Morgunblaðið - 04.10.2016, Side 16

Morgunblaðið - 04.10.2016, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016 MARC O’POLO STORE Kringlan Shopping Center Kringlan 4–12 Reykjavik 4. október 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 113.56 114.1 113.83 Sterlingspund 146.3 147.02 146.66 Kanadadalur 86.83 87.33 87.08 Dönsk króna 17.128 17.228 17.178 Norsk króna 14.257 14.341 14.299 Sænsk króna 13.288 13.366 13.327 Svissn. franki 116.85 117.51 117.18 Japanskt jen 1.12 1.1266 1.1233 SDR 158.64 159.58 159.11 Evra 127.56 128.28 127.92 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 158.9306 Hrávöruverð Gull 1318.65 ($/únsa) Ál 1658.5 ($/tonn) LME Hráolía 49.18 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Icelandair gerir ráð fyrir að árið 2017 verði fjöldi farþega félagsins 4,2 milljónir og að flugáætlun þess verði 13% um- fangsmeiri en á þessu ári, sam- kvæmt tilkynningu til Kauphallar. Skýrist það ann- ars vegar af auknu vægi flugs á lengri flugleiðum til Norður-Ameríku og hins vegar fjölgunar stærri flugvéla. „Sam- hliða birtingu uppgjörs fyrir annan árs- fjórðung í júlí lækkuðum við afkomuspá félagsins, aðallega vegna lækkunar meðalfargjalda. Samt sem áður gerum við ráð fyrir að árið 2016 verði eitt besta rekstrarár í sögu félagsins,“ er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, for- stjóra Icelandair Group. Gengi félagsins hækkaði um 4,1% í Kauphöllinni í gær í kjölfar birtingar tilkynningarinnar. Icelandair spáir 13% vexti og gengið hækkar Björgólfur Jóhannsson STUTT Ólafur Fáfnir Sigurgeirsson olafur@mbl.is Skuldastaða og eiginfjárhlutföll heimil- anna héldu áfram að batna á árinu 2015 samkvæmt nýjum tölum frá Hag- stofunni. Tölurnar sem unnar eru út frá skattframtölum landsmanna sýna að hagur allra aldurshópa batnaði milli áranna 2014 og 2015. Eiginfjárstaða hækkar mest í ald- urshópunum 25 til 39 ára, eða úr 55 milljörðum króna í 111 milljarða króna. Heildar eigið fé heimilanna hækkar úr 2.519 milljörðum í 2.949 milljarða, eða um 17%. Um 76% með jákvætt eigið fé Mikill meirihluti heimila er með já- kvætt eigið fé samkvæmt tölum Hag- stofunnar en um 76% þeirra eru með jákvæða eiginfjárstöðu, sem er 6,9% aukning milli ára. Virðast heimilin njóta hækkandi húsnæðisverðs og hækkunar á hlutabréfamarkaði. Heim- ilum með neikvæða eiginfjárstöðu fækkaði hins vegar um 11% í fyrra. Alls voru 22% heimila enn með nei- kvæða eiginfjárstöðu árið 2015. Þegar tekið er tillit til neikvæðrar eiginfjárstöðu í húsnæði þá fækkar mjög í þeim hópi milli ára. Árið 2015 voru 7.320 fjölskyldur með neikvætt eigið fé í fasteign sinni sem var lækkun um 57% milli ára. Svo virðist sem sparnaður sé að aukast en innlán jukust um 5,9%, úr um 538 milljörðum í tæpa 560 millj- arða, á meðan heildarskuldir lands- manna lækkuðu úr 1.897 milljörðum í 1.842 milljarða, eða um tæp 3% milli ára. Þegar skuldastaða landsmanna er skoðuð nánar með tilliti til aldursdreif- ingar, þá virðist sem þeir sem séu skuldsettastir séu á aldrinum 40 til 44 ára og giftir með börn. Nýr toppur í bílalánum Landsmenn voru hins vegar dugleg- ir að endurnýja bíla sína en aukning varð í bílalánum um tæp 10% milli ára. Þau standa núna í 220 milljörðum króna sem er hærra í krónum talið en síðasti toppur í bílalánum, sem settur var árið 2008. Bílalán þá námu um 200 milljörðum króna á verðlagi þess árs. Bæði heildareignir og eigið fé hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins jukust meira en á landsbyggðinni en rekja má það til