Morgunblaðið - 04.10.2016, Qupperneq 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016
Dancing 1957. Þá hefur Heiðar sótt
námskeið erlendis í dansi á hverju
ári frá 1955 til ársins 2014, einkum
í Englandi, Þýskalandi og Dan-
mörku en einnig í Frakklandi, á
Ítalíu, í Grikklandi og í Bandaríkj-
unum. Meðal þekktra skóla sem
hann nam við má nefna Dansskóla
Victors Sylvesters, Arthurs Murrey
og Fred Astaire.
Heiðar starfrækti eigin dans-
skóla, Dansskóla Heiðars Ástvalds-
sonar, frá árinu 1956. Þá kenndi
hann dans í Ríkisútvarpinu í fimm
ár og sá þar um danslagaþátt í
sautján ár. Einnig sá hann um
þætti á Útvarpi Sögu, m.a. um
kúbanska tónlist.
Heiðar gerði einnig, ásamt nem-
endum sínum, nokkra sjónvarps-
þætti þar sem hann sýndi dans
ásamt systrum sínum, Guðrúnu og
Eddu. Hann sýndi einnig dans víða
á skemmtistöðum, bæði hérlendis
og erlendis ásamt systrum sínum
fyrrnefndu en einnig Guðbjörgu.
Heiðar hefur dæmt í danskeppnum
á Englandi, í Þýskalandi, Dan-
mörku, Rússlandi, Bandaríkjunum,
Úkraínu, og á öllum Norður-
löndunum.
Heiðar var formaður Danskenn-
arasamband Íslands, fulltrúi Ís-
lands hjá Alþjóðasambandi dans-
kennara, formaður Siglfirðinga-
félagsins í Reykjavík. Hann var
forseti Loka og forseti Dansráðs
Íslands.
Heiðar hefur skrifað þrjár bækur
um dans. Kennslubók í ChaCha-
Cha, Alþjóðadanskerfið, og 25 línu-
dansar.
Fjölskylda
Heiðar kvæntist 16.6. 1965,
Hönnu Frímannsdóttur, f. 25.8.
1936, d. 2.4. 2008, formanni Karons,
samtaka sýningarfólks. Hún var
dóttir Valdimars Frímanns Helga-
sonar, verkstjóra í Reykjavík, og
Guðríðar Sveinsdóttur húsfreyju.
Sonur Heiðars og Hönnu er Ást-
valdur Frímann Heiðarsson, f. 14.1.
1973, B.S. í íþróttafræði, Cand.sci-
ent. í íþróttasálfræði, og MBA frá
Háskóla Íslands, búsettur í Reykja-
vík.
Systkini Heiðars eru Guðrún
Jónína Pálsdóttir, f. 28.10. 1942,
danskennari í Reykjavík; Guð-
mundur Skjöldur Pálsson, f. 29.10.
1943, fyrrv. skrifstofustjóri í
Reykjavík; Guðbjörg Hlíf Páls-
dóttir, f. 9.11. 1944, danskennari og
myndlistarmaður, búsett í Grinda-
vík; Stanley Páll Pálsson, f. 28.11.
1945, verkfræðingur, búsettur í
Garðabæ; Ívar Þór Pálsson, f.
27.12. 1947, d. 27.5. 1994, versl-
unarmaður, var búsettur í Reykja-
vík; Edda Rut Pálsdóttir, f. 10.12.
1950, danskennari í Þýskalandi;
Harpa Pálsdóttir, f. 20.1. 1955,
danskennari, búsett í Grindavík;
Kristrún Ástvaldsdóttir, f. 16.5.
1952, húsmóðir í Hafnarfirði.
Foreldrar Heiðars voru Ástvald-
ur Kristjánsson, f. 12.11. 1902, d.
29.7. 1990, verkstjóri á Siglufirði,
og Ingibjörg Jónína Ingvarsdóttir,
f. 4.10. 1908, d. 10.10. 1986, hús-
freyja.
Úr frændgarði Heiðars R. Ástvaldssonar
Heiðar R.
