Morgunblaðið - 04.10.2016, Page 33

Morgunblaðið - 04.10.2016, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016 Breski hljóm- sveitarstjórinn Neville Marriner er látinn, 92 ára að aldri. Frá þessu greinir BBC. Marriner nam við Kon- unglega háskól- ann í Bretlandi og við Tónlist- arháskólann í París áður en hann hóf að leika með Sinfóníuhljóm- sveitinni í London. Hann stofnaði kammerhljómsveitina Academy of St Martin in the Fields sem lék sína fyrstu tónleika 1959. Sveitin vakti heimsathygli og sinnti hljóðrit- unum af krafti. Marriner látinn Neville Marriner Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur,veitti indversk- kanadísku kvikmyndagerðarkon- unni Deepu Mehta heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) við hátíðlega at- höfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. „Heiðursverðlaunin eru veitt þeim sem hafa skarað fram úr í kvik- myndagerð,“ segir Hrönn Marinós- dóttir, stjórnandi RIFF, en verð- launin voru nú veitt í 10. sinn. „Eitt af meginmarkmiðum hátíðarinnar er að varpa ljósi á nýja og framsækna kvikmyndalist, en við viljum einnig gera eldri verkum og höfundum þeirra skil. Það er mikilvægt að þekkja hina umfangsmiklu og fjöl- breyttu sögu kvikmyndalistarinnar líka.“ Þrjár kvikmyndir Deepu Mehta, Góðu strákarnir, Miðnæturbörnin og Birtingarmynd ofbeldis, eru sýndar á hátíðinni. Sú síðastnefnda var Evrópufrumsýnd á RIFF sl. sunnudag, en hún var heims- frumsýnd fyrir aðeins þremur vikum á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Í ár hlýtur kvikmyndaleikstjórinn Darren Aronofsky einnig heiðurs- verðlaun RIFF og verða þau veitt á Bessastöðum á morgun af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Hátíðin stendur til 9. október og er allar nánari upplýsingar og miðasölu að finna á riff.is. Morgunblaðið/Ófeigur Gleði Dagur B. Eggertsson veitti Deepu Mehta heiðursverðlaun RIFF. Deepu Mehta veitt heiðursverðlaun Þýski fjöllistamaðurinnFriedrich Liechtensteiner þeirrar hyggju aðbensínstöðvar séu róman- tískustu staðirnir á jörðinni. Með þann vísdóm að leiðarljósi lagðist hann í ferðalög milli bensínstöðva um Evrópu þvera og endilanga og úr varð röð tíu sjónvarpsþátta, Tankstellen des Glücks (Bensín- stöðvar hamingj- unnar) og nú hefur heimildar- mynd unnin úr þáttunum litið dagsins ljós. Liecthenstein er skemmtikraft- ur og dándimað- ur. Hann gengur um með sólgler- augu með gylltri umgjörð og það glampar á fagurgyllt naglalakkið á fingrum hans, alltaf elegant til fara. Á köflum minnir hann á krómað popplistaverk eftir Jeff Koons þegar hann ekur um á sín- um gyllta Bens frá 1976 og raular fyrir munni sér lagið sitt 1000 lítr- ar: Ég gæti sett þúsund lítra á tankinn og kæmist þó aldrei á áfangastað. Hans-Holger Friedrich fæddist árið 1956 í Stalinstadt í Austur- Þýskalandi þar sem nú heitir Ei- senhüttenstadt. Hann starfaði við leik og leikstjórn fram yfir alda- mót þegar hann tók að hasla sér völl í rafpoppi og tók sér lista- mannsnafnið Friedrich Liechten- stein. Hann hefur sagt í viðtali að síðast hafi sést til Hans-Holgers 2003. Hann vakti athygli um allt Þýskaland eftir að hann kom fram í auglýsingu fyrir matvöruversl- anakeðjuna Edeka. Það er afrek í sjálfu sér að gera heila mynd um bensínstöðvar, hvað þá að fá sjónvarpsstöð til að fram- leiða tíu þætti. Liechtenstein fylgja hins vegar alltaf einhverjar uppákomur, skrítnar, skemmti- legar