Morgunblaðið - 04.10.2016, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016
Vertu upplýstur!
blattafram.is
MÖRG ÞEKKJUM VIÐ BÆÐI
ÞOLENDUR OG GERENDUR
KYNFERÐISOFBELDIS
PERSÓNULEGA.
ERUM VIÐ AÐ SAMÞYKKJA
ÞAÐ MEÐ ÞÖGNINNI?
POLLHELD
HLÝ
STÍGVÉL!
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Hausttilb
oð
-40%
Gildir til
31. októb
er 2016
Tilboðsverð
3.597
verð áður 5.995
Ítölsk barnastígvél
Ullarfóðruð
Vatnsheld og létt
Þriggja laga
einangrandi innlegg
Stærðir 22–39
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Bæði Kennarasamband Íslands og
BSRB hafa snúist gegn frumvarpi
fjármálaráðherra um Lífeyrissjóð
starfsmanna ríkisins, og halda því
fram að það tryggi ekki núverandi
sjóðfélögum áfram full réttindi
þvert á nýgert samkomulag um líf-
eyrismál. Í einföldustu mynd bygg-
ist gagnrýnin á því að í samkomu-
laginu sé gengið sé út frá því
lykilatriði að lífeyrisauki sem á að
tryggja að enginn verði fyrir rétt-
indaskerðingu við umsamdar breyt-
ingar í lífeyrismálum, gangi til allra
núverandi sjóðsfélaga. Í frumvarp-
inu sé hins vegar eingöngu talað um
að virkir greiðendur til A-deildar
LSR njóti þessa.
Samkomulagið byggist á því að
réttindi núverandi sjóðfélaga skuli
vera jafnverðmæt fyrir og eftir
breytingar á skipan lífeyrismála.
Í ákvæði frumvarpsins (b-lið 7.
greinar) segir hins vegar að þeir
sem eigi rétt á lífeyrisaukanum séu
,,sjóðfélagar sem eru virkir greið-
endur í A-deild [...]“. Að mati KÍ er
þar með ekki tryggt að réttindi
allra núverandi sjóðfélaga yrðu
tryggð eftir breytingarnar. Alvar-
legur ágreiningur sé kominn upp
um túlkun á lykilákvæði í sam-
komulaginu.
Þrengri túlkun en byggt var á
Þórður Á. Hjaltested, formaður
KÍ, segir að þarna sé um þrengri
túlkun ríksins að ræða en gengið
var út frá í samkomulaginu. Við það
verði ekki unað.
„Í samkomulaginu er alls staðar
talað um að tryggja rétt núverandi
sjóðsfélaga. Núverandi sjóðsfélagar
eru allir þeir sem eru að greiða í
sjóðinn eða eiga þar áunnin réttindi
eða eru byrjaðir að taka lífeyri. Það
hefur alla tíð verið okkar skilningur
að allir þessir þættir yrðu tryggðir í
frumvarpinu,“ segir hann.
Fyrir lá, þegar lífeyrissamkomu-
lagið var gert, að breytingin úr
jafnri ávinnslu lífeyrisréttinda í ald-
urstengda ávinnslu, ásamt hækkun
lífeyristökualdurs úr 65 í 67 ár, mun
valda skerðingu réttinda sem er háð
aldri sjóðfélaga. Til að koma í veg
fyrir að réttindi skerðist við breyt-
inguna er gengið út frá rúmlega 91
milljarðs kr. framlagi ríkisins til A-
deildar fyrir 31. desember nk. til
þess að standa undir lífeyrisauka til
sjóðfélaga sem rétt eiga á honum.
Þórður ítrekar að það sé skiln-
ingur KÍ að þessi 91 milljarður eigi
að tryggja réttindi núverandi sjóðs-
félaga. Ríkið hafi þrengt þessa skil-
greiningu því á tveimur stöðum í
frumvarpinu sé talað um „virka
greiðendur“ sem rétt eiga á þessu
en ekki „núverandi sjóðsfélaga“.
„Þetta eru þá ekki lengur réttindi
núverandi sjóðsfélaga,“ segir hann
og bendir einnig á mótsagnir í þing-
skjalinu því í skýringum og athuga-
semdum sé hvað eftir annað sagt að
verðmæti lífeyrisréttinda núverandi
sjóðfélaga verði tryggð með sér-
stökum framlögum.
Varð þetta ljóst sl. fimmtudag
Forysta kennarafélaganna hélt
kynningarfundi með kennurum í
fyrri hluta seinustu viku til að
kynna samkomulagið um lífeyris-
málin þar sem þetta bar ekki á
góma. Ástæðan er sú að sögn Þórð-
ar að það var ekki fyrr en sl.
fimmtudag sem KÍ varð þetta ljóst
og fékk það staðfest. Áttu fulltrúar
KÍ fund með fulltrúum fjármála-
ráðuneytisins á sunnudagsmorgun-
inn til að fá skýringar á þessu en
fengu þau svör að ráðuneytið hefði
ekki vald til að breyta frumvarpinu
þar sem það sé komið í þinglega
meðferð.
Fulltrúar KÍ og annarra samtaka
opinberra starfsmanna sem aðild
eiga að samkomulaginu eru boðaðir
á fund fjárlaganefndar um frum-
varpið kl 8:30 í dag.
Tekist á um lykil-
ákvæði í frumvarpinu
Tryggir rétt virkra greiðenda, ekki núverandi sjóðfélaga
Morgunblaðið/Eggert
Staðfest Samkomulagið um jöfnun lífeyrisréttinda var undirritað og kynnt
19. september. Stjórnarfrumvarpið var svo lagt fram degi síðar á Alþingi.
