Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 16

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 16
16 54 þúsund vinnustundir í þrif strandlengjunnar Þarna fæddist hugmyndin að stofnun Bláa hersins sem undir- ritaður hefur rekið sem sjálf- boðaliði allan tímann. Þau verk- efni sem við höfum staðið fyrir eru yfir 130 talsins, sjálfboðalið- ar eru yfir 2000 frá upphafi og unnar hafa verið yfir 54 þúsund vinnustundir við að þrífa strandlengjuna, nokkrar hafnir og mörg opin svæði, aðallega á Reykjanesinu en einnig höfum við farið í heimsóknir út á land. Samtals hefa verið tekin úr nátt- úru landsins yfir 1300 tonn af drasli (hráefni) og farið með í endurvinnslu. Næsta verkefni Bláa hersins er samstarfsverkefni með öflug- um aðilum sem vilja endur- vinna ruslið úr fjörunum.Hingað til hafa veriðarfærin verið um helmingur af því sem er í fjörun- um, hitt er plast sem annað hvort er fleygt í hafið eða skolast af landi og út í sjó. Þær fjörur sem við förum reglulega og þrífum eru 7 talsins á Reykja- nesinu og eiga það sammerkt að þar er um 1 tonn af rusli á kílómetra. Þetta er allt of mikið og er í raun algjörlega óásætt- anlegt. Veiðarfærin sum hver veit ég að þið missið við veiðar en annað fer óvart í hafið. Ein- nota ílát og olíubrúsar eru ofsa- lega algeng sjón, því miður. Á síðustu sjávarútvegssýn- ingu var ég með til sýnis og glöggvunar fyrir gesti og gang- andi sýningarglugga með rusli úr hafinu og af hafsbotni. Þið sögðum mér margar sögur af því hvernig þessum málefnum væri háttað um borð hjá ykkur og ég var mjög snortinn að heyra hvernig sumar útgerðir eru hreinlega með þetta allt á hreinu. EN einhverra hluta vegna fer ennþá alltof mikið rusl í hafið. Ef við tökum okkur tak og hugsum þetta þannig að hafið er rúmið okkar þar sem við ætlum að sofa þá er ég full- viss um að þið mynduð ekki vilja hafa það fullt af drasli eftir erfiðan dag við veiðar. Blái herinn skorar á ykkur, kæru sjómenn, að hugsa vel og vandlega um þessa mestu auð- lind okkar, koma með það í land sem þið ekki notið meir og setja í réttan endurvinnsluferil. Þá er ég viss um að með tíð og tíma snúum við þessarri óheillaþró- un við og hafið verður okkar mesta auðlind um aldur og ævi. Ef einhverjir áhugasamir að- ilar vilja sjá veg og vanda Bláa hersins í framtíðinni sem mest- an þá eru frjáls framlög alltaf vel þegin. Við höfum oft viljað hætta en þá kemur alltaf eitt- hvað jávætt til okkar sem held- ur okkar baráttu áfram. Núna treysti ég á ykkur á fleiri en einu sviði að hjálpa okkur að hafa auðlindina sem hreinasta. Það kostar blóð, svita og tár. Góðar stundir. Höfundur er Tómas J. Knútsson, stofn- andi og formaður Bláa hersins. Alls hafa 1300 tonn af úrgangi verið hreinsuð úr fjörunum í starfi Bláa hersins. Að stórum hluta er um að ræða hráefni til endurvinnslu. Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.