Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 31

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 31
31 Kom vel út á heimsiglingunni Friðleifur Einarsson er skipstjóri á Engey RE og segir heimsigl- inguna hafa gengið vel. „Við vorum á lensi í hafinu hér suður af landinu en prófuðum að snúa skipinu uppí og láta reyna á það í mótvindinum. Það kom mjög vel út og sýndi sig að þessi hönnun á stefninu klýfur ölduna vel, eins og lagt er upp með,“ segir hann en mörgum þykir sérstakt það skrokklag og framstæða stefni sem er á þess- um nýjustu togurum HB Granda, sem og fleiri þeirra nýju skipa sem væntanleg eru í flotann. Mikill búnaður í lest og á vinnslu- þilfari Eng ey RE er tæplega 56 metrar að lengd og 13,5 á breidd. Skip- ið er búið aðal- og ljósavélum og skrúfu frá MAN, rafmagns- spilkerfi frá Naust Marine og bógskrúfu frá Brunvoll, svo fátt eitt sé nefnt. Hvað mestu tímamótin í þessu nýja skipi, frá því þekkt er í útfærslu ísfisktogara liggja í búnaði á vinnsluþilfari og í lest. Búnaður á vinnsluþilfari verður frá 3X Tecnology og er um að ræða blóðgunar- og slægingar- línu, tegunda- og stærðarflokk- un, Rotex kælikerfi og fleira. Lestin verður búin karakerfi frá Skaganum hf. en í þessu felst sú nýbreytni að röðun og frágangur fisks í kerin fer fram á vinnsluþilfarinu. Tóm ker koma með sjálfvirkum hætti úr lest og fara með sama kerfi niður í lest eftir að búið er að setja fisk í þau. Sama kerfi nýtist síðan við löndun. Með öðrum orðum – mannlaus lest. Allt annað fyrir áhöfnina „Blessaður vertu, þetta er allt önnur aðstaða hér um borð en maður hefur vanist í gegnum tíðina,” segir Friðleifur en hann hefur verið skipstjóri á ísfisktog- aranum Ásbirni RE um langt skeið. „Aðbúnaðurinn er allur margfalt betri en maður á að venjast fyrir áhafnarmeðlimina og svo er Engey auðvitað stórt og mikið skip. Það hefur áhrif á marga þætti,“ segir Friðleifur. Eins og áður segir eru tvö svæði í skipinu ófrágengin, þ.e. lestin og vinnsluþilfarið. „Það má segja að vinnsluþil- farið sé nánast tómt, bara lúgan komin á sinn stað og kassarnir en síðan er allt annað eftir. Það verður mjög spennandi að fá þennan búnað í skipið og til- hlökkunarefni að láta reyna á það við veiðar með vorinu,“ segir Friðleifur. Sem fyrr segir fær HB Grandi hf. þrjá nýja ísfisktogara, sams- konar. Næst í röðinni er Akurey sem væntanleg er til landsins í maí og loks Viðey sem líkast til verður afhent í árslok. Hönnuð- ur skipanna er Alfreð Tulinius hjá Nautic ehf. Friðleifur Einarsson, skipstjóri á Engey RE, sæll og glaður með nýja skipið við komuna til Reykjavíkur. Myndir: Valþór Hlöðversson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.