Morgunblaðið - 04.10.2016, Page 4

Morgunblaðið - 04.10.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Til greina kemur að nota innheimtu bílastæðagjalda til að standa undir kostnaði við að bæta aðstöðu til að taka á móti ferðamönnum við vin- sæla áfangastaði ferðafólks í Rang- árþingi eystra. Sveitarstjórinn lýsir þeirri skoðun sinni að æskilegast væri að gera varanleg bílastæði til að fólk greiði slík bílastæðagjöld með glöðu geði. 500 kr. bílastæða- gjald gæti skilað 25 milljónum kr. til uppbyggingar og þjónustu á stað sem 50 þúsund bílar koma á. Unnið að skipulagsmálum Unnið er að skipulagsmálum við Seljalandsfoss og Skógafoss. Sveit- arfélagið á Hamragarða sem liggja að Seljalandsfossi en eigendur Seljalandsjarða eiga fossinn og næsta nágrenni hans. Héraðsnefnd Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga eiga Seljalandsfoss og landið þar við. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitar- stjóri Rangárþings eystra, segir að þrjú fyrirtæki hafi boðið fram þjón- ustu sína við að koma upp búnaði til að innheimta bílastæðagjöld við áfangastaðina, með hliðstæðum hætti og gert er á Þingvöllum og víðar. Hann segir að það geti verið áhugaverð leið en tekur fram að það verði ekki gert nema í samvinnu landeigenda og sveitarfélagsins í til- viki Seljalandsfoss. Sveitarfélagið hafi fyrir sitt leyti samþykkt að koma þessu á sem allra fyrst. Verið sé að ræða málið við landeigendur. Ísólfur Gylfi lýsir þeirri skoðun sinni að æskilegast væri að útbúa al- mennileg bílastæði, áður en inn- heimta hefst. Erfitt sé að rukka inn á grasflatir, sérstaklega í ljósi þess að landeigendur hafi ekki heimild til að sekta þá sem ekki greiða. Hann tekur þó fram að um þetta kunni þó að vera deildar meiningar. Nokkrir í kjölfar Þingvalla Bergrisi hugbúnaður ehf. er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa sett upp stöðumælastaura við vinsæla ferðamannastaði. Fyrirtækið setti upp slíkan búnað í Þjóðgarðinum á Þingvöllum og hefur samið um að gera það við Sólheimajökul í Mýr- dalshreppi og Stokksnes við Horna- fjörð. Fleiri einkaaðilar eru að gera slíka samninga við fyrirtækið, sam- kvæmt upplýsingum frá því. Bílastæðagjöld greiða fyrir uppbyggingu Morgunblaðið/Kristinn Seljalandsfoss Aðstöðu vantar við fossana undir Eyjafjöllum.  Rætt um uppsetningu búnaðar til innheimtu við Seljalandsfoss og Skógafoss  Sveitarstjórinn telur æskilegast að almennileg bílastæði séu útbúin áður svo að fólk sé tilbúið að greiða gjald fyrir bílastæði Guðni Einarsson Laufey Rún Ketilsdóttir Breiðþota í þjónustu WOW air lenti framan við þröskuld flugbrautar 32L í Köln aðfaranótt 18. september sl., að því er fram kom í The Aviation Her- ald 30. september sl. Flugvélin lenti því framan við sjálfa flugbrautina. Lendingin tókst og flugvélin ók út af brautinni á síðustu afrein að aksturs- braut og þaðan upp að flugstöð. Flug- brautin sem um ræðir er 1.863 metra löng og styttri en önnur flugbraut flugvallarins sem var lokuð á þessum tíma vegna viðhalds. Flugvélin sem um ræðir er í eigu portúgalska flugfélagsins HiFly og af gerðinni Airbus A330-200, með skráningarstafina CS-TQW. Hún var tekin í notkun 1999 og er því rúmlega 17 ára gömul. Flugnúmerið var WW-752 og fór flugvélin frá Keflavíkurflugvelli klukkan 19.21 þann 17. september sl. áleiðis til Kölnar, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Í athuga- semdum lesenda við frétt The Avia- tion Herald kemur fram að flugið hafi upphaflega átt að vera til Düsseldorf en áfangastaðnum verið breytt í Köln áður en flugið hófst. Í fréttinni sagði einnig að rann- sóknarnefnd flugslysa í Þýskalandi (BFU - Bundesstelle für Flugunfall- untersuchung) hefði metið atvikið sem alvarlegt (serious incident) og hafið rannsókn á því. Einnig kom fram í frétt The Aviation Herald að flugvélin hefði verið í Köln í 43 klukkustundir eftir lendinguna. Þá hefði henni verið flogið til Beja í Portúgal. Þegar fréttin var birt sl. föstudag var sagt að flugvélin hefði ekki verið notuð til farþegaflugs eftir atvikið í Köln, eða í tólf daga. Flugvélin var ekki rekin á flug- rekstrarleyfi WOW air. Í svari við fyrirspurn Morgun- blaðsins greindi HiFly frá því að flug- vélin hafi ekki skaddast á neinn hátt við atvikið. Ekki hafi verið hægt að greina neitt óvenjulegt í lendingu og flugvélin sé og hafi alltaf verið not- hæf. 154 um borð í flugvélinni „Það gerðist ekkert það alvarlegt að það kalli á einhvers konar aðgerðir að okkar hálfu,“ segir Sigurður Magnús Sigurðsson, framkvæmda- stjóri flugrekstrar hjá WOW air, en þegar flugvélar séu ekki á flugrekstr- arleyfi þeirra sé málið að vissu leyti úr þeirra höndum. „Við fengum að vita að flugvöllurinn hefði tilkynnt um atvik, að það hefðu brotnað einhver ljós á flugbrautinni, en það er í raun allt sem við fáum að vita.