Morgunblaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 13
Ljósmynd/Maria Henningsson
Feðgin Guðni Már segir Steinu Elenu ákaflega heimspekilega þenkjandi og mikla sögumanneskju.
fyrir hraða nútímans,“ útskýrir
hans.
Á Karolina fund bjóðast
styrktaraðilum Það er rafmagns-
laust hjá selunum nokkrir kostir.
Einn er að fá áritað eintak af bókinni
og málverk eftir Guðna Má. „Ég sé á
vefsíðunni að nokkrir hafa valið
þann kost,“ segir listamaðurinn,
hæstánægður með undirtektirnar.
„Vantar bara herslumuninn,“ bætir
hann við.
„Mikið hefur hann Megas
fallega rödd“
Kippir Steina í kynið hvað tón-
listaráhugann og listhneigðina
áhrærir?
„Hún hefur fengið afskaplega
gott tónlistaruppeldi,“ svarar Guðni
Már sposkur og eignar sér aug-
ljóslega heiðurinn. „Hún biður mig
alltaf að spila óskalag í Næturvakt-
inni, oftast The Robot, sem er tölvu-
tónlist með þýsku hljómsveitinni
Kraftwerk, og Adam Raised a Cain
með Bruce Springsteen. Einu sinni
spilaði ég fyrir hana Nú er ég
klæddur og kominn á ról, barnaplötu
Megasar fyrir fullorðna, og hélt að
hún yrði hálfsmeyk eins og eldri
dóttir mín, sem fór að hágrenja.
Steina aftur á móti hlustaði af at-
hygli og sagði svo hugfangin: „Mikið
hefur hann Megas fallega rödd.“
Hún hefur einnig gaman af Kardi-
mommubænum og annarri tónlist
fyrir börn, en teiknar eins og krakk-
ar gera á þessum aldri. Hins vegar
kann hún flesta bókstafina og skrif-
ar heilu stafarunurnar. Svo kemur
hún með blaðið til mín og biður mig
að lesa. Þegar ég spyr af hverju hún
geri það ekki sjálf, svarar hún að
hún geti það auðvitað ekki því hún
kunni ekki að lesa.“
Hæsin hefur rjátlast af Guðna
Má eftir því sem á samtalið líður.
Hann segir sér óðum vera að batna
og kveðst ekki munu bregðast trún-
aðarvinum sínum og -vinkonum á
Næturvaktinni, sem margir hverjir
hafi haldið tryggð við hann í meira
en tvo áratugi. Og hringt samanlagt
um tíu þúsund sinnum, giskar hann
á.
www.karolinafund.com/project/
view/1513
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Enn er bætt um betur með nýju ReSound
heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og
áreynslulausa heyrn.
Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu
þessa hágæða tækni.
Aldrei hefur
verið
auðveldara
að heyra
GOLDEN
LOBE
AWARDS
2014
ASSOCIATION OF
INDEPENDENT
HEARING HEALTHCARE
PROFESSIONALS
Most Innovative
Concept 2014
presented to:
Resound - LiNX
made for iPhone
Steina Elena var háttuð og komin
upp í rúm. Það hafði verið mikið að
gera hjá henni í dag. Sól og hlýtt
úti og í slíku veðri er gaman að
róla og hlaupa um með öðrum
börnum. Einnig hafði nafna hennar
frá útlöndum komið í heimsókn,
sem og stóra systir með manninn
sinn og strákinn sinn og frænda
litla sem er á svipuðum aldri og
Steina.
Og því hélt pabbi að litla stelpan
myndi detta út af þegar í rúmið
væri komið. En nei, ekki alveg.
Fyrst þurfti að ræða ástand heims-
ins og önnur vandamál.
– Pabbi. Það er undarlegt
hversu fáir tímar eru í deginum. Ég
get horft á hann fara frá okkur.
Sjáðu hérna út um gluggann, sólin
er að fara að sofa. Hún er orðin
syfjuð. Kannski vegna þess að hún
þurfti að búa til svo stóran regn-
boga í dag.
– Það gæti verið, svaraði pabbi,
en dagurinn er alltaf að verða
styttri og styttri og nóttin að
lengjast.
Steina velti þessu fyrir sér smá-
stund og sagði síðan: – Pabbi, það
er ekki langt síðan að þú sagðir
mér að dagurinn væri að lengjast
og nóttin að verða styttri. Var ekk-
ert að marka það?
– Jú, Steina mín. Það er alveg að
marka það, en tíminn líður og
bráðum kemur haustið og þá verð-
ur aftur dimmt á kvöldin og um
nætur.
– En pabbi, sagði Steina og
þagnaði síðan. Pabbi beið eftir
næstu spurningu, en hún kom
ekki. Þess í stað stóð Steina upp
og náði í sparibaukinn sinn.
– Pabbi, sagði hún aftur. – Það
eru engir peningar í bankanum!
– Hvað segir þú, barn?
– Já, þeir eru allir í bauknum
mínum. Við verðum að fara með þá
í bankann á morgun.
– Áttu svona marga peninga?
– Já.
– Við verðum þá að fara í bank-
ann á morgun og bjarga málunum.
– Gerum það. En nú er sólin
sofnuð og ég ætla að sofna núna.
Steina setti sparibaukinn sinn
við koddann í rúminu sínu og tók
bangsann í fangið.
– Góða nótt, pabbi minn. Á
morgun skulum við bjarga bank-
anum.
Pabbi sagði góða nótt og óskaði
sér að bankamálin væru svona ein-
föld.
SAGA ÚR BÓKINNI ÞAÐ ER RAFMAGNSLAUST HJÁ SELUNUM
Steina og bankinn
Ljósmynd/Maria Henningsson