólfsdóttir,
Guðrún J. Halldórsdóttir, Jóhann Sv. Þorgeirsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
GUÐMUNDUR LÚTHER SVERRISSON,
pípulagningameistari og
útgerðarmaður frá Patreksfirði,
verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju
laugardaginn 8. október klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð
Landsbjargar.
.
Sigurborg Sverrisdóttir, Loftur Gunnarsson,
Heiður Þ. Sverrisdóttir, Gísli Hafsteinsson,
Gísli E. Sverrisson, Nanna L. Sveinbjörnsdóttir
og systkinabörn hins látna.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SVAVA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Samtúni 26,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 5. október klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, þeim sem vilja minnast
hennar er bent á líknarstofnanir.
.
Þröstur Jónsson, Ellý Kratsch,
Kristján Örn Jónsson, Þórunn J. Júlíusdóttir,
Guðmundur Haukur Jónsson, Jóhanna Benediktsd.,
Guðrún Jónsdóttir,
börn, barnabörn og barnaarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HÖRÐUR FRÍMANNSSON,
Vestursíðu 9, Akureyri,
lést miðviðkudaginn 21. september.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 7. október klukkan 13.30.
.
Kristjana Sigurharðardóttir, Lárus Karlsson,
Gunnfríður Sigurharðardóttir,
Kristinn F. Sigurharðarson, Kristín J. Þorsteinsdóttir,
Ívar E. Sigurharðarson, Marta Vilhelmsdóttir,
Guðný Sigurharðardóttir, Einar Magnússon,
Hörður Sigurharðarson, Bryndís Jóhannesdóttir,
afa- og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT ANNA JÓNSDÓTTIR,
Vogatungu 45, Kópavogi,
sem lést á Landspítalanum þriðjudaginn 27.
september verður jarðsungin frá Digranes-
kirkju, Kópavogi, fimmtudaginn 6. október klukkan 13.
.
Gunnsteinn Sigurðsson, Dýrleif Egilsdóttir,
Þorgerður Ester Sigurðardóttir, Einar Ólafsson,
Jón Grétar Sigurðsson, Sveinbjörg Eggertsd.,
Anna Sigríður Sigurðardóttir, Guðni Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Öllum þeim er heiðruðu minningu
INGIBJARGAR GUNNARSDÓTTUR
frá Syðra-Vallholti
við andlát hennar og útför sendum við
okkar bestu kveðjur og þakkir fyrir
auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir fá
sr. Gísli Jónasson og starfsfólk Breiðholtskirkju, svo og Félag
íslenskra hjúkrunarfræðinga. Starfsfólki á Eirarholti og deild 2n á
Eiri sendum við þakkir fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd ættingja,
.
Ragnheiður Mósesdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR INGIBJÖRG
BJARNADÓTTIR,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í
Vestmannaeyjum laugardaginn 1. október.
Útförin fer fram frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum laugardaginn 8. október klukkan 14.
.
Guðrún Stefánsdóttir, Arnar Sigurmundsson,
Sigurbjörg Stefánsdóttir, Páll G. Ágústsson,
ömmu- og langömmubörn.