Morgunblaðið - 26.10.2016, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.10.2016, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 6. O K T Ó B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  251. tölublað  104. árgangur  K ristján Þór Júlíussonheilbrigðisráðherra seg-ir að í undirbúningi sé að byggja fimm ný hjúkr- unarheimili á næstu tveimur til þremur árum. Með þessu sé unnið skipulega að því að mæta vaxandi þörf aldraðra. Alls fjölgar hjúkrunarrýmum um 214 og er áætlaður bygginga- kostnaður 5,5 til 6 milljarðar króna. Þá hefur aðbúnaður íbúa í 150-200 öðrum hjúkrunarrým- um batnað verulega. Framkvæmdum við byggingu þriggja nýrra hjúkr- unarheimila lauk á liðnu ári, með samtals 70 hjúkrunar- rýmum, þ.e. á Egilsstöðum (30), Bolungarvík (10) og Ísafirði (30). Þessi heimili hafa öll ver- ið tekin í notkun. Þegar saman eru talin þessi rými og ný rými sem þegar liggur fyrir að verði byggð, liggur fyrir að með þessum nýframkvæmdum rísa heimili víðs vegar á landinu með samtals 404 hjúkrunar- rýmum. Framlög til öldrunarstofnana aukin um 6,7 milljarða „Við erum að vinna skipulega í því að auka þjónustu við eldri borgara og hafa framlög til öldrunarstofnana verið auk- in um 6,7 milljarða í tíð minni sem heilbrigðisráðherra. En við höfum um leið skotið styrkari stoðum undir rekstur hjúkr- unarheimila, meðal annars með því að ríkið yfirtók lífeyr- iskuldbindingar. Ég er sér- staklega hreykinn af því að í liðinni viku var staðfestur rammasamningur um rekstur og þjónustu hjúkrunarheim- ila – í fyrsta skipti. Markmið- ið er að tryggja góða þjónustu, auka gegnsæi greiðslna fyrir veitta þjónustu og bæta eftirlit,“ segir Kristján Þór sem bendir jafnframt á að framlög ríkisins verði aukin um 1,5 milljarða króna á ári. Kristján Þór neitar því að gengið hafi verið of langt í að gera eldri borgurum kleift að búa heima. Heimahjúkrun og heimaþjónusta sé hluti af því að tryggja sjálfstæði aldraðra sem vilja og hafa tök á því að búa á sínu eigin heimili. Sam- þætta þurfi betur þjónustu heimahjúkrunar og heilsugæsl- unnar og það verði aðeins gert með því að efla heilsugæsluna. Á undanförnum árum hafi ver- ið tekin stór skref í þessa átt. Að geti búið eins lengi heima og kostur er „Við eigum að hafa það sem sameiginlegt markmið að eldri borgarar eigi raun- hæfa möguleika á því að búa heima eins lengi og kostur er. Það kallar ekki aðeins á virka heilsugæslu og sam- þættingu hjúkrunar- og fé- lagsþjónustu heldur einnig á bætta stoðþjónustu og aukin dagdvalar-, skammtíma- og endurhæfingarúrræði. Um leið verðum við að sinna sérstak- lega forvörnum fyrir aldraða og tryggja tímabæra íhlutun sem bætir getu og styður eldri borgara til að búa sem lengst heima.“ Kristján Þór vill ekki útiloka að grípa eigi til bráðabirgðar- áðstafana vegna skorts á hjúkr- unarrýmum, en varar um leið við reynslunni: „Það hefur oft reynst okkur Íslending- um erfitt að vinna okkur út úr bráðabirgðalausnum – við ýtum vandanum oft bara lengra á undan okkur. En auðvitað verður heilbrigðiskerfið að vera sveigjanlegt þannig að það geti og hafi möguleika á að bregðast við vanda, sem oft er tímabund- inn. Við getum ekki sætt okkur við að kerfið sé svo ósveigjan- legt að einstaklingar falli milli skips og bryggju, þegar þeir glíma við heilsuvanda.