Morgunblaðið - 04.10.2016, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 04.10.2016, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016 Björn Pálmar Sveinsson rafiðn- fræðingur lést eftir krappa glímu við sláttumanninn á Landspítalanum þann 22. sept- ember. Það var fyrir u.þ.b. 40 árum er við Bjössi kynntumst en Hulda eiginkona hans er yngsta systir Svölu minnar. Þær systur voru á þeim tíma að stíga sín fyrstu skref í sambúðarmálum. Ég hafði nú aðeins þekkt til Bjössa, við vorum jafnaldrar og hann var af Seltjarnarnesinu og ég í Vestur- bænum. Við áttum strax vel sam- an þótt ólíkir værum. Bjössi var að læra rafvirkjun og hófu þau Hulda sambúð og giftu sig, eign- uðust tvo drengi, þá Þórð Örn og Björn Inga. Unga fólkið taldi sig lífsreynt og fullorðið þótt rétt um tvítugt væri. Að rafvirkjanáminu loknu þá heldur Bjössi áfram námi í fag- inu og fer í tækniskólann þaðan sem hann útskrifast sem iðnraf- fræðingur. Hann hefur störf hjá Esso sem þá var stórfyrirtæki. Á þeim tíma var Esso að fara í gegnum miklar rekstrar- og tæknibreytingar og verið var að breyta bensínstöðvunum í meiri elektróník þar sem dælunum var rafstýrt og í raun allt að færast í þá átt. Bjössi var einn aðaltækni- maðurinn við að nútíma- og raf- væða bensínstöðvarnar. Það er nefnilega meira mál en margir átta sig á að tengja saman raf- magn og gasolíu. Rafmagn ferðast og neistar og bensínið eld- fimt. Allt þarf að vera rétt. Hæfi- leiki Bjössa í rafmagnsfræðunum var vel nýttur og í raun lagði hann upp og tækniteiknaði rafmagn í öllum bensínstöðvum Esso á þeim tíma. Bjössi var í raun rafmagns- nörd í jákvæðri merkingu þess orðs og bjó yfir mikilli þekkingu á þeim fræðum. Eftir mörg ár hjá Esso söðlar Björn um og fer að vinna hjá Eflu verkfræðistofu við að teikna og reikna út flókna raf- magnsþörf í mannvirkjagerð á flestum sviðum um land allt. Raf- magn er orðið svo ríkur þáttur í nútímatilveru að það er ekki tekið eftir því, allt er sjálfsagt. Á bakvið liggur mikil tæknivinna og sér- fræði. Bjössi var hæglátur maður í daglegu fasi. Hann var ekkert að bera visku sína á borð né að Björn Pálmar Sveinsson ✝ Björn PálmarSveinsson fæddist 8. desem- ber 1951. Hann lést 22. september 2016. Útför Björns fór fram 3. október 2016. skreyta sig með kunnáttunni, en er hann í umræðunni sagði sitt álit á tækninni, þá var honum ekki mót- mælt. Það sem hann sagði þar var rétt. Bjössi og Hulda undu sér vel í ættar- tengslum hennar í Suðursveit þangað sem þau fóru oft og reglulega og dvöldust í Gamla Garði í Borgarhöfn hjá Ragnari bónda, móðurbróður Huldu, það- an sem móðurætt Huldu er. Þar leið Bjössa vel og var hann dálítið í sínu rétta umhverfi, í fegurð og rólegheitum sveitarinnar. Á tíma- bili fannst okkur öðrum í fjöl- skyldunni alveg undarlegt hversu oft og mikla áherslu hann lagði á að fara í Suðursveit. Það kemur í ljós seinna að hann hafði fundið gamla Massey-Fergusoninn og ákveðið að gera hann upp. Að gera upp gamlan traktor er mikið grúsk. Þar var hann í sínu ele- menti. Eitt sinn er öll stórfjöl- skyldan var samankomin í Gamla Garði á góðviðrisdegi úti við í nostalgíu þá er Bjössi týndur og byrjar fólk að spyrja hvar hann sé. Allt í einu opnast hlöðudyrnar, mikið traktorsbank heyrist og út kemur Bjössi á uppgerðum flott- um traktornum með