meiri hækkunar fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu heldur en úti á landi. Á höfuðborgarsvæðinu hækkuðu heildareignir heimila um 8,9% og eigið fé um 17,3%, en á landsbyggðinni voru samsvarandi hækkanir 7,25% og 16,5%. Hagur heimilanna batnaði á síðasta ári Morgunblaðið/Ómar Heimili Um 76% heimila er með jákvætt eigið fé samkvæmt skattframtölum. Staða heimila » Tiltölulega jöfn hækkun á eigin fé og heildareignum heimila milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðar- innar. » Hjón á aldrinum 40 til 44 ára virðast vera skuldsettasti hópurinn. » Rúmur fimmtungur fjöl- skyldna var skuldlaus í árslok 2015. » Staða einstæðra foreldra batnar milli ára.  Eigið fé og sparnaður jukust og skuldir fóru lækkandi Landsbankinn ætlar að taka á sig það tjón sem villa í útreikningum Hagstofu Íslands á neysluvísitölu hefur í för með sér fyrir neytendur. Í tilkynningu á vefsíðu bankans segir að þrátt fyrir að Hagstofan telji mis- tök sín smávægileg, sé ljóst að þau munu valda tjóni hjá þeim sem tóku verðtryggð neytendalán hjá Lands- bankanum á því tímabili sem reikn- ingsskekkjan var til staðar. Mikill meirihluti þeirra eru að sögn bank- ans einstaklingar að taka sitt fyrsta íbúðalán hjá bankanum. Kostar bankann tugi milljóna Landsbankinn þarf að leiðrétta um 1.000 lán og hleypur kostnaður- inn á tugum milljóna að sögn bank- ans. Þeir viðskiptavinir Landsbank- ans sem yrðu fyrir tjóni vegna mistaka Hagstofunnar þurfa því ekki að hafa áhyggjur af hækkun á lánum sínum. Landsbankinn hefur ákveðið að leiðrétta lán viðskiptavina sinna að eigin frumkvæði og án skyldu. Landsbankinn mun á næstu vikum reikna út og endurgreiða mis- muninn inn á höfuðstól lánanna. Ekki liggur fyrir hvort aðrir bank- ar eða lífeyrissjóðir muni gera slíkt hið sama en lífeyrissjóðir landsins hafa verið umfangsmestir í útlánum til íbúakaupa á þessu ári. Þórhallur B. Jósepsson, upplýsingafulltrúi Líf- eyrissjóðs verslunarmanna, segir að sjóðurinn sé að fara yfir málið. Þá eru bæði Íslandsbanki og Arion banki að skoða með hvað hætti brugðist verði við villu Hagstofunn- ar, samkvæmt upplýsingum frá bönkunum. vilhjalmur@mbl.is Morgunblaðið/Golli Peningar Landsbankinn ætlar að taka á sig tugmilljóna króna tjón. Landsbankinn tekur tjónið á sig  Óvíst hvort aðrir lánveitendur bæti villu Hagstofunnar Ríkisútvarpið ohf. (RÚV) og Lífeyr- issjóður starfsmanna ríkisins (LSR) eiga um þessar mundir í viðræðum um skilmálabreytingar á skulda- bréfi, að því er fram kemur í tilkynn- ingu til Kauphallar. Skuldabréfið er upphaflega tilkomið vegna lífeyris- skuldbindinga vegna starfsmanna RÚV og voru eftirstöðvar skulda- bréfsins 3,1 milljarður um áramótin, samkvæmt ársreikningi. Tilgangur viðræðnanna nú er að létta á greiðslubyrði RÚV og eru þær liður í fjárhagslegri endurskipu- lagningu félagsins. Að því er fram kemur í tilkynningunni hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að færa rekstur RÚV til betri vegar. Ríkisútvarpið lagði til á síðasta ári að ríkissjóður tæki yfir skuldabréfið. Á meðan viðræðum stendur við LSR hyggst RÚV greiða samnings- bundna vexti en ekki afborganir af skuldabréfinu sjálfu. Heildarskuldir RÚV námu tæplega 6,7 milljörðum króna í árslok 2015 og bókfært eigið fé félagsins var um 440 milljónir króna. olafur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Viðræður RÚV vill breyta skil- málum skuldabréfs hjá LSR. RÚV ræðir við LSR  Vilja skilmála- breyta skuldabréfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.