Morgunblaðið - 04.10.2016, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016
✝ Kristín HuldaÞórarinsdóttir
fæddist 20. maí
1940 og var Arn-
firðingur í allar
áttir. Hún lést 23.
september 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Ingveldur
Einarsdóttir, f.
1904, d. 1985, sem
lengi var vinnu-
kona á Tjaldanesi
og á Hrafnseyri, og Þórarinn
Guðmundsson, f. 1870, d. 1948,
bóndi á Horni í Mosdal og Ósi í
Auðkúluhreppi og á Hrafns-
eyri.
Hálfbræður hennar móður-
megin voru Sigurður Einar
Magnússon, f. 1933, d. 2008,
vélsmiður á Patreksfirði, í
Hveragerði og víðar, og Hreið-
ar Arnar Jónsson, f. 4. apríl
1935, verkamaður í Reykjavík.
Föðurmegin átti Hulda fjöl-
mörg hálfsystkini: Guðný, f.
Reykjavík en hafa lengstum bú-
ið í Hafnarfirði og ólu þar upp
dóttur sína Agnesi Brögu, f. 11.
maí 1971, kennara og námsráð-
gjafa. Hún er gift Vilhjálmi Þór
Sigurjónssyni, f. 1974, mennta-
skólakennara og eiga þau börn-
in Berg Þorgils, f. 25. apríl
2007, og Huldu Valgerði, f. 3.
maí 2008. Agnes er dóttir
Sjafnar Steingrímsdóttur, f.
1944, og Óskars Guðmunds-
sonar, f. 1950, en Bergur og
Hulda gengu henni í foreldra-
stað við fæðingu. Hulda var í
Húsmæðraskóla Reykjavíkur
veturinn 1958-1959. Hún nam á
unga aldri ljósmóðurfræði og
fékk starfsleyfi sem ljósmóðir
vorið 1962. Þeim starfa gegndi
hún í nær hálfa öld og vann við
göngudeild kvenna og fæðing-
ardeild Landspítalans þar til
hún hætti störfum um 2008.
Þau Bergur og Hulda bjuggu
lengi við Breiðvang 57 en er
aldur færðist yfir fluttu þau að
Hringbraut 2b í Hafnarfirði.
Hulda veiktist af krabbameini
snemma í sumar og barðist
hetjulega uns yfir lauk.
Útför Huldu verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 4.
október 2016, klukkan 15.
1896, d. 1972, Ólöf
Daðína, f. 1898, d.
1921, Bernharðína,
f. 1899, d. 1925,
Guðbjörg, f. 1901,
Guðmundur Al-
bert, f. 1903, d.
1985, Snorri, f.
1904, d. 1963, og
Guðrún Aðalheið-
ur, f. 1906, d. 2001.
Hulda ólst upp á
Tjaldanesi og á
Hrafnseyri við Arnarfjörð hjá
fósturforeldrum sínum sem
voru þau Guðný ljósmóðir, elsta
systir hennar og bóndi hennar
Jón Kristinn Magnússon
Waage, f. 1896, d. 1981.
Hulda giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Guðmundi
Bergi Ásgrímssyni, f. 1934, sem
lengi var verkstjóri í Kassa-
gerð Reykjavíkur, ættaður frá
Suðureyri við Súgandafjörð.
Þau Bergur og Hulda hófu bú-
skap sinn að Hvassaleiti 18 í
Hér kveð ég merkilega konu,
Kristínu Huldu Þórarinsdóttur,
tengdamóður mína.
Ég kom inn í fjölskylduna fyr-
ir 10 árum, þegar við Agnes
ákváðum að rugla saman reyt-
um. Fljótlega varð Agnes ólétt,
öllum til mikillar gleði og þá sér-
staklega Huldu tengdamóður
minni. Því hún var ljósmóðir í
fyllsta skilningi þess orðs. Hún
var móðir ljóssins, bar það
áfram til síns fólks.
Hún fylgdist vel með með-
göngum dótturinnar og tók sjálf
á móti barnabörnunum, Bergi
Þorgils og Huldu Valgerði.
Barnabörnin voru uppspretta
endalausrar gleði tengdamóður
minnar. Minnstu smáatriði urðu
að skemmtisögum þegar hún var
leyst af eftir að hafa setið yfir
börnum dagpart eða kvöldstund.
Hún talaði ekki mikið um eig-
in barnæsku, en ljóst er að hún
þætti ekki til fyrirmyndar í dag.
Henni var því mikið í mun að
barnabörnin hennar fengju sem
best atlæti og sameinuðumst við
um það. Í stóru sem smáu tók
hún þátt í lífi fjölskyldunnar á
Hraunbrún og létti undir á alla
kanta. Ég fékk að vera uppá-
haldstengdasonurinn og hún var
uppáhaldstengdamóðir mín.
