Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 13

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 13
13 F isk v eiða r „Mælingin nú í janúar staðfest- ir þá niðursveiflu sem er í loðnustofninum en niðurstöð- urnar voru þó jákvæðari en við mátti búast miðað við haust- mælinguna. Við höfðum miklar áhyggjur eftir haustmælinguna og því má segja að á vissan hátt hafi mælingin núna verið ákveðinn léttir,“ segir Birkir Bárðarson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun sem var leiðangursstjóri í loðnuleit stofnunarinnar nú í janúar. Tvö skip hennar tóku þátt í leitinni, auk grænlenska skipsins Polar Amaroq. Í kjölfar leiðangursins var gefið út að heildaraflamark á vertíðinni 2016/2017 verði 57 þúsund tonn. Skipin þrjú leituðu loðnu á landgrunninu frá Grænlands- sundi, austur með Norðurlandi að norðanverðum Austfjörðum. Tvær mælingar voru gerðar á veiðistofninum á svæðinu, sú fyrri fór fram dagana 12.-15. janúar. Þá fannst loðna frá sunnanverðum Vestfjörðum norður og austur að Kolbeins- eyjarhrygg. Ekkert var hins veg- ar vart við fullorðna loðnu þar fyrir austan. Veður setti strik í reikning rannsóknarskipanna en þegar því slotaði var aftur hafist handa þann 17. janúar og mælt til 20. janúar á svæðinu frá Kolbeinseyjarhrygg og vest- ur um. Veður var þá hagstætt en ís hafði færst yfir hluta mæl- ingarsvæðisins. Í heild mældust 398 þúsund tonn af kynþroska loðnu í fyrri yfirferðinni og 493 þúsund tonn í þeirri síðari. Meðaltal mælinga er notað til mats á veiðistofninum, sem þá er 446 þúsund tonn. Miðað við gild- andi aflareglu sem stjórnvöld ákváðu vorið 2015 eru skilin eftir 150 þúsund tonn til hrygn- ingar með 95% líkum. Tekur aflareglan tillit til óvissumats í mælingunum, vaxtar og nátt- úrulegrar dánartölu loðnu, auk afráns þorsks, ýsu og ufsa. Regl- an gefur samkvæmt þessu 57 þúsund tonn, líkt og áður segir. Ekki bara spurning um loðnuveið- arnar Ákveðið var í ljósi þessarar nið- urstöðu að fara yfir svæðið á ný í byrjun febrúar og fá með þeim hætti enn frekari staðfestingu á stöðu loðnustofnsins og meta þá um leið hvort tilefni sé til endurmats á ráðlagðri veiði. Birkir Bárðarson segir að miðað við árstíma hafi loðnan reynst vera óvenju vestarlega á svæðinu úti fyrir Norðurlandi. „Austasti endi hrygningarloðn- unnar var um 40 mílum vestan við Kolbeinsey og það er frekar stutt gengið miðað við það sem við eigum að venjast á þessum tíma. Haustmælingin gaf okkur ekki nema 137 þúsund tonn, sem var virkilegt áhyggjuefni í ljósi þess að um var að ræða umfangsmikla yfirferð. Mæling- in nú í janúar gaf þó meira en þrefalt það magn, sem var tals- verður léttir. Í sögulegu tilliti er- um við að mæla loðnustofninn mjög lítinn en þó erum við að fá mun meira magn inn á land- grunnið en búast mátti við. Þetta er ekki eingöngu spurn- ing um loðnuveiðarnar heldur skiptir ekki síður miklu máli að fá loðnuna inn í vistkerfið því hún er fæðubanki fyrir þorskinn og aðra fiskistofna. Allt helst þetta í hendur,“ segir Birkir. Vetrarmæling loðnustofnsins Loðnuvertíðin verður svipur hjá sjón Birkir Bárðarson, fiskifræðingur. Útbreiðsla loðnu og leiðarlínur skipanna Bjarna Sæmundssonar, Árna Friðrikssonar og uppsjávarskipsins Polar Amaroq dagana 17.-20. janú- ar. Jaðar hafíss er jafnframt sýndur á myndinni. Uppsjávarskipið Vilhelm Þorsteinsson við bryggju á Akureyri. Allt útlit er fyrir að loðnuveiðar verði mjög tak- markaðar í vetur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.