Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 17

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 17
17 Samkvæmt samantekt Hag- stofu Íslands nam afli íslenskra skipa á Íslandsmiðum árið 2016 1.069 tonnum og er um að ræða samdrátt í aflamagni frá árinu 2015 sem nemur 247 þús- und tonnum. Skýringin er nær einvörðungu fólgin í minni loðnuafla en hann var rúmlega 100 þúsund tonn í fyrra en rúm 350 þúsund tonn árið 2015. „Samdráttur í afla uppsjávar- tegunda var 32% á milli ára en alls veiddust tæp 576 þúsund tonn af uppsjávartegundum. Botnfiskafli nam 457 þúsund tonnum á síðasta ári sem er 4% aukning miðað við fyrra ár. Að venju er þorskaflinn uppistaðan í botnfiskaflanum en tæp 264 þúsund tonn veiddust af þorski á síðasta ári sem er 8% meira en árið 2015. Flatfiskaflinn var svipaður á milli ára og var tæp 24 þúsund tonnum á síðasta ári. Afli skel- og krabbadýra nam 12,7 þúsund tonnum sem er jafngildir 26% aukningu mið- að við árið 2015. Í desembermánuði var fisk- aflinn rúm 59 þúsund tonn sem er 20% meiri afli en í desember 2015. Aukið aflamagn í des- ember skýrist af auknum upp- sjávarafla, en afli uppsjávarteg- unda, kolmunna og síld, var 15 þúsund tonnum meiri en í des- ember 2015. Samdráttur varð hinsvegar í öðrum aflategund- um, botnfiskafli dróst saman um 14%, flatfiskafli um 41% og skel- og krabbadýraafli um 28%,“ segir í samantekt Hag- stofunnar Þrátt fyrir aukið aflamagn í desember má gera ráð fyrir að verðmæti aflans í desember hafi dregist saman um 5,5% sem skýrist af aflasamdrætti verðmætari tegunda. Veiðar á Íslandsmiðum 2016 Loðnubresturinn skýrir samdrátt heildarafla Fiskafli á Íslandsmiðum Desember Janúar-desember 2015 2016 % 2015 2016 % Fiskafli á föstu verði Vísitala 57,9 54,7 -5,5 88,2 84 -4,8 Fiskafli í tonnum Heildarafli 49.775 59.482 20 1.317.143 1.069.595 -19 Botnfiskafli 30.583 26.365 -14 438.064 456.929 4 Þorskur 19.773 15.908 -20 244.463 264.355 8 Ýsa 3.292 2.287 -31 40.994 38.580 -6 Ufsi 2.083 2.630 26 48.217 49.631 3 Karfi 3.371 4.094 21 58.508 63.651 9 Annar botnfiskafli 2.064 1.446 -30 45.882 40.712 -11 Flatfiskafli 1.364 803 -41 23.540 23.939 2 Uppsjávarafli 17.480 32.064 83 845.415 575.921 -32 Síld 8.697 13.212 52 109.355 117.398 7 Loðna 0 0 - 352.866 101.089 -71 Kolmunni 8.783 18.852 115 214.870 186.915 -13 Makríll 0 0 - 168.279 170.514 1 Annar uppsjávarfiskur 0 0 - 45 5 -88 Skel-og krabbadýraafli 348 250 -28 10.069 12.720 26 Annar afli 0 0 - 54 86 57 Hagstofa Íslands Eins og sjá má í töflunni vegur samdráttur í loðnuveiðunum þungt í heildaraflasölum þegar veiðarnar 2015 og 2016 eru bornar saman. Áhrif loðnubrestsins eru veruleg í þeim sjávarplássum sem hafa byggt upp vinnslur á uppsjávarfiski síðustu ár. F isk a flin n

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.