Við vorum hennar fólk og því
var það mikið áfall þegar hún
greindist með krabbamein í
byrjun júlí. Enn meira högg er
að hún skuli einungis hafa lifað
tæpa þrjá mánuði eftir grein-
ingu.
Ég minnist fallegrar, góðrar
konu sem sá hið góða í fólki og
mundi eftir þeim sem fáir
mundu eftir.
Ég minnist konu sem heim-
urinn tók hörðum tökum en
svaraði með mýkt og blíðu.
Ég minnist uppáhaldstengda-
móður minnar með hlýju í hjarta
og þakka þá gæfu að hafa þó
fengið tíu góð ár með henni.
Vilhjálmur Þór Sigurjónsson.
Stráin í hlaðvarpanum sveifl-
uðust í vindinum og hljómkviða
ómaði fyrir eyrum. Hulda ljós-
móðir óx úr grasi á sögufrægum
stað – Hrafnseyri við Arnar-
fjörð. Þar var vettvangur mikils
drama fyrr á öldum og þar höfðu
einhverjir mestu ljúflingar Ís-
landssögunnar troðið stíga;
Hrafn Sveinbjarnarson og Jón
Sigurðsson.
Annar þeirra hafði hjúkrað
fólki og læknað en hinn einbeitti
sér að félagslegum meinum
þjóðarinnar og veitti henni for-
ystu til sjálfsbjargar og sjálfs-
þurfta.
Það var ekki mulið undir
Huldu Þórarinsdóttur á æskuár-
um. Hún var að sumu leyti ein á
báti á bernskudögum sínum og
þurfti að berjast til sjálfsbjarg-
ar. Og þá kann meðvitundin um
sögufrægð staðarins, ævintýri
forsetans Jóns og þó umfram allt
læknisins Hrafns að hafa veitt
henni innblástur. Hún helgaði líf
sitt frá unglingsárum hjúkrun og
nýju lífi – og bar með sæmd hið
fagra starfsheiti ljósmóðir.
Fjölskyldubakgrunnur Huldu
var flókinn og margræður. Á
ungum aldri mætti hún stundum
harðneskju sem hefði getað
spillt fyrir í uppvexti. En Hulda
Þórarinsdóttir lét ekki mótlæti
buga sig, hún þroskaðist við
hverja áraun, og í stað hörku
mætti hún mannlífinu af hjarta-
gæsku og mildi.
Hulda giftist ung öðrum Vest-
firðingi, Bergi Ásgrímssyni, og
alla ævi ræktu þau fagurt sam-
band sem auðgað var með dótt-
urinni Agnesi Brögu vorið 1971.
Þau ólu hana upp af alúð og
elsku sem þau áttu svo ómælt af
– og þegar Agnes eignaðist börn
fengu þau einnig að njóta
umönnunar og ástúðar afa og
ömmu, Bergs og Huldu.
Lífið er ævintýri – og í einu
tilbrigðinu þáttuðust saman ör-
lög okkar. Þegar Agnes komst
til manns tók hún til að leita líf-
fræðilegs uppruna síns. Og þá
kom fram eins og í vísunni forð-
um að faðirinn, það var ég. Og
þá byrjaði nýtt ferli aðlögunar
og fjölskyldutengsla sem í sjálfu
sér var ósköp íslenskt, og hefði
getað valdið félagslegum kulda
og fælni. En í þessu tilviki var
ljósmóðirin söm við sig, hún tók
mér og minni fjölskyldu, Krist-
ínu, konu minni, og Melkorku,
hálfsystur Agnesar, sem viðbót
við sína fjölskyldu, fagnaði okk-
ur og gladdi á hverri fjölskyldu-
stund. Við urðum sjálfsagður
hluti af hennar félagsmengi –
fjölskyldu Bergs og Huldu.
Í því flókna tilfinningafélagi
sem við áttum saman bar aldrei
skugga á, hún var alltaf ljósmóð-
irin ljúfa sem tók stöðu með birt-
unni, börnunum, ljósinu. Eftir
þessa reynslu hljómar ein kviða í
huga okkar og hjarta: Takk,
elsku Hulda, takk.
Óskar Guðmundsson í Véum.
Kæra vinkona.
Örfáar línur að leiðarlokum.
Hugurinn reikar til baka til
haustsins 1961 er við hittumst
fyrst við anddyri fæðingardeild-
ar Landspítalans, báðar að hefja
þar nám.
Við deildum saman herbergi
og urðum vinkonur að eilífu upp
frá því þar sem tryggð og kær-
leikur ríkti okkar í milli. Þó svo
að samvera okkar væri ekki
samfelld var vinátta okkar það
upp frá því.
Þú tókst veikindum þínum
með æðruleysi. Þetta er „verk-
efni“, sagðir þú, sem mér er ætl-
að.
En elsku Hulda mín, ég kveð
þig með þessum fallegu ljóðlín-
um sem eiga svo vel við þig, og
berðu kveðju til allra í sumar-
landinu:
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Með þökk fyrir allt. Kærleiks-
kveðja. Þín vinkona,
Jónína Ingólfsdóttir.
Hulda
Þórarinsdóttir
✝ Aðalgeir Guð-mundsson
fæddist að Saur-
brúargerði í Grýtu-
bakkahreppi 9.
nóvember 1925.
Hann lést á Dval-
arheimilinu Hlíð 23.
september 2016.
Foreldrar hans
voru Rannveig
Jónsdóttir, f. 23.
júlí 1885, d. 24. maí
1979, og Guðmundur Krist-
jánsson, f 21. mars 1877, d. 12.
janúar 1959. Systkini Aðalgeirs
eru Bryndís, f. 18. nóvember
argerði til fermingaraldurs, þá
flutti fjölskyldan til Akureyrar
þar sem hann bjó til æviloka. Að-
algeir stundaði sjómennsku frá
unga aldri til 1960, síðari ár á
togurum ÚA. Þá stofnaði hann,
ásamt Jóhanni bróður sínum,
Sandblástur og málmhúðun sf.
og starfaði þar í um 20 ár, en
lauk starfsævinni sem nætur-
vörður í Slippnum.
Aðalgeir og Sigrún bjuggu á
æskuheimili Sigrúnar, Sand-
gerði, sl. 35 ár, þar sem smá-
bátahöfnin var í sjónmáli og
eyddi Aðalgeir fjölmörgum
stundum þar, enda hafði hann
alla tíð brennandi áhuga á sjó-
mennsku og öllu sem tengdist
henni og átti trillur fram á síð-
ustu ár.
Útför Aðalgeirs fer fram frá
Glerárkirkju í dag, 4. október
2016, klukkan 13.30.
1910, d. 23. maí
1968, Tryggvi, f.
19. mars 1913, d.
23. desember 1990,
Þórarinn, f. 8. apríl
1915, d. 13. septem-
ber 1955, Jóhann, f.
13. maí 1917, d. 14.
mars 1993, og
Kristján, f. 20. mars
1931, d. 11. október
1992.
Aðalgeir kvænt-
ist Sigrúnu Arnþórsdóttur 1980,
Sigrún fæddist 16. janúar 1927,
þau áttu engin börn.
Aðalgeir ólst upp að Saurbrú-
Elsku Alli frændi, afabróðir
minn, er farinn, síðastur af sínum
systkinum, hann er búinn að horfa
á eftir og kveðja margt af fólkinu
sínu á langri ævi, og hafði oft orð á
því við kveðjuathafnir við mig.
Alli átti engin börn sjálfur, en
hann var ákaflega barngóður mað-
ur, ég minnist þess að hafa komið
til hans og langömmu, Rannveigar
á Ránargötuna, frá því að ég var
mjög ung, svo ung að ég náði ekki
upp í lokuna á hurðinni, og þurfti
að berja fast svo Svava eða
Tryggvi á neðri hæðinni heyrðu í
mér til að hleypa mér inn, þá hljóp
ég eins og fætur toguðu upp stig-
ann, mátti ekkert vera að því að
tala við þau. Amma var fyrstu árin
sem ég man eftir á róli, en sat oft á
rúmstokknum í litla herberginu á
móti eldhúsinu. Það var í sérstöku
uppáhaldi að fá bakkana hennar
ömmu í eldhúsinu lánaða og draga
upp myndirnar á þeim í gegnum
smjörpappír, ég sat oft við eldhús-
borðið og teiknaði þegar Alli kom
heim úr vinnu og sagði: „Ertu
þarna elskan mín?“
Síðar, þegar ég var orðin eldri
og flutt upp á brekku, þá var farið
í hjólatúra með nesti og oftar en
ekki fórum við Kræklingahlíðina
og upp í sumarbústaðinn til Alla,
hann var oft þar þegar við komum,
þá stóð Ladan hans niðri við hlið,
og tók hann glaður á móti mér og
Gunnu Óttars, æskuvinkonu
minni. Við höfum ekki verið gaml-
ar þegar við fengum að gista þar,
fyrst með honum og svo fengum
við lyklana, það var þvílík upp-
hefð, að fá að gista þarna einar.
