Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 6

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 6
6 Áhrif margra vikna sjómannaverkfalls fóru að verða sýnilegri með hverjum deginum þegar á janúarmánuð leið. Ekki hvað síst í byggð- arlögum út um landið þar sem stórar vinnslur hafa verið stopp frá því um miðjan desember og bæði sjómenn og landverkafólk án at- vinnu. Það kemur líka vel í ljós þegar sjávarútvegshjólið í samfélag- inu stöðvast hversu víðtæk áhrifin eru og ná langt inn í þjónustu- og hliðargreinar í atvinnulífinu. Verkföll eru og verða neyðarbrauð launþega. En þegar langur tími líður á milli þess að gerðir séu kjarasamningar í jafn stórri sétt og sjómannastéttin er þá þarf kannski ekki að koma á óvart að verkfall verði langvinnt, fyrst það á annað borð skall á. Eitt er að ná lendingu í kjarasamingum en ekki síður er mikilvægt að í kjölfarið skapist líka ró og umhverfi þar sem traust byggist upp á nýjan leik milli viðsemjenda. Því óumdeilanlega er það svo að þegar svo hart er tekist á sem raun ber vitni nú fjarar undan trausti. Að svo miklu marki sem umræðan í samfélaginu hefur náð til þeirra efnisatriða sem tekist er á um í sjómannasamningunum hef- ur endurspeglast að hagsmunir beggja vegna borðsins eru mjög ólíkir. Það sem er mikilsvert atriði fyrir ákveðinn hóp sjómanna skiptir annan hóp í þeirra röðum litlu sem engu. Svipuð saga hefur heyrst af fundum fulltrúa útgerðanna. Fyrirtækin hafa mjög ólíka möguleika á að mæta kröfum. Þetta færir enn og aftur heim sann- inn um þá miklu breidd sem er í sjávarútvegi en um leið er umhugs- unarefni hvort fyrirkomulag kjarasamninga milli útgerða og sjó- manna hafi þróast í takti við útgerð sem um margt er gjörbreytt frá því sem var á árum áður. Á nákvæmlega sama tíma og verkfallið stendur yfir kom til lands- ins Engey RE, fyrsti nýsmíði ferskfisktogarinn af níu sem nú koma í flotann hver á fætur öðrum. Í þessum skipum birtist ekki bara nú- tíminn heldur líka framtíðin því nýjum skipum er jú ætlað að þjóna um langt árabil. Því horfa hönnuðir, tæknifyrirtæki og útgerðir í sam- einingu til þess sem best gerist, hvort heldur er í aðbúnaði og öryggi áhafnar, meðferð afla, orkunýtingu og þannig mætti lengi telja. Jafn- vel birtist með þessum skipum hugtakið mannlaus lest, sem mörg- um eldri sjómannninum þykir næsta ótrúleg staðreynd í ísfisktogara. Þetta er eitt dæmið af mörgum um gjörbreytingu sem er að verða á vinnustöðum stórs hóps sjómanna. Því betur verður þróunin ekki stöðvuð og mun halda áfram. Hún er einn þeirra fjölmörgu þátta sem taka þarf með í reikninginn við samningaborðið. Ekkert er sjálfsagt hvað varðar sölu fiskafurða og á engan hátt hægt að ganga að því sem vísu að allir erlendir kaupendur verði til staðar að verkfalli loknu og höfðu tekið við afurðum frá Íslandi fyrir verkfall. Eins og dr. Jón Þrándur Stefánsson bendir á í viðtali hér í blaðinu hefur ekki orðið önnur eins truflun á afhendingu afurða frá Íslandi frá því ferskafiskafurðavinnslan tók að vaxa fyrir fáum árum. Slíka truflun segir hann á engan hátt æskilega, frá markaðslegum sjónarhóli. Á hinn bóginn er líka vert að hafa í huga að í þessum efnum reynir á nákvæmlega sömu aðila og byggt hafa upp, í sam- starfi við framleiðendur, góða afurðamarkaði á undanförnum árum. Þess er skemmst að minnast að þrátt fyrir lokun Rússlandsmarkaðar fyrir makrílafurðum tókst samt að vinna varnarsigur í sölu þeirra af- urða með nýjum mörkuðum. Allt mun með sama hætti verða lagt í sölurnar til að tryggja að langtímaáhrif verkfallsins á afurðamarkaði verði sem minnst. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Atvinnugrein í hægagangi R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 6100 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 10-11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.