Ástvaldsson
Þóra Kristín Jónsdóttir
frá Hvammkoti á Skaga
Hannes Kristjánsson
b. á Hryggjum í Staðarfjöllum
Hannína Hannesdóttir
húsfr. í Goðdölum
Ingvar Auðberg Sveinsson
ráðsm. í Goðdölum í Skagafirði
Ingibjörg Jónína
Ingvarsdóttir
húsfr. á Siglufirði
Ragnhildur Grímsdóttir
vinnukona í Húnavatnss.,
frá Katadal á Vatnsnesi
Sveinn Jósefsson
b. á Egilsstöðum í Vestur-Hún.
Sveinn Hannesson
skáld í Elivogum
Þóra Sigurlaug
Sigurgeirsdóttir
húsfr. á
Hrafnsstöðum í
Ljósavatnshreppi
Sigurður G.
Flosason
fyrrv. aðstoðar-
skólastjóri
Oddeyrarskóla
á Akureyri
Auðunn Bragi
Sveinsson
skáld
Viktor Aðalsteinn
Kristjánsson
rafvirkjam. á Akureyri
Haukur Arnar
Viktorsson
arkitekt
Kristjana Sigurðardóttir
húsfr. á Vatnsenda
Páll Sveinsson
b. á Vatnsenda
Sigrún Pálína Pálsdóttir
húsfr. á Vatnsenda
Kristján Jósefsson
b. á Vatnsenda í Saurbæjarhreppi
Ástvaldur Kristjánsson
verkstjóri á Siglufirði
Lilja Sveinsdóttir
húsfr. í Ölversgerði
Jósef Guðmundsson
b. í Ölversgerði, af Hvassafellsætt
Í fríi Heiðar slappar af á Sri Lanka.
Bergsteinn Jónsson fæddist íReykjavík 4.10. 1926. For-eldrar hans voru Jón Árna-
son, verka- og verslunarmaður í
Reykjavík, og Kristín Jónsdóttir hús-
freyja.
Jón var sonur Árna Magnússonar,
lausamanns á Háfi, og Guðrúnar
Árnadóttur vinnukonu, en Kristín var
dóttir Jóns Bergsteinssonar, bónda á
Torfastöðum, og k.h., Guðrúnar Guð-
mundsdóttur.
Bróðir Bergsteins: Gunnar sjávar-
líffræðingur.
Eiginkona Bergsteins var Guðrún
Þórey Jónsdóttir húsfreyja sem lést
2010 og eignuðust þau þrjú börn,
Auði, Jón og Önnu.
Bergsteinn lauk stúdentsprófi frá
MR 1945, BA-prófi frá HÍ og cand.
mag.-prófi þaðan í sögu Íslands, al-
mennri sögu og ensku.
Bergsteinn var póstafgreiðslumað-
ur í Reykjavík 1946-58, kenndi í
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar,
Kvennaskólanum, MR og við HÍ frá
1967, var lengst af prófessor í sögu.
Eftir Bergstein liggja eftirtalin rit:
Landsnefndin 1770-1771, I og II,
1958-1961; Mannkynssaga 1648-1789,
1963, Bygging Alþingishússins 1880-
1881, sérprentun úr ævisögu Tryggva
Gunnarssonar, 1972; Tryggvi Gunn-
arsson I-IV, ásamt Þorkeli Jóhannes-
syni, 1955 til 1990; Vestræna, rit-
gerðasafn til heiðurs Lúðvík
Kristjánssyni sjötugum, útg. ásamt
Einari Laxness 1981; Ísland, ásamt
Birni Þorsteinssyni og Helga Skúla
Kjartanssyni, Kaupmannahöfn 1985.
Íslandssaga til okkar daga, meðhöf.
ásamt Birni Þorsteinssyni 1991.
Bergsteinn stundaði ritstörf og
rannsóknir fyrir Seðlabankann og
Landsbanka Ísland og annaðist rann-
sóknarstörf um ferðir Íslendinga til
Vesturheims. Báran rís og hnígur
2005, um samfélag íslenskumælandi
fólks í Norður-Dakóta, Eitt og annað
um vesturferðir, Vesturheim og Vest-
uríslendinga, handrit gefið út í tveim-
ur eintökum 2006 í tilefni af 80 ára
afmæli Bergsteins.
Bergsteinn lést 10.7. 2006.