“ Styrkari stoðum hefur verið skotið undir rekstur hjúkrunarheimila Hjúkrunarrýmum fjölgar um rúmlega 400 á næstu árum Blað Samtaka e ld r i s já l f s tæðismanna Miðvikudagurinn 26. október 2016 Ábyrgðarmaður: Halldór Blöndal Prentun: Landsprent Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. n Mér þykir vænt um þessa mynd. Hún er af Ólafíu Pétursdóttur ömmusystur minni þar sem hún gengur vestur Lauf- ásveginn og leiðir frænku sína Krist- ínu, dóttur Ragnhildar Helgadóttur. Hún klæddist peysufötum og bar þetta sjal þegar hún gerði sér dagamun. Myndin er sennilega tekin þegar Ólafía var áttræð fyrir alþingiskosningarnar 1967. Ólafía bjó upp á lofti í bakhúsinu á Laugavegi 66 ásamt stjúpa sínumBjarna Magnússyni, sem ég kallaði „afaminn afa“ lítill drengurmeð sérstakan hreim væntumþykju í röddinni er mér sagt. Hann var ern og hress framundir nírætt, þegar honum varð fótaskortur á lóðinni og lærbrotnaði. Hann lá rúmfastur eftir það og dó á 92. aldursári 1952. Ólafía hugs- aði vel um hann en fékk konu til að hjálpa sér stund úr degi, - báðar hátt á sjötugsaldri. Allt gekk þetta vel og ekki sem settist á Alþingi, var einn af stofnend- um hans. Auður Auðuns var fyrsta konan sem varð borgarstjóri í Reykjavík árið 1959 og síðan fyrsti kvenráðherrann árið 1970. Ragnhildur Helgadóttir var fyrsta konan sem kjörin var forseti á Alþingi í Neðri deild, sem þá var aðalmálstofa þingsins, árið 1961. Hún var fyrsta konan sem gegndi ráð- herradómi heilt kjörtímabil frá 1983-87. Sal- ome Þorkelsdóttir var fyrsti forseti Alþingis 1991-1995 eftir að Alþingi varð einmálstofa. Og í forystu flokksins í dag eru tvær öflugar konur ásamt Bjarna Benediktssyni þær Ólöf Nordal vara- formaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari. Ég sakna Ragnhildar Helgadóttur frænkuminnar, en hún lést 29. janúar sl. Hún var ein þeirra kvenna sem mörkuðu spor í baráttunni fyrir jafnrétti kynjannameð störfum sínum á Alþingi, sem ráðherra ogmeð því að n Nýlega var gengið frá fyrsta heildstæða samningnum um þjón- ustu hjúkrunarheim- ila. Hingað til hafa flest hjúkrunarheimilin verið rekin fyrir dag- gjöld sem ríkið hefur lagt til án samninga, í mörgum tilfellum áratugum saman. Þetta eru því tímamót fyrir bæði veitendur og notend- ur þjónustunnar. Svokölluð kröfulýsing er lykilatriði samn- ingsins en undanfarið hefur ríkisvaldið í auknum mæli sett fram svokallaðar kröfulýsingar veita skal öldruðum á hjúkrunarheimilun- um. Þessu ber að fagna enda er mjög mikilvægt að þjónustan sé vel skilgreind til að allir hagsmunaaðilar átti sig á til hvers sé ætlast. Það er í þágu hagsmuna þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandenda þeirra en ekki síður þeirra sem veita þjón- ustuna. Með nýju samningun- um fæst aukið gegnsæi og betri sýn á það hvaða þjónustu á nákvæmlega að veita og ekki síður hvaða þjónustu ekki ber Gömul kona í peysufötum Tímamótasamningur umþjónustu hjúkrunarheimila Blað Sambands eldri sjálfstæðismanna er í miðopnu Morgunblaðsins í dag. FURÐAN ALLTAF TIL STAÐAR FÁGÆTIR FLÆKINGS- FUGLAR ÓPERAN ÉVGENÍ ONEGIN Í ELDBORG ROÐATÍTAN 14 MENNING 34DAGLEGT LÍF 12 Nærri 100 manns komu að björgunaraðgerð- um þegar rúta með 42 innanborðs valt í hálku á Mosfellsheiði í gærmorgun. Tilkynning um slysið barst kl. 10.18 og var þá allt tiltækt lið sent á vettvang. Þar var kalsaveður, slydda og aðstæður mjög erfiðar, segir Ásgeir Þór Ás- geirsson yfirlögregluþjónn, sem stýrði aðgerð- um. Allt gekk þó snurðulaust og segist Ásgeir sáttur við það hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. Aðgerðir á vettvangi tóku hálfa þriðju klukkustund. Vegurinn yfir Mosfellsheiði var lokaður fram undir klukkan 15 í gær vegna slyssins, bæði vegna rannsóknar á slysstað og þess tíma sem tók að draga rútuna upp, en hún var flutt á stórum vagni til Reykjavíkur. Alls fóru 17 manns úr rútunni með sjúkra- bílum á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Liggja átta á sjúkrahúsinu, þar af einn alvar- lega slasaður, sagði Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Viðbúnaðaráætlun spítalans var virkj- uð vegna þessa og sérstaklega var litið til þess að nægar