og furðulegar og á vegi hans verða kynlegir kvistir. Í Lígúríu á Ítalíu hittir hann fyr- ir Svisslendinginn Dieter Meier, einn af höfuðpaurum hljómsveitar- innar Yello, milljónamæring og at- vinnumann í póker, þar sem hann er að setja bensín á brúsa og þeir bresta í söng. Í Danmörku heimsækir hann bensínstöðina í Skovshoved, sem Arne Jakobsen teiknaði á fjórða áratug liðinnar aldar í framúr- stefnulegum fúnkísstíl. Þar er enn selt bensín, en inni í stöðinni, sem hann tók við af föður sínum, rekur Oliver Steindorsson ísbúð og lýsir því hvernig hann gerði hana upp svo að nú er hún eins og ný. Við heimsækjum bensínstöð á gangstéttarbrún í París. Ein bensínstöðin er eins og hola í vegg. Þar er ekið inn á skífu, sem síðan er snúið við með handafli ef bens- ínlokið er fjær dælunni eða öku- maður er feiminn við að bakka út. Auk þess að hampa bensín- stöðvum hefur Liechtenstein sér- stakt dálæti á dansinum Electric Slide eða Rafrennslinu og tekur sporið, sem faðir hans kenndi hon- um, við hvert tækifæri. Hann slær upp danskennslu á bensínstöð svo úr verður hópatriði, sem gæti verið úr kvikmyndinni Grease, og undir lok myndar efnir hann til veislu þar sem gestirnir koma uppábúnir, sumir eins og þeir séu að mæta til leiks í Rocky Horror Picture Show. Og alltaf líður Liechtenstein áfram með bros á vör, mjúkur í hreyfingum og talar sinni djúpu röddu til áhorfenda. Við fáum hins vegar lítið að vita um sögumanninn. Í einu atriði sækir hann kodda og sæng í skott- ið og leggst til svefns aftur í bíln- um sínum inni í bílageymslu. Er Liechtenstein heimilislaus? „Öll glötuðum við sakleysi okkar þegar við tókum bensín,“ segir Liechtenstein á einum stað í myndinni. Luis Bunuel hefði senni- lega talað um hið hógværa aðdrátt- arafl bensínstöðvanna. Liechten- stein hefur kannski glatað sakleysinu, en hann hefur varð- veitt í sér barnið og er í essinu sínu í þessari sérstöku og sér- viskulegu mynd. Rómantík? Dándimaðurinn Friedrich Liechtenstein er sannfærður um að bensínstöðvar séu rómantískustu staðir heims. Í Lúxusbensíni miðlar hann þeirri sannfæringu sinni af sérvisku og alúð og rekur hver uppákoman aðra. Dansað og duflað við dæluna RIFF Lúxusbensín bbbnn Leikstjórn: Jeremy JP Fekete, Marco Wilms og Tuan Lam. Þýska, danska, franska og ítalska. Þýskaland, Dan- mörk, Austurríki, Frakkland, Lúxem- borg, Ítalía, Slóvakía, 2016. 90 mín. Flokkur: Heimildarmyndir. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Friedrich Liechtenstein Bíó Paradís: Þri. 4. okt., kl. 22.00, fim. 6. okt., kl. 21.45. RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK | 2016 MAGNIFICENT 7 7:20, 10 FRÖKEN PEREGRINE 5:20 BRIDGET JONES’S BABY 8 EIÐURINN 6, 9, 10:30 STORKAR 2D ÍSL.TAL 5:20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ Vertu viðbúinn vetrinum fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 22. október PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 17. október. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Meðal efnis. Vetrarfatnaður • Skórfatnaður fyrir veturinn Bílinn tekin í gegn fyrir veturinn Flensuvarnir. • Ferðalög erlendis Íþróttaiðkun og útivist • Vetrarferðir innanlands • Bækur, spil og fl. • Snyrtivörur Námskeið og tómstundir • Leikhús, tónleikar og ýmisleg afþreying.• Skíðasvæðin hérlendis. Mataruppskriftir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.