Merkir Íslendingar
Bergsteinn
Jónsson
85 ára
Guðrún Jónsdóttir
Jón Helgason
Margrét Kjartansdóttir
80 ára
Betsy R. Halldórsson
Einar Kristjánsson
Guðrún Eyjólfsdóttir
Gyða Gunnlaugsdóttir
Heiðar R. Ástvaldsson
Kristinn Karlsson
Kristín Guðlaugsdóttir
75 ára
Guðmundur Vésteinsson
Guðrún Þórsdóttir
Hallbera Valgerður
Jónsdóttir
Sigríður Borg Harðardóttir
70 ára
Ása Björgvinsdóttir
Birna Gísladóttir
Erlingur Kristinn
Guðmundsson
Jóhanna Björnsdóttir
Leó Kolbeinsson
Pétur Ingólfsson
Sigurbjörn Eiður Árnason
Stefán Bergmann
Matthíasson
Svava Svandís
Guðmundsdóttir
Sveinn Karlsson
Vilborg G. Friðriksdóttir
60 ára
Andrea Sompit Siengboon
Auður Hauksdóttir
Eggert Eggertsson
Gerður Kristín Bjarnadóttir
Guðlaug J.S. Carlsdóttir
Guðmundur Guðmundsson
Gunnar Viðar Hafsteinsson
Gunnar Örn Steingrímsson
Hafþór Kristjánsson
Jón Heiðar Magnússon
Katrín Guðjónsdóttir
Lára Maggý Magnúsdóttir
Magnús Arnarson
Pétur Örn Guðjónsson
Sólveig María Þorláksdóttir
50 ára
Ari Sigvaldason
Dagmar Valdimarsdóttir
Dagný Kristmannsdóttir
Edith Louise Carlson
Elín Margrét Stefánsdóttir
Erna Bára Hreinsdóttir
Guðrún Haraldsdóttir
Hrönn Traustadóttir
Ingi Þór Jónsson
Jóhann Bjarni Magnússon
Jón Rafn Valdimarsson
Kjartan Sigurðsson
Særún Ágústsdóttir
40 ára
Agnes Konráðsdóttir
Bjarni Leó Ólafsson
Damian Rafal Slowinski
Finndís Fjóla Birgisdóttir
Halla Helgadóttir
Heimir S. Haraldsson
Ingibjörg Anna Karlsdóttir
Miriam Guerra D. Másson
Óli Þór Pétursson
Pálína Valdís Eysteinsdóttir
Rasa Kropaite
Sara Stefánsdóttir
Sigurgeir Agnarsson
30 ára
Daði Guðvarðarson
Iða Brá Ingadóttir
Jón Steinar Guðlaugsson
Katrín Glóey Viktorsdóttir
Sigrún Lilja Traustadóttir
Stefanía Sigurðardóttir
Torfi Geir Hilmarsson
Valur Örn Þorvaldsson
Til hamingju með daginn
30 ára Valur ólst upp í
Reykjavík, hefur verið þar
búsettur alla tíð og starf-
ar við tæknideild hjá
Vodafone.
Systir: Halldóra Þor-
valdsdóttir, f. 1980, starf-
ar hjá Reykjanesbæ.
Foreldrar: Þorvaldur
Björnsson, f. 1956, ham-
skeri hjá Náttúrufræði-
stofnun, og Erna Haralds-
dóttir, f. 1955, heima-
vinnandi. Þau eru búsett í
Reykjavík.
Valur Örn
Þorvaldsson
30 ára Jón Steinar ólst
upp á Akranesi, hefur ver-
ið búsettur þar alla tíð,
lauk sveinsprófi í rafvirkj-
un frá Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi og
stundar núna nám í raf-
magnstæknifræði við
Háskólann í Reykjavík.
Foreldrar: Guðríður
Árnadóttir, f. 1964,
bankastarfsmaður, og
Guðlaugur Elís Jónsson, f.
1961, sjómaður. Þau eru
búsett á Akranesi.
Jón Steinar
Guðlaugsson
40 ára Sigurgeir lauk
Konzertexamen-prófi frá
Robert Schumann tónlist-
arháskólanum og er selló-
leikari við Sinfónínu-
hljómsveitina.
Maki: Berglind Stefáns-
dóttir, f. 1979, flautuleik-
ari.
Synir: Stefán Rafn, f.
2008, og Árni Dagur, f.
2010.
Foreldrar: Agnar Olsen, f.
1943, og Rafnhildur R. Jó-
hannesdóttir, f. 1943.
Sigurgeir
Agnarsson
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
KælingHiti
HreinleikiLoftraki
fyrir heimilið