birgðir væru tiltækar í Blóðbank- anum. Þetta er eitt stærsta og alvarlegasta rútu- slys sem orðið hefur hér á landi, að sögn Ágústs Mogensen hjá Rannsóknarnefnd sam- gönguslysa. Menn þar munu nú kanna tildrög slyssins og hvert ástand rútunnar var, en hún var ekki komin á negld dekk. Farþegar rútunnar voru flestir Kínverjar. Þeir sem ekki fóru á sjúkrahús fengu aðhlynn- ingu á hjálparstöð Rauða krossins í Mos- fellsbæ, en margir voru í andlegu uppnámi eft- ir slysið eða með minniháttar meiðsl. Sjálfboðaliðar Rauða krossins voru fólkinu til halds og trausts og fylgdu því á hótel. Því býðst svo önnur aðstoð eftir atvikum og þörf hvers og eins. Víðtækum björgunaraðgerðum í gær var stýrt frá nýrri stjórnstöð almannavarna höfuð- borgarsvæðisins sem er í björgunarmiðstöð- inni við Skógarhlíð í Reykjavík. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir vinnuna og aðstöðuna þar strax hafa sannað gildi sitt. Fólk sem sinnti björgunaraðgerðum getur þess líka að á flugslysaæfingu á Reykjavíkur- flugvelli nú í byrjun mánaðarins hafi fengist ágæt reynsla í því hvernig bregðast skuli við hópslysum. Hafi sú þjálfun og þekking sem þar fékkst komið sér vel í þessum aðgerðum á Mosfellsheiðinni í gær. sbs@mbl.is »6 Með alvarlegustu rútuslysum Morgunblaðið/Júlíus  42 í rútuslysi á Mosfellsheiði  Átta á sjúkrahúsi  Hálka og erfiðar aðstæður við björgunarstörf Mosfellsheiði Rútan á hliðinni og björgunaraðilar að störfum á vettvangi. Þetta er með umfangsmestu hópslysum hér á landi á seinni árum. 42 voru í rútunni og voru 17 fluttir á Landspítalann. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Um leið og rykið sest og nýtt fólk verður í ríkisstjórn eigum við von á að öðruvísi verði horft á málin,“ sagði Pétur Örn Sverrisson, lög- maður tveggja fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónueignir á Ís- landi, í Financial Times í gær. Í fréttinni kemur fram að von fjár- festingarsjóðanna sé sú að hægt verði að endursemja um betri kjör en þau sem nú standa til boða við nýja ríkisstjórn, þ.e. ef Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur eiga ekki sæti í stjórninni. Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra segir að ekki hafi farið fram nein samræða um breytt kjör til sjóðanna frá síðasta útboði. „Það eina sem mér dettur í hug er að veik margra flokka ríkis- stjórn gefi sjóðunum von um að ein- hvers konar hræðsluáróður gæti fælt menn til að endurskoða þá af- stöðu sem verið er að fylgja,“ segir Bjarni við Morgunblaðið. Sigurður Ingi Jóhannsson for- sætisráðherra segir afstöðu sjóð- anna óþægilega. Hún komi í sjálfu sér ekki á óvart. „Þeir hafa lýst því yfir að stjórnarflokkarnir og þá sér- staklega Framsóknarflokkurinn séu helstu óvinir þeirra á Íslandi. Það er auðvitað óþægilegt að þeir líti svo á að önnur ríkisstjórn verði meðfæri- legri en sú sem verið hefur,“ segir Sigurður. Katrín Jakobsdóttir, for- maður VG, segir að breið samstaða hafi verið um málið á þingi og á ekki von á því að breytt verði um stefnu. „Óþægileg afstaða“  Aflandskrónueigendur vænta breytinga hjá nýrri stjórn Stjórnmál Frá fundi formanna stjórnarandstöðuflokkanna. MSegja enga breytingu... »2 Morgunblaðið/Golli Íslenskt frí- merki frá 19. öld seldist á uppboði hjá Bruun & Ras- mussen í Kaupmanna- höfn í gær á 13 sinnum hærra verði en byrj- unarverðið var. Upprunalegt verð var 2.000 krónur danskar en frímerkið var síð- an selt á 26 þúsund krónur danskar, eða rúmar 430 þúsund krónur ís- lenskar. Frímerkið er 10 aura með mynd af þáverandi konungi Íslands og Dan- merkur, Kristjáni IX. Stimpill frí- merkisins þykir einstakur. »4 Frímerki á 430 þúsund Frímerkið verðmæta hjá Bruun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.