Morgunblaðið - 04.10.2016, Side 8

Morgunblaðið - 04.10.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016 Fátt annað kemst að hjá kapt-eini Pírata þessa dagana en aðild Íslands að Evrópusamband- inu. Kapteinninn missir helst ekki af fyrirspurnatíma á Alþingi án þess að bera fram spurningu um aðildarviðræður, sem er nokkuð sem Píratar hafa mikinn áhuga á að hrekja Ísland út í á nýjan leik.    Það sem vekursérstaka at- hygli í þessu sam- bandi er að Píratar þora ekki að segjast vilja aðild að Evrópusambandinu. Þeir reyna þess í stað að slá ryki í augu al- mennings með því að tala um við- ræður um aðild, en allir vita sem vilja að ríki fer ekki út í viðræður um aðild nema ætla að gerast að- ili.    Þetta er ástæðan fyrir því aðEvrópusambandið kallar þetta aðlögunarviðræður, það er að segja viðræður um að laga lög og regluverk umsóknarríkis að Evrópusambandinu.    Píratar tala iðulega eins og þeirséu heiðarlegri gerð stjórn- málamanna en aðrir, en í um- ræðum um Evrópusambandsaðild falla þeir trekk í trekk á heiðar- leikaprófinu.    Væri Birgitta heiðarleg í mál-flutningi sínum mundi hún viðurkenna að hún vill að Ísland gerist aðili að ESB í stað þess að staglast á viðræðum og láta eins og viðræður um aðild séu alls ótengdar aðild.    Er ekki tímabært að Píratarviðurkenni að þeir eru ESB- flokkur? Eða ætla þeir að bíða þar til eftir kosningar? Er það heiðar- legt gagnvart kjósendum? Birgitta Jónsdóttir Píratar falla á heiðarleikaprófinu STAKSTEINAR Veður víða um heim 3.10., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 13 skýjað Akureyri 11 skýjað Nuuk 0 alskýjað Þórshöfn 10 rigning Ósló 13 heiðskírt Kaupmannahöfn 14 heiðskírt Stokkhólmur 9 heiðskírt Helsinki 8 heiðskírt Lúxemborg 12 skýjað Brussel 13 rigning Dublin 14 léttskýjað Glasgow 15 heiðskírt London 17 heiðskírt París 17 heiðskírt Amsterdam 17 skýjað Hamborg 14 rigning Berlín 14 alskýjað Vín 11 rigning Moskva 22 alskýjað Algarve 24 heiðskírt Madríd 27 heiðskírt Barcelona 22 heiðskírt Mallorca 26 heiðskírt Róm 21 rigning Aþena 25 heiðskírt Winnipeg 18 heiðskírt Montreal 16 heiðskírt New York 20 heiðskírt Chicago 18 heiðskírt Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:48 18:46 ÍSAFJÖRÐUR 7:56 18:48 SIGLUFJÖRÐUR 7:39 18:31 DJÚPIVOGUR 7:18 18:15 Akureyrarbær boðar til opins fundar um framtíð Reykjavíkur- flugvallar á morgun, miðvikudag- inn 5. október kl. 17, í Menningar- húsinu Hofi. Á fundinum hafa framsögu Eiríkur Björn Björg- vinsson, bæjarstjóri á Akureyri, fulltrúi frá ISAVIA og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykja- vík. „Mikill styr hefur staðið um staðsetningu Reykjavíkurflug- vallar hin síðari ár. Vangaveltur hafa verið um hvort flytja eigi inn- anlandsflugið til Keflavíkur eða leggja nýjan flugvöll í Hvassa- hrauni. Á síðari árum hafa bæjar- stjórn og bæjarráð Akureyrar ítrekað bókað um Reykjavíkur- flugvöll og mikilvægi hans,“ segir í fréttatilkynningu. Ræða um Reykjavíkur- flugvöll á Akureyri Björt framtíð hefur kynnt fullskipaðan framboðslista sinn í Reykja- víkurkjördæmi suður. Fyrsta sæti skipar Nichole Leigh Mosty, leik- skólastjóri í leikskólanum Ösp í Efra-Breiðholti. Í öðru sæti er Eva Einarsdóttir, tóm- stunda- og félagsmálafræðingur og MBA. Hún er varaborgar- fulltrúi og varaformaður ÍTR. Unnsteinn Jóhannsson, sam- skipta- og upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar, skipar þriðja sæti listans. Listi Bjartr- ar framtíðar í Reykjavík suður Nichole Leigh Mosty

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.