Morgunblaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016 Styrkjandi - Kreatín Mónóhýdrat 100% hreint, hágæða kreatín (Creapure aukið afköst við stuttar, erfiðar æfingar. Fyrir styrk, snerpu og vöðvauppbyggingu. Slakandi - Sítrus Extrakt Náttúruleg blanda unnin úr berki af lífrænt ræktuðum, sætum appelsínum, blandað litlum skammti af acacia trefjum sem er talið stuðla að þægilegri meltingu og hámarks virkni. Inniheldur að lágmarki 20% limonene sem er talið geta dregið úr einkennum krónískrar streitu án sljóvgandi áhrifa. Spírulína Hágæða Spírulína blágrænþörungar án aukaefna. Inniheldur yfir 100 mikilvæg næringarefni s.s. prótein, vítamín, steinefni, amínósýrur, blaðgrænu, ensím og andoxunarefni. Spírúlína er m.a. talin hafa góð áhrif á framleiðslu mótefna í líkamanum og örva virkni ónæmiskerfisins. Acacia Trefjar Vatnsleysanlegar „pre-biotic“ trefjar unnar úr acacia trjám. Geta hjálpað til við að viðhalda heilbrigðri þarmaflóru og þannig komið jafnvægi á meltinguna. Vatnsleysanlegar trefjar eru einnig taldar geta dregið úr kólesteróli í blóði og dregið úr hækkun blóðsykurs eftir máltíðir. Fæst í apótekum NÝTT ÍSLENSKT ®) án aukaefna. Getur hjálpað til við að við fólki og geturhalda virkni vöðva hjá eldra Hæsta tréð í Hrymslundi við Mó- gilsá reyndist við mælingu í síðustu viku vera 10,4 metrar á hæð og þvermál bolsins í brjósthæð reynd- ist vera 22 sm. Vöxtur sumarsins sem leið var um 50 sm og því ljóst að tréð náði 10 metra hæð, og vel það, á þessu ári, 19 ára gamalt frá gróðursetningu. Ekki nóg með það, þá eru trén í lundinum flest bein- vaxin og óskemmd, segir á vef Skógræktarinnar. Fyrstu fræ lerkiblendingsins sem nú ber nafnið Hrymur urðu til í gróðurhúsi á Vöglum í Fnjóskadal haustið 1995. Þeim var sáð vorið 1996 og fyrstu plönturnar voru gróðursettar vorið 1997. Farið var með nokkrar af þeim á Mógilsá og þær gróðursettar í mel í brekkunni ofan við rannsóknastöðina. Þrátt fyrir rýran jarðveg hefur þessi fyrsti Hrymur vaxið mög vel í neðanverðum hlíðum Esjunnar. Jón Hilmar Kristjánsson skóg- fræðinemi mun nota mælingar á Hrym í samanburðartilraunum á fjórum stöðum á landinu sem loka- verkefni í skógfræði. Þá kemur í ljós hvort annars staðar leynast stærri eintök. Hrymur óx hálfan metra  Góður vöxtur í rýrum jarðvegi Ljósmynd/Þröstur Eysteinsson. Samanburður Jón H. Kristjánsson mælir hæsta hryminn við Mógilsá Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, sem haldinn var síðastliðinn miðvikudag, voru fyrir- hugaðar framkvæmdir á Klambratúni kynntar, en um er að ræða fyrsta lið í endurgerð svæðisins. Ólafur Ólafsson, deildarstjóri opinna svæða hjá Reykjavíkurborg, segir að komið verði fyrir sér- stökum setstöllum úr sjónsteypu og grasi á dvalar- svæði í hallanum sunnan við Kjarvalsstaði. „Í raun er þetta fyrsti vísirinn að þeirri heildar- framkvæmd að búa til áhorfendasvæði fyrir viðburðatorg sem gert verður seinna,“ segir Ólafur, en stefnt að því að hefja framkvæmdir síðar í þess- um mánuði og mun jarðvinnu ljúka í nóvember næstkomandi. „Við gerum svo ráð fyrir því að ljúka yfirborðs- framkvæmdum snemma næsta vor,“ segir Ólafur, en áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna nú í haust er á bilinu 12 til 15 milljónir króna. Tekið mið af Kjarvalsstöðum Í kynningarriti um heildarendurnýjun Klambra- túns, sem unnið var árið 2015 fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, kemur m.a. fram að efnisval tekur mið af Kjarvalsstöðum „þar sem sjónsteypa, cortenstál og viður fær að njóta sín“. Þá segir einnig að mynstur á stéttum framan og aftan við listasafnið gæti haft áhrif á hönnun torgsins. Setstallar á Klambratúni Ljósmynd/Reykjavíkurborg Hönnun Myndin sýnir hvernig setstallarnir gætu litið út að verki loknu.  Fyrsti vísir að áhorfendasvæði við Kjarvalsstaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.