„Tryggja þarf að réttindi sjóðfélaga
í A-deild LSR verði jafnverðmæt
eftir breytingar á skipan lífeyris-
mála. Skýrt þarf að vera að þar sé
átt við réttindi þeirra sem eru að
greiða í sjóðinn eða hafa greitt í
sjóðinn, sem og þeirra sem hafa haf-
ið töku lífeyris,“ segir í yfirlýsingu
sem stjórn BSRB sendi frá sér síð-
degis í gær.
Stjórn BSRB heldur því fram líkt
og Kennarasamband Íslands gerði
um helgina að frumvarp fjármála-
ráðherra um breytingu á lögum um
Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins
„endurspegli ekki samkomulag“ sem
heildarsamtök opinberra starfs-
manna og fulltrúar ríkis og sveitar-
félaga undirrituðu 19. september sl.
„Samkvæmt samkomulaginu eiga
réttindi núverandi sjóðfélaga að
vera jafnverðmæt fyrir og eftir
breytingarnar. Frumvarpið tryggir
ekki að svo sé,“ segir í yfirlýsingu
stjórnarinnar.
Ekki stuðningur án breytinga
BSRB ætlar að leggja til að gerð-
ar verði breytingar á frumvarpinu í
umsögn sem send verður fjárlaga-
nefnd í dag og kynnt nánar af
fulltrúum bandalagsins á fundi með
nefndinni sem boðað er til fyrir há-
degi í dag.
Í yfirlýsingu stjórnar BSRB segir
að ef ekki verða gerðar þær breyt-
ingar sem bandalagið leggur fram í
umsögn sinni sé ljóst að BSRB
muni ekki styðja frumvarpið. „Verði
ekki fallist á athugasemdir banda-
lagsins fer stjórn þess fram á að Al-
þingi afgreiði ekki frumvarpið í
þeirri mynd sem það er núna,“ segir
þar.
BSRB vill fá fleiri atriði tryggð,
m.a. að réttur sem sjóðfélagi hefur
unnið sér inn til lífeyrisauka haldist
þótt skipt sé um starf.
„Endurspeglar
ekki samkomulag“
BSRB leggur til breytingar á lífeyris-
frumvarpinu Verða kynntar í dag
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við vildum vekja athygli á þessu
strax. Við höfum fengið þau svör frá
ESA að málið verði tekið upp um
leið og lögin verða samþykkt, ef þau
verða þá samþykkt,“ segir Guð-
mundur Ingi Guðbrandsson, fram-
kvæmdastjóri Landverndar, um
kæru til Eftirlitsstofnunar EFTA
(ESA) vegna fyrirhugaðrar laga-
setningar um Bakkalínur.
Náttúruverndarsamtökin Fjöregg
í Mývatnssveit og Landvernd hafa
kært málið til ESA. Samtökin eru
einnig að kanna möguleika á því að
kvarta til eftirlitsnefndar Árósa-
samningsins og að senda kæru til
Mannréttindadómstóls Evrópu,
verði frumvarpið samþykkt.
Brot á kærurétti samtaka
Að mati samtakanna væru lög
eins og nú eru í undirbúningi brot á
rétti umhverfis- og náttúruverndar-
samtaka til að bera ákvarðanir
stjórnvalda undir dómstól eða annan
óháðan og sjálfstæðan úrskurðar-
aðila.
Guðmundur segir að í frumvarp-
inu sjálfu og lögfræðiáliti sem því
fylgir sé engin greining á því hvort
lagasetningin myndi standast
ákvæði stjórnarskrár hvað varðar
þrískiptingu ríkisvalds, þann hluta
sem fjallar um að dómendur skuli
greiða úr ágreiningsmálum. Ekki sé
fjallað um það hvort með frumvarp-
inu sé verið að brjóta á þeim rétt-
indum umhverfis- og náttúruvernd-
arsamtaka að geta fengið úrlausn
sinna mála í þessum ágreiningsmál-
um vegna Bakkalínukæranna hjá
sjálfstæðum og óháðum úrskurðar-
aðilum, eins og úrskurðarnefnd um-
hverfis- og auðlindamála. „Einungis
vika er í að úrskurðað verði í málinu,
en verði framkvæmdaleyfi sveitarfé-
laganna afturkölluð fyrir þann tíma
hefur úrskurðarnefndin ekki lengur
forsendur til að fjalla um kærurnar,“
segir Guðmundur Ingi.
Hann bætir því við að ekki sé
fjallað um það í frumvarpinu hvort
það samræmist mannréttindasátt-
mála Evrópu og bendir á ráðgjöf
hollenska lagaprófessorsins Kees
Bastmejer til atvinnuveganefndar
Alþingis. Hann telur að lögin séu lík-
leg til að fara gegn ákvæðum sátt-
málans.
Stöðvar ekki framkvæmdir
Guðmundur viðurkennir að kær-
urnar komi ekki í veg fyrir lagasetn-
inguna eða framkvæmdirnar sem
hún á að tryggja. Hann vonast hins
vegar til þess að niðurstöður hinna
alþjóðlegu og evrópsku dómstóla og
eftirlitsnefnda geti orðið fordæmis-
gefandi fyrir framtíðina. Hann vill
ekki tjá sig um það hvort krafist
verði skaðabóta, fari málin þannig.
Morgunblaðið/Einar Falur
Háspenna Ágreiningurinn er um lagningu háspennulína frá Þeista-
reykjavirkjun, til iðnaðarsvæðisins við Húsavík og tengingu við landskerfið.
ESA tekur málið upp
við lagasetningu