strákslegt glott á andlitinu og þeysir fram hjá öllum á glæsilegri ferð. Þetta var ógleymanleg og myndræn sjón. Við þökkum Bjössa samfylgd- ina og hugur okkar og ástúð er hjá Huldu, Dodda, Birni Inga, þeirra mökum og börnum á þess- ari stundu og samkenndin rík. Farvel Bjössi. Sigurður Lárus Hall, Svala Ólafsdóttir, Krista Sigríður Hall, Ólafur Árni Hall. Bjössi hennar Huldu er fallinn frá eftir stutt en erfið veikindi. Hann var á besta aldri og fráfallið því sárt. Ég hef þekkt Bjössa nær alla ævi því hann er búinn að vera maður Huldu móðursystur minn- ar frá því að ég var barn. Bjössi, sem var rólyndur og ekki maður margra orða, varð þannig sem ungur maður hluti af náinni stór- fjölskyldu sem eyðir saman jól- um, áramótum og stórhátíðum og finnst best að vera sem flest sem oftast. Eflaust hefur Bjössa stundum þótt nóg um matarstússið sem fylgdi en alltaf mætti hann, klyfj- aður mat og góðum veigum, og gott spjall um daginn og veginn var aldrei langt undan enda var hann greindur og vel að sér. Á tæpum fjórum árum hafa synir Huldu og Bjössa, Doddi og Björn Ingi og þeirra frábæru konur, Helga og Dóra eignast þrjár dásamlegar litlar stúlkur. Bjössi var algjör súper-afi. Hann ljóm- aði í kringum fallegu afastelpurn- ar sínar og þau Hulda nutu afa- og ömmuhlutverksins til hins ýtr- asta. Ekkert var of gott fyrir litlu augasteinana þeirra. Bjössi var afar hjálpsamur og þannig varð að við eyddum hluta úr sumrinu 2004 saman. Ég var í fæðingarorlofi og fannst tilvalið að teikna fyrirhugaðar breyting- ar á gamla húsinu okkar í tölvu en nokkuð vantaði upp á kunnátt- una. Bjössi var mikill tölvuteikn- ari og bauðst til að kenna mér. Ég vissi að hann hafði ekki ótak- markaðan tíma en ekki lét hann mig finna það. Hann var tilbúinn að sitja við kvöld og helgar, þol- inmóður og vandvirkur. Bjössi hefði aldrei fúskað við neitt. Upp á sitt besta var Bjössi í Gamla Garði í Suðursveit hjá Ragnari ömmubróður mínum. Þangað fóru þau Hulda eins oft og þau gátu og eru orðin eins og ein af heimamönnum í Borgarhöfn. Fá- einum árum áður en amma lést fjölmenntum við í sveitina henn- ar. Þá sást vel að sveitin hennar ömmu var líka sveitin þeirra Huldu og Bjössa. Ekki síður Bjössa, sem hefur árum saman hjálpað Ragnari frænda með ým- is verk og meðal annars gert upp forláta traktor sem hafði aðdrátt- arafl fyrir krakkana. Við eigum margar góðar minningar úr þeirri góðu ferð sem Hulda átti frum- kvæði að. Síðasta minning okkar um Bjössa er ljúf, glaður, nýkominn úr fríi á Krít með Huldu sinni mætti hann í grillboðið hjá pabba og mömmu um verslunarmanna- helgina síðustu. Sumarkvöldið var fallegt og því lengi setið yfir góðum mat og spjalli og ekki var hægt að sjá að hann kviði yfir- vofandi aðgerð þótt eflaust hafi hann gert það. Þessa minningu geymum við í hjartanu. Við kvöddum hann á spítalan- um en þar var mjög af honum dregið. Hulda, synir og tengda- dætur hafa staðið fallega og þétt saman á erfiðum tímum og um- vafið þannig hvert annað og Bjössa sinn ást og hlýju. Þannig fjölskyldu átti Bjössi og þannig fjölskylda verða þau áfram. Skarðið er stórt og hans verður sárt saknað. Elsku Hulda mín, Doddi, og Helga, Björn Ingi og Dóra og litlu dætur. Ykkar missir er mikil. Það er sárt að hugsa til alls sem afastelp- urnar og þið hafið nú misst. Við