Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 35

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 35
35 og hrogn komin í fiskinn, en það sé lítið æti í honum. „Ég hef verið í sambandi við einn kaup- anda sem tekur 8+ fiskinn af mér. Hann segir hann sé þéttur og flottur og ekkert inni í hon- um. Tómur magi. Hann er rosa- lega ánægður með hann og fær hann oft án þess að láta bjóða hann upp.“ Vantar lönguna „Þegar ég hef verið að koma með bátinn að austan fyrir jól undanfarin ár hefur maður allt- af verið að einbeita sér að löngu. Hef legið í Reykjanes- röstinni og á bankanum að elt- ast við löngu, en núna er bara rosalega lítið af löngu. Við sjáum varla löngu. Hvergi og það er mikil breyting. Það hefur eitthvað gerst þar, hvort það er ofveiði eða eitthvað annað. Veiðin var miklu minni í fyrra en í hitteðfyrra og nú er sáralítið af henni. Hún hefur alltaf verið mesti meðaflinn. Fyrir vikið er svakalega hátt verðið á henni, miklu hærra en á þorskinum því það vantar svo mikið af löngu. Hún fæst bara ekki. Þetta er að- albreytingin sem er að ganga yfir, fyrir utan það að meira er af þorski. Við höfum yfirleitt verið hérna fyrri part ársins og fram á vertíð. Þegar verðið dettur svo niður á mörkuðunum höfum við bara stoppað og slakað á og sparað kvóta. Á nýju fiskveiðiári förum við alltaf austur á firði og höfum verið þar og róið frá Neskaupstað og Djúpavogi og rennt okkur svo suður í október eða nóvember, en nú vorum við alveg fram að jólum fyrir aust- an, mest vegna þess að við bið- um í þrjár vikur eftir ferðaveðri. Ætluðum að vera farnir fyrr. Þetta hefur verið frekar leiðin- legt veður og þungur sjór bæði fyrir austan og svo hér núna. En það er alltaf góð veiði fyrir aust- an á haustin 200 til 300 kíló á bala, stór fiskur, stutt að fara og alltaf fullur bátur. Þá er þetta lít- ið mál en á stundum þurftum við að sækja út á 40 til 50 mílur eftir stórum fiski,“ segir Júlíus Sigurðsson. Góðum þorskafla landað eftir línuróður. Myndir: Hjörtur Gíslason Marás ehf. Miðhrauni 13 210 Garðabæ Sími 555-6444 www.maras.is maras@maras.is Við leggjum metnað okkar í að bjóða aðeins fyrsta flokks búnað og þjónustu Yanmar vélar eru góður valkostur þegar kemur að nýsmíði eða endurnýjun á vélbúnaði í skipum og bátum. Eyðslugrannar og hagkvæmar í rekstri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.