Morgunblaðið - 04.10.2016, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016
Tónleikasprell Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, var í gervi Egils Ólafssonar með Stuðmönnum á tónleikum í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi sem haldnir voru til styrktar Stefáni Karli Stef-
ánssyni leikara sem glímir við veikindi. Gói stóð sig með mikilli prýði og áttaði fólk sig ekki strax á því að þarna færi ekki Egill sjálfur, sem var í útlandi. Uppselt var á tónleikana og góð stemmning.
Freyja Gylfa
Eg þakka Sigmari
Arnarsyni fyrir að
senda mjer þingsálykt-
unartillögu Pírata.
Ekki er unnt í
stuttri blaðagrein að
fjalla ítarlega um
hana. Í henni er nefnd
sú meinta rjettaróvissa
sem verið hafi um
eignarhald kirkjujarða
á 20. öld. Hafi hún í
raun verið einhver,
hefur hún stafað af meðferð þessara
eigna í fjárhaldi ríkisins, sem eg
drap á í fyrri grein minni. Sú með-
ferð skýrir líka, hversu mörg ráðu-
neyti komu að því, sem kirkju-
málaráðuneyti bar að ábyrgjast,
eftir að það var stofnað.
Hlutverk kirkjueignanefndar var
að kanna hverjar kirkjueignir væru
og hefðu verið frá 1550, gefa álit um
rjettarstöðu þeirra eigna og gera
grein fyrir hvernig ráðstöfun á þeim
hefði verið háttað. Eftirfarandi eru
helztu niðurstöður skýrslunnar, sem
vitnað er til í greinargerð Pírata:
„Kirkjueignanefndin skilaði ítar-
legu áliti til dóms- og kirkju-
málaráðherra árið 1984. Var það álit
nefndarinnar að ekki hefði orðið
breyting á grunneignarrétti með
lagabreytingunum árið
1907 heldur hafi um-
sjón með eignunum
einungis færst til. Það
var því álit nefndar-
innar að hver kirkja
ætti það sem ekki hefði
verið með lögmætum
hætti frá henni tekið.
Kirkjan er sjálfstæð
stofnun, sjálfstæður
réttaraðili, sem getur
borið, og ber, réttindi
og skyldur að lögum.
Þjóðkirkjan getur því
átt eignir, sem njóta m.a. fullrar
verndar 67. gr. stjórnarskrárinnar
og sem eigi verða af henni teknar
nema ströngum skilyrðum þeirrar
greinar sé fullnægt, enda komi þá
ætíð fullt verð fyrir, eins og þar er
mælt fyrir um. Íslenska ríkið getur
þar af leiðandi ekki gert tilkall til
þeirra eigna, sem þjóðkirkjunni til-
heyra að réttum lögum.“
Síðan koma hæpnar fullyrðingar,
sem virðast sprottnar af svari fjár-
málaráðherra við fyrirspurn Birg-
ittu Jónsdóttur um kirkjujarðir o.fl.,
sem lögð var fram á 143. löggjaf-
arþingi (þskj. 500, 242. mál):
„Þrátt fyrir að ríkið hafi, á þeim
90 árum sem liðu, hvorki kannað til
fullnustu lögmæti fyrri samninga,
né heldur hvaða jarðir tilheyrðu
honum, matsverð þeirra og rekstr-
aruppgjör var engu síður gerður
samningur um áframhaldandi
skuldbindingar ríkisins við þjóð-
kirkjuna. – Í svari við fyrirspurn
Birgittu Jónsdóttur til fjármála- og
efnahagsráðherra má sjá hversu
veikar forsendur eru fyrir sam-
komulaginu milli ríkisins og þjóð-
kirkjunnar. Fram kom að ekkert
verðmat hefði farið fram á virði
eignanna sem kirkjujarða-
samkomulagið lýtur að. Í fyrir-
spurninni var spurt um hverjar
jarðirnar væru, fasteignamat
þeirra, tekjur, kostnað o.fl. Í
svarinu var farið stuttlega yfir
hvernig umsýslu og eignarhaldi á
kirkjujörðum hefur verið háttað frá
1907. Fram kom að enginn listi lægi
fyrir um þær jarðir og kirkjueignir
sem urðu eftir hjá ríkinu og ríkið
fékk við undirritun samnings við
þjóðkirkjuna 10. janúar 1997 en
horft hefði verið til umfjöllunar um
kirkjujarðir í álitsgerð kirkju-
eignanefndar. Í svarinu var tekið
fram að ekki hefði farið fram sjálf-
stæð rannsókn eða verðmat á þeim
eignum sem til álita komu enda yrði
slík rannsókn afar flókin og miklum
vandkvæðum bundin“.
Þessi fullyrðing er villandi og
beinlínis ósönn, því skýrslu kirkju-
eignanefndar fylgdi í tveimur bind-
um yfirlit yfir þessar eignir frá 1550
til útgáfuárs þeirra 1992 eftir Ólaf
Ásgeirsson þjóðskjalavörð, sem
nefndin rjeði til verksins. Þar eru
ljósrit kaupbrjefa og annarra gjörn-
inga er þær varða og nákvæm skrá
yfir sögu eignarhalds þeirra þau 442
ár, sem skráningin tekur til. Hafi
kirkjumálaráðuneytinu láðst að
halda skrár yfir meðferð sína og
annarra stofnana stjórnarráðsins á
þeim eignum, sem það hafði í fjár-
haldi og til ráðstafanar um 90 ára
skeið, væri það tilefni til sjálf-
stæðrar rannsóknar, en varla gild
ástæða til þess að svipta kirkjuna á
Íslandi lögvörðum rjettindum.
Enginn vafi ljek því á því, hvaða
verðmæti það voru, sem afhent voru
með kirkjujarðasamkomulaginu í
lögum 78/1997, eins og haft er eftir
fjármálaráðuneytinu í greinargerð-
inni. Virðist sú fluga frá ráðuneyt-
inu komin og er Pírötum á þingi því
nokkur vorkunn, að vita ekki betur.
Vekur þetta samhengi til umhugs-
unar um það vald sem embættis-
mönnum er fengið með því að al-
þingismenn og alþýða öll hefur til
skamms tíma treyst upplýsingum
ráðuneyta og verið óvarin fyrir
þeirri túlkun upplýsinga sem þaðan
rennur í mörgu samhengi og, að því
er virðist, rangfærslum þar sem
einnig má bæta í með þögninni, eins
og hjer vaknar grunur um.
Eg mun ekki í þessari grein
bregðast við vangaveltum flutnings-
manna um samband ríkis og kirkju
eða skoðunum þeirra að öðru leyti,
en mig setur hljóðan yfir því, hvern-
ig staðreyndir virðast vera „kokk-
aðar“ ofan í Alþingismenn og al-
þýðu, sem svo byggir afgreiðslu
mála á hálfsannleika og hreinum
rangfærslum. Eg þakka Sigmundi
Arnarsyni fyrir það, að senda mjer
þingsályktunartillöguna með grein-
argerðinni og efna þar með til vit-
rænnar umræðu, bæði um efni
ályktunarinnar og þær hæpnu for-
sendur sem hún er reist á. Ljóst er
af efni hennar, að Pírötum er nokk-
ur vorkunn í þessu máli.
Reykholti á Remigíusmessu 2016.
Eftir Geir Waage » Getur alþýða manna
og Alþingismenn
treyst upplýsingum
embættismanna? Getur
það verið, að ráðuneytin
ljúgi beinlínis og rang-
færi upplýsingar?
Geir Waage
Höfundur er sóknarprestur
í Reykholti í Borgarfirði.
Hvaðan kemur mönnum vit?