“ Málið sé á milli þess sem hafi flugrekstrarleyfið; HiFly, portúgalskra yfirvalda og flugvallaryfirvalda á svæðinu. 154 farþegar voru um borð í vélinni en Sigurður segist ekki vita til þess að neinn þeirra hafi haft samband við WOW air vegna málsins. Þota á vegum WOW lenti utan brautar  Engan sakaði  Var ekki á flugrekstrarleyfi WOW air Morgunblaðið/Golli Flugvél Ein af flugvélum WOW air lenti utan flugbrautarinnar í Köln. Guðlaugur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Bergrisa, segir að með bílastæðagjöldunum geti landeigendur fengið tekjur til að bæta aðstöðu til móttöku ferða- fólks, meðal annars bílastæði og salerni. Sem dæmi má nefna að ef innheimtar eru 500 kr. fyrir bílastæði á stað sem 50 þúsund bílar koma á nema brúttótekjur 25 milljónum á ári. Guðlaugur segir að landeigendur geti ákveðið að nota hluta gjaldsins til að auka öryggi ferðafólks og útbúa kynningarefni til að bæta upplifun gesta. Miklar tekjur INNHEIMTA BÍLASTÆÐA- GJALDA Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt að selja öll mannvirki að Laugum í Sælingsdal, íþróttasal, sundlaug, skólahús, hótel og fjögur íbúðarhús sem áður voru kenn- arabústaðir. Alls eru þessar bygg- ingar um 3.880 fermetrar og eru að stærstum hluta í eigu sveitarfé- lagsins, en ný hótelálma sem útbúin var fyrir fáum árum er sameign Dalabyggðar, Icelandair hotels og búnaðarfélaganna í Dölum. Áhugi á kaupum Sveitarfélagið hefur leitað sam- þykkis meðeigenda sinna um sölu. Gerir Sveinn Pálsson sveitarstjóri ráð fyrir að byggingarnar verði auglýstar til kaups á næstu vikum. „Það hefur legið í loftinu í tals- verðan tíma að sveitarfélagið hefði hug á að selja þessar byggingar. Við höfum að undanförnu fengið bæði hringingar og heimsóknir frá fólki, meðal annars í ferðaþjónustu, sem er áhugasamt um kaup, en sveit- arstjórnin vildi doka við með sölu. Nú teljum við hins vegar rétta tím- ann og að með sölu mannvirkjanna geti sveitarfélagið losað um tals- verða fjármuni,“ segir sveitarstjór- inn. Bent er á að það geti aukið vægi og hækkað verð bygginganna á Laugum að ferðamannastraumur um svæðið er meiri en áður var. Ræður þar bæði fjölgun ferða- manna almennt og eins að nú eru Dalirnir í þjóðbraut, þar sem nú liggur leiðin vestur á firði þar þvert í gegn. Í hótelálmunni að Laugum eru 20 rúmgóð hótelherbergi, auk salarkynna, eldhúss og fleira. Í ann- ari álmu, sem áður var heimavist grunnskóla, eru 24 lítil herbergi. Á staðnum eru einnig – og verða seld – 25 metra útisundlaug og 400 fer- metra íþróttasalur. Búningsaðstaða fyrir laugina og íþróttasalinn eru sameiginleg. Alls er fasteignamat bygginganna á Laugum 266 millj. kr. og brunabótamatið liðlega einn milljaður króna. Skólahald aflagt um aldamótin Að Laugum var lengi starfræktur heimavistarskóli fyrir sveitirnar í Dalasýslu, eins og byggðin hét þá. Um aldamótin var skólahald þar lagt af og nú er börnum af svæðinu öllu ekið í Auðarskóla í Búðardal og íþróttaaðstaðan er ekki nýtt nema að litlu leyti. Yfir sumartímann er rekið Eddu-hótel að Laugum og á veturna eru þar reknar vinsælar ungmennabúðir sem nemendur úr 9. bekk grunnskólans víðs vegar af landinu sækja. Skólaþorpið að Laugum til sölu  Skólahús, hótel, sundlaug, íþróttasalur og fjórir kennarabústaðir í Dölunum  Ferðaþjónustan sýnir áhuga á eignunum  Sveitarfélagið losar um fjármuni  Fasteignamat er um einn milljarður króna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Laugar Miklar byggingar og glæsilegar sem fara á söluskrá innan tíðar. Forvitnir ferðamenn undruðust að sjá mann hanga í línu neðan úr þyrlu í nágrenni Nauthólsvíkur í gær. En ástæðan fyrir þessum fimleikum í loftinu var æfing Landhelgisgæslunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vakti athygli í línunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.