munum öll sakna Bjössa og eins og ég hvíslaði í eyrað hans undir lokin, takk fyrir allt elsku Bjössi, við pössum fólkið þitt. Ólöf, Ásgeir og börn. Í dag er til moldar borinn vinnufélagi okkar og vinur Björn Pálmar Sveinsson. Þungur harm- ur er kveðinn að samstarfsmönn- um hans hjá Verkfræðistofunni EFLU hf. Björn Pálmar kom til starfa hjá EFLU árið 2007 en áður hafði hann starfað um langt skeið hjá Olíudreifingu. Strax kom í ljós hversu mikill öðlingur hér var á ferð og féll hann þegar vel inn í samheldinn hóp vinnufélaga. Björn var ekki maður margra orða eins og við vitum öll sem þekktum hann. Bjössi lét verkin tala. Hann lét ekkert frá sér nema það væri úthugsað og í full- komnu lagi. Gott var að leita til hans og tók hann öllum vel, ekki síst unga fólkinu sem þurfti á leið- sögn að halda við sín fyrstu skref hjá EFLU. Við vinnufélagarnir leituðum mikið til hans við lausn flóknari verkefna enda var hann mikill reynslubolti. Bjössi sinnti stórum hópi viðskiptavina og var alls staðar vel liðinn. Honum var einkar lagið að vinna með öðrum enda einstaklega lipur í mannleg- um samskiptum. Bjössi kom alsæll úr sumarfrí- inu í byrjun ágúst, vel hvíldur og útitekinn, hann hafði greinilega notið sumarsins. Hann var sáttur að vera kominn aftur í vinnuna enda naut hann sín þar vel og það átti vel við hann að takast á við krefjandi verkefni. Það skyggði þó á að hann hafði fengið boð um að koma í „rann- sókn“ eins og hann orðaði það, sem krafðist innlagnar á Land- spítalann. Reiknað var með að hann yrði frá vinnu í um það bil 10 daga, sem gæti þó dregist eitt- hvað ef allt færi á versta veg. Hann ætlaði að vera í sambandi og leyfa okkur að fylgjast með hvernig gengi. En Bjössi átti því miður ekki afturkvæmt úr þessari rannsókn. Fljótlega kom í ljós að ástandið var alvarlegt og að aðgerðin hefði ekki gengið sem skyldi. Við vinnufélagarnir fengum að fylgj- ast með gangi mála næstu vikur en Hulda og synirnir héldu okkur upplýstum. Fréttin af andláti Bjössa var okkur öllum mjög þungbær. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst og starfað með þessum heiðursmanni og hans er sárt saknað. Við minnumst margra góðra stunda sem við áttum sam- an. Hann leyfði okkur að fylgjast með einu af sínum áhugamálum, sem var upptekt á gömlum trak- torum. Því áhugamáli sinnti hann í Suðursveitinni, en ferðirnar þangað voru honum mjög hug- leiknar. Nokkrir innandyra hjá EFLU deildu sama áhugamáli og nutu þeir reynslu hans og greið- vikni. Missir Huldu og fjölskyldu er mikill. Við samstarfsmenn Björns Pálmars hjá EFLU sendum þeim okkar dýpstu samúðarkveðjur. Davíð Eysteinn Sölvason. Gunnlaugur Árnason var fæddur 1923 og ólst upp í foreldrahúsum á Gnýstöðum á Vatnsnesi í Vestur- Húnavatnssýslu. Hann kynntist strax þeim tvískipta búskap sem þá tíðkaðist víða með ströndinni, þegar búið var bæði til lands og sjávar. Hann tók snemma þátt í þeim störfum sem vinna þurfti, sláturfjárrekstrum á haustin, öðru fjárragi, skepnuhirðingu sem og sjósókn úr heimalendingu, allt eftir árstíðum. Hann fór síðan ungur að heiman til sjós, meðal Gunnlaugur Árnason ✝ GunnlaugurÁrnason fædd- ist 11. mars árið 1923. Hann lést 14. september 2016. Úför Gunnlaugs fór fram 3. október 2016. annars frá Norðfirði þar sem frændi hans, Jakob á Strönd, gerði út. Hann varð