Ég man enn eftir því þegar við
lágum uppi í kojunni í káetunni,
sem hann smíðaði inni í bústaðnum
og pískruðum. Hann var svo nat-
inn við allt sem hann gerði, og bú-
staðurinn bar þess vitni hve mikið
dálæti hann hafði á sjónum og sjó-
mannslífinu. Okkur fannst þetta
rosalega stór og flottur bústaður, í
dag brosi ég þegar ég sé hvað hann
er í raun lítill. Alli sagði aldrei nei
við mig, ég er ekki viss um að ég
myndi leyfa 12 ára börnum að vera
einum í bústað í dag, en það sem ég
á góðar minningar af frænda mín-
um og gamla gula bústaðnum í
hlíðinni, jarðarberjunum sem uxu
villt, læknum sem var ískaldur og
„pollinum“ sem Alli bjó til og leiddi
vatn í, þar var hægt að busla á heit-
um dögum, í minningunni var alltaf
sól í gilinu.
Svo liðu árin, ég flutti í burtu en
eftir að ég kom aftur heim fyrir 11
árum hittumst við oftar og síðustu
ár áttum við margar stundir saman
sem ég er þakklát fyrir í dag, það
verður skrýtið á Þorláksmessu að
koma ekki oftar við í Sandgerði og
fá hangikjötsflís að smakka. Sig-
rún mín, innilegar samúðarkveðjur
til þín, elsku vina. Magga, Her-
mann og fjölskylda, samúðarkveðj-
ur til ykkar allra, þið eruð einstök
og gott að kynnast ykkur.
Þér, Alli minn, þakka ég góðvild
og elsku í minn garð og fjölskyldu
minnar, ég heyri röddina þína
segja „þú heitir svo fallegu nafni“
þegar ég skrifa þessi orð og hugsa
til þín, hvíl í friði, elsku vinur.
Rannveig.
Aðalgeir
Guðmundsson
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Elskulegi sonur okkur, faðir, bróðir, mágur
og unnusti,
ODDUR HARALDSSON,
jöklafari,
Litla Kambi,
sem lést af slysförum 18. september,
verður jarðsunginn 6. október klukkan 14 frá Ólafsvíkurkirkju.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en bent er á reikning
fyrir Hellnakirkju 190-05-064048 kt: 600169-7349,
.
Sigurlaug Konráðsdóttir, Haraldur Yngvasson,
Aþena Ösp Oddsdóttir, Baldur Bent Oddsson,
Víðir Haraldsson, Kolbrún Þ. Ólafsdóttir,
Kolfinna S. Haraldsdóttir, Vignir Hauksson,
Konráð Haraldsson,
Eydís S. Haraldsdóttir,
Þórkatla Kristín Valþórsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRDÍS HARALDSDÓTTIR,
Gaukshólum 2, Reykjavík,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 2.
október. Jarðarförin verður auglýst síðar.
.
Hilmar B. Gunnarsson, Ann Mary Jörgensen,
Kristján Á. Gunnarsson, Jóna Björg Pálsdóttir,
Haraldur Gunnarsson, Katrín Steingrímsdóttir,
Gunnar G. Gunnarsson, Jóna K. Rögnvaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur
og bróðir,
HAFSTEINN KRISTINSSON,
Bakkagerði 2,
Stöðvarfirði,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans,
Hringbraut, 29. september. Útför fer fram frá
Stöðvarfjarðarkirkju 15. október klukkan 14.
.
Kristófer Hafsteinsson, Sigrún Ísey Jörgensdóttir,
Jóhannes Hafsteinsson, Líf Sigurðardóttir,
Inga Björnsdóttir og systkini hins látna.
Maðurinn minn, sonur, bróðir og mágur,
TEITUR ÁRNASON,
varð bráðkvaddur í London 2. október
2016. Jarðarförin verður auglýst síðar.
.
Carolina Thorbert,
Hildur Kristjánsdóttir,
Kári Ibsen Árnason, Sigurrós Jóns Bragadóttir,
Flóki Árnason, Jenný Guðmundsdóttir.
Ástkær móðir mín og dóttir okkar,
RAGNHEIÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR
flugstjóri,
Lækjasmára 6, Kópavogi,
varð bráðkvödd á heimili sínu 24.
september. Útför hennar fer fram frá
Bústaðakirkju fimmtudaginn 6. október klukkan 13. Þeim sem
vildu minnast hennar er bent á reikning til stuðnings syni
hennar, reikningsnúmer 526-14-403532, kt. 141113-2750.
.
Alexander Berg Ragnheiðarson,
Sigríður Valdimarsdóttir, Guðjón Ólafsson.