fljótt vel að manni og gjald- gengur til hvers sem var, gætinn og ódeigur. Sjó- mennska varð síðan lífsstarf hans og mörg síðustu sjó- mannsárin var hann á strandferðaskipum Ríkisskipa. Ekki fer hjá því að þeir sem stunda sjómennsku áratugum saman komist jafnvel í hann krappan í glímunni við Ægi, en þegar Gunnlaugur, þá kominn yfir áttrætt, var spurður um þess hátt- ar á sólfögrum degi hér syðra, þá vildi hann lítið um það tala og nefndi að sér þætti einna eftir- minnilegast frá sjómannsferlinum þegar hann hefði verið á síldarbát á árunum um eða eftir seinna stríð og sótt hefði verið norður fyrir Grímsey um hásumar í góðri tíð. Þá hefði sólin ekki gengið undir, skin hennar gyllt spegilsléttan hafflötinn og fuglinn þagnað um stund um lágnættið. Gunnlaugur var lengi búsettur á Skagaströnd, þar sem kynni tók- ust með honum og Helgu Bernd- sen og settu þau saman heimili, fyrst þar nyrðra en fluttu til Reykjavíkur á áttunda áratugn- um. Í samfélaginu eru góðir ná- grannar gulls ígildi. Gunnlaugur og Helga fluttu hér í húsið á Háa- leitisbrautinni fyrir talsvert á fjórða áratug síðan og bjuggu hér allt þar til Gunnlaugur veiktist og Helga býr hér enn. Gunnlaugur var góður nágranni, vildi hvers manns vanda leysa, börnum var hann notalegur og þau fundu að honum var óhætt að treysta. Það er komið haust, laufblöðin falla af trjánum og fjúka til með haustvindunum, dreifa sér um tún, stéttir og bílaplön. Til skamms tíma var Gunnlaugur að eltast við blöðin, safna þeim sam- an með laufhrífu og kústi og troða ofan í svarta poka. Þetta endurtók hann nánast á hverjum degi þar til síðasta laufblaðið var fallið. Hann var einstaklega natinn við að halda lóðinni hreinni, sópaði stétt- ir og bílaplön reglulega, fór vel í allar kverkar, allt skyldi vera skín- andi hreint. Hann útbjó sér sér- stakt áhald sem hann notaði til að krafsa upp grasið og arfann sem tróð sér upp á milli gangstétta- hellnanna. Hann var alltaf að þar til að hann þurfti frá að hverfa vegna veikinda. Já, nú er komið haust og laufblöðin leika lausum hala um tún og stéttir, enginn Gunnlaugur til staðar. Hans er sárt saknað. Við vott- um Helgu Berndsen, Guðrúnu og Ívari og börnum þeirra, Einari Þór og Helgu Sigríði, okkar dýpstu samúð. F.h. núverandi og fyrrverandi íbúa að Háaleitisbraut 17, Hermann Tönsberg og Sigurður Kristjánsson. Iðnaðarmenn Óska eftir Staðgreiðum og lánum út á: gull, demanta, vönduð úr og málverk! Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kost- naðar-lausu! www.kaupumgull.is Opið mán.– fös. 11–16. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 782 8800 Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt TEK NIÐUR TRAMPÓLÍN Tek að mér að taka niður trampólín gegn mjög vægu gjaldi. Áratuga reynsla. Maður tryggir sig ekki eftir á :) Sími: 824-4302 Kv Atli Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Til leigu Til leigu nýlegt 285 - 1.000 fm atvinnuhúsnæði í Reykjavík 285 fm bil með allt að 9 m lofthæð, stórar innkeyrsludyr, góð malbikuð lóð, og greið aðkoma. Nánari upplýsingar veitir Sverrir í s. 661 7000 Smáauglýsingar Þjónustu- auglýsingar Þarft þú að koma fyrirtækinu þínu á framfæri Hafðu samband í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